Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 15

Morgunblaðið - 03.07.1986, Page 15
 vinnuaga, sterkri stjóm og fylgja stefnumörkun samvinnufólksins. Njjar leiðir að nýju eig-infé í beinu framhaldi af umræðu um starfsmannasjóðina mætti svo velta fyrir sér hinum venjulegu stofnsjóð- um, eða leiðum til þess að örva myndun nýs eiginfjár í félögunum. Ég hef áður bent á, að hinar hefð- bundnu leiðir til myndunar eiginfjár í samvinnufélögunum hafa mjög dofnað vegna breytinga í hinu rekstrarlega umhverfi. Eg hef einn- ig bent á, að einkafyrirtækin hafa mjöguleika í vaxandi mæli til þess að kalla eftir nýju eiginfé. Sam- vinnufélögin þurfa einnig að finna nýjar leiðir í þessu efni. Sérstakir stofnsjóðir ákveðinna hagsmuna- hópa til þess að hrinda í fram- kvæmd sérstökum verkefnum koma til álita. Bresku samvinnufélögin eru reyndar rekin sem hlutafélög. Hver félagsmaður kaupir hlutabréf en hefur eftir sem áður aðeins 1 atkvæði. Stofnbréf í einu eða öðru formi kæmu til álita. Notkun hluta- félagaformsins í samstarfi við ein- staklinga, sveitarfélög og önnur fyrirtæki til þess að hrinda í fram- kvæmd sérstökum viðfangsefnum koma til greina og hafa reyndar verið notuð í verulegum mæli. Allt þetta þarf að skoðast. En forsenda þess að nýjar leiðir finnist er auðvit- að sú, að samvinnureksturinn sé rekinn á arðbærum grundvelli þeg- ar til lengri tíma er litið og geti skilað eðlilegri ávöxtun af þvi fjár- magni, sem hann hefur til ráðstöf- unar. Lánastofnanir hreyfingarinn- ar þarf að efla, en það er sérstakt mál og annars eðlis en nýjar að- dráttarleiðir fyrir eigið fé. Það er ljóst, að ég hef hér að framan sett fram hugmyndir um talsverðar breytingar í rekstri, skipulagi og uppbyggingu Sam- bandsins og samvinnufyrirtækj- anna, þar sem greidd er gata auk- innar þátttöku starfsfólksins. Mér er fullkomlega ljóst, að hér er hreyft málum, sem þurfa mikillar at- hugunar við og aðgerðir í þessum efnum verða ekki hristar fram úr erminni í sjónhendingu. En orð eru til alls fyrst og það er gagnslítið að ræða samvinnuhreyfingu fram- tíðarinnar ef menn tipla sífellt á tánum, skirrast við að setja fram nýjar hugmyndir og ræða alla þætti málsins af einurð og á hreinskiptinn hátt. Því hreyfi ég þessum málum, en síðan eru það að sjálfsögðu félög- in og félagsfólkið sjálft, sem á að móta stefnuna fyrir framtíðina í umræðum og lýðræðislegum ákvörðunum. Félagsfólkið hefur síðasta orðið. En ef ég ætti að draga saman framtíðarsýn mína í nokkrar setningar gæti ég sagt, að ég sé fyrir mér fjölþætta samvinnuhreyf- ingu kaupfélaga, sem geta verið á bilinu allt frá því að vera örfá upp í núverandi tölu. Þau hafi starfsemi með höndum svipaðs eðlis og er í dag, en þó meira sérgreinda innan stóru félaganna en er í dag þar sem ákveðnir hagsmunahópar fjalli meira um sín sérstöku mál. Ég sé fyrir mér samstarf þessara félaga í samstarfsfyrirtækjum, sem sinna ákveðnum verkefnum, og í sameig- inlegu sambandi, þar sem viðfangs- efnin séu verulega meira sérgreind en er í dag og unnið sé nánar með þeim hópum hagsmunaaðila, sem sérstakan áhuga hafa á hinum ýmsu sviðum. Starfsfólkið komi til aukinnar þátttöku í stefnumótun og stjórnun rekstrarins með beinni þátttöku á grundvelli starfsmanna- sjóða og sérstakra samninga. Þetta gildi bæði innan kaupfélaga, sam- starfsfyrirtækja og Sambandsins. Fræðslu- og upplýsingastarfsemi verði efld og gerð mun skilvirkari í beinum tengslum við skólahaldið, sem verði orkustöð hugsjónanna, sinni því sérstaklega að símennta starfsfólkið og mennta hæfa stjóm- endur fyrir hreyfinguna. Þetta er mín framtíðarsýn. Kannski er hún alröng því það er eins og blessaður maðurinn sagði, það er svo auðvelt að spá í allt nema framtíðina. En vonandi mega þó hugleiðingar