Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Frystuðnaður í vanda Þingmannanefnd EFTA samþykkir sérstaka frí- verslun í fiskafurðum Gamalgróið sjávarútvegsíyr- irtæki, Hraðfrystistöðin í Reykjavík, hefur ákveðið að hætta frystingu um mánaðamót- in september/október í haust og sagt upp áttatíu starfsmönnum frá og með 1. október næst- komandi. Ágúst Einarsson, for- stjóri fyrirtækisins segir ástæð- una viðvarandi rekstrartap, árum saman, og að ekki sé um annað að ræða, að óbreyttum aðstæð- um, en að hætta frystingu. Næstliðin misseri hafa fyrir- tæki í frystiiðnaði, einkum hér á suðvesturhomi landsins, verið að týna tölunni. Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH, segir 11 fiystihús innan SH hafa tapað að meðaltali 9,6% af tekjum á sama tíma og Þjóðhagsstofnun hafi metið tap frystingarinnar um 1%. í ályktun aðalfundar Félags Sambandsfrystihúsa er staðhæft að frystiiðnaðurinn í ýmsum byggðarlögum sé í rúst. Vitað er að Byggðastofnun hefur haft rekstrarvanda allmargra frystihúsa til sérstakrar athug- unar undanfarið. Hér era alvarleg tíðindi á ferð. Frystiiðnaðurinn er og verður um fyrirsjáanlega framtíð einn af lykilþáttum í íslenzkum sjávarút- vegi, sem er homsteinn þjóðar- búskaparins. Margt hefur að vísu breytzt á síðustu misseram, sem meðal annars kemur fram í íjölg- un fiystitogara, en rekstur þeirra hefur gefið góða raun og hefur í sumum tilfellum forðað út- gerðum frá því að steyta á skeri stöðvunar, og stórauknum fersk- fiskútflutningi. Eftir sem áður er frystiiðnaðurinn og markaðs- staða hans á mikilvægum erlend- um mörkuðum ein af megin- forsendum velferðar í landinu, auk þess sem veiðar og vinnsla era víða í sjávarplássum megin- undirstaða atvinnu og afkomu fólks. í þessu sambandi er vert að minna á, að störf í frum- framleiðslu, af því tagi sem hér um ræðir, hafa margfeldisáhrif um tilurð annarra starfa, ekki sízt margs konar þjónustustarfa. Hvert framframleiðslustarf er talið leiða til þriggja til fjögurra hliðarstarfa. Verkakvennafélagið Fram- sókn og Verkamannafélagið Dagsbrún hafa gert samþykktir vegna uppsagna í fískvinnslu í Reykjavík. Þar segir meðal ann- ars „að ytri skilyrði þessarar greinar hafí breytzt veralega en það geri innri breytingar, svo sem sérhæfingu í vinnslu og stærrí rekstrareiningar, nauð- synlegar". Þetta tvennt var megintilgangur stofnunar Granda hf., sameiningar Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og ísbjam- arins hf., og hefur sennilega forðar báðum þessum fyrirtækj- um frá ámóta rekstrarstöðvun og nú blasir við frystingunni hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. Gagnrýni sú, sem stofnun Granda hf. sætti, var og lítt málefnaleg, en reynslan ein fær að vísu úr því skorið, hvort til- raunin til að tryggja þennan rekstur hér í Reykjavík tekst. Stjómvöld geta engan veginn leitt hjá sér þann vanda, sem frystiiðnaðurinn er nú í, og stafar einkum af tvenns konar toga. I fyrsta lagi hefur fyrirtækjunum verið gert að sæta rekstrarhalla um árabil, ganga á eigið fé og safna skuldum. Af þessum sök- um hafa þau ekki getað tækni- væðst eða aukið framleiðni í nægilega ríkum mæli. Af sömu sökum hefur fjármagnskostnað- ur aukizt, það er lánsljárkostnað- ur, og er víða ærinn þáttur í heildarkostnaði. í annan stað hefur sá gjaldmiðill, sem frystar sjávarafurðir era einkum seldar í, lækkað umtalsvert. Af þeim sökum — og raunar fleiri — hafa tekjur ekki mætt óhjákvæmileg- um kostnaði við framleiðsluna. Sú staða, sem nú er upp komin hjá Hraðfrystistöðinni í Reykja- vík, er því miður ekkert eins- dæmi. Hún