Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 15
 vinnuaga, sterkri stjóm og fylgja stefnumörkun samvinnufólksins. Njjar leiðir að nýju eig-infé í beinu framhaldi af umræðu um starfsmannasjóðina mætti svo velta fyrir sér hinum venjulegu stofnsjóð- um, eða leiðum til þess að örva myndun nýs eiginfjár í félögunum. Ég hef áður bent á, að hinar hefð- bundnu leiðir til myndunar eiginfjár í samvinnufélögunum hafa mjög dofnað vegna breytinga í hinu rekstrarlega umhverfi. Eg hef einn- ig bent á, að einkafyrirtækin hafa mjöguleika í vaxandi mæli til þess að kalla eftir nýju eiginfé. Sam- vinnufélögin þurfa einnig að finna nýjar leiðir í þessu efni. Sérstakir stofnsjóðir ákveðinna hagsmuna- hópa til þess að hrinda í fram- kvæmd sérstökum verkefnum koma til álita. Bresku samvinnufélögin eru reyndar rekin sem hlutafélög. Hver félagsmaður kaupir hlutabréf en hefur eftir sem áður aðeins 1 atkvæði. Stofnbréf í einu eða öðru formi kæmu til álita. Notkun hluta- félagaformsins í samstarfi við ein- staklinga, sveitarfélög og önnur fyrirtæki til þess að hrinda í fram- kvæmd sérstökum viðfangsefnum koma til greina og hafa reyndar verið notuð í verulegum mæli. Allt þetta þarf að skoðast. En forsenda þess að nýjar leiðir finnist er auðvit- að sú, að samvinnureksturinn sé rekinn á arðbærum grundvelli þeg- ar til lengri tíma er litið og geti skilað eðlilegri ávöxtun af þvi fjár- magni, sem hann hefur til ráðstöf- unar. Lánastofnanir hreyfingarinn- ar þarf að efla, en það er sérstakt mál og annars eðlis en nýjar að- dráttarleiðir fyrir eigið fé. Það er ljóst, að ég hef hér að framan sett fram hugmyndir um talsverðar breytingar í rekstri, skipulagi og uppbyggingu Sam- bandsins og samvinnufyrirtækj- anna, þar sem greidd er gata auk- innar þátttöku starfsfólksins. Mér er fullkomlega ljóst, að hér er hreyft málum, sem þurfa mikillar at- hugunar við og aðgerðir í þessum efnum verða ekki hristar fram úr erminni í sjónhendingu. En orð eru til alls fyrst og það er gagnslítið að ræða samvinnuhreyfingu fram- tíðarinnar ef menn tipla sífellt á tánum, skirrast við að setja fram nýjar hugmyndir og ræða alla þætti málsins af einurð og á hreinskiptinn hátt. Því hreyfi ég þessum málum, en síðan eru það að sjálfsögðu félög- in og félagsfólkið sjálft, sem á að móta stefnuna fyrir framtíðina í umræðum og lýðræðislegum ákvörðunum. Félagsfólkið hefur síðasta orðið. En ef ég ætti að draga saman framtíðarsýn mína í nokkrar setningar gæti ég sagt, að ég sé fyrir mér fjölþætta samvinnuhreyf- ingu kaupfélaga, sem geta verið á bilinu allt frá því að vera örfá upp í núverandi tölu. Þau hafi starfsemi með höndum svipaðs eðlis og er í dag, en þó meira sérgreinda innan stóru félaganna en er í dag þar sem ákveðnir hagsmunahópar fjalli meira um sín sérstöku mál. Ég sé fyrir mér samstarf þessara félaga í samstarfsfyrirtækjum, sem sinna ákveðnum verkefnum, og í sameig- inlegu sambandi, þar sem viðfangs- efnin séu verulega meira sérgreind en er í dag og unnið sé nánar með þeim hópum hagsmunaaðila, sem sérstakan áhuga hafa á hinum ýmsu sviðum. Starfsfólkið komi til aukinnar þátttöku í stefnumótun og stjórnun rekstrarins með beinni þátttöku á grundvelli starfsmanna- sjóða og sérstakra samninga. Þetta gildi bæði innan kaupfélaga, sam- starfsfyrirtækja og Sambandsins. Fræðslu- og upplýsingastarfsemi verði efld og gerð mun skilvirkari í beinum tengslum við skólahaldið, sem verði orkustöð hugsjónanna, sinni því sérstaklega að símennta starfsfólkið og mennta hæfa stjóm- endur fyrir hreyfinguna. Þetta er mín framtíðarsýn. Kannski er hún alröng því það er eins og blessaður maðurinn sagði, það er svo auðvelt að spá í allt nema framtíðina. En vonandi mega þó hugleiðingar mín- ar verða kveikja