Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 03.07.1986, Síða 72
 STum wm I FASTEIGNA jjjl MARKAÐURINN Í^LÍI LIFLEG SALA Okkurvantar eignirásöluskrá símar: 11540—21700 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 VERÐILAUSASOLU 40 KR. Sala gámafisks í júní: 25% verðlækkun frá upphafi til loka mánaðarins ÍSLENDINGAR seldu ferskan fisk úr fiskiskipum f Bretlandi og Þýzkalandi og gámum í Bretlandi fyrir 326 milljónir króna í síðasta mánuði samkvæmt upplýsingum LIÚ. Alls voru með þessum hætti seldar 6.341 lest og meðalverð á hvert kiló var 51,42 krónur. Meðal- verð fyrir fisk úr gámum var 51,97 krónur en 49,96 úr fiskiskipum. Hæst varð meðalverð úr gámum í fyrstu viku mánaðarins, 61,93 krón- ur, en lægst í síðustu vikunni, 44,78, eða um 25% lægra. Hæst meðal- verð skipa var 65,94 krónur hjá Sunnutindi SU, en iægst verð fiski- skipa 36,48 krónur hjá Þorsteini GK. Fiskiskipin seldu alls í mánuðinum 2.255 lestir að verðmæti 112,7 mill- jónir króna og meðalverð var 49,96. I fyrstu vikunni voru seldar 432 lestir að verðmæti 24,8 milljónir, meðalverð 57,34; í annarri viku 684 lestir að verðmæti 33,2 milljónir, Bensínið lækkar um 2 krónur: Sterka bensín- ið alls staðar á sama verði VERÐLAGSRÁÐ hefur sam- þykkt verðlækkun á bensíni, svartolfu og gasolfu. Bensínið la»kk»r um 2 krónur, úr 28 krónum lítrinn f 26 krónur. Þetta jafngildir 7% lækkun og hefur bensin nú lækkað um 26% það sem af er árinu. Sterka bensínið mun kosta 28,50 kr. hver lftri hjá öllum olíufélögunum. Gasolía lækkar um 1,20 krón- ur, úr 8,40 krónum lítrinn í 7,60 kr. Nýtt svartolíuverð er 6.600 krónur tonnið, en það var 7.000 krónur fyrir lækkunina. Verð á sterka bensíninu er sem kunnugt er frjálst. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá olíufélögunum þremur að þau myndu eftirleiðis selja sterkt bensín á 28,50 kr. lítrann. Þetta þýðir að Skeljungur og Esso lækka verðið um 2 krón- ur, en OLÍS seldi sterka bensínið á 29,90 kr. lítrann og lækkar því verðið um 1,40 kr. meðalverð 48,44; í þriðju viku 577 lestir að verðmæti 29,8 milljónir, meðalverð 51,70 og í þeirri síðustu 561 lest að verðmæti 24,9 milljónir, meðalverð 44,34 krónur. Ur gámum voru seldar 4.086 lestir að verðmæti 213,4 milljónir króna, meðalverð 51,97. í fyrstu vikunni voru seldar 575 lestir að verðmæti 35,6 milljónir, meðalverð 61,93; í annarri viku 1.105 lestir að verðmæti_ 61,7 milljónir, meðal- verð 55,87; í þriðju viku 899 lestir að verðmæti 48,5 milljónir, meðal- verð 53,98 og í þeirri síðustu 1.507 lestir að verðmæti 67,5 milljónir, meðalverð 44,78. Borgarspítalinn: A leið á landsmót Morgunblaðið/V aldimar Kriatinsaon Margur reiðskjótinn lagði leið sína yfir Þjórsárbrú í gær, en talið er að flestir þeirra er komi ríðandi á mótið þurfi að fara yfir brúna þar sem áin er ófær hestum. Gekk umferðin vel yfir brúna og sýndu ökumenn þolinmæði og tillitssemi þegar hestarnir töltu yfir þennan flöskuháls á leið sinni á landsmótið. Sjá frétt frá landsmótinu á bls. 5. Allir meinatæknar segja upp störfum — nærri helmingur meinatækna á Landsspítalanum hættur eöa að hætta vegna óánægju meö kaup og kjör ALLIR meinatæknar Borgarspít- alans, um 40 manns í 30 stöðum, sögðu upp störfum sínum á mánu- daginn og láta þeir af störfum 1. október í haust takist ekki nýir samningar fyrir þann tfma. Ástandið á Landsspítalanum er þegar orðið alvarlegt af sömu Þórír Oddsson um þátt iðnaðarráðherra í Hafskipsmáli: Reynt að ljúka rann- sókninni um helgina Eindregin ósk iðnaðarráðherra til ríkissaksóknara að rann- sókn á meintri aðild hans að Hafskipsmálinu verði flýtt ALBERT Guðmundsson iðnaðarráðherra hafði í gærmorgun samband við Hallvarð Einvarðsson, nýskipaðan ríkissaksóknara, og kom á framfæri við hann eindreginni