Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Samtakamáttur- ínn er lykillinn eftir Val Arnþórsson En ég vil nú drepa nokkrum orðum á samvinnuverslunina, en verslunin er stóriðja samvinnu- hreyfingarinnar á þjónustusviðinu. Samvinnuverslunin er það svið, sem við ætlum að gera að sérstöku umtalsefni á þessum fundi innan ramma þess að ræða samvinnu- hreyfingu framtíðarinnar. Verslun- in hefur verið eitt af höfuðviðfangs- efnum samvinnuhreyfmgarinnar alveg frá upphafí. Hún hefur verið mikill hymingarsteinn í öllum samvinnurekstrinum. Verslun hreyfingarinnar hefur þróast í takt við tímann hveiju sinni og tekið mið af þörfum féiagsmanna fyrir íjölbreytilegt vömval, jafnvel í hin- um minnstu byggðum. Hagnaður í þjónustuverslun á íslandi hefur verið lágur langa tíð og verslunin ekki haft þann endumýjunarmátt sem þurft hefur til aðlögunar að þeim mjög hraðfara breytingum, sem hin síðustu ár hafa verið að gerast á íslandi. Ég er áður búinn að tíunda þessar breytingar og endurtek þær því ekki. Hitt má öllum ljóst vera, að verslun sam- vinnuhreyfíngarinnar er óarðbær þegar á hcildina er litið og þarfnast vemlegrar endurskipulagningar. Samvinnuverslunin, og skipulag hennar, hefur verið ítarlega rædd á fundum hreyfmgarinnar i vetur og þá ekki síst á námsstefnunum. Auk þess em ítarlegar greinar um hana í nýjasta hefti Samvinnunnar, sem fundarmenn hafa væntanlega flestir lesið. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að endurtaka þetta allt saman. Ég vil þó leyfa mér að taka upp orðréttan kafla úr prýðilegri grein eftir Axel Gíslason, aðstoðarforstjóra Sambandsins, sem birtist í þessu umrædda hefti Samvinnunnar og ætla ég fyrst að drepa niður þar sem Axel segir eftirfarandi: „Með markmið samvinnuhreyf- ingarinnar að leiðarljósi þarf síðan að endurskoða þær starfsaðferðir og verkaskiptingu sem nú em í gildi. Tilgangurinn með þessu er að finna hagkvæmustu leiðir sem samvinnumenn geta farið að settu marki og þá verður að hafa í huga, auk markmiðanna: - Hagnýtingu allra kosta sam- vinnustarfsins. - Skipulagsuppbyggingu - Verkaskiptingu og stjórnkerfi er tryggja hagkvæma nýtingu starfskrafta, fjármagns, að- stöðu, atvinnutækja og atvinnu- tækifæra. - Félagslega uppbyggingu sam- vinnuhreyfingarinnar.“ Síðan ræðir Axel samvinnuversl- unina sérstaklega og segir þá eftir- farandi: „Samvinnuverslunin er ágætt dæmi um atvinnurekstur þar sem beita verður þessum aðferðum. Ef við gefum okkur að markmiðið með verslunarþjónustu sem tryggi neyt- endum hagstætt verð, góða vöm og þjónustu, þá er nauðsynlegt að leita þeirra leiða sem gera sam- vinnumönnum kleift að nýta til fulls alla kosti samvinnustarfsins og þá fyrst og fremst samtakamáttinn. Samtakamátturinn er lykillinn að því að samvinnuhreyfingunni takist að leysa hlutverk sitt af hendi á sviði verslunarinnar þannig að verslunarþjónusta hennar verði ekki bara samkeppnisfær við það sem best gerist hjá samkeppnisaðilum hvað snertir þjónustu, vömverð og gæði heldur verði hún betri og skili jafnframt hagnaði. Hagræðing á öllum sviðum vöm- flæðisins í flutningum, í heildsölu- starfseminni, í vömdreifingunni innanlands og í smásöluversluninni er nauðsynleg til þess að halda kostnaði í lágmarki, til þess að auka