Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 » Grafir Rosine Krapf og iitlu dóttur hennar skammt utan við Mombasa. Þær bera erfiðum aðstæðum fyrstu kristniboðanna vitni. 8 Morgunblaðið/Kjartan Jónsson. Dígófjölskylda situr að snæðingi. Maturinn er „casawa“, rótarávöxtur sem vex vel í þurru loftslagi. Bragðið minnir & kartöflur. Kristniboð við strönd KENÝU Klukknaport við innganginn að Freretown, frelsingjanýlendunni skammt utan við Mombasa. - eftirKjartan Jónsson I síðustu grein var fjallað nokkuð um einn af litlu þjóðflokkum Kenýu, sem býr við strönd Indlandshafsins, Dígó-þjóðflokkinn. Hann hefur þá sérstöðu, að vera eini þjóðflokkur landsins, sem telst vera algjörlega múhameðstrúar. I þessari grein verður fjallað um kristniboð á meðal þessa fólks og þjóðflokkanna í kring, fyrr og síðar. Abbas „Fjölskyldufundur var haldinn. Allir mættu. Faðir minn lagði á sig margra klukkustunda rútuferð til þess að geta verið með, nokkuð sem hann myndi ekki hafa gert nema af því að mikið lá við. Þetta var stór hópur og hús bróður míns var troðfullt. Þama frammi fýrir öllu fólkinu mínu, sem mér þótti svo vænt um, var ég spurður: „Viltu láta af villunni, þessari kristnu trú? Ef þú gerir það, verður allt eins og áður og við gleymum þessu víxl- spori þínu.“ „Ég veit of mikið um hina kristnu trú til þess að geta hafnað henni," var það eina, sem ég gat svarað. „Þá ert þú ekki lengur sonur minn“, sagði faðir minn þungt „og erfir ekki jörðina mína.“ Grafar- þögn ríkti í húsinu. Þetta var hræði- íeg stund. En ég gat ekki látið af sannfæringu minni og hafnað hinu nýja lífí, sem ég hafði eignast. Ég var rekinn að heiman. Harmþrung- inn fór ég. Allt, sem ég átti var tekið af mér, fötin mín, úrið og dýrmæta myndavélin mín. Til að varðveita orðstír minn leyfðu þau mér að fara í fötunum, sem ég stóð í, þótt þeim væri skapi næst að taka þau einnig." Þannig segir Abbas, ungur Dígó- maður, frá, sem yflrgaf islam og varð kristinn fyrir fjórum árum. Þannig eru örlög margra, sem ganga Kristi á hönd í múhameðs- trúarumhverfi. í löndum Araba, t.d. Saudi Arabíu, hefði hann getað verið tekinn af lífl, því að dauðarefs- ing er í sumum löndum múhameðs- trúarmanna fyrir að hafna Mú- hameð ogganga Kristi á hönd. í Kenýu eru múhameðstrúar- menn í miklum minnihluta og stjómarskrá landsins kveður á um trúfrelsi fyrir alla landsmenn. Fyrstu kristniboðarnir — Krapf Dígó-menn búa syðst í landinu við Indlandshaflð. Fyrstu kristni- boðamir frá Evrópu komu eðlilega þangað. J. Ludwig Krapf var fyrstur þeirra. Hann kom til Mombasa í maí 1844 ásamt Rosine konu sinni, sem var þunguð. Þau vom lúthersk, frá Þýskalandi og Sviss, send af kristniboðsfélagi ensku biskupa- kirkjunnar. Ekki vora þau búin að vera nema rúman mánuð í landinu, er hitabeltissjúkdómar fóra að hijá þau. í byrjun júli urðu þau mikið veik. Rosine fæddi þeim dóttur, en skömmu seinna dóu þær báðar mæðgumar. Krapf (eins og hann er venjulega kallaður) var sjálfur svo veikur, að hann vissi ekki ná- kvæmlega hvenær dagsins þær dóu. Það var með herkjum að hann gat staulast í jarðarförina. Þetta var hræðileg bytjun. En hann hélt áfram, knúinn af þeirri köllun sem hann hafði fengið. í bréfl til kristniboðsfélgasins enska (CMS = Church Missionary Society) sagði hann m.a.: „Segið vinum okkar heima, að nú sé kristniboða- gröf úti á víðavangi við strönd A-Afríku. Þetta sýnir, að þið hafið hafíð glímuna við þennan heims- hluta . . . Þar sem kirkjan vinnur sigra sína með því að leggja grafír meðlima sinna að baki og halda til nýrra svæða, þá getið þið verið vissir um, að sú stund er nærri, að þið verðið vitni að því, að