Morgunblaðið - 30.08.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.08.1986, Qupperneq 36
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 fclk f fréttum Konungleffur koss að virðist ekki vera í tísku þessa dagana að vera hamingjusamur,“ sagði gömul kona, sem sótti Fólk í fréttum heim nú á dögunum. „Það er sama þó svo maður hitti fólk, sem er að fara að gifta sig — það eru allir svo þungir á brún, alvörugefnir og fyluleg- ir. Fólkið hér í gamla daga minnti mest á turtildúfur í tilhugalífinu, en nú virðast flestir ganga í hjónaband, meira af rælni en ást,“ hélt hún áfram. „Ég held að skýringin sé sú að unga fólkinu er svo mikið í mun að vera sjálfstætt, óháð öllu og öilum og vill því ekki opinbera tilfinningar sínar um of. Það þykir víst flott að vera svolítið harður og töff, láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Menn helga sig starfinu nú til dags, en ekki manneskjum. Ja, ég verð að segja alveg eins og er, að ég sakna þess að sjá ekki lengur ástarblik í augum ungs fólks — það hlýjar manni alltaf um hjarta- ræturnar," sagði þessi ágæta kona um Ieið og hún haltraði út. Við sátum eftir og veltum þessu fyrir okk- ur svolitla stund. Gat það verið að hún hefði eitthvað til síns máls að leggja? Okkur til mikillar skelfingar mundum við reyndar ekki eftir því að hafa séð virki- lega ástfangið fólk í háa herrans tíð. Ekki svona alvöru ástfangið, ekki svo að það gæti ekki leynt því bak við einhveija hrokafulla grímuna, dulið það fyrir öðrum. Meðan við hugleiddum þessar hræðilegu fullyrðingar vinkonu okkar, flettum við í gegnum blöðin og skoðuð- um myndir af frægu fólki, fólki sem allt virðist vera í fyrmefndum sjálfstæðis-leik. „Ég er ég — og þú ert þú“ virtust myndimar öskra og ósýnilegir varnarmúrar umhverfis manneskjurnar voru margra metra háir. En skyndilega rákumst við á óvæntan glaðning — myndir af konunglegum kossi, ef svo má að orði komast. Við grandskoðuðum þessar myndir, og komumst að raun um að hér væri á ferðinni svona alvöru ást. Við stönd- umst því ekki mátið, birtum þessar myndir, ekki síst til að sannfæra okkar ágætu vinkonu um að enn leyn- ist turtildúfur svona hér og þar. Myndimar vom teknar á blaðamannafundi, sem þau Andrew og Sara héldu í sjálfri brúðkaupsferðinni. Eftir að hinum formlegu spumingum hafði rignt yfir hjónakomin dágóða stund kom Sara blessunin nefnilega öllum á óvart, andvarp- aði þungan og sagði upp úr eins manns hljóði við herra sinn: „Æ, kysstu mig nú, karlinn rninn." Eins og við mátti búast ræsktu sig nokkrir blaðamennimir, aðrir roðnuðu lítið eitt og fóru greinilega hjá sér. Þetta var nú fullmikið af því góða. Andrew brá einnig í brún, en hann þekkir þó kerlu sína, vissi að konunglegar hefðir og háttemi vom henni lítt að skapi. Hún er eins eðlileg og hugsast getur og það var víst einmitt það, sem blessaður drengurinn féll fyrir. Hann kyssti því konuna, en gat þó ekki varist brosi, er hann hugleiddi hversu lítið hátignarleg þessi bón hennar var. Ljós- myndaramir létu ekkert fram hjá sér fara og árangur- inn birtist sem sagt hér. Brooke Shields er Brenda Starr holdi klædd É Meðal nánustu vina Randy Crawford eru meðlimir norsku hljómsveit- arinnar „Lava“. Þeir stóðu líka við hlið hennar alla hljómleikaferðina, ferðuðust með henni um landið þvert og endilangt. „Hver söngur er smásaga, lítið ævintýri“ - segir söngkonan Randy Crawford, sem leggur meiri áherslu á ljóð sín en lög Rödd hennar er þmngin tilfinn- ingu, ein þeirra, sem fær hrollinn til að hríslast niður bak hlustandans. Lögin em flest svolítið tregablandin, — ljóðin sneita ein- hvern viðkvæman streng í bijóstum okkar, enda yrkisefnið tilfinningar á borð við ást og eftirsjá, hin harða barátta góðs og ills, sem háð er innra með hveijum manni. Eins og oft vill brenna við, hefur persónu- leiki Randy Crawford einnig verið dæmdur út frá því. Menn hafa látið að því liggja að hún hljóti að vera fremur þunglynd og alvarleg, hafi að baki einhveija sára og bitra reynslu. Þeim hinum sömu bregður venjulega í brún er þeir hitta loks listakonuna, brosandi út að eymm, bjartsýnina uppmálaða. Ekki alls fýrir löngu var hún á