Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 57
fjölskyldur okkar fóru saman út fyrir bæinn. Þá var alltaf glatt á hjalla, farið var í leiki, gönguferðir og sest niður með nesti. Nú að leiðarlokum viljum við þakka Dadda fyrir allar samveru- stundimar. Þær eru perlur í sjóði minninganna. Megi hann hvíla í friði. Helga, Guðmundur, Guðný Björg og Smári. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinummegin birtaner. Höndin, sem þig hingað leiddi, himinstil þigafturber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. (S. Kr. Pétursson) Veturinn þótti okkur vera langur, en vorið kom og fyllti loftið birtu og yl, sumarið nálgaðist, sólin komst hærra og hærra upp á himin- bogann, dagamir urðu lengri og birtan jókst. En þó var dimmt yfir hugum okkar í íjölskyldunum tveim, sem svo lengi höfðu verið tengdar böndum skyldleika og vin- áttu. Já, það var dimmt, Kjartan vinur okkar háði stríð við þann sjúk- dóm sem svo marga hefur að velli lagt en með hjálp góðs hjúkmnar- fólks, eigin þreki, bjartsýni og umönnun ástvina, var ein og ein orrnsta unnin, en stríðið tapaðist. Það var svo þegar birtan hið ytra náði hámarki, 24. júní, þegar nóttin hefur sameinast deginum, lauk jarðvist Kjartans, en þó dagamir séu dimmir í hugum okkar er það huggun að vita hann horfinn þang- að sem eilíf birta ríkir. Því við spurningunni „Dauði hvar er brodd- ur þinn?“ er sem ég heyri Kjartan svara „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta". Já, hann hafði sterka trú á handleiðslu Drottins. Mig langar að setja á blað nokkur minningarbrot um látinn vin, en það er nú svo með minningamar, að þær eiga að sjálfsögðu ekki nema sumar erindi til annarra. Eg á svo margar góðar minningar um vin minn sem verða mér samferða um ókominn tíma og geymdar í þeim sjóði, sem hver einstaklingur á aðeins fyrir sig. Við kynntumst fyrst 1940 er við unnum á sama vinnustað og urðum strax góðir kunningjar, nokkrum ámm seinna, er ég kvæntist mágkonu hans, urðu samverustundirnar og kynnin meiri og þau vináttubönd hnýttust sem aldrei slitnuðu. Ég minnist gleðinn- ar við fæðingu bamanna, hvemig við fylgdumst með þroska þeirra og svo þegar bamabörnin komu var ánægjan ekki minni, já, oft var glaðst á góðum stundum. Kjartan var mikill vinur barna og þau löðuðust að honum, til hans sóttu þau ástúð og gleði. Bömum okkar Nönnu var hann sem góður frændi sem hafði svo gott lag á að slá á léttari strengi, innilegur hlátur hans kom oft fram brosi í gegnum tárin á litlu andlitunum. Jóladaginn höfðum við haldið í fjölda ára til skiptis á heimilum hvors annars, marga ökuferðina fór hann með okkur út um sveitir hér áður fyrr. Ég minnist einnig ferðanna á „völl- inn“ en Kjartan hafði gaman af fótbolta og á seinni ámm veitti það honum gleði að horfa á knattspym- una í sjónvarpinu með nafna sínum og dóttursyni. A góðum stundum settumst við niður og tefldum skák, þannig hafa árin liðið. Kjartan var myndarlegur að vall- arsýn, ljós yfírlitum og manna sterkastur, ævistarf hans var akst- ur eigin vörubíls, starf sem ekki verður vel af hendi leyst, nema með árvekni og samviskusemi, en það var honum metnaðarmál að inna störf sín vel af hendi. Hann var morgunmaður, kominn á fætur fyrir allar aldir, slíkt lýsir manninum vel. Kjartan Ólafsson var fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1921, foreldrar hans vom hjónin Magdalena Bene- diktsdóttir og Ólafur