ósk sinni um að ríkissak- sóknari hlutaðist til um að hraðað yrði svo sem unnt væri rann- sókn á meintri aðild ráðherrans að Hafskipsmálinu. „Iðnaðarráðherra hefur farið þess á leit við mig að rannsókn á meintri aðild hans að Hafskipsmál- inu verði hraðað svo sem unnt er,“ sagði Hallvarður Einvarðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hallvarður sagði að eindregin ósk þessa efnis hefði borist honum í gærmorgun og hann hefði komið þeirri ósk á framfæri við Þóri Oddsson, settan rannsóknarlög- reglustjóra. „Við höfum haft það að markmiði að hraða þessari rannsókn og auð- vitað munum við reyna að verða við þessum tilmælum sem ríkissak- sóknari hefur beint til okkar, að hraða henni enn frekar," sagði Þórir Oddsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvemig RLR myndi bregðast við ósk iðnaðarráð- herra. Þórir sagðist allt eins búast við að rannsókn á ætluðum þætti iðnað- arráðherra í Hafskipsmálinu yrði lokið um svipað leyti og rannsókn- inni í máli Guðmundar J. Guð- mundssonar. Kvaðst hann vonast til þess að það yrði um eða eftir næstu helgi. sökum, þvf að frá áramótum hefur rúmlega þriðjungur meina- tækna þar sagt upp störfum. Horfir nú til mikilla vandræða á rannsóknarstofum spítalans, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Rikisspftalanna. Meinatæknamir sögðu upp vegna óánægju með launakjör sín, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans. Grunnlaun meinatækna munu vera um 30 þúsund krónur á mánuði. „Þeir telja að nýgerðir sérkjara- samningar séu ekki fullnægjandi og því sögðu þeir allir upp með venju- legum fyrirvara," sagði Jóhannes í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Davíð Á. Gunnarsson sagði að frá síðustu áramótum hefði rúmlega þriðjungur af um 30 meinatæknum Landsspítalans, sem starfa á rann- sóknarstofum í blóðefnafræði og blóðmeinafræði, sagt upp störfum og þar af væru einir sex hættir. „Við fáum ekki nýtt fólk í stað þeirra, sem hætta, og því höfum við verið í miklum vandræðum. Ef ekki verður komið verulega til móts við kröfur þessa fólks, þá verða vand- ræðin á rannsóknarstofum gífurleg eftir einn mánuð eða svo,“ sagði Davíð. Hann sagðist ekki muna eftir slíku ástandi fyrr. „Stéttarfélög heilbrigð- isstéttanna, m.a. meinatækna, hafa verið að ganga frá sérsamningum sínum að undanfömu og staðfest þá í flestum tilvikum með miklum at- kvæðamun," sagði hann. „Á sama tíma ber hinn einstaki starfsmaður sig upp við okkur og lýsir mikilli óánægju með kaup sitt og kjör. Þetta er vel menntað og afar hæft tækni- fólk, sem fær betri vinnu og laun í einkageiranum. Uppsagnimar hafa í för með sér mjög aukið vinnuálag hjá þeim, sem eftir em - í rauninni meira álag en nokkurt vit er í. Okkar vandi er sá, að við semjum ekki sjálf- ir við okkar starfsfólk, heldur launa- deild fjármálaráðuneytisins og því sitjum við á milli fólksins og samn- ingsaðilans. Þetta mál er allt mikið umhugsunarefni fyrir þá, sem eiga að taka á því, það er að segja stjóm- völd í landinu." Um mánaðamótin var gengið frá nýjum sérkjarasamningum Borg- arspítalans og röntgentækna spítal- ans, sem sögðu upp síðla vetrar og réðu sig tímabundið til loka júnímán- aðar. Þar var um að ræða 10-15 manna hóp, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, og var m.a. samið um eins launaflokks hækkun fyrir sér- þjálfun röntgentæknanna. Þá hefur og nýlega verið gengið frá nýjum sérkjarasamningi við Hjúkrunarfé- lag Islands. Launataxtar þess félags voru samræmdir töxtum Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og hafði það m.a. í för með sér þriggja launaflokka hækkun fyrir félaga í HÍ, einn flokk frá 1. febrú- ar, annan frá 1. júlí og sá þriðji kemur 1. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.