Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 3. JÖLÍ1986 raöauglýsingar raöauglýsingar — raöauglýsingar Verslunarhúsnæði til leigu við Skólavörðustíg. Laust strax. Tilboð merkt: „L-5734“ sendist augld. Mbl. fyrir 7. júlí. Til lejgu Einbýlishús til leigu í Garðabæ. Laust strax. Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstof- unni. Hilmar Ingimundarsson hrl., Ránargötu 13, Reykjavík. Skrifstofuhúsnæði Til leigu bjart og skemmtilegt skrifstofuhús- næði að Armúla 38, um 60 fm. Skiptist í tvö skrifstofuherbergi, rúmgóða móttöku, tvær geymslur og salerni. Laust strax, langtíma leigusamningur. Uppl. í síma 17266 frá kl. 9-16. Nauðungaruppboð álausafjármunum úr þrotabúi Trésmiðjunnar Víðis hf. Uppboð á ýmsum lausafjármunum úr þrotabúi Trésmiöjunnar Viðis hf. veröur fram haldið aö Smiðjuvegi 2, Kópavogi, fimmtudaginn 3. júlí 1986, kl. 16.00. Seld verða húsgögn úr skrifstofu og kaffistofu, lausafé úr bólstrunar- deild, mikiö magn af umbúðapappa, handverkfæri o.fl. Jafnframt verða seld á uppboðinu ný húsgögn, s.s. skápar, borð o.fl. Greiösla við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Sumarferð sjálfstæðis- félaganna íNorðurlands- kjördæmi eystra Sumarferð sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra verð- ur farin laugardaginn 5. júlí i Ásbyrgi. Hist verður á flötinni i byrginu um hádegi á laugardag og tjaldað. Frjáls timi fram að kvöldverði (eigiö nesti). Alþingismennirnir Árni Johnsen og Halldór Blöndal flytja ávarp. Fjöldasöngur og skemmtiatriöi undir stjórn Árna Johnsen. Forsetakvartettinn syngur. Svefnpokapláss fyrir þá sem vilja i Skúla- garði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins milli kl. 17.00- 18.00daglega ísima96-21504. Nefndin. Atvinnumálaráðstefna á Eyrarbakka Atvinnumálaráðstefna tengd tilkomu brúarinnar á ölfusá við Óseyrar- nes og þróun atvinnulífs í þéttbýliskjörnum Árnessýslu, verður haldin i samkomuhúsinu á Eyrarbakka nk. föstudag 4. júlí og hefst hún kl. 13.15. í kaffitímanum verður Hraöfrystihús Stokkseyrar heimsótt. Ráðstefnan er öllum opin en henni mun Ijúka síðdegis. Stutt framsöguerindi flytja: Fiskvinnsla: Ólafur Óskarsson, frkvstj. Hraöfrystihúss Stokkseyrar. Útgerð: Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur LlÚ. Iðnaður: Þráinn Þorvaldsson, frkvstj. Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins., Páll Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands. Ferðamái: Birgir Þorgilsson, frkvstj. Ferðamálaráðs, Bragi Einarsson i Eden, ÞorsteinnÁsmundsson, Selfossi. Óseyrarnesbrúin: Helgi Hallgrímsson, yfirverkfræðingur Vegagerð- arinnar. Ráðstefnustjóri verður Helgi Ivarsson, bóndi I Hólum. Aö loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir, þá umræðuhópar og siðan sameiginlegar umræður. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðudandi. Merkurferð — síðustu forvöð Laugardaginn 5. júli nk. mun Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavik, gangast fyrir Þórsmerkurferð. Lagt verður af staö frá Valhöll kl. 9.30. Reistar verða hringlaga tjaldbúöir og verður i miðju þeirra eldstæði, þar sem matreiðslumeistari mun grilla kvöld- mat. Verði er mjög stillt i hóf eða kr. 850 og er þá innifalin rútuferð fram og til baka, morgunverður, skemmtiatriði á kvöldvöku og kynnis- ferð í býtið á sunnudeginum. Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið um þátttöku i sima 82900. Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið. Ferðanefnd Heimdallar, Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík. I icimdali.uk ' F • U ' S Sumarferð Varðar 5. júlí- 1986 íVeiðivötn Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin þann 5. júli nk. Að þessu sinni liggur leiðin til Veiöivatna. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 08.00. Morgunkaffi verður drukkið i Þjórsárdal. Síðan liggur leiðin um aöalvirkjunarsvæði landsins, Búr- fell, Hrauneyjafoss og Sigöldu. Aðaláning dagsins verður í fögru umhverfi við Tjaldvatn. Ávörp munu flytja Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins og Jónas Bjarnason formaður Varðar. Aðalfar- arstjóri veröur Einar Þ. Guðjohnsen. Miðaverö er kr. 750 fyrir full- orðna, 400 kr. fyrir börn 5-12 ára og frítt fyrir börn 5 ára og yngri. Athugið að þátttakendur skulu hafa eiglð nestl meðferðis. Miðasala fer fram i Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 09.00-17.00 og miðapantanir eru á sama tíma í síma 82900. Fjölmennum með Verði á einn fegursta stað landsins. Allir eru vel- komnir. Stjóm Varðar. Þórsmerkurferð Sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi efna til sumarferöar í Þórsmörk dagana 12.