Einarsson, sem bæði em látin. Þann 28. apríl 1945 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðríði Ernu Helgadótt- ir. Þau stofnuðu heimili að Miklu- braut 16, en fluttu síðar í húsið nr. 28 við sömu götu og þar hafa þau átt heimili síðan. Þau eignuðust þrjár dætur, þær em: Kristbjörg, gift Bimi Þorvaldssyni tannlækni, þau eiga þrjú böm, Jómnn Lísa gift Halli Hallssyni fréttamanni, þau eiga tvo syni, áður eignaðist Lísa son sem ber nafn Kjartans, hann hefur alist upp hjá ömmu og afa á Miklubraut 28. Yngst er Magdalena, hún er gift Þórami Stefánssyni rafmagnsverkfræðingi og eiga þau tvö böm. Það var oft þröngt í búi hjá alþýðufólki þessa lands á uppvaxt- arámm Kjartans, miðað við þá tíma er það velmegun, sem af sumum er kallað fátækt í dag. í æsku emm við næm fyrir áhrifum umhverfísins og þá mótast lífsskoðanirnar, alls konar mismunur og misrétti sem hann varð vitni að, efldu með hon- um sterka réttlætiskennd og með- aumkvun með þeim er halloka fóm í lífsbaráttunni. Hann var mikill heimilisfaðir, velferð Qölskyldu hans var honum fyrir öllu, henni vann hann það sem vinna þurfti, snyrtimenni var hann, sem sást best á umhirðu á húsi og bíl, en þeir em ekki margir vömbílamir sem notið hafa þeirrar umhirðu sem R-1358 naut. Á liðnu ári kenndi hann sér þess sjúkdóms sem ekki fékkst bót á, hann gekkst undir uppskurð í nóv- ember sl. og geislameðferð fór hann í á eftir, var þá heima, en síðan varð hann að leggjast á sjúkrahús og þannig gekk það, dvöl sitt á hvað heima og á sjúkrahúsi. En það sannaðist hér sem oftar, að þrátt fyrir hraustan líkama, einbeittan vilja og mikla bjartsýni, þá megna læknavísindin ekki enn að sigra þennan skæða sjúkdóm. Já, jafnvel hinn sterkasti líkami bognar að lokum, en þó var hin andlega reisn óbuguð. Þeir sem hann unni mest og hafði lifað fyrir, bmgðust honum ekki, eiginkonan og börnin stóðu við hlið hans og veittu honum styrk til hinstu stundar. Þau gerðu honum hina erfíðu daga bjarta. Og þannig munu minningamar um góðan eig- inmann og föður, verða þeim ljós í söknuði þeirra. Við Nanna kveðjum kæran mág og svila og þökkum samfylgdina, hinar góðu minningar lýsa um ófar- inn veg. Kristján Fr. Guðmundsson Elsku pabbi er sofnaður svefnin- um langa og horfínn á vit löngu horfinna ástvina. Sársaukinn í hjartanu er óbærilegur því horfínn er einn af þeim sem ég elskaði mest og bar mesta virðingu fyrir. Foreldrar pabba vom Ólafur Einarsson og Magdalena Bene- diktsdóttir. Uppvaxtarárin ein- kenndust af fátækt og brauðstriti eins og margra annarra alþýðu- bama þessara ára. Okkur nútíma- mönnunum reynist oft á tíðum erfítt að gera okkur í hugarlund þau lífskjör sem forfeður okkar bjuggu við. Fyrir mér þá skýrast þau þó nokkuð er ég hef í huga orð afa heitins, er hann var eitt sinn spurður um lífíð á þessum tímum. Sagði hann að öll stig húsnæðis- vandræðanna hefðu verið sér vel kunn. Sagðist hann muna þá tíma er hann hafðist við í ofnlausu her- bergi, og skalf af kulda í fletinu þar sem hann reyndi af öllum mætti að hlúa að bömunum. Þannig vom uppvaxtarárin hans pabba, sem hafði þó oft orð á því að aldrei hefði hann verið svangur sem drengur. Reykjavík var pabba kær og var hann sannkallað Reykjavíkurbam. Hann fæddist við Bergþómgötuna 1. ágúst 1921 og bjó síðan alla sína tíð í höfuðborginni. Sem drengur dvaldist hann stuttan tíma í Fljóts- hlíðinni og var hún honum einnig mjög kær, enda