Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 19 Synir djöfulsins koma til Ameríku Jóhann Hjálmarsson Saga mannkyns, ritröð AB 7. bindi. Hin víða veröld 1350-1500 eftir Niels Steensgaard. Lýður Björnsson íslenskaði. Ritstjórar: Knut Helle, Jarle Simensen, Sven Tagil, Káre Tönnesson. Ritstjóm islensku útgáfunnar: Eiríkur Hreinn Finnbogason, Helgi Skúli Kjartansson. Almenna bókafélagið 1986. Mörg orð hafa verið notuð um grimmd spænskra landvinninga- manna í Suður-Ameríku, en stund- um gleymst að heimamenn voru ekki síður iðnir við manndráp. í höfuðborg aztekanna, Tenochtitlán, var árlega fómað að minnsta kosti 15.000 mönnum. Fómað var konum og bömum, en oftast karlmönnum sem voru stríðsfangar. Tilgangur- inn helgaði vitanlega meðalið því að hjörtu manna og blóð áttu að færa sólinni næringu og kraft. Trú- in sætti hermenn við dauðann með því að boða að í öðru lífí yrðu þeir í hópi úrvalshermanna sem fylgdu sólinni um himinhvolfið: „Hér var um mikinn mannijölda að ræða. Þúsundum manna var fómað að sögn er nýtt hof var vígt í Tenochtitlán, en það var mjög mikilvæg athöfn. Fómarlömbin stóðu og biðu í fjórfaldri röð sem var yfír fjórir kflómetrar á lengd. Fómarprestamir unnu þar til þeir hnigu örmagna niður, enda átti fómin að fara fram á ákveðinn hátt. Fómarlambið var lagt á bakið á fómarsteininn. Presturinn opnaði Saga mannkyn Ritröö AB bijósthol fómardýrsins með einu hnífsbragði með hrafntinnuhníf, losaði hjartað sem enn sló og lyfti því gegnt sól“. „Mannfómir vom tíðari með aztekum en nokkurri annarri þekktri hámenningarþjóð", skrifar Daninn Niels Steensgaard í 7. bindi Sögu mannkyns. Steensgaard skrif- ar einnig að mannfómimar hafí fyllt spænsku sigurvegarana heil- agri reiði og hafí sannfært þá um rétt þeirra til þess að leggja undir sig ríki azteka og eyða Tenochtitl- án. Spánveijar lögðu borgina í rúst árið 1521, en hún var þá stærst allra borga Ameríku og meðal stærstu borga heimsins. Menning- arverðmæti eins og bækur og myndir brenndu Spánveijar. Hug- myndir manna um borgina byggjast á lýsingum sjónarvotta, manna Cortésar, en borgin mun hafa staðið þar sem nú er Mexíkóborg. í bókinni er einnig fjallað um Inkaríkið og hmn þess. Þótt þessar frásagnir séu ekki ítarlegar gefa þær nokkra hugmynd um indíána- menningu Ameríku. Viðhorf inka til Spánveija koma fram hjá Titu Cusi, foringja andspymuhreyfíngar inka gegn Spánveijum. í fyrstu héldu inkar að Spánveijar væm goðkynjaðir, góðgjamir menn, en komust fljótlega að því að hér vom synir djöfulsins á ferð. Hin víða veröld er réttnefni 7. bindis Sögu mannkyns. Áhersla er lögð á heiminn á tímum landafund- anna og víða komið við. Það er velt vöngum yfír ýmsu og margar tölur nefndar sem eiga að sanna eða afsanna hugmyndir manna. Meðal kafla sem fróðlegir geta talist em Hve margir vom jarðarbúar?, Veröld hirðingjanna, Valdhafar á hestbaki, Trú í þágu samfélagsins, Vatnshjólið — ævafom uppgötvun, Uppmni skotvopna, Prentlistin, Upphaf Mingættar, Riddaramenn- ingin, Timur Lenk, Furstar og sig- urvegarar, Heimildir um Afríku á fyrri tíð, Hvers vegna Portúgalar? og Columbus. Þessir kaflar em nefndir sem dæmi, áður var getið þess sem lesa má um azteka og inka. Niels Steensgaard er nákvæmur í frásögnum sínum og lýsingum. Valdabarátta og stéttaskipting em efni sem honum em hugleikin, einnig verslun og viðskipti. Þurrleg umfjöllun í bókinni er bætt upp með ríkulegu myndefni eins og í öðram bindum. Stefna þessarar mann- kynssögu er að veita almenningi innsýn í söguna, þróun heimsins, án þess beinlínis að höfða til fáráða. Ekki sakar að menn hafí einhveija undirstöðuþekkingu í sagnfræði, nasasjón af trúarbrögðum, stjóm- málum og listum. Þýðing Lýðs Bjömssonar er læsileg. Ný frásögn af helgum manni Erlendar bækur Torfi Ólafsson Collins-bókaútgáfan, eða sú deild hennar sem gefur út pappírskiljur og kallast Fount, hefur sent frá sér nýja útgáfu bókarinnar Thomas More eftir bandaríska doktorinn og rithöfundinn Richard Marius. