Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLl 1986 56 Minning: * Kjartan Olafsson bifreiðasijóri Fæddur 1. ágúst 1921 Dáinn 24.júní 1986 Að morgni Jónsmessudags, 24. júní, andaðist tengdafaðir minn, Kjartan Ólafsson, eftir veturlöng veikindi. Þessi hraustlegi kjamakarl, sem maður hélt að yrði allra karla elstur, kenndi í haust þess meins, sem hann barðist við af hugprýði og æðruleysi til hinstu stundar. En kallið var komið, það kall, sem enginn fær undan skorast. Kjartan Ólafsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1921, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar sjó- manns og síðar bifreiðastjóra og Magdalenu Benediktsdóttur. Hann ólst upp í stómm hópi systkina við kröpp kjör alþýðufólks þeirra ára. Ungur að ámm missti hann móður sína og fór um tveggja ára skeið til vandalausra austur undir Eyja- fjöll. Skólaganga var ekki meiri en gekk og gerðist og lögboðið var, en lífsbaráttan hófst snemma og skóli lífsins var strangur. I þeim skóla tókst mörgum brösulega, en þaðan útskrifaðist Kjartan með hæstu einkunn. Á unglingsámm stundaði Kjart- an ýmis þau .störf sem til féllu á krepputímum, en um tvítugt hóf hann vömbílaakstur á móti föður sínum. Síðar eignaðist hann eigin bfl, og uppfrá því var vömbílaakst- urinn hans atvinna til endaloka. Kjartan var vinnusamur og traustur bflstjóri og því eftirsóttur til starfa, og natni hans og meðferð á bílunum var við bmgðið. Árið 1944 kvæntist hann Guðríði Emu Helgadóttur, fæddri á Eski- firði 7. desember 1926, dóttur Helga Guðmundssonar snikkara og konu hans Guðnýjar Bjargar Ein- arsdóttur. Þau hjónin stofnuðu heimili á Miklubraut 16, þar sem Kjartan hafði ásamt systkinum sín- um byggt af miklum dugnaði og samheldni heilt sambýlishús. Þama fæddust og ólust upp þijár dættur þeirra hjóna, hver annarri föngu- legri. Þær em Kristbjörg, gift Bimi Þorvaldssyni tannlækni, Jómnn Lísa, gift Halli Hallssyni frétta- manni og Magðalena, gift Þórami Stefánssyni verkfræðingi. Bama- bömin em orðin átta, það elsta nítj- án ára og hið yngsta 5 mánaða. Eitt bamabamið, Kjartan yngra tóku þau til sín í bamæsku og ólu upp sem eigin son, og það er ekki lítils virði fyrir ömmú að hafa dugmikinn strák sér við hlið núna. Heimili þeirra hjóna var og er hlýlegt og fallegt og alltaf indælt heim að sækja, enda bæði smekk- vís og snyrtimenni hin mestu. Þau hafa líka verið samhent og miklir félagar um ævina, létt á fæti og glæsileg á velli hvort sem var á dansgólfum glæstra sala eða á gönguför um götur og gmndir og á skíðum um snæviþakin fjöll. Þau höfðu mestu unun af þessu öllu. Kjartan var vel á sig kominn og léttstígur þótt hann hefði fjóra um sextugt og tengdasynimir urðu oftast að láta í minni pokann ef til samanburðar kom á því sviði. Hann var vinnusamur og ósérhlífínn og ævinlega reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd hvemig sem á stóð, á hvem hátt sem hann gat. Við fengum oft að reyna það þegar einhver okkar stóðu í byggingarframkvæmdum. Það var ekki erfítt að lynda við hann Kjartan. Hann var bamaböm- unum ljúfur afi, og dætmm og tengdasonum góður félagi, ekki síst á góðri stund á ferðalögum, sem hann hafði mikla ánægju af. Hann var ákveðinn í skoðunum og fylginn sér og fastur fyrir þegar hann stóð á sínum málstað eða sótti að ákveðnu marki. Kröpp kjör uppvaxtaráranna mótuðu skoðanir hans og viðhorf á marga lund, en réttsýni hans og sanngimi á sjónar- mið