er hluti af heildar- vanda sem frystiiðnaðurinn stendur frammi fyrir. Stjómvöld, sem um margt setja atvinnu- rekstri starfsramma, verða nú að athuga sinn gang, sem og einstök fyrirtæki og samtök frystiiðnaðarins. Stjómun, skipulag og tækni- væðing framleiðslunnar skipta miklu máli. Stofnun Granda hf., sem fyrr er vikið að, var nauð- synleg tilraun til að bregðast í tíma við þeim vanda, sem við blasti, og nú hefur enn sagt óþægilega til sín í ákvörðun stjómenda Hraðfrystistöðvarinn- ar í Reykjavík um að hætta fryst- ingu, að óbreyttum aðstæðum, frá og með næsta hausti. Hér skal ekki lagður dómur á, hvort leið Granda hf. hentar öðram, við aðrar kringumstæður en hér vóru fyrir hendi, en hún var tví- mælalaust réttur leikur eins og taflstaða rekstrarins var hér í Reykjavík, þá ákvörðunin var tekin. Sú velmegun sem við blasir í íslenzku þjóðfélagi, svo að segja hvert sem litið er, er að drýgstum hluta sótt til sjávarútvegsins, veiða, vinnslu og markaðsstöðu framleiðslunnar, sem byggð hef- ur verið upp á löngum tíma. Það er ekki hyggilegt að svelta gjöf- ulustu mjólkurkýmar í íslenzkum þjóðarbúskap. Hér sem annars staðar er að vísu hægara um að ræða en í að komast. En þegar jafn mikilvægir hagsmunir era í húfi og nú virðist þurfa hags- munaöflin í samfélaginu, þjóðin öll, að bijóta mál til mergjar og leggjast á eitt um úrbætur. eftirKjartan Jóhannsson Um þessar mundir svíður okkur íslendinga að sjá norska ríkið greiða stórfúlgur með skreiðarútflutningi Norðmanna. Afleitar markaðsað- stæður okkar á skreið verða nú enn verri. Annað veifið hafa samskonar atriði komið til nokkurrar umfjöll- unar hérlendis. Meðlagsgreiðslur fiskveiðiþjóða eins og Norðmanna og Kanadamanna með sjávarútvegi sínum hafa þannig oft orðið gagn- rýnisefni af okkar hálfu, en síðan hefur lítið gerst. Nú fyrir skömmu gerði Magnús Gunnarsson forstjóri SÍF annað skylt mál að umræðuefni á aðalfundi SÍF, nefniiega nýálagð- an toll Efnahagsbandalags Evrópu á saltfisk og skreið, sem sejd er til Efnahagsbandalagslanda. Ég varð mjög ánægður að sjá Magnús taka þetta mál til sérstakrar umfjöllunar. Mér hefur nefnilega virzt furðu mikið tómlæti um þetta mál meðal sjávarútvegsfólks. Ræða Magnúsar gefur til kynna að þetta sé að breyt- ast og fagna ég því, enda hef ég bæði á Alþingi og á ýmsum erlend- um vettvöngum bent á, að hér væri á ferðinni stórmál og að í tollaálagningunni fælist hið argasta óréttlæti, sem Efnahagsbandalags- löndin gætu í rauninni ekki verið þekkt fyrir. Fiskiðnaður og annar iðnaður Ef þessi mál eru skoðuð í heild kemur vitaskuld í ljós að það sem málið snýst um er að ekki skuli vera í gildi fríverzlun með fískafurð- ir. Iðnaðarvörur njóta fríverzlunar. Á þeim hafa tollar verið felldir niður í verzlunum milli Evrópuþjóða. í þeim greinum er eftirlit með því að ekki sé stunduð óhófleg styrkja- starfsemi á vegum ríkisins, þannig að samkeppnisaðstaða raskist veru- lega. Þetta gildir hins vegar ekki um fiskafurðir. Það sem á skortir er að fá viðurkennt að fiskiðnaður sé jafngildur öðrum iðnaði. Ef frí- verzlunarsamningar næðu til físk- afurða með sama hætti og til iðnað- arvara stæðum við í allt öðrum sporum til þess að gæta hagsmuna okkar gagnvart samkeppnisþjóðum í sjávarútvegi. Vinnum málið innan EFTA Nú er vitaskuld við tvo aðila að fást í þessu efni, annars vegar EFTA, sem við erum aðilar að, og hins vegar Efnahagsbandalag Evr- ópu, sem EFTA-löndin hafa sér- staka fríverzlunarsamninga við. Efnahagsbandalagið er okkur markaðslega mikilvægara, en að EFTA eigum við betri aðgang vegna aðildar okkar. Það