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjun- um 1984 og síðan 1985 og 1986 í Bretlandi. Þetta er stór bók, rúmar 560 blaðsíður í Royal-broti. Tómas More fæddist í Englandi 1478 og nam lögfræði að ósk föður síns. Meðfram lærði hann grísku og las rit kirkjufeðranna, Tómasar Akvínasar og Ágústínusar. Hann varð afkastamikill rithöf- undur og skrifaði m.a. hina frægu bók „Utopia", um sameignarríkið, sem Marius segir að sé hrútleiðinleg bók aflestrar fyrir nútímafólk en vakti geysimikla athygli á sínum tíma. Einnig skrifaði hann sögu Ríkharðs III, svo og mikinn fjölda annarra rita, þar á meðal brennheit barátturit gegn kenningum mót- mælenda. More gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir ríkisstjóm Hin- riks VIII og varð mjög handgenginn honum og drottningu hans, Katrínu af Aragoníu. Hann átti sæti í ráð- gjafamefnd konungs og var aðlaður 1521. En sumarið 1527 fór að syrta í álinn fyrir Tómasi, þegar Hinrik VIII vildi losa sig við Katrínu drottningu sína með því að láta ógilda hjónabandið. Hún hafði ekki fætt honum soninn sem hann þráði og auk þess hafði Anna Boleyn þá hertekið hug hans. Konungur sótti um ógildingu hjónabandsins til páfa, eins og honum bar, en úr- skurður úr páfagarði dróst mjög á langinn. Tómas More neitaði, ásamt John Fisher biskupi, að fallast á fyrirætlanir konungs. Loks skildi konungur við Katrínu og kvæntist Onnu Boleyn en More neitaði að vera viðstaddur krýningu hennar og undirritaði þar með dauðadóm sinn. Hann og John Fisher biskup vom ákærðir fyrir landráð, þar sem þeir neituðu að fallast á ráðabreytni konungs og ný lög um að páfa kæmu hjúskaparmál ekkert við. Vom þeir síðan hnepptir í varðhald í Lundúnatumi, eignir þeirra gerðar upptækar og þeir dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar. Þar sem ekki reyndist unnt að telja þeim hughvarf vom þeir hálshöggnir 1535, Fisher í júní en More í júlí. Á 19. öld vom þeir svo báðir teknir í tölu heilagra sem píslarvottar. Richard Marius drepur í inngangi bókar sinnar á þann mikla Qölda rita sem út heftir komið um hl. Tómas More og segist hafa reynt að fínna hinn sögulega More „undir þeim pýramída lofgerðarorða" sem hlaðið hafí verið ofan á nafn hans á síðari tímum. Til þess hefur hann þrautkannað útgáfu Yale-háskóla af verkum Tómasar og varið til þess mörgum ámm. More taldi kaþólsku kirkjuna einu tryggingu mannsins gegn hel- víti. Honum var ljóst að í henni hafði margt farið á verri veg og að hún þarfnaðist umbóta en þær, áttu að koma innan frá. Hreinleiki prestanna og helgi sakramentanna áttu að leiðbeina fólkinu til Guðs og kirkjan var yfír konunga og rík- isvald hafín. Ef kirkjan lenti í höndum ríkisvalds sem ekki vemd- aði hana lengur, heldur stjómaði henni, var hún komin í hendur óvin- arins, gott ef ekki sjálfs djöfulsins. Það er því ekki að furða þótt honum óaði við því að Hinrik VIII, ekki hreinlífari en hann var, skyldi krefj- ast þess að taka í eigin hendur þau völd sem páfínn einn gat farið með sem yfírhirðir kirkjunnar. More var einnig hatrammur andstæðingur Lúters, eins og ailra siðaskiptamanna, og skrifaði hvass- yrt barátturit gegn kenningum þeirra. Marius segir að hann hafí jafnvel glaðst yfír aftökum trúvill- inga. Það var því hin heilaga kirkja, kirkja sakramentanna, sem More dó fyrir. Hann leit á páfann sem yfirmann kirkjunnar, en páfaemb- ættið var ekki annað í hans augum en eitt af mörgum embættum innan prestastéttarinnar. Það er því al- rangt, segir Marius, að hann hafí látið lífið fyrir viðhald páfavaldsins í Englandi, því að hugmyndir hans um óskeikulleika páfans hafí verið langt frá þeim hástemmdu kenning- um sem komið hafí til sögunnar á hinum síðari öldum. Marius segist ekki ætla að leiða More sem hvítþveginn og strokinn dýrling fyrir augu lesenda bókar- innar, heldur mann með holdi, blóði og huga sem geti trúlega fyllt sitt sæti í raunvemlegum heimi sínum og eins í okkar heimi. Bókarkápuna prýðir hin fræga mynd Holbeins af Tómasi More. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Fimm daga hálendisferð Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með W. júlí 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns-og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Snæland Grímsson hf. Ferðaskrifstofa, Lindargötu 14. Sími 14480. Kvöld- og helgarsími: 75300 cg 83351 límtré sparar f yrir þig Límtré fyrirliggjtindi úr furu, eik og brenni. Tilvalið efni fyrir þig til að smíða úr sjálfúm þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 621566 og við veitum Auglýsingar & hörmun ■ Auglýsingar & hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.