-13. júlí nk. Fariö verður frá Sjálfstæðishúsinu á Selfossi kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Gist veröur á tjaldstæði Ferðafélags- ins í Langadal. Um kvöldið verður sameiginleg grillveisla og varöeldur með söng og hljóðfæraslætti. Ávextir í morgunmat, ekið í tjöldin. Gönguferðir eftir ástæðum. Fararstjórar verða Þorsteinn Pálsson, Ámi Johnsen og Eggert Haukdal. Farmiði í rútu og sameiginleg máltíð kostar 900 kr. Þátttakendur hafi eigin tjöld. Sumarferöin er öllum opin. Þátttaka tilkynnist til einhvers af eftirtöldum: Guðbrandi Einarssyni í Þorlákshöfn, Helga Þorsteinssyni í Hveragerði, Bryndisi Brynjólfsdóttur á Selfossi, Óskari Magnússyni á Eyrarbakka, Jóni Haraldssyni á Stokkseyri, Jóni Ólafssyni Eystra-Geldingaholti, Guð- mundi Sigurðssyni Flúðum, Fannari Jónassyni Hellu, Tryggva Ingólfs- syni Hvolsvelli, Tómasi Pálssyni Vik i Mýrdal og Magnúsi Jónassyni Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skrá þátttöku hjá Sérleyfisbilum Selfoss í sima 1599 fyrir hádegi 11. júli. Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi. Sumarferð í Ásbyrgi Sjálfstæðisfélögin á Norðurlandi eystra efna til sumarferðar laugardaginn 5. júlí og veröur hist á flöt- inni i Ásbyrgi um hádegiö. Fariö verö- ur i gönguferð um byrgið en siöan verður kvöldvaka undir stjóm Árna Johnsen alþingis- manns þar sem hann flytur ávarp Árni ásamt Halldóri Blöndal alþingis- manni. Forsetakvartettinn syngur og fleira verðurtil skemmtunar. Frekari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri i sima 21504 millikl. 17.00og 18.00. Invita- húsgögn verð- launuð DÖNSKU húsgagnaverksmiðj- unni Invita voru fyrir skömmu veitt verðlaun spænska út- gáfufyrirtækisins Edicoin fyrstu fyrirtækja á Norður- löndunum. Edicoin er alþjóðlegt útgáfu- fyrirtæki með aðalbækistöðvar á Spáni. Það gefur m.a. út við- skiptatímaritið Intemational Commerce. Það tímarit stóð fyrir valinu á þeim 25 fyrirtækjum sem hlutu verðlaun að þessu sinni. Invita fékk verðlaunin fyrir eldhúsinnréttingar og þjónustu að því er segir í tikynningu frá Eldaskálanum, umboðsaðila In- vita á íslandi. Invita-innréttingar voru stofn- aðar árið 1974 og eru í dag stærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar í Danmörku í danskri eign. Áætluð ársvelta Invita 1986 er 112 milljónir danskra króna og er ársframleiðslan um 12.000 eldhúsinnréttingar. Sölusýning í Gallerí Borg GALLERÍ Borg gengst þessa dagana fyrir sölusýningu þar sem eru til sýnis og sölu verk eftir marga virtustu listamenn landsins. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík og keramik. Meðal eldri listamanna má nefna Mugg, Snorra Arinbjarnar, Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jóns- son, Jón Engilberts, Kristínu Jóns- dóttur, Jón Stefánsson, Sverri Har- aldsson og Gunnlaug Blöndal. Auk þeirra eiga margir núlifandi lista- menn verk á sýningunni. Svipuð sýning var haldin í fyrra sem mæltist ágætlega fyrir, og seld- ist meirihluti myndanna. Gallerí Borg er opið frá kl. 10.00—18.00 alla virka daga. Vinningar 1 happdrætti Kvennalistans DREGIÐ hefur verið í kosninga- happdrætti Kvennalistans. Vinn- ingarnir komu á eftirtalin núm- er: 5572, 1505, 1194, 3369, 2542, 3850, 2072, 2141, 2905, 0760, 0523, 2131, 1762, 4906, 1922, 0498, 1497, 5624, 1245, 4686, 1234, 4546, 3561. Vinningshafar geta vitjað vinninganna á skrifstofu Kvennalistans í Kvennahúsinu, Hótel Vík, 107 Reykjavík, s. 13725 og 21500, innan eins árs. Númerin eru birt án ábyrgðar blaðsins. Grindavík: Dregið I happdrætti v. heimilis fyrir aldraða DREGIÐ hefur verið í happ- drætti vegna heimilis fyrir aldr- aða í Grindavík. Bifreiðir af gerðinni Daihatsu Charade komu á miða númer 16345, 5639 og 7221. Utanlands- ferðir á vegum Samvinnuferða- Landsýnar komu á miða nr. 17500, 6029 og 7854. Myndbandstæki komu á nr. 18349 og 4314. Númer- in eru birt án ábyrgðar. Kvennalistinn skorar á konur ÁRLEGT sumarþing Kvennalist- ans var haldið um síðustu helgi. í frétt frá Kvennalistanum segir að þar hafi komið fram að sú örlitla leiðrétting á misvægi kynj- anna í stjórnun sveitarfélaga, sem varð í síðustu kosningum, sé engan veginn viðunandi. Því skor- ar Kvennalistinn á konur um allt land að huga nú að undirbúningi fyrir næstu þingkosningar. „Aðstæður kvenna hér á landi eru síst betri en þær voru í upphafí nú- verandi kjörtímabils og nú ríður á að íslenskar konur taki höndum saman um að bæta kjör sín og heíja verðmætamat og lífssýn kvenna til öndvegis í íslenskum stjómmálum," segir í frétt Kvennalistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.