Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 46
starfsmanna á sál og líkama skilar sér í auknum afköstum og betri vinnuanda. Hér stendur hamingjusamasta þjóð í heimi sterkt að vígi. 46 Ttn/irTTiTí/ii/i'íT ívíi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Sterku hliðar íslands eftir Friðfinn K. Daníelsson Birgir ísleifur Gunnarsson al- þingismaður ritar þarfa hugvekju í Morgunblaðið þann 19. júní síðast- liðinn, undir yfirskriftinni „ímynd Islands". Þingmaðurinn bendir á þá staðreynd að í hugum Qölmargra útlendinga, jafnvel meðal okkar nánustu nágranna, er ísland aðeins byggð eyja sem fólk kann yfir höfuð ekki nánari skil á. Og sá hópur fólks sem veit alls ekki um tilveru landsins okkar er mun stærri en marga grunar. Hér er vissulega þörf á að bæta um betur, þjóðin býr yfir auðlegð sem gæti orðið atvinnu- og efnahagslífinu mjög til framdráttar væri málum okkar komið á framfæri við rétta aðila á réttum stað og tíma. Eftir hverju er að sækjast? Varla hefur það farið framhjá neinum, að heilbrigður atvinnu- rekstur er undirstaða alls velfarnað- ar sérhvers þjóðfélags. Hér á landi ríkir um þessar mundir einlægur vilji meðal stjómvalda, sveitar- stjóma, fyrirtækja og einstaklinga um að skapa ný atvinnutækifæri í arðbæmm rekstri, og þróa og styrkja það sem fyrir er. Þessi við- leitni blasir víða við, benda má á Þróunarfélagið, styrki Rannsókna- ráðs ríkisins, samvinnuhreyfinguna og einkafyrirtæki sem hafa lagt sitt af mörkum, og svo mætti lengi telja. Allt er þetta gert af góðum hug og ber að virða, en í hita leiksins hefur eitt mikilvægt atriði verið látið undir höfuð leggjast, en það er að kynna sterku hliðar landsins okkar út á við með það sjónarmið í huga að laða til okkar erlend iðnfyrirtæki. Samskipti og samstarf við erlend fyrirtæki em ávallt af hinu góða, svo fremi sem heilbrigð- ur samstarfsgmndvöllur sé fyrir hendi. Umsvif allra fyrirtækja sem starfa á alþjóða mörkuðum geta ekki einungis leitt af sér beinar og óbeinar tekjur, heldur einnig annan ávinning svo sem þjónustu fyrir önnur fyrirtæki, og síðast en ekki síst þekkinguna sem er gmndvallar- forsenda í öllum atvinnurekstri. Hverjar eru sterku hliðar íslands? Vegna starfa minna að atvinnu- málum síðastliðin þrjú og hálft ár, hef ég átt þess kost að ræða við ýmsa erlenda aðila um hugsanlegt samstarf við íslensk fyrirtæki, en leiðir manna liggja einnig oft og tíðum saman óvænt og óundirbúið á ferðalögum og sýningum erlendis. Þannig hafa margoft skapast fjömgar umræður um landið og atvinnuvegina. Forvitni fólks er gjaman vakin vegna þess að það veit nánast ekkert um ísland, en hinir sem em betur að sér vita að fyrir utan eldgos og góða hesta sem Friðfinnur K. Daníelsson * „Eg varpa að lokum fram sem hug’leiðingu fyrir þá sem málið er skylt, hvort ekki væri rétt að breyta hlutverki Stóriðjunef ndar á þann hátt, að nefndin leitaði samstarfs við erlend fyrirtæki um fleira en orkufrekan iðnað.“ tilheyra landinu, þá koma héðan afburða skákmenn og snjallir fót- boltamenn. Miðað við það sem ég hef séð og kynnst annars staðar, tel ég sterku hliðar íslands með tilliti til framleiðslu og sölu iðnvarnings fyrir alþjóða markaði meðal annars fólgnar í eftirtöldum atriðum: 1. Greiðum samgöngum við um- heiminn og á það bæði við um loft- og sjóflutninga. 2. Svalt loftslag og gnægð af hreinu og köldu vatni em eðal- perlur íslenskrar náttúm sem mörg iðnríki myndu hrósa happi yfir að hafa. Kalt vatn til iðnað- arnota er víða vandfengið og dýrt, auk þess sem viðhald á dælum, síum, kælum o.s.frv. getur verið umfangsmikið og kostnaðarsamt vegna óhreininda og útfellingar. 