samkeppnishæfni rekstrarins. Þessir þættir em of laust samtengd- ir og afkastageta þeirra lítið nýtt. Þetta er vegna þess að verslunar- starfsemin er ekki nema að litlu leyti samhæfð, 40 sjálfstæð kaup- félög reka hvert um sig verslunar- starfsemi á afmörkuðu verslunar- svæði hvers félags, en nýta ekki samtakamáttinn, t.d. á sviði vöm- innkaupa. Náið samstarf allra kaupfélag- anna og samhæfing allra þátta samvinnuverslunarkeðjunnar er forsenda fyrir vemlega bættum árangri, sem hægt er að ná og verður að ná til að bæta afkomu samvinnuverslunarinnar um allt land. Félagsmenn samvinnuhreyfíng- arinnar á íslandi eiga allt sem til þarf til að ná betri árangri í verslun, til þess að veita góða þjónustu og til þess að starfsemin geti skilað arði þegar upp er staðið. Nýtt skipu- lag, verkaskipting og vilji er allt sem þarf til þess að setja í gang þá breytingu sem er löngu tímabær og sem er nauðsynleg fyrir sam- vinnuhreyfinguna að komist á alveg á næstunni. Þetta er eitt af stærstu verkefnum hreyfingarinnar sem framundan em en til þess að það takist er nauðsynlegt að félags- menn um land allt standi saman að nauðsynlegum breytingum. Tiyggja þarf að sú aðstaða og þeir fjármunir, sem félagsmennimir eiga saman, og það starfsfólk, sem vinnur hjá samvinnufyrirtækjunum, vinni allt að sama marki, í stað þess sundurslitna starfs á sviði verslunarinnar sem á sér stað í dag þar sem samtakamáttur félags- mannanna nýtist ekki nema að litlu leyti." Þarf að staðla vöruval Ég vil fyrir mitt leyti taka undir þá stefnu, sem í hinum tilvitnuðu orðum Axels Gíslasonar felst og sú stefna hefur reyndar hlotið víð- tækan stuðning í umræðum manna á námsstefnunum í vetur. Það er viðurkennt, að samvinnuverslunin er rekin með halla í dag þegar á hcildina er litið. Það er viðurkennt að samtakamátturinn er ekki nýtt- ur. Það er augljóst, að með nýtingu samtakamáttarins ætti samvinnu- hreyfingin að geta náð hagstæðari vörukaupum en nokkur aðili annar. Það liggur í augum uppi, að sam- vinnumenn í landshlutunum hefðu gjaman viljað sjá birgðastöðvar Sambandsins í öllum landshlutum í stað einnar stórrar birgðastöðvar í Reykjavík, en sú birgðastöð er staðreynd og hana þarf að nýta. Með fullnýtingu hennar og þeirri endurskipulagningu í versluninni, sem dugir til þess að snúa tapi í hagnað, skapast skilyrði í framtíð- inni til þess að reisa birgðastöðvar í landshlutunum og auka aftur innflutning þangað. I millitíðinni er það augljóst, að Sambandinu ber að stuðla að beinum innflutningi á ýmsum þungavörum og grundvall- ameysluvörum til kaupfélaganna í landshlutunum, eins og t.d. á Norð- ur- og Austurlandi, þannig að engar andstæður þurfa að vera milli þess beina innflutnings og þess að nýta samtakamáttinn. Vöruval þarf að staðla. Það er víða allt of mikið miðað við aðstæður, en stöðlunin þarf að vera sveigjanleg frá tíma til tíma þannig að kerfíð virki ekki stirðnað og dautt. Búðakerfí hreyf- ingarinnar er efalaust of víðtækt miðað við aðstæður á ýmsum svæð- um. Verslunarþjónusta með víð- tæku vöruvali í litlum byggðum fær ekki lengur staðist. Víðtæk verslun- arþjónusta með miklum Qölda búða í litlum byggðum og hverfum fer illa saman við rekstur stórmarkaða með lágu vöruverði. Dreifíngarkerf- ið