mín- ar verða kveikja að líflegri umræðu um samvinnuhreyfingu framtíðar- innar og þá er vel. Við höfum þá a»ort ittt_p_qrrnArfhtmMJ"3 rrtn/. ;nixitn9OM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JULI1986 eitthvað nýtt til að hugleiða, ræða og kryfja til mergjar. Samvinnuhreyf ingin er ekki f lokkspólitísk Samvinnustarf hefur þróast í landinu rúm 100 ár. Fyrsta kaup- félagið var stofnað fyrir 104 árum og stærsta samvinnufélagið á aldar afmæli þessa dagana. Samvinnu- starfið hefur lyft Grettistökum og átt dijúgan þátt í framsókn þjóðar- innar til bættra lífskjara. Þótt samvinnuhrejrfingin samanstandi vissulega af flölmörgum sjálfstæð- um fyrirtækjum ganga andstæðing- amir ranglega á það lagið að túlka hana sem eitt fyrirtæki, einn risa, sem yfirskyggni annað í íslensku atvinnulífi. Vissulega hefur hreyf- ingin í heild með höndum myndar- legan atvinnurekstur og sérgróða- öflum finnst hann standa í vegi sín- um. Nýtískulegum áróðursvopnum er því beint gegn hreyfingunni meir en nokkru sinni fyrr. Við þessu hefur hreyfíngin ekki brugðist sem skyldi. Samvinnuhreyfing er tví- mælalaust félags- og efnahagspóli- tísk, en hún er ekki flokkspólitísk. Framsóknarflokkurinn hefur öðrum flokkum fremur staðið í málsvari fyrir hana á opinberum vettvangi þótt bein tengsl séu engin milli^. flokksins og hreyfingarinnar. Þau tengsl eru eingöngu hugsjónaeðlis. Þar breytir engu þótt margir stuðn- ingsmenn hreyfingarinnar séu einn- ig félagar í Framsóknarflokknum. Hliðstætt er að margir forystumenn í verkalýðssamtökunum eru einnig félagar í Alþýðubandalagi eða Al- þýðuflokki án þess að nokkur bein tengsl séu milli þeirra flokka og verkalýðssamtakanna. Það er alveg ljóst, að samvinnufólk er að fínna í öllum pólitískum flokkum í landinu og samvinnuhreyfingin á hugsjóna- leg tengsl við allt félagshyggjufólk. Það væri að sjálfsögðu mikið slys, ef félagslega sinnað fólk á Islandi ætti þátt í því í pólitísku dægurþrasi að kúldra samvinnustarfi í landinu og gera það tortryggilegt í augum almennings. Samvinnurekstur lýtur venjulegum efnahagslegum lög- málum. Hann gengur ekki af sjálfu sér. Hann getur þurft málsvara eins og annar rekstur. Þeir flokkar, sem kenna sig við félagshyggju, mega ekki sofna á verðinum að veija þann félagslega rekstur, sem til er •í landinu. Þeir mega heldur ekki sofna á verðinum í varðgæslu sinni fyrir stéttarsamtök og velferðar- þjóðfélag. Samvinnuhreyfingin og félagslega sinnað fólk eiga samleið í samstöðu um velferðarþjóðfélagið. Svona er þetta í öðrum löndum og svona er þetta á íslandi. Það er orðin brýn nauðsyn fyrir pólitíska samstöðu í landinu um lýðræðis- sinnaða félagshyggju, sem nái út yfir núverandi flokksbönd og tryggi viðhald og eflingu samhjálpar innan fjölskyldunnar Islendingar. Höfundur er stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga. - Greinin er erindi, sem flutt vará aðalfundi Sambandsins á Akureyri. SMUR Jón Páll og Ómar hita upp fyrir kvöldið. Árbær Víðivellir Rjúpnahæð N V + A S Reykjavík - Breiðholt Vatnsendahvarf / Ra''y'CKSvbSB,KR Vffilsstaðir Garðabær Hafnarfjörður Fyrsta rally-cross keppni sumarsins verður haldin í kvöld kl. 20.00 á nýju rally-cross brautinni að Kjóavöllum við Rjúpnahæð (rétt ofan við Breiðholtið). í hléi munu þeir Ómar Ragnarsson á gömlum PRINS og Jón Páll Sigmarsson á nýlegum strigaskóm reyna með sér í reiptogi. Kynnir keppninnar verður Jón Ragnarsson stórrallari. Komið og fylgist með "krassandi" keppni þar sem mörg skringileg farartæki kljást við brautina á ógleymanlegan hátt. Aðgangseyrir kr. 200.- Börn í fylgd full- orðínna fá ókeypis aðgang. Stórgóð áhorfendaaðstaða og næg bflastæði. Munið að sá sem kemur snemma missir ekki af neinu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.