3. Gufa til iðnaðarnota framleidd með raforku eða olíu er allt að því tífalt dýrari en jarðgufa hér á landi. 4. Önnur eðalperla er vinnuaflið sem við höfum á að skipa, traust og útsjónarsamt fólk, og ágæt- lega menntað. Með réttri stjóm- un og aga er hægt að gera enn betur. 5. Félagsleg þjónusta svo sem heil- sugæsla og skólar, verslun, menningarlíf, aðstaða til íþrótta- iðkana eða til að eyða tómstund- um em atriði sem metin em að verðleikum. Iðnrekendur hafa oft rekið sig á að heilbrigði Auk framangreindra atriða má bæta við, að þrátt fyrir þá óæski- legu staðreynd að almenn laun hér á landi em mun lægri en gengur og gerist í mörgum nágrannalönd- um okkar, getur það eigi að síður talist okkur til framdráttar. Fyrir- tæki sem velja sér samstarfsaðila eða ákveðinn stað í öðmm löndum athuga fyrst og fremst hvar hag- kvæmast er að reka starfsemina, og taka þá margt með í reikninginn, ekki síst launamálin. Ymsir hafa orðið til að benda á að lág laun á íslandi væm síst til þess fallin að auglýsa það sérstak- lega, og get ég verið því sammála að vissu marki. Umræðan um lágu launin hefur einnig snúist á þann veg að þegar sé nóg framboð lág- launastarfa og því ekki ástæða til að fjölga þeim, heldur beri að leita leiða til að hækka launin. Vissulega er það sjónarmið að launin þurfi að hækka, um það geta allir verið sammála. En hvem- ig verður það framkvæmt í raun? Ein aðferð til þess er að stórauka alla iðnframleiðslu sem talist getur samkeppnisfær á alþjóðlegum mörkuðum, og það er hægt að gera meðal annars með því að fá erlend fyrirtæki til að setjast að hérlendis. Sem betur fer em ekki öll störf láglaunastörf, sérhæfð iðnfram- leiðsla, t.d. á sviði hátækni, byggir öðm fremur á þekkingu sem aftur krefst mannafla með góða mennt- un, og fyrir þau störf em borguð góð laun. Ritað eftir lestur blaðs- ins „Land“ eftir Sva var Jóhannsson í 3. árg. blaðsins Land, sem ný- lega er komið út og fjallar um innlend ferðamál, em meðal annars upplýsinar um Patreksfjörð á bls. 60.QL í upphafí þeirra segir: Kauptúnið Patreksíjörður, sem áður hét Vatneyri eða Eyrar, er miðsvæðis í Vestur-Barðastrandar- sýslu...“ Fullyrða má að kauptúnið Pat- reksQörður hefir aldrei borið nafnið Vatneyri eða Eyrar sem samheiti á kauptúninu. Kauptúnið Patreksfjörður er eitt hreppsfélag, sem ber nafnið Patrekshreppur. Fram til ársins 1907 tilheyrði Patreksfjörður sveit- arfélaginu Rauðasandshreppi. Það ár var kauptúnið þ.e. Geirseyri og Vatneyri, sem vom tvær bújarðir, gert að sérstöku sveitarfélagi. Verslun og útgerð var rekin á báð- um eymnum. A Patreksfirði var þá orðið fast aðsetur sýslumanns Barðastrandarsýslna og héraðs- læknisins í Patreksfjarðarlæknis- héraði, sem náði yfir PatreksQörð og nærliggjandi hreppsfélög. Stað- urinn var þá orðinn óumdeild mið- stöð verslunar, athafna og þjónustu í Vestur-Barðastrandarsýslu. Það var ekki fyrr en á síðustu ámm 19. aldar að fólki fór að fjölga á Patreksfirði, en þó aðallega upp úr síðustu aldamótum þegar að út- gerð þaðan efldist. Árið 1890 em á Vatneyri 39 manns, en á Geirseyri 49, samtals 88 manns. Árið 1910 bjuggu á Patreksfirði 475 manns, 1920 436 og 1930 606. Síðustu árin hefir mannfjöldi á staðnum verið um 1000 manns. Á Patreksfirði er mjög góð höfn frá náttúmnnar hendi og sigling á fjörðinn hrein og auðveld. Veður- sæld er mikil þegar til hafnar er komið. Þangað hefir því verið siglt frá landnámsöld og kaupmenn haft aðstöðu sína á Vatneyri frá því að byggð festist í nágrenni staðarins. Vitað er að á liðnum öldum hafa siglt þangað norskir, þýskir og danskir kaupmenn og stundað þar verzlun. Hin illræmda einokunar- verslun hafði á sínum tíma aðstöðu á