í heild verður of dýrt og fær ekki staðist samkeppni. Hreyfíngin þarf vissulega að leitast við að þjóna félagsfólkinu sem best, en félags- fólkið þarf að skilja nauðsyn eðli- legs reksrargrundvallar og að við- varandi taprekstur leiðir til stöðv- unar. Kaupfélögin á hinum ýmsu svæðum verða því að gera upp við sig, hvers konar verslunarþjónustu þau ætla að reka með það að leiðar- ljósi, að hún veiti eðlilega þjónustu og sé rekin á arðbærum grundvelli. í beinu framhaldi af þessari umræðu um verslun félaganna er eðlilegt að drepa á Sambandið og skipulag þess. Sambandið er tví- mælalaust hin allra þýðingarmesta sameign kaupfélaganna. Samband- ið er stofnað til þess eins að þjóna kaupfélögunum og félagsfólkinu. Starfsemi þess á hveijum tíma þarf því að aðlaga þörfum félaganna. Skipulag Sambandsins er ekki heil- agt og óumbreytanlegt og þarf að ræðast af félögunum frá tíma til tíma, þannig að félögin fínni Sam- bandið vinna í takt við sínar þarfír. Það er augljóst, að Sambandið hefur þróast og bætt við sig rekstr- argreinum eftir því sem þörfin krafði. Sum hinna nýju viðfangs- efna voru skipulögð í nýjum deildum í Sambandinu sjálfu, en önnur voru skipulögð í sérstökum fyrirtækjum utan veggja Sambandsins. Eitt stórt verkefni, sala á smjöri og ostum, var tekið aftur út úr Sambandinu og sett í sérstakt samstarfsfyrir- tæki, Osta- og smjörsöluna. Þegar litið er yfír langan veg má segja, að Sambandið hafí í höfuðatriðum gengið vel og skilað félögunum góðum árangri. Kröfur tímans kalla hins vegar á mikinn sveigjanleika og aukna sérhæfíngu og þar er mjög áberandi, að þau sérstöku verkefni, sem komið hefur verið fyrir í sérstökum samstarfsfyrir- tækjum, svo sem í Olíufélaginu, Samvinnutryggingum, Osta- og smjörsölunni, Samvinnuferðum- Landsýn og Samvinnubankanum, hafa gengið mjög vel. Þar hefur samvinnuhreyfíngin getað farið út á hinn víða markað og ekki ein- skorðað sig við það þrengra svið, sem samvinnufélögin óhjákvæmi- lega eru. Árangurinn hefur því orðið meiri en hægt hefði verið að ná með sérstökum deildum í Samband- inu. I stíl við þetta má segja að árangur sjávarafurðadeildarinnar sé, en hún hefur undanfarin ár verið mjög sérgreind í rekstri Sambands- ins og viðskiptaaðilar hennar, innan samvinnuhreyfíngar og utan hafa myndað um hana mjög trausta samstöðu og sýnt henni mikla at- hygli, áhuga og umönnun. Endur- reisn búvörudeildarinnar, sem nú bryddar vissulega á, byggist mjög á sömu yiðhorfum, þ.e. að fá við- komandi áhuga- og hagsmunaaðila til að vinna sem öflugast með deild- inni og veita henni þá athygli og umönnun, sem hún þarf á að halda í viðskiptum. Sérgreind verkefni Sambandsins í framhaldi af þessu hlýtur að vakna sú spurning, hvort tími sé kominn til að sérgreina viðfangsefni Sambandsins meira í formi sam- starfs milli Sambandsins og við- komandi hagsmunahópa og má þá t.d. ræða sérstaklega um verslun- ina. Verslunardeildin verður að sjálfsögðu kjaminn í nýsköpun verslunarrekstrar samvinnuhreyf- ingarinnar. Verslunardeildin er sú eining, sem hagsmunaaðilar innan hreyfíngarinnar á því sviði, þurfa að sameinast um og sýna sömu athygli, áhuga og umönnun og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi nú veita sjávarafurðadeildinni. Hags- munaaðilar í iðnrekstri Sambands- Valur Arnþórsson „Það væri að sjálfsögðu mikið slys, ef félags- lega sinnað fólk á Is- landi ætti þátt í því í pólitísku dægurþrasi að kúldra samvinnustarfi í landinu og gera það tortryggilegt í augum almennings. Samvinnu- rekstur lýtur venjuleg- um efnahagslegum lög- málum. Hann gengur ekki af sjálfu sér.