Afríka snúist til kristinnar trúar. Það mun byija á austurströndinni." Margir af fyrstu kristniboðunum yflrgáfu þennan heim eftir stuttan starfstíma á svipaðan hátt og Ros- ine Krapf. Meðöl voru af skomum skammti í þá daga og ekkert var vitað um orsakir t.d. malaríu. Talið var, að hún bærist með vindi. Fúkkalyf voru ekki komin til sög- unnar á þessum tíma og læknar og sjúkrahús vora ekki fyrir hendi. Vegna hitabeltissjúkdóma og erfiðs loftslags leituðu kristniboð- „Þannig eru örlög margra, sem ganga Kristi á hönd í mú- hameðstrúarumhverfi. * I löndum Araba, t.d. Saudi Arabíu, hefði hann getað verið tekinn af lífi, því að dauðarefs- ing er í sumum löndum múhameðstrúarmanna fyrir að hafna Mú- hameð og ganga Kristi á hönd.“ amir inn í landið, er tímar liðu, vegna þess að þar er loftslagið svalara og heilsusamlegra. Krapf fluttist fljótlega út fyrir Mombasa. Hann starfaði í landinu í níu ár, en sá ekki marga snúast til kristinnar trúar, enda e.t.v. ekki nema von því að hann kom með kristindóminn inn í nýja og fram- andi menningu. Það tekur að jafn- aði nokkur ár, áður en boðskapurinn fer að hafa veraleg áhrif. En þrátt fyrir lítinn sjáanlegan árangur, lagði hann grundvöllinn að kristniboði framtíðarinnar í A-Afríku. Hann þýddi megnið af Biblíunni á swahflí, samdi swahílí- málfræði og -orðabók. Hann fór í marga könnunarleiðangra og sá fyrstur hvítra manna ásamt sam- starfsmanni sínum, Rebmann, snævi þakta tinda Kflímanjarófjalls og Kenýufjalls. Hann ritaði mikið um þá þjóðflokka, sem hann komst í snertingu við og um sögu A-Afríku og era rit hans enn mikilvægar heimildir á sviði tungumála, mann- fræði, sögu og landafræði. — Er heim kom, hafði hann mikil áhrif í Þýskalandi innan kristniboðshreyf- ingarinnar og kristniboð var hafið á nokkram stöðum í A-Afríku vegna hvatningar frá honum og upplýs- inga, sem hann lét í té. Frelsingjanýlendur Kristniboðar frá kristniboðsfé- lagi Krapfs héldu starflnu áfram við ströndina, eftir að hann fór heim. A þeim tíma var þrælasala m.a. bönnuð og margir þrælar fengu frelsi. Þeir voru flestir óra- vegu frá heimkynnum sínum og áttu hvergi höfði sínu að halla. Kristniboðarnir byggðu þá upp e.k. frelsingjanýlendúrfyrirþá. Þúsund- ir frelsingja eignuðust þannig heim- ili og gafst kostur á menntun. Margir urðu iðnaðarmenn og unnu á verkstæðum nýlendnanna. Smám saman gat þetta fólk staðið á eigin fótum og samlagaðist umhverfinu. Frelsingjanýlendumar lögðust nið- ur á fyrri hluta þessarar aldar. Eins og gefur að skilja, var mikil áhersla lögð á að kenna íbúum ný- lendnanna kristin fræði og að lifa sem kristið fólk. Prestar og prédik- arar vora m.a. menntaðir þar og fóra sumir hveijir sem kristniboðar til annarra landshluta. Uppreisn gegn Bretum Árið 1895 var strandhérað Kenýu gert að bresku vemdar- svæði. Það vakti slíka óánægju og reiði íbúanna, að allir þjóðflokkamir á ströndinni sameinuðust undir forystu Araba og gerðu uppreisn. Arabar höfðu ráðið mestu á þessu svæði um langan aldur og vildu ógjaman verða undirsátar Breta. Þeir hétu margs konar ljárhagsleg- um ávinningi hveijum þeim, sem gengi í lið með þeim. Til merkis um styrkleika uppreisnarhersins, þá náðu Bretar ekki yflrhöndinni fyrr en þeir höfðu fengið liðsauka frá Indlandi. Einn af foringjum innfæddra, Mbarak, varð hetja uppreisnarinnar og er hún jafnan kennd við hann og kölluð Mbarak- uppreisnin. Þessi ófriður hafði ýmsar afleið- ingar. Hann sameinaði þjóðflokk- ana á ströndinni gegn sameiginleg- um óvini. Almenningur gerði oft ekki greinarmun á breskum her- mönnum og breskum kristniboðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.