hljómleikaferð hjá frændum vomm, Norðmönnum og vitanlega gripu þarlendir blaða- menn hana glóðvolga og spurðu hana spjömnum úr um allt milli himins og jarðar. Randy Crawford hefur verið tíður gestur í Noregi, þó svo oftast hafi hún aðeins verið þar í einkaerindum, enda á hún fjöldan allan af góðum vinum í Qörðum þeirra og Qallasölum. Eins og allir þeir, sem stoltir em af landi sínu og þjóð, hófu blaðamennirnir yfirheyrslu sína á einni sígildri spumingu: - Hvemig líkar þér við Noreg? „Noregur er mitt uppá- haldsland," segir Randy, sem þó hefur víða komið. „Náttúra landsins er ólýsanleg, hrikaleg og ógnandi, en um leið ægifögur. Ég veit ekki hvers vegna, en ef mér líður eitt- hvað illa, þá er það gulltryggt ráð að hoppa upp í næstu vél og koma hingað norður í haf. Það er einhver friður í þessum fjöllum, einbver svona yfirnáttúrulegur máttur." Hljómleikaför þessa fór Randy til að fylgja eftir nýrri plötu sinni, „Abstraet Emotions“, en það er fyrsta plata hennar í þijú ár. „Aðal- markaður minn hefur verið hér í Evrópu svo og í Japan," upplýsir hún. „Reyndar virðist ég vera í tölu- verðri sókn i Bandaríkjunum, silast hægt upp vinsældalistana þar. Hitt er svo annað mál að ég hef aldrei lagt neina áherslu á að ná ein- hveijum rosavinsældum. Auðvitað þykir mér það ekki verra, þó svo plötumar seljist í einhveiju upp- lagi, en þegar allt kemur til alls þykir mér meira um vert að vera vandaður listamaður heldur en vin- sæll.“ Það vekur athygli, er maður hlustar á Randy, hversu mikið virð- ist vera lagt í textana. „Textarnir eru mikilvægasti hluti minnar tón- listar," segir hún. „Allt of margir virðast kæra sig kollótta þó ljóðin séu innihaldslaus. Sumar hljóm- sveitir æða áfram, öskra og garga í hjóðnema og láta sér í léttu rúm: liggja þó áheyrendur skilji ekkert hvað þær em að fara. Fyrir mér em söngvamir smásögur með und- irleik tónlistar og auðvitað eiga hlustendumir rétt á að heyra þessi ævintýri frá orði til orðs. Sé ljóðið Sakir þess hversu ung hún var, er hún sló í gegn, hefur Brooke Shields almennt verið álitin alger dekurdúkka, lítil og sæt mömmustelpa. Það er kannske heldur engin furða því mamma hennar hefur verið afskaplega áber- andi þáttur í velgengni stúlkunnar, umboðsmaður hennar frá upphafi og blaðafulltrúi. „Ég veit að mamma hefur oft og tíðum stolið senunni, látið stór orð falla um hitt og þetta og Iagt mér orð í munn. Hún hefur gefið út yfirlýsingar um afstöðu mína í alls kyns málum, án þess að hafa hugmynd um skoðanir mínar,“ viðurkennir Brooke. „Á sínúm tíma var þetta líka nauðsyn- legt. Leiklistin er harður heimur og hefði ég ekki haft einhvem fullorð- inn mér við hlið hefði allur minn ferill endað með ósköpum. Nú eru hinsvegar æði mörg ár liðin — ég er orðin fullorðin, hef þroskast mik- ið með aldrinum og tel mig nú fullfæra um að annast mín mál sjálf. Ég er orðin þreytt á smá- „Ég hef verið aðdáandi Brendu Starr í fjölda mörg ár,“ segir leikkonan Brooke Shields um teiknimyndafígúruna, sem hún á nú að gæða lífi og sál. stelpuhlutverkum, vil nú fá að spreyta mig sem alvöru-leikkona og er ekki frá þvi að ég sé nokkuð góð, jafnvel í skapgerðarhlutverk- um,“ bætir hún við. Svo virðist sem óskir Brooke séu nú loks að ræt- ast, því hún hefur nýlega fengið svolítið krefjandi hlutverk til að kljást við í hálfgerðri fullorðins- fílmu. Hún hefur nefnilega tekið að sér að gæða teiknimyndafígúr- una Brendu Starr lífi, en Brenda er Bandaríkjamönnum að góðu kunn, sem rauðhærða fréttakonan í teiknimyndaseríu þar vestra. „Ég hlakka mjög mikið til að takast á við þetta verkefni,“ segir Shields. „Ég hef dáðst að Brendu í Qölda mörg ár, finnst hún vera samnefn- ari fyrir alla þá kosti, sem konu eiga aðprýða. Hún ergáfuð, kjark- mikil, djörf ogákveðin auk þess sem hún er mikill fagurkeri, ávallt vel til fara og kvenleg. Mér finnst það vissulega viðurkenning að fá að gæða þetta goð mitt lífi,“ segir Brooke. Ja, þetta er að vísu í fyrsta skipti sem við heyrum um teiknað átrúnaðargoð — en hver er jú siður- inn í landi hvetju. COSPER COSPER Voruð það ekki þér sem pöntuðuð logandi buff?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.