“ Síðari hluti ins, sláturleyfishafar og bændur o.fl., þurfa að sýna iðnaðardeildinni sama áhuga og mynda um hana samstöðu og þannig mætti áfram telja varðandi skipadeild, búnaðar- deild og aðra þætti Sambandsins. Allt getur þetta skeð innan vébanda eins sambands, en ég tel mjög þýð- ingarmikið að hagsmunaaðilar inn- an hreyfíngarinnar á hinum ýmsu sviðum myndi sérstaka samtöðu um viðkomandi rekstrarsvið. Það er líka þýðingarmikið fyrir efnahagsreikn- ing kaupfélaganna, að þau eignist sérstaka sjóði innan þeirra starfs- sviða Sambandsins, sem þau skipta sérstaklega við. Þannig er það t.d. í sjávarafurðadeildinni að maður nú ekki minnist á eignarhluta í Osta- og smjörsölunni, hlutabréf í Olíufélaginu og eignarhluta í öðrum samstarfsfyrirtækjum, sem allir koma inn í efnahagsreikning kaup- félaganna og styrkja þá, en slíkt er þýðingarmikið fyrir kaupfélögin sem fyrirtæki er þurfa eins og hver önnur fyrirtæki að kynna sína efna- hagsreikninga fyrir félagsmönnum og lánastofnunum. Einn árangur af svona fyrirkomulagi væri svo að sjálfsögðu sá, að viðkomandi svið innan Sambandsins fengju sérstakt rekstrarfé til afnota fyrir starfsem- ina og gæti þannig orðið henni til eflingar. Það skal skýrt tekið fram, að hugmyndir sem þessar fela ekki í sér klofning Sambandsins í marg- ar einingar heldur getur þetta allt skeð undir einu þaki, undir einni regnhlíf, undir einum forstjóra með ýmsa sameiginlega þjónustu, s.s. á bókhalds- og tölvusviði. Þótt ég hafí ekki minnst á fræðslustarfsem- ina hef ég vissulega ekki gleymt henni, svo þýðingarmikil sem hún er og verður ávallt í öllu starfí samvinnuhreyfíngarinnar. Fræðslu- starfsemin þarf að mínu mati að tengjast í sívaxandi mæli skóla- rekstri hreyfíngarinnar og náms- skeiðshaldi. Samvinnuskólinn þarf að verða sú allsheijar heila- og taugamiðstiið, sem miðlar upplýs- ingum og fræðslu um hreyfínguna alla og þjóðfélagið, og skynjar þær hræringar, sem eru á hveijum tíma. Samvinnuhreyfingin öll, Samband- ið, kaupfélögin og samstarfsfyrir- tækin, að leggja fjármagn af mörk- um til þess að reka öfluga fræðslu- starfsemi. Eignm við að stofna starfsmannasjóði? Þótt ég hafí ekki enn minnst á starfsfólkið í hreyfíngunni í sam- bandi við endurskipulagningu versl- unarinnar, Sambandsins og annarra þátta, þá hef ég alls ekki gleymt því. Þegar litið er til þess, hvaða hópar hafa mestra hagsmuna að gæta varðandi rekstur samvinnu- hreyfingarinnar er það augljóst, að þeir hópar eru félagsfólkið og starfsfólkið. Fyrir allmörgum árum ræddum við mikið um atvinnulýð- ræði og starfsmenn fengu rétt til setu í stjórnum Sambandsins og margra kaupfélaganna, a.m.k. með málfrelsi og tillögurétti. Sú umræða hefur dottið niður og tæpast hægt að halda því fram, að atvinnulýð- ræðið hafi skilað meiriháttar ár- angri í aukinni þátttöku starfsfólks- ins í stjómun og stefnumótun samvinnufyrirtækjanna. Á