er og hefur verið skoðun mín um nokkra hríð að sá hamar væri ókleifur eins og sakir standa að ætla sér að ná fríverzlun í fiskviðskiptum við Efna- hagsbandalagið án tilhlaups eða stökkpalls. Á þessum forsendum hef ég talið að við ættum að reyna að vinna málið innan EFTA fyrst, þótt viðskiptahagsmunir okkar séu þar minni. Næðist árangur innan EFTA væri aðstaða okkar gagnvart Efnahagsbandalaginu á hinn bóg- inn enn betri. Samþykkt um sérat- hugun Þegar ég tók við formennsku í þingmannanefnd EFTA fyrir ári beitti ég þeim áhrifum sem því fylgdu til þess að hvetja til sérstakr- ar athugunar á útvíkkun á fríverzl- un með iðnaðarvörur þannig að hún næði einnig til fiskafurða, og hef notað hvert tækifæri til þess að knýja á um málið. Satt bezt að segja mistókst fyrsta tilraunin. Á sl. ári var sett niður embættis- mannanefnd til þess að athuga málið. Út úr starfi hennar kom nánast ekkert. Á hinn bóginn bar það til tíðinda á nýliðnum fundi þingmannanefndar EFTA, sem haldinn var dagana 17.-18. júní sl. í Stokkhólmi að annað aðalumræðu- efni fundarins var viðskipti í fiska- Kjartan Jóhannsson „Ræða Magnúsar gefur til kynna að þetta sé að breytast og fagna ég því, enda hef ég bæði á Alþingi og á ýmsum erlendum vettvöngum bent á, að hér væri á ferðinni stórmál og að í tollaálagningunni fæl- ist hið argasta órétt- læti, sem Efnahags- bandalagslöndin gætu í rauninni ekki verið þekkt fyrir.“ furðum og unnum landbúnaðarvör- um og möguleikamir á að koma á fríverzlun með þessar vörur. Það kom fram verulegur áhugi á málinu hjá mörgum fulltrúum og undirtekt- ir voru betri en fyrr. Það sem meira var um vert, það kom fram skilning- ur á því að fríverzlun með fisk væri annars eðlis og einfaldari en með unnar landbúnaðarvörur, og að því leytinu áhugaverðari. Eftir umræðuna ályktaði fundurinn á þá leið, að hann legði áherzlu á sér- stakt mikilvægi þess að útvíkka fríverzlun þannig að hún næði til fiskafurða og unninna landbúnaðar- vara. Jafnframt var ákveðið að setja upp sérstakan vinnuhóp til þess að rannsaka með hvaða hætti þetta mætti gerast, og vinnuhópnum uppálagt að skoða hvort sviðið fyrir sig. Leið til að ná árangri Við Gunnar G. Schram, sem sát- um þennan fund fyrir íslands hönd, vorum sammála um að hér væri verulegum áfanga náð. Vissulega er nefndarstarfið sjálft framundan og síðan ákvarðanataka, sem er vitaskuld á vegum ríkisstjóma land- anna, en skilningur hefur vaxið og málið er komið lengra á þessum vettvangi en nokkru sinni fyrr. Trú mín er sú að verði málinu fylgt fast eftir af hálfu íslendinga sé hér að opnast leið, sem geti skilað árangri. Hann fæst sjálfsagt ekki strax, því að ijölþjóðastofnun- um vinnst hægt og víða kann á að steita. Líklegast fæst hann heldur ekki í einum áfanga, heldur með aðlögunartíma um nokkur ár, eins og gerðist þegar fríverzlun var innleidd á iðnaðarvörur. Þess.vegna þurfum við að sýna nokkra þraut- segju. En hún á að vera þess virði, ef okkur með þessu móti tekst að bæta samkeppnisstöðu sjávarút- vegsins og hamla raunverulega og skilvirkt gegn fyrirbærum eins og tollahindrunum og óhóflegum styrkjum í öðrum löndum sem eru í samkeppni við okkur í fiskútflutn- ingi. Höfundur er alþingismaður Al- þýðuflokks fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Nordsprák: Hef ð og nýmæli í bókmenntum - yfirskrift þings norrænna móðurmálskennara ÁRLEGT þing norrænna móðurmálskennara, Nordsprák, var haldið á Laugarvatni dagana 24.-30. júní. Þátttakendur voru u.þ.b. 120-130 frá öllum Norðurlöndunum. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Hefð og nýmæli“ og var tilgangur þess að fjalla um bókmenntahefð þjóðanna og hvernig best væri að koma henni til skila og þeim nýmæl- um sem fram koma í bókmenntum. Hvernig nálgast megi menningar- arf inn og gera hann aðgengilegan unglingum nútímans. Stjómandi þingsins að þessu að staða sænskumælandi Finna sinni var Sigurður Svavarsson, Væri nokkuð sérstök þar sem þeir kennari við MH, en hann átti sæti eru aðeins 300.000 á móti 5 milljón- í fimm manna nefnd sem skipuð er einum kennara frá hveiju Norð-; urlandanna og sér um skipulagn- ingu þinganna. Hann sagði m.a. að kennaramir væm afar þakklátir stjómvöldum og norræna menning- armálaráðuneytinu fyrir þá fjárveit- ingu sem gerði það kleift að halda þing sem þessi. Þama gæfist móð- urmálskennurum færi á að kynnast tungu og menningu hinna Norður- landanna og væri mjög lærdómsríkt að kynnast svona náið. Það stuðlaði að eflingu innbyrðis tengsla og aukinni samstöðu meðal Norður- landanna og auknum skilningi á menningu og bókmenntahefð þjóð- anna. Maija-Liisa Karppinen, forstöðu- kona „Nordiska sprák og informa- tions centret" í Helsinki sem fjallar um minnihlutamálin fimm; finnsku, samamál, grænlensku, íslensku og færeysku, sagði að þeir sem hefðu þessi mál að móðurmáli ættu oft nokkuð á brattann að sækja á þing- um eins og þessu þar sem Svíar, Norðmenn og Danir töluðu sitt móðurmál en hinir yrðu að tjá sig á framandi tungu. Á næsta ári stendur til að halda hér á íslandi, námskeið f íslensku fyrir þá Finna sem áhuga hafa. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði kringum 30. Einnig verður gefin út skyggnumyndasyrpa um norræna samvinnu í tengslum við 70 ára afmæli Finnlands. Siv Peilas, sænskur Finni, sagði um finnskumælandi Finna. Allir Finnar læra bæði sænsku og finnsku í skólum. Steinar Laberg frá Noregi sagði að móðurmálskennsla í Noregi væri sérstök að því leyti að þar væru talaðar ótal mállýákur en tvö opin- ■ ber mál kennd í skólum, þ.e.a.s. bókmál og nýnorska og er ætlast til að nemendur geti lesið og skrifað bæði málin. í framhaldsskólum geta kennarar síðan valið um það hvort þeir bjóði upp á kennslu í gamal- norsku, norrænu eða nútímaís- lensku og hefur nútímaíslenskan átt vaxandi vinsældum að fagna. Steinar Laberg sagðist vera mjög hrifinn af þeirri jákvæðu þjóðernis- stefnu sem hann hefði kynnst hér og er að mörgu leyti frábrugðin samnefndum hugmyndum í Noregi. Þær Solveig M. Christensen, Lili Jacobsen og Lisbeth Steenstrup frá Danmörku, sögðu að þar væri mjög breið stefna í móðurmálskennslu. Hægt væri að velja um mörg og ólík námskeið í framhaldsskólum og ef nefna ætti eitthvað sem væri einkennandi fyrir danska móður- málskennslu þá væri það kannski helst hversu samtímabókmenntir væru nýjar. Þegar talað væri um samtímabókmenntir á hinum Norð- urlöndunum væri yfirleitt átt við bókmenntir allt frá 1930 en í Danmörku væru það einungis bækur frá síðustu 3-5 árum sem teldust til samtímabókmennta. Aðspurðar um ensk áhrif í dönsku sögðu þær að stefnan væri sú að bera ensku tökuorðin fram með enskum framburði en Svíar afturá- móti bera ensk tökuorð fram eftir sænskum framburðarreglum. Hvorki Danimir né Svíamir könn- uðust við að reynt væri að beijast gegn engilsaxneskum tökuorðum. I Svíþjóð er lögð mikil áhersla á að kynna hin Norðurlandamálin og gefa nemendum innsýn í þau og notkun þeirra. Þar hefur t.d. verið gefin út bók um íslensku þar sem finna má sænskar þýðingar á ís- lenskum texta, sýnishom af íslensk- um texta og algeng íslensk orð og heiti. Annar Svíanna tveggja sem rætt var við, Lars Samuelson, hefur kennt