og skoðanir annarra ásamt einstakri skapgæsku, gerðu hann að þeim ölingi og góða dreng, sem við munum ævinlega minnast. Kjartan átti líka þá trúarvissu um góða heimvon handan við gröf og dauða, sem gerði baráttuna síð- ustu mánuði léttbærari, bæði hon- um og okkur. Það er líka í þeirri vissu, sem við kveðjum hann í dag, í trú á lífið í heimi ljóssins, í trú á endurfundi við upprisu lífsins. Björn Þorvaldsson fíin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt. Núsællersigurunninn, og sólin björt upp mnnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Alltaf kemur andlát manni jafn- mikið á óvart og sérstaklega þegar það kallar á burt fólk sem í huga manns hefur verið ímynd hreysti og glaðværðar. Þannig var Daddi í mínum huga. Þessi glæsilegi maður, pabbi bestu vinkonunnar sem ég hef nokkum tíma átt. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, það læt ég aðra um, aðeins festa á biað örfá atvik af ótal mörgum sem komu í huga minn er ég frétti um andlát hans. Hverfíð sem við ólumst upp í var einstakt. Það var í Hlíðunum. „Bræðrahöllin" og húsin í kring. Þar slitum við vinkonumar bams- skónum við leik og lærdóm. Daddi og Gauja vom alltaf þátttakendur í öllu með okkur, yndisleg hjón, geislandi af glaðværð og kærleika. Hvaða pabbi annar en hann, stjóm- aði afmælum dætra sinna jafn skemmtilega, allir fengu hlutverk, hann kallaði okkur hvert af öðm út á gólfíð, sumir sungu lag, stigu dansspor eða sögðu skrýtlu. Hann sat álengdar og hvatti „listamann- inn“ með sínu einstaka brosi og glettni í svipnum. Brosið hans náði svo sannarlega til augnanna og síð- an blikkaði hann öðm auganu á sérstakan hátt og hnykkti til höfð- inu. ÞannigvarDaddi. Hann var glæsilega vaxinn, íþróttamaður mikill og frábær dansari. Oft var maður gripinn í fangið heima í stofu og örfá dans- spor stigin. Ég minnist þess er við vinkonumar vomm að byija að ganga á háum hælum og æfing tekin milli Mjóuhlíðar og Miklu- brautar, reynt var að ganga með beint bak og bein hné, enginn við- vaningsháttur mátti sjást, bílflauta var þanin og hjartað tók kipp, en þegar litið var við, hver sat þá annar undir stýri á vömbílnum sínum en Daddi, skellihlæjandi og svo kom „blikkið". Lokaspretturinn heim var genginn með örlítið bogin hné og hlaupið upp tröppumar. Hér yrði of langt mál að riíja upp allar þær minningar, sem komu upp í hugann þegar ég settist niður og lét hann reika. Þessi ár koma ekki aftur en hversu dýrmætt er ekki að eiga slíkar minningar um mann, sem tengdist bemsku manns og þó samverustundimar yrðu færri með ámnum gleymast þær ekki. Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem) Ég kveð góðan vin með þökk og virðingu, megi algóður Guð styrlg'a þig og styðja, elsku Gauja mín, þið vomð hvort öðm svo mikils virði. Elsku Stúbba mín, Lísa, Malla, Kjartan og fjölskyldur, við Sverrir og dætumar sendum ykkur hug- heilar samúðarkveðjur. Guð biessi ykkur öll. Dísa í dag kveðjum við hjartkæran bróður, mág og frænda okkar, Kjartan Ólafsson eða Dadda eins og hann var ávallt kallaður í okkar hópi. Á þessari stundu streyma fram í hugann minningar um sam- fylgdina við hann og við minnumst þessa góða drengs með hlýju og þakklæti. Allt frá fyrstu tíð var honum gefin einlæg bjartsýni, glað- værð og óbilandi trú á lífíð. Jafnvel þegar halla tók undan vom þessir eðliskostir hans óskertir eins og við höfðum alltaf þekkt hann. Margs er að minnast og fyrst