Patreksfirði með úthlutað versl- unarsvæði um Tálknaíjörð, Rauða- sandshrepp allan og austur að Hagavaðli á Barðaströnd. Fram til 1836 var Vatneyri einn hinna svokölluðu „autoriseruðu út- liggjarastaða", en þá breyttist heitið í „autoriseraður höndlunarstaður". Árið 1877 var með lögum ákveðið að reka megi verslun á Geirseyri við Patreksfjröð þannig „að Geirs- eyri og hinn eldri verslunarstaður, Vatneyri, séu að álíta sem 'einn verslunarstaður" — eins og það er orðað. Eftir þetta var kauptúnið stund- um kallað Eyrar af íbúum nágrann- asveitanna. Einkum var sumu sveitafólki, sem fór þangað í kauj>- stað, tamt í munni að segja: „Eg er að fara á Eyrar" eða „ég er að koma af Eymm.“ Kauptúnið var þó víðast kallað Patreksfjörður og lagðist nafnið Eyrar fljótlega af. Fráleitt er að kauptúnið hafi borið nafnið Eyrar vegna tímabund- innar málvenju nágrannanna. Um síðustu aldamót voru tveir kaupmenn á Patreksfirði. Á Geirs- eyri sat Markús Snæbjömsson. Hann var eigandi jarðarinnar og rak þaðan nokkra útgerð og verslun. Hann átti verslunarskip, sem var í fömm til útlanda. Sagt er að hann hafi oft verið sjálfur í fömm með skipi sínu. Árið 1898 seldi Markús danska fyrirtækinu íslands Handels og Fiskeri Kompagni verslunarlóðir og hús á Geirseyri. Þetta félag rak um nokkur ár umfangsmikla þilskipa- útgerð og verslun á staðnum. Pétur A. Ólafsson, nafntogaður athafnamaður á fyrstu áratugum þessarar aldar, var verslunar- og útgerðarstjóri, faktor eins og það var kallað í þá daga, fyrir danska félagið. Árið 1905 keypti Pétur eignir félagsins. Hann rak umfangsmikla útgerð og verslun á Geirseyri við Patreksfjörð og jafnframt fiskverk- un og útflutning sjávarafurða fram til 1916 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Fyrirtæki hans var þó áfram á Geirseyri til ársins 1931. Athafnasemi og framtak Péturs A. Ólafssonar kom glöggt fram á atvinnurekstri hans á Patreksfirði. Hann fór ótrauður á undan samtíð sinni lítt troðnar götur. Árin 1911 til 1913 gerði hann út togara frá Geirseyri. Hann raflýsti, lagði vatnsveitu og síma um athafna- svæði sitt á Geirseyri, auk margvís- legra annarra framkvæmda. Á síðustu áratugum 19. aldar var Sigurður Baehmann kaupmaður á Vatneyri. Hann var vinsæll maður og fór orð af tungumálakunnáttu hans. Hann átti mikil viðskipti við franska duggara, sem á þeim árum og raunar á fyrstu áratugum þess- arar aldar, stunduðu mikið veiðar við Vestfirði og leituðu mjög ti! hafnar á Patreksfirði. Sigurður seldi versiun sína 1896 Pétri Thorsteinsson, kaupmanni á Bíldudal, (P.J. Thorsteinsson & Co.) Olafur Jóhannesson ættaður frá Sveinseyri í Táiknafirði réðst versl- unarmaður til Sigurðar Bachmann 1891. Hann varð eins og Pétur A. Ólafsson þjóðkunnur athafnamaður fyrir störf sín við verslun og útgerð á Patreksfírði. Ólafur gerðist verslunar- og út- gerðarstjóri hjá Pétri Thorsteinsson þegar hann hóf rekstur á Vatneyri og gegndi því starfi þar til Pétur seldi svokölluðu „Miljónafélagi" fyrirtæki sitt á Vatneyri árið 1907. Eftir það gerðist hann forstjori Miljónafélagsins við rekstur þess á Vatneyri. Árið 1914 keypti Ólafur Jóhann- esson verslunarstaðinn Vatneyri ásamt mannvirkjum og nokkrum skipum. Hann hóf síðan sjálfstæðan rekstur undir firmanafninu Ó. Jó- hannesson & Co. Fyrirtæki Ólafs þróaðist ört undir öruggri stjóm hans. Árið 1925 keypti fyrirtæki Ólafs togara og rak jafnan síðan togaraútgerð frá Pat- reksfirði. Liður í þróun og uppbyggingu atvinnurekstrarins á Vatneyri var sá að stofnuð voru nokkur dóttur- fyrirtæki frá aðalfyrirtækinu, sem fengust við verslun, útgerð og iðn- að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.