nemendum sínum að syngja lagið „Á sprengisandi" á íslensku. Steingrímur Þórðarson, kennari við M.H., sagði að eftirminnilegast á þessu þingi hefði verið að hlýða á sænska rithöfundinn Torgny Lindgren :„Hann dró amsúg í flugnum", sagði Steingrímur. Hann sagði sömuleiðis að staðsetning þingsins hefði verið einstaklega heppileg með hliðsjón af því að hægt hefði verið að sýna gestunum marga helstu merkisstaði á Suður- landi svo sem Skálholt, Gullfoss, Geysi, Þjórsárdal o.fl. Einnig vildi hann koma á framfæri þakklæti til stafsfólks Eddu-hótelsins í mennta- Steingrímur Þórðarson menntaskólakennari hreifst mjög af fyrirlestri sænska rit- höfundarins Torgny Lindgren. skólanum sem hefði verið einstak- lega liðlegt og elskulegt. Þing sem þessi hafa að sögn aðstandenda, mikla jákvæða þýð- ingu. Kennaramir kynnast vel inn- byrðis og eins kynnast þeir menn- ingu og tungu annarra Norður- landaþjóða. Þama er um mikla landkynningu að ræða þar sem gestimir kynnast landi og þjóð og nýta væntanleg reynslu sína til kynningar og kennslu í heimalandi sínu. Svíarnir Lars Samuelson t.h. og Alf Norbiick t.v. Samuelson hef- ur kennt nemendum sinum íslenska söngva. Hluti framkvæmdanefndar „Nordsprák“-þingsins, talið frá vinstri: Sigurður Svavarsson, stjórnandi þingsins, frá íslandi, Maija-Liisa Karppinen, forstöðukona Nordiska sprák- og informations centret i Helsinki, Finnlandi; Torsten Enemærke frá Danmörku og Steinar Laberg frá Hamar í Noregi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Alþjóðavinnumálastof nunin: Sovétmenn una illa gagn- rýni og hóta úrsögn MIKILL ágreiningur er nú milli Sovétmanna og Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar, ILO, í Genf og talin hætta á að stofnunin muni framvegis ekki hafa sömu möguleika og áður til að kanna skerðingu á réttindum verkamanna í kommúnistaríkjunum. Tejja Sovétménn og fylgismenn þeirra að starfsreglur ILO mismuni ríkjum og þá vestrænum í hag. ^^rið 1984 sögðu Pólveijar sig úr stofnuninni með lögbundnum tveggja ára fyrirvara vegna stuðnings hennar við óháðu verkalýðssamtökin Samstöðu. Fleiri spjót standa á ILO; Bandaríkjaþing hefur nýlega samþykkt lög um stórfellda lækk- un á framlögum til stofnana Sameinuðu þjóðanna, þ.á m. ILO. Á miðvikudaginn í síðustu viku lauk í Genf árlegu þingi ILO, en þátttakendur eru fulltrúar ríkis- stjóma, verkalýðs og vinnuveit- enda. Samþykktar voru mikilvæg- ar breytingar á skipulagi og starfsreglum, sem koma til móts við áratuga gamlar kröfur futltrúa frá þriðja heiminum. Fulltrúar austurblokkarinnar greiddu atkvæði gegn breytingun- um á þeim forsendum, að ekki hefði verið leiðrétt misrétti, sem þeir telja sig beitta. Fulltrúar vestrænna vinnuveit- enda vilja ekki samþykkja að forstjórar ríkisrekinna fyrirtækja í kommúnistaríkjunum geti kall- ast vinnuveitendur og þar með haft atkvæðisrétt í nefndum sem vinnuveitendur kjósa úr sínum hópi á þinginu. Þingið samþykkti að taka at- kvæðisréttinn af sovéskum „vinnuveitendum" í tveimur nefndum þrátt fyrir hörð mótmæli sovésks fulltrúa,- sem sagði, að yrði ekki hætt að ganga á rétt Sovétmanna, myndu þeir íhuga að takmarka samskipti við ILO. Síðar úrskurðaði áfrýjunar- dómnefnd ILO, að Sovétmönnun- um bæri að hafa atkvæðisrétt f nefndunum. Vilja borgfa, ef... Sovétmenn greiða 13% af út- gjöldum ILO. Það er því mikið í húfi fyrir stofnunina, ef Sovét- menn fylgja fordæmi Pólveija, en skellurinn getur þó orðið stærri úr annarri átt. Bandaríkjamenn, en framlag þeirra er 25% af útgjöldum ILO, vega nú og meta störf stofnunar- innar. Þar í landi hefur ILO