er náttúmfegurð þar mikil. Þegar pabbi var 8 ára gamall dó móðir hans, og stóð afi þá eftir með 9 böm. Á heimilið kom afa til hjálpar Guðrún Halldórs- dóttir, systurdóttir ömmu, en hún ílentist og giftist afa síðar. Bættust þá 3 böm í hópinn. Um leið og pabbi komst á legg fór hann að vinna. Það var svo árið 1941 að hann festi kaup á vömflutningabif- reið og gerðist bifreiðastjóri, sem síðan reyndist hans ævistarf. Á mínum yngri ámm þótti mér mikið til þess koma er ég fékk að fara í vinnuna með pabba. Höfðum við þá nesti meðferðis og þegar við svo mötuðumst fékk ég að heyra marg- ar sögur frá æskuárunum, eða frá því í „den tid“ eins og hann var vanur að taka til orða. Þær aðstæður og lífskjör sem alþýðan bjó við á uppvaxtarámm hans, vom honum ætíð ofarlega í huga. Snemma aðhylltist hann því mjög ákveðna stefnu í stjómmálum. Stefnu sem barðist fyrir viðunandi og mannsæmandi lífskjömm al- þýðunnar. Pabbi var maður hrein- skilninnar og „kom til dyranna eins og hann var klæddur". Heiðarleiki og ósérhlífni vom einnig kostir, sem hann var gæddur í ríkum mæli. Frá því í haust sem leið var pabbi búinn að vera mikið veikur. Þessi maður sem alltaf hafði ljómað af lífsgleði og þrótti, fékk sjúkdóm sem ekki varð ráðið við. Jafnvel þennan tíma var hann ætíð léttur í lund. Katrín á eftir að sakna afa síns sem hún eyddi mörgum stundum með og var svo hænd að, en litli bróðir hennar, Stefán, er aðeins 5 mánaða og fékk því ekki að kynnast ljúfa og góða Dadda afa. Minningamar lifa að eilífu og þannig finnum við fyrir nálægð þessa elskulega manns, vinar, föður og afa. „Margscraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (Vald. Briem). Magdalena Kjartansdóttir Í dag fer fram útför Kjartans Sigurjóns Ólafssonar, en hann andaðist löngu fyrir aldur fram eftir erfíða sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Einarsson, sjómaður, síðar bifreiðastjóri, sem kenndur var við Bræðrapart í Laug- ardal og konu hans Magdalenu M. Benediktsdóttur. Þau eignuðust ellefu böm, tvö barnanna dóu ung. Sigurgísli aðeins eins árs og Guðrún á fímmta aldursári. Kjartan var fæddur í húsinu Bergþómgötu 18 hér í borg. Flutti síðar að Selbúðum með foreldmm sínum þar sem þau bjuggu um tíma. Fjölskyldan var nú orðin stór, böm- unum hafði fjölgað og því varð að leita ráða með húsnæði. Fáir vildu leigja fólki með svo stóran bama- hóp. Ungu hjónin leituðu því eftir erfðafestulandi hjá borginni sem ekki mun hafa legið á lausu á þessum tíma. Þau keyptu síðar eignarland í Laugardal við Engja- veg og byggðu þar timburhús sem rúmaði þessa stóru fjölskyldu. Það hafði lengi verið fjarlægur draumur Ólafs og konu hans að eignast lítið land í nágrenni bæjarins þar sem þau gætu byggt sér hús og nytjað landið fyrir matjurtagarð og jafnvel haft eina kú, sem mundi létta þeim brauðstritið. Þegar þessi langþráði draumur ungu hjónanna var að rætast veikist húsmóðirin alvarlega og deyr skömmu síðar. Kjartan var þá níu ára gamall. Við heimilinu tók þá systurdóttur Magdalenu, Guðrún Halldórsdóttir sem reyndist börnun- um vel. Hún varð síðar seinni kona Ólafs Einarssonar og eignuðust þau Ijögur böm, þar af misstu þau eitt. Strax og Kjartan hafði aldur til fór hann að vinna heimilinu gagn. Um langa skólavist var ekki að ræða eftir að bamaskólanámi lauk. Tíðarandinn var annar þá en er nú. Kjartan hóf ungur störf sem sendi- sveinn hjá Friðriksen kjötkaup- manni í