kemur í hugann þegar við, sex systkinin tókum okkur saman og réðumst í það að byggja okkur heimili með sameiginlegu átaki að Miklubraut 16 hér í Reykjavík. Eins og gefur að skilja krafðist þetta mikillar samheldni og ósérhlífni og átti Daddi ekki hvað síst þátt í því hversu vel tókst til og gleymdist ekki atorka hans við þetta verk svo sem jafnan síðar. Ekki fóm systk- inabömin eða nágrannar hans held- ur varhluta af Iipurð hans og natni þegar ýmis áhugamál bamanna vom annars vear og má þar til nefna að ófáar vom áramótabrenn- umar er hann stóð fyrir með þeim. Á seinni ámm höfðum við hjónin tækifæri til að ferðast oft saman út fyrir landsteinana með Dadda og Gauju og em þessar ferðir okkur ógleymanlegar. Á ferðalögum okk- ar komu eðliskostir hans ekki hvað síst í ljós og glaðværð hans var þess eðlis að hún gat ekki annað en haft áhrif á alla sem með honum vom. í okkar síðustu utanlandsferð saman síðstliðið haust gmnaði engan að svo skammt væri í okkar hinstu kveðju, en skjótt skipast veður í lofti því skömmu eftir heim- komuna uppgötvaðist sá sjúkdómur er ekki fékkst ráðið við. Þrátt fyrir erfiðar sjúkrahúsdvalir heyrðist aldrei æðmorð því bjartsýni og von einkenndu hann til hinstu stundar. Elsku Gauja og fjölskylda, missir ykkar er mikill og við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við minnumst Dadda með þakklátum huga og biðjum Guð að geyma hann. „Farþú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V.Br.) Dóra, Baldur og fjölskylda. Kjartan Ólafsson, sem lést 24. júní síðastliðinn, var fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1921. Foreldrar hans vom hjónin Ólafur Einarsson og Magdalena Benidiktsdóttir. Kjartan ólst upp í stómm systkina- hópi en um 8 ára aldur missti hann móður sína, en stjúpmóðir hans var Guðrún Halldórsdóttir, seinni kona Ólafs. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 3. júlí kl. 13.30. Þegar ættingjar og vinir hverfa yfir móðuna miklu þá fáum við engu breytt, en við getum lýst söknuði og vottað hinum látna virð- ingu okkar með fátæklegum minn- ingarorðum og ættingjum samúð. Kjartan var sá maður sem ég stóð í hvað mestri þakkarskuld við af þessa heims mönnum. Fundum okkar bar fyrst saman þegar ég var 10 ára gamall. Ég þurfti þá að fara til læknismeðferðar í Reykjavík frá Eskifirði, en þá höfðu þau nýlega gengið í hjónaband Ema systir mín og Kjartan og stofnað fallegt heim- ili á Miklubraut 16 þar sem Kjartan og 5 systkini hans byggðu húsið ásamt mökum sínum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með fyrstu kynni við mág minn. Ég var stoltur af þessum glæsilega unga manni, sem var bæði myndar- legur og fríður sýnum. Mér yar ekki látið leiðast í þessari fyrstu Reykavíkurferð minni, Kjart- an sá um það; ef ekki var verið í Tívolí þá fékk ég að vera með honum í vinnunni á nýja Ford- vörubílnum og fannst mér það mest gaman. Samskipti foreldra minna, sem bæði eru látin, og Kjartans voru með þeim ágætum að þar bar aidrei skugga á. Kjartan var sérstaklega greiðvik- inn. Marga búslóðina flutti hann á vörubílnum sínum án þess að taka gjald fyrir. í jólaboðunum á Miklu- brautinni sem eru nú orðin æði mörg og annars staðar þar sem Kjartan var leiddist engum, hann var hrókur alls fagnaðar. Ég held að það hafi verið gæfa systur minnar, Emu Helgadóttur, að ganga lífsgönguna með Kjartani Ölafssyni. Þau hjónin voru sérstak- lega dugleg og samtaka um allt