að líflegri umræðu um samvinnuhreyfingu framtíðar- innar og þá er vel. Við höfum þá a»ort ittt_p_qrrnArfhtmMJ"3 rrtn/. ;nixitn9OM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JULI1986 eitthvað nýtt til að hugleiða, ræða og kryfja til mergjar. Samvinnuhreyf ingin er ekki f lokkspólitísk Samvinnustarf hefur þróast í landinu rúm 100 ár. Fyrsta kaup- félagið var stofnað fyrir 104 árum og stærsta samvinnufélagið á aldar afmæli þessa dagana. Samvinnu- starfið hefur lyft Grettistökum og átt dijúgan þátt í framsókn þjóðar- innar til bættra lífskjara. Þótt samvinnuhrejrfingin samanstandi vissulega af flölmörgum sjálfstæð- um fyrirtækjum ganga andstæðing- amir ranglega á það lagið að túlka hana sem eitt fyrirtæki, einn risa, sem yfirskyggni annað í íslensku atvinnulífi. Vissulega hefur hreyf- ingin í heild með höndum myndar- legan atvinnurekstur og sérgróða- öflum finnst hann standa í vegi sín- um. Nýtískulegum áróðursvopnum er því beint gegn hreyfingunni meir en nokkru sinni fyrr. Við þessu hefur hreyfíngin ekki brugðist sem skyldi. Samvinnuhreyfing er tví- mælalaust félags- og efnahagspóli- tísk, en hún er ekki flokkspólitísk. Framsóknarflokkurinn hefur öðrum flokkum fremur staðið í málsvari fyrir hana á opinberum vettvangi þótt bein tengsl séu engin milli^. flokksins og hreyfingarinnar. Þau tengsl eru eingöngu hugsjónaeðlis. Þar breytir engu þótt margir stuðn- ingsmenn hreyfingarinnar séu einn- ig félagar í Framsóknarflokknum. Hliðstætt er að margir forystumenn í verkalýðssamtökunum eru einnig félagar í Alþýðubandalagi eða Al- þýðuflokki án þess að nokkur bein tengsl séu milli þeirra flokka og verkalýðssamtakanna. Það er alveg ljóst, að samvinnufólk er að fínna í öllum pólitískum flokkum í landinu og samvinnuhreyfingin á hugsjóna- leg tengsl við allt félagshyggjufólk. Það væri að sjálfsögðu mikið slys, ef félagslega sinnað fólk á Islandi ætti þátt í því í pólitísku dægurþrasi að kúldra samvinnustarfi í landinu og gera það tortryggilegt í augum almennings. Samvinnurekstur lýtur venjulegum efnahagslegum lög- málum. Hann gengur ekki af sjálfu sér. Hann getur þurft málsvara eins og annar rekstur. Þeir flokkar, sem kenna sig við félagshyggju, mega ekki sofna á verðinum að veija þann félagslega rekstur, sem til er •í landinu. Þeir mega heldur ekki sofna á verðinum í varðgæslu sinni fyrir stéttarsamtök og velferðar- þjóðfélag. Samvinnuhreyfingin og félagslega sinnað fólk eiga samleið í samstöðu um velferðarþjóðfélagið. Svona er þetta í öðrum löndum og svona er þetta á íslandi. Það er orðin brýn nauðsyn fyrir pólitíska samstöðu í landinu um lýðræðis- sinnaða félagshyggju, sem nái út yfir núverandi flokksbönd og tryggi viðhald og eflingu samhjálpar innan fjölskyldunnar Islendingar. Höfundur er stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga. - Greinin er erindi, sem flutt vará aðalfundi Sambandsins á Akureyri. SMUR Jón Páll og Ómar hita upp fyrir kvöldið. Árbær Víðivellir Rjúpnahæð N V + A S Reykjavík - Breiðholt Vatnsendahvarf / Ra''y'CKSvbSB,KR Vffilsstaðir Garðabær Hafnarfjörður Fyrsta rally-cross keppni sumarsins verður haldin í kvöld kl. 20.00 á nýju rally-cross brautinni að Kjóavöllum við Rjúpnahæð (rétt ofan við Breiðholtið). í hléi munu þeir Ómar Ragnarsson á gömlum PRINS og Jón Páll Sigmarsson á nýlegum strigaskóm reyna með sér í reiptogi. Kynnir keppninnar verður Jón Ragnarsson stórrallari. Komið og fylgist með "krassandi" keppni þar sem mörg skringileg farartæki kljást við brautina á ógleymanlegan hátt. Aðgangseyrir kr. 200.- Börn í fylgd full- orðínna fá ókeypis aðgang. Stórgóð áhorfendaaðstaða og næg bflastæði. Munið að sá sem kemur snemma missir ekki af neinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.