Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 7

Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 7
Wr‘0' TTí'/ 0<{ 5ltlí)Amrj!fV01M (HrtA MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 i Unnið var að hreinsun miðborgarinnar eftir hátíðarhöld vegna 200 ára afmælis borgarinnar. Reykjavík 200 ára: Miðborgin þrifin á átta tímum HREINSUN í miðborg Reykjavíkur eftir hátíðarhöld- in vegna 200 ára afmælis borgarinnar gekk vel og hratt fyrir sig að sögn Péturs Hann- essonar yfirmanns hreinsunar- deildar Reylg'avíkurborgar. „Ég held að verkinu hafi að mestu leyti verið lokið klukkan átta í morgun, en þá átti eftir að raka grasfleti," sagði Pétur í gær. Milli 30 og 40 manna hópur hreinsunarmanna með þijá vél- sópa og tvær bifreiðir sem þvo götur, hófst handa ki. 4 aðfara- nótt þriðjudags og var verkinu lokið að fullu átta stundum síðar. Engar kvartanir bárust vegna skemmda en ruslið var gífurlegt og giskaði Pétur á að milli 5 og 600 ruslapokar hefðu verið fylltir fyrir utan það rusl sem vélsóparn- ir, sem voru tæmdir tvisvar, náðu til. Reykjavík 200 ára: Jassað á Arnarhóli fram eftir kvöldi JASSTÓNLEIKAR á Arnarhóli, sem haldnir eru í tilefni 200 ára . afmælis Reykjavíkur, eru í um- sjón Jassvakningar og hefjast þeir kl. 21:00 á miðvikudagskvöld. Á tónleikunum kemur fram Tríó Jóns Páls Bjarnarsonar gítarleikara, en hann var einn af okkar betri gítar- leikurum frá „gullaldarárum" jassins eftir 1960, að sögn Jónatans Garð- arssonar. Jón Páll bjó í Svíþjóð í nokkur ár, lék þar jass og kenndi gítarleik. Undanfarin tvö ár hefur hann dvalið í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám við „Guitar Institute" í Los Angeles og lék hann nýlega með stórhljómsveit Buddy Rich. Þá mun kvartett Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara koma fram, en hann hefur starfað hér undanfarin ár og m.a. gefíð út hljóm- plötuna „Nafnakall". Fulltrúi yngri jassleikara á tón- leikunum verður Björn Thoroddsen gítarleikari ásamt hljómsveit, en þeir félagar komu fram á jasshátíð í Kongsberg í Noregi í sumar. Björn stundaði einnig nám við „Guitar Institute". Jónatan sagðist vonast eftir sem flestum áheyrendum við Amarhól, en tónleikamir munu standa fram eftir kvöldi. Tæknisýningin í Borgarleikhúsinu: Hluti sýningar- innar til 1. október ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa skólabörnum tækifæri til að sjá tæknisýninguna, sem sett var upp í tilefni 200 ára afmælis Reykjavikurborgar í Borgarleik- húsinu. Sýningin, sem stendur fram til 31. ágúst verður framlengd um eina viku ef aðsókn gefur tilefni til. Eft- ir það verður hluti sýningarinnar tekinn niður en fræðandi efni látið standa eftir og skólabörnum gefinn kostur á að koma í skipulögðum ferðum á vegum skólanna fram til 1. október, að sögn Óskars Jó- hannssonar rekstrarstjóra sýning- arinnar. Afmælishátíð Reykjavíkur: „Ovenju litlar skemmdir á gróðri“ „MÉR HEFUR aldrei liðið bet- ur,“ sagði Theódór Halldórsson yfirverkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, en hann hef- ur umsjón með skrúðgörðum borgarinnar. Að sögn Theódórs em skemmd- irnar óvanalega litlar á gróðrinum, miðað við það hversu hátíðin var umfangsmikil og miðað við það sem almennt gerist á slíkum hátíðis- dögum. „Umgengnin á 17. júní var mjög slæm og gróðurskemmdir miklar, en núna eru skemmdirnar óveruleg- ar.“ Að sögn Theódórs hjálpast þarna margt að; þurrt veður, sér- lega góð umgengni og gott skipulag hátíðahaldanna. Þijú skip seldu af la erlendis ÞRJÚ íslensk fiskiskip seldu afla erlendis á mánudag og þriðju- dag. Bersi ÍS seldi í Grimsby á mánudag 161 tonn á rúmar 7,2 milljpnir, meðalverð 44,75 krón- ur. Óttó N. Þorláksson RE seldi í Hull á mánudag og þriðjudag samtals 230 tonn á um 8,6 millj- ónir, meðalverð 37,10, sem er mjög slakt. Þá seldi Snorri Sturluson RE í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag samtals 223 tonn á rúmar 9,5 milljónir á meðalverði 42,83 krónur. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! x fœrra GARÐURINN AÐALSTFÆTI9 12234

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.