íslandi hafa verið sett lög um starfsmanna- sjóði, svo sem áður er fram komið í þessari ræðu. Erlendis vex þáttt- aka starfsfólks í atvinnulífínu með hlutabréfakaupum hröðum skref- um. Starfsmannasjóðir fara vax- andi. í Svíþjóð eru þeir orðnir veru- legt afl í atvinnulífínu og danska verkalýðshreyfíngin stefnir að stór- kostlegum sjóði, sem gæti orði stærsti eigandi atvinnulífsins í Danmörku. í Bretlandi ýta stjóm- völd mjög undir starfsmannasjóði og þátttöku þeirra í atvinnulífínu auk þess sem Bretar leita leiða til þess að samtengja vissan hluta launa og afkomu fyrirtækjanna. Er það svipað kerfí og notað hefur verið í Japan árum saman. Slíkt er talið öryggi gegn uppsögnum og atvinnuleysi á samdráttartímum. Á íslandi hafa verið innleidd skatt- fríðindi vegna kaupa á hlutabréfum í atvinnufyrirtækjum. Þessi mál öll þarf samvinnuhreyfingin nú að athuga mjög gaumgæfílega. Sam- vinnuhreyfingin þarf að athuga hvort nú sé tækifæri til þess að bijóta blað, koma á starfsmanna- sjóðum og stórauka þátttöku starfs- fólksins í uppbyggingu og rekstri samvinnustarfsins. Hagsmunir starfsfólksins eru mjög beinskeyttir í þessu efni og hagsmunir félags- fólksins eru þeir, að samvinnufyrir- tækin séu vel rekin af ánægðu og áhugasömu starfsfólki. Eg vil reyndar geta þess, að starfsmanna- fulltrúi í stjórn Kaupfélags Eyfírð- inga hreyfði því fyrir nokkrum árum, að hann teldi fullkomlega eðlilegt að starfsfólkið myndaði stofnsjóð innan félagsins og greiddi í hann af launum sínum. Vegna hagsmuna sinna taldi starfsmanna- fulltrúinn eðlilegt að starfsfólkið leitaðist við að efla félagið. Hug- myndir um starfsmannasjóði eru því að þessu leyti ekki nýjar af nálinni og ættu ekki að vera and- stæðar hugsun og hugmyndum starfsmanna. Það er auðvitað ekki hlutverk mitt í yfírlits- og inngangserindi sem þessu að skilgreina nákvæm- lega hvernig starfsmannasjóðum yrði komið fyrir og hvernig þátttöku starfsfólksins yrði varið í fyrirtækj- um, sem lúta lýðræðislega kjörinni stjóm. Ég hef þó með sjálfum mér ýmsar hugmyndir í þessu efni. Með starfsmannasjóð að bakhjarli gæti starfsfólkið fengið aukinn rétt til stefnumótunar og stjórnunar í heil- um félögum innan ramma ákveð- inna samninga við hið lýðræðislega kjöma vald, eða þá að starfsfólkið með slíka sjóði að bakhjarli gæti eignast hlut í ákveðnum fyrirtækj- um með samvinnufélögunum, eða tekið að sér að reka einstakar deild- ir innan samvinnufélaganna á grundvelli ákveðinna samninga þar sem starfsmannasjóðurinn gæti verið rekstrarfé og fjármagn til endurnýjunar innréttinga og tækja. Það þarf tæpast að taka það fram, svo augljóst er það, að mál sem þessi verða ekki innleidd nema í samningum og samstarfi við starfs- fólkið. Væntanlega útheimtir fyrir- komulag sem þetta vinnustaða- samninga, eða samninga við allar stéttir hjá einu félagi, sambandi eða fyrirtæki, og að LIS verði aðili að ASÍ. Þetta hef ég þó alls ekki hugsað til enda, en hreyfi því hér. Um þetta fjölyrði ég ekki frekar en hugsunin er að sjálfsögðu sú, að leitað sé leiða til þess að efla samvinnustarfið, efla starfsfólkið og auka áhuga þess sem beinna þátttakenda í samvinnurekstrinum, sem eftir sem áður yrði að lúta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.