sem þau tóku sér fyrir hendur, bæði voru með skap sem fór vel saman í sambúðinni. Kjartan og Ema eignuðust þijár ágætar dætur. Kristbjörgu, sem gift er Bimi Þorvaldssyni tann- lækni, Lísu, sem er gift Halli Halls- symi kennara og fréttamanni, Magdalenu sem er gift Þórami Stefánssyni rafmagnsverkfræðingi. Þá var Kjartan, dóttursonur þeirra hjóna, að mestu leyti alinn upp hjá afa sínum og ömmu, en bamabömin em átta. Um 18 ára skeið átti fjölskyldan heimili á Miklubraut 16 en 1962 fluttust þau á Miklubraut 28 og bjuggu þar síðan. Þar sem Kjartan fór var mikið snyrtimenni á ferð, þess bám bflar hans best vitni, sem helst aldrei sáust óhreinindi á þrátt fyrir að Kjartan væri sívinnandi. Hann hafði mikinn áhuga á hvers kyns íþróttum og lék knattspymu á sínum yngri ámm með Fram, einnig hafði hann gaman af að tefla og spila. Kjartan var búinn að kenna sér meins um nokkurt skeið en í nóv- ember á fyrra ári gekkst hann undir uppskurð á sjúkrahúsi við þeim sjúkdómi sem erfitt hefur verið að lækna. Eftir það náði hann sér ekki, hann var til skiptis heima og á sjúkrahúsi meira og minna veikur. Hann háði sína sjúkdómsbaráttu af slíkum dugnaði og æðmleysi að með eindæmum var. Með þessum hætti taldi hann kjarkinn í aðra því hann var bjartsýnismaður og trúaður. Nú þegar að leiðarlokum er komið þá er ég stoltari og þakklát- ari heldur en ég var fyrir 40 ámm, fyrir að hafa átt þennan góða dreng að vini og samferðamanni. í sama streng tekur fjölskylda mín. Systur minni og öllum ættingjum og vinum hins látna sendi ég og íjölskylda mín samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Helgason Nú er komið að óumflýjanlegri kveðjustund. Erfitt er að setjast niður og skrifa hinstu kveðju til Dadda. Hann sem alltaf var svo kátur og skemmtilegur og við héld- um að myndi verða allra karla elstur er nú fallinn frá eftir erfíða sjúk- dómslegu. En nú er þrautum hans lokið, þrautum sem alltof nærri honum gengu, þessum þróttmikla og hrausta manni. Daddi hét fullu nafni Kjartan Ólafsson og var kvæntur Gauju frænku. Þó að Daddi hafi ekki verið skyldur okkur var hann okkur systkinunum ætíð sem besti frændi. Upp í hugann koma ljúfar minn- ingar æskuáranna, þegar Daddi var að leika fyrir okkur jólasvein í jóla- boðunum eða aðra skrýtna karla. Hann var einstaklega laginn við að gleðja lítil bamshjörtu, þess fengu okkar böm einnig að njóta. Alltaf var tilhlökkunarefni að fara á Miklubrautina. Við minnumst allra ferðanna sem t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug sem okkur var sýnd við fráfall dóttur minnar og systur okkar, KARÍTASAR OSK BJARNADÓTTUR, sem lóst af slysförum þann 4. júni. Sérstakar þakkir viljum við færa björgunarsveitum Skaftafellssýslu og öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku í leitinni, einnig til Eddu Hjaltested og Einars Jenssonar, barna þeirra og tengdabarna. Guð blessi ykkur öll. Hulda Björnsdóttir og systkini hinnar látnu. t Þökkum af alhug samúð og vinsemd vegna fráfalls WALTERS RAYMOND PETTY (VALS VILHJÁLMSSONAR). Þórunn Baldursdóttir, Sólveig Nau, Clarence Nau, Svanhildur Valsdóttir, Audrey Nau, Áslaug Valsdóttir, Walter R. Nau, Þórunn E. Pétursdóttir, Muriel Cawton, Ómar Sigursveinsson, Þórhildur V. Sigursveinsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilégt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar urn fólk Sém er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.