Hafnarstræti. Kjartan var dagfarsprúður maður sem kom sér hvarvetna vel. Hann var eftirsóttur til vinnu og átti það síðar eftir að koma sér vel þegar hann tók að stunda akstur á eigin bfl. Fasta viðskiptamenn eignaðist hann því marga um dagana, sem bám verð- skuldað traust til hans. Kjartan byijaði akstur hjá Vörubílstjórafé- laginu Þrótti 1941 og stundaði þar rekstur þar til hann varð að láta af því starfi um síðustu áramót vegna veikinda. Eins og áður hefur komið fram var systkinahópurinn stór og til marks um samstöðu þessa stóra systkinahóps má nefna að árið 1944 byggðu fímm bræðr- anna og ein systranna húsið að Miklubraut 16, sem var mikið ráðist í á þeim tíma. Skýrir það vel dugnað afkomenda Ólafs Einarssonar og konu hans, sem sjálfur v'arð að beijast við sárustu fátækt á sínum fyrstu búskaparárum, en lét aldrei deigan síga. Kjartan giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ernu Helgadóttur, fyrir fjörutíu og einu ári. Hjónabandið hefur verið farsælt. Hjónin hafa verið samhent í að gera heimilið vistlegt börnum sínum og skyld- mennum. Bæði hafa þau haft yndi af ferðalögum og náttúruskoðun innan lands og utan. Gönguferðir um nágrenni Reykjavíkur var þeim ekki síður áhugamál. Börn þeirra eru hér talin eftir aldri: Kristbjörg, gift Bimi Þor- opnaði í byrjun júní sl. Að sögn Margrétar Böðvarsdóttur hótel- stjóra hefur verið nóg að gera. Fór rólega af stað, en nú upp á síðkastið, hefur aðskóknin aukist og fyrirsjáanlegt að góð aðsókn verður í sumar sé tekið tillit til bókunar á hótelið. Er hótelið með fasta hópa fimm sinnum í viku, sem koma og borða. Mun þeim fjölga eftir að Kaldidalur verður opnaður á næstunni. Hótelið er til húsa í húsnæði valdssyni tannlækni, Jórunn Lísa gift Halli Hallssyni fréttamanni og Magdaldena sem er gift Þórami Stefánssyni rafmagnsverkfræðingi. Auk þess hafa þau alið upp son Jórunnar sem ber nafn afa síns og var mikið eftirlæti hans eins og öll bamabörnin. Ég kynntist Kjartani mági mín- um og konu hans fyrir rúmum þijá- tíu árum er við leigðum hjá Kjartani og Einari bróður hans, litla íbúð í húsi þeirra um þriggja ára skeið. Þar tókst með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Mannkostir Kjartans, glaðlyndi og hjálpsemi, sem hann auðsýndi mér og minni fjölskyldu alla tíð mun vera mér dýrmæt minning um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Sigríður Egilsdóttir Héraðsskólans í Reykholti og eru 48 herbergi með rúmfatnaði og 16 herbergi með rúmum fyrir svefn- pokapláss. Að auki er svo unnt að fá að sofa í svefnpokaplássi í skóla- stofum. Við hótelið starfa 12 manns samtals, 4 úr Reykjavík og 8 heima- menn. Margrét hótelstjóri var áður með Hótel Eddu á Blönduósi 1980—1982 og þar áður á Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu 1978, þegar það var að byrja þar. - pþ Morgunblaðið/Theodór Monsý opnar í Borgarnesi Nýlega er hafinn rekstur barnafata- og snyrtivöruverslunarinnar Monsý í Borgarnesi. Eigandi verslunarinnar er Dóra Sigríður Gísladóttir. A myndinni er eigandinn, kvaðst hún einnig versla með skraut- og gjafavöru. Verslunin Monsý er til húsa á Borgar- braut 7 í Borgamesi. Margrét Böðvarsdóttir hótelstjóri í Reykholti við hliðina á Snorra Sturlusyni, sem einu sinni var líka einhverskonar stjori í Reykholti. Edduhótelið í Reykholti: Góð aðsókn í sumar Borgarfirði. EDDUHÓTELIÐ í Reykholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.