Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986
29
AKUREYRI
Nýtt iðnráðgjafafyrirtæki á Akureyri:
Ari hf. tekur til
starfa á mánudag
ARI HF. nefnist nýtt iðnráðgjafarfyrirtæki sem stofnað hefur
verið á Akureyri. Það eru Iðnaðardeild Sambandsins, Kaup-
félag Eyfirðinga, Iðnráðgjöf í Reykjavík og nokkrir einstakl-
ingar sem standa að stofnun hlutafélagsins.
Fyrirtækið tekur til starfa 1.
september — næstkomandi mánu-
dag og verður til húsa í Glérárgötu
36.
Starfsmenn Ara hf. verða þrír,
Smári Sigurðsson, sem verður
framkvæmdastjóri, Þorleifur
Finnsson og Ævar Ragnarsson.
Þeir Smári og Þorleifur eiga fyrir-
tækið Iðnráðgjöf í Reykjavík, sem
er einn af stofnaðilum Ara, en
Ævar Ragnarsson hefur verið
deildarstjóri tæknideildar Iðnaðar-
deildar Sambandsins undanfarið.
Smári sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að þeir Þorleifur
ættuðu að „geyma" fyrirtæki sitt
í Reykjavík á meðan þeir áttuðu
sig á hlutum hér fyrir norðan; fyr-
irtækið Iðnráðgjöf verður með
öðrum orðum ekki starfrækt í ein-
hvem tíma.
Að sögn Smára er talsverður
tími síðan hugmyndin að stofnun
Ara kom upp. „Ég hef sjálfur haft
í huga í nokkum tíma að athuga
með stofnun fyrirtækis á Akur-
eyri. Ég er frá Akureyri og er því
í tengslum við bæinn.“ Smári sagð-
ist telja skilyrði mjög góð á
Akureyri fyrir fyrirtæki sem þetta,
í bænum væri sterkur iðnaður, „til
dæmis fyrirtæki eins og Slippstöð-
in, Iðnaðardeild Sambandsins í
heild sinni og fleiri og fleiri," eins
og hann orðaði það.
„Ég hef þá trú að Eyjafjarðar-
svæðið sé að koma upp á ný eftir
lægð og ég vil gjama bætast í hóp
þeirra sem vinna að því,“ sagði
Smári.
Tölvurnar bíða i röð eftir nemendunum.
Þriðji áfangi
íiýbyggingar VM A
tekinn í notkun
ÞRIÐJI áfangi nýbygginga Verk-
menntaskólans á Eyrarlandsholti.-
verður tekinn í notkun á mánu-
daginn. Skólinn verður settur í
Akureyrarkirkju á morgun,
sunnudag, kl. 17 en skólastarfið
hefst síðan með kennarafundi í
nýja húsnæðinu á mánudags-
morgun.
Nemendur mæta síðan á mánudag
og þriðjudag en kennsla hefst á
miðvikudag. Að sögn Bemharðs
Haraldssonar, skólameistara, eru
um 900 nemendur skráðir í dag-
skóla í vetur og um 70 í öldunga-
deild.
Áfanginn sem VMA tekur nú í
notkun er 1.250 fermetrar að flatar-
máii, ætlaður viðskiptanámi. Skólinn
hefur hingað til haft aðstöðu í hús-
næði Gagnfræðaskólans en flytur
nú þaðan og verður í vetur kennt á
Eyrarlandsholtinu auk þess sem
kennsla verður áfram í gamla Iðn-
skólahúsinu við Þórunnarstræti.
Geta ekkihaldið blaðamanna-
fundi um innri málefni ráðu-
neytisins án míns leyfis
— segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra
INNLENT
Menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, hefur sent Sturlu
Kristjánssyni, fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra,
bréf, scm í fólst „alvarleg áminn-
ing“, eins og heimildarmaður
Morgunblaðsins orðaði það.
Bréfið er til komið vegna blaða-
mannafundar, sem haldinn var á
Akureyri fyrir nokkrum dögum
um málefni sérkennslu i Norður-
landsumdæmi eystra og vestra
og voru á fundinum, auk blaða-
manna, fulltrúar frá báðum
fræðsluskrifstofunum auk full-
trúa frá skólum.
Á fundinum kom fram að áætlan-
ir fræðsluráðs hljóðuðu upp á að
100 nemendur ættu rétt á 850 viku-
stunda sérkennslu. Ráðuneytið,
hinsvegar, hafði gert tillögu til hag-
sýslu um 44 nemendur og 200
vikustunda sérkennslu.