verið ásakað um að starfa gegn hags- munum Bandaríkjanna; niður- staða þeirra vangaveltna mun ákvarða, hve mikið framlag ríkis- ins verður lækkað. Úrsögn Póllands úr ILO hefur enn ekki haft í för með sér ursögn fleiri kommúnistaríkja. Á árs- þinginu í Genf hafa fulltrúar þeirra aftur á móti á markvissan hátt torveldað störf í nefndum sem eiga að fjalla um kvartanir yfir því að réttindi verkamanna séu fótum troðin. Einnig hafa fulltrúamir borið fram fjölmargar kvartanir út af meintu misrétti í sinn garð og hótað lækkun á fjárframlögum, ef „andkommúnískum" starfs- reglum yrði ekki breytt. Á síðasta ári settu átta Aust- ur-Evrópuríki fram kröfur um margþættar breytingar og hnykktu á með lítt dulbúnum hót- unum um úrsögn, yrði ekki gengið að þeim. Ljóst er að austurblokkin hyggst beija í gegn að séð verði í gegnum fingur með mannrétt- indabrot á verkalýð í kommúnista- ríkjunum, þar sem handhafar rík- isvaldsins gegna að auki hlutverk- um vinnuveitenda og verkalýðs- foringja. Eindreginn stuðningur ILO við Samstöðu er ráðamönnum aust- antjalds mikill þymir í augum. Ekkert bendir þó til, að vest- rænar ríkisstjómir og fram- kvæmdastjóri ILO, Frakkinn Francis Blanchard, muni sætta sig við, að réttindum austur-evróp- skra verkamanna verði fómað á altari friðsamlegrar sambúðar í ILO. Hefðbundið hlutverk ILO sem stofnað var 1919, hefur verið að sjá um að framfylgt sé um 150 alþjóðlegum samþykktum sem flestar miða að bættri aðbúð og kjörum verkaJýðs. Einnig hefur verið reynt að tryggja sem víðast réttinn til að stofna verkalýðs- félög, fyrir utan samnings- og verkfallsrétt. Síðastliðna tvo áratugi hefur starfið hins vegar í æ ríkari mæli beinst að fjárfrekum verkefnum í löndum þriðja heimsins. Þróunarhjálp Á ársþinginu vom gerðar ýms- ar samþykktir, m.a. um vamir gegn asbestryki, og yfirvöld hvött til að stuðla að takmörkunum á notkun asbests, en rykið er talið krabbameinsvaldur. Mun meiri athygli hafa vakið skipulagsbreytingar, sem auka mjög völd og áhrif þjóða þriðja heimsins í stofnuninni. Fjöldi sæta í stjómamefnd ILO verður nú 112 í stað 56. Tíu mikilvægustu iðnríkin hafa til þessa haft fastasæti í nefndinni, en framvegis verður kosið í þau. Einnig var ákveðið, að ráðningu framkvæmdastjóra skyldi bera undir ársþingið, en það sitja um 2.000 manns, að meðtöldum ráð- gjöfum og áheymarfulltrúum. Loks má geta, að breytt var kosningalögum þingsins. Til að koma í veg fyrir að samþykktir verði ógildar vegna of lítillar kosningaþáttöku fulltrúanna, var ákveðið, að úrslit í atkvæða- greiðslum réðust eingöngu af greiddum atkvæðum. Þriðjaheims-fulltrúamir geta ráðið lögum og lofum á þinginu, standi þeir saman, svo margir em þeir. ILO hefur undanfarin ár veitt þróunarlöndum þriðja heimsins margvíslega aðstoð. Nefna má þróun nýrra starfa, þjálfun starfs- manna og stjómenda, uppbygg- ingu almannatrygginga og örygg- isbúnaðar á vinnustöðum. Stofnunin undirbýr nú aðgerðir í hrikalegu vandamáli — meira en milljarður verkamanna, aðal- lega í þróunarlöndunum, starfar á vinnumarkaði, sem hvergi er á skrá, sem nefna má „svartan vinnumarkað". Réttindaleysi verkamanna á þessum markaði er algjört og kjör þeirra og að- búnaður eftir því. Aðgerðimar kosta mikið fé og verði ILO fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna deilnanna, sem hér hefur verið lýst, verður lítið úr framkvæmd þeirra. Heimildir. Observer, AP, The Europa Year Book 1986. Stuðningur ILO við Samstöðu hefur stappað stálinu í pólska verkamenn, sem yfirvöld reyna nú að knésetja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.