Ráðherra vildi ekki skýra frá efni
bréfsins opinberlega í samtali við
Morgunblaðið í gær, en sagði að
þar sem Sturla væri fræðslustjóri
og heyrði þar af leiðandi undir
menntamálaráðherra, kynni hann
ekki við að boðað væri til blaða-
mannafunda, sér óafvitandi. „Það
sem fer á milli mín og fræðslustjóra
hlýtur að vera bundið trúnaði nema
að leitað sé til mín um að létta
þeim trúnaði af. Starfsmenn mínir
geta ekki haldið blaðamannafundi
um innri málefni ráðuneytisins án
þess að fá til þess leyfi.“
Sverrir sagðist bíða skýringa frá
Sturlu varðandi blaðamannafund-
inn og ágætt væri ef fræðsluráðin
vildu gangast í ábyrgð fyrir hann
varðandi fundinn — þá hefði hann
skýringar á reiðum höndum og
gæti gefið sér svar.
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra.
Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri í *
Norðurlandskjördæmi eystra.
Samþykktir í tugatali, en
það gerist aldrei neitt
— segir Sturla Kristjánsson fræðslustjóri
„ÉG HÉLT engann blaðamanna-
fund — fræðsluráðin héldu
blaðamannafund og fræðslu-
stjórarnir eru embættismenn
rikisins, einskonar umdæmisfull-
trúar, en lögum samkvæmt eru
þeir auk þess framkvæmdastjór-
ar fræðsluráða og forstöðumenn
fræðsluskrifstofa," sagði Sturla
Kristjánsson, fræðslustjóri norð-
urlandsumdæmis eystra, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Lögum samkvæmt hafa
fræðsluráðin yfirstjóm skólamála í
sínum umdæmum og ef þau ákveða
eitthvað, geta þau að sjálfsögðu
falið framkvæmdastjóra sínum að
vinna í málinu — það getur ekki
verið neitt lagabrot að fræðslustjóri
hlýði fræðsluráði um úrvinnslu ein-
hverra hluta. Því taldi ég mig ekki
þurfa leyfi menntamálaráðherra til
að boða til blaðamannafundar um
málefni sérkennslunnar hér. Ef
fræðsluráðin vilja halda blaða-
mannafundi til að koma á framfæri
ákveðnum upplýsingum, hlýtur það
að teljast eðlilegt að þau fari fram
á það við framkvæmdastjóra sína
að þeir geri grein fyrir málum á
fundunum."
Sturla sagði að oft hefði komið
fram í máli menntamálaráðherra
sjálfs að leiðirnar inn í ráðuneytið
væru bæði langar og erfiðar yfir-
ferðar og þar margar höktandi
hurðirnar. Því virtist sem æði oft
þyrfti að fara í gegnum fjölmiðla
til að ná til ráðherra. „Ef farið er
í gegnum gögn fræðsluráðanna frá
upphafi, koma í ljós samþykktir,
ályktanir og áskoranir í tugatali um
hin bestu málefni, sem verið hafa
til umfjöllunar í gegnum árin, en
það gerist aldrei neitt. Við sem
störfum að þessu verðum vitanlega
langþreytt, sérlega nú þegar kemur
landsbyggðarráðherra, sem er
hressilegur og frískur, og segist’
vera maður valddreifingar. Ein-
hvers staðar virðist gæta misskiln-
ings. Hvort sem ég fer í taugamar
á einhveijum mönnum í Reykjavík,
breytir engu um stöðu skólamála í
landinu, en hér í eina tíð voru sendi-
boðamir ávallt skotnir niður til að
þagga niður fréttirnar.“
Blaðberar óskast
Blaðbera vantar í innbæ, miðbæ og Oddeyri. Við-
komandi þarf að geta borið út fyrir hádegi.
JNfógtsaiiiliifetfe
Akureyri, Hafnarstræti 85. Sími23905.
Bíllinn, sem er af Lada-gerð, er ónýtur. Morgunbiaðið/Skapti Haiigrimsson
Eldur í bíl
og bílskúr
á sama tíma
í FYRRINÓTT kom upp eldur í
bílskúr við Eyrarveg á Akureyri.
Tilkynnt var um það til slökkviliðs
kl. 3:45. Fáeinum mínútum sfðar,
kl. 3:56, var tilkynnt um eld í bif-
reið í Fjólugötu, skammt frá.
Töluvert tjón varð í bílskúmum
— þar var geymdur ýmiskonar við-
leguútbúnaður og hjólbarðar og var
það allt ónýtt.
Bifreiðin var mjög bmnnin að
innan og greinilegt er, að sögn
slökkviliðsmanna, að kveikt hefur
verið í farþegasæti hennar. Þá leik-
ur einnig gmnur á að um íkveikju
hafi verið að ræða í bílskúrnum.
Unnið að slökkvistörfum í
bílskúrnum.