Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Sjúkraliðar í BSRB íliuga hópuppsagnir HUGSANLEGAR hópuppsagnir sjúkraliða verða til umræðu á félagsfundi í Sjúkraliðafélagi Is- lands í kvöld, að sögn Huldu Olafsdóttur, formanns félagsins. Hún segir að flótti sé úr stéttinni og að sjúkraliðar hafi dregist verulega aftur úr viðmiðunar- stéttum sínum á allra síðustu árum. „Við ætlum að ræða málin á þessum fundi og velta fyrir okkur til hvaða ráða við getum gripið svo á okkur verði hlust- að,“ sagði Hulda í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Rannsókn á vatnsbólum varnarliðsins: Ekki verið að útí- loka íslenska aðila — segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrif- stofustjóri varnarmálaskrifstofunnar VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að láta gera rannsókn á vatnsbólum sínum vegna gruns um mengun. Vatnsbólin eru í næsta nágrenni Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, og nýlega var einni vatnsholu lokað þegar í henni fundust skaðleg efni. Aug- lýst var eftir aðilum til að annast þessa rannsókn í bandaríska blaðinu Commerce Business Daily. Byggingadeild bandaríska sjóhersins í Norfolk kom auglýsingunni ekki á framfæri við varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins eins og henni ber samkvæmt samkomu- lagi við islensk stjórnvöld. Fyrir tilviljun fékk Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen vitn- eslq'u um auglýsinguna og gerði tilboð í verkið. Einnig barst fregnin inn á Orkustofnun. Yfirmenn stofn- unarinnar leituðu upplýsinga um þessa rannsókn hjá vamarmála- skrifstofunni, sem bar fram kvörtun við byggingadeild bandaríska sjó- hersins. Herinn baðst afsökunar á því að hafa ekki komið auglýsing- unni rétta boðleið. Þótt seint væri liðið á umsóknarfrestinn komu yfir- völd ósk Orkustofnunar um að framkvæma rannsóknina á fram- færi við rétta aðila. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hefur þegar verið tilkynnt að hún komi ekki til álita þegar rannsóknaraðili verður valinn úr hópi umsækjenda. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri, sagði að vamar- málaskrifstofan biði nú eftir þvi að málin skýrðust betur. Hann sagðist hafa vitneskju um að fulltrúar byggingadeildar bandaríska sjó- hersins komi bráðlega til landsins til að ganga úr skugga um hvort Orkustofnun geti tekið rannsóknina að sér. Að sögn Sverris Hauks var hér aðeins um mistök að ræða hjá bygg- ingadeild bandaríska sjóhersins. Ekki er verið að útiloka Islendinga frá því að gera tilboð í þetta verk, né önnur. Vamarmálaskrifstofan fékk því framgengt fyrir tveimur árum að íslenskir verkfræðingar og arkitektar gætu komið til greina við hönnun og útfærslu á verkefn- um vamarliðsins hér á landi. Eftir nokkum undirbúningstíma hafa verið myndaðir 14 hópar í þessu skyni sem eru á skrá bandaríska sjóhersins. Þessi miðlun hefur þegar borið þann árangur að íslenskir aðilar vinna að hönnun á íbúðar- hverfi sem hafist verður handa um að reisa á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Sverrir Haukur benti jafnframt á að íslenskir hönnuðir hefðu tekið þátt í Helguvíkurframkvæmdinni og hönnun vega að ratsjárstöðum á Vestflörðum og Norðausturlandi. Hann taldi nauðsynlegt að auka sem mest þátttöku íslenskra hönn- uða eftir því sem áhugi og vilji væri fyrir hendi. Af rúmlega 2.000 sjúkraliðum með full réttindi er aðeins liðlega helmingur við störf. Yfirgnæfandi meirihluti er konur. í þeirra hópi er mikill urgur vegna launakjara og háværar raddir um að rétt sé að grípa til hópuppsagna. „Það er ófremdarástand í þessum málum og ekkert skrítið þótt sjúkraliðar séu argir. Þótt starf okkar sé lög- vemdað gengur margt ófaglægt fólk í okkar störf, ekki síst á öldr- unardeildunum. Það er mikill skortur á sjúkraliðum enda fæst fólk einfaldlega ekki í starfið vegna þess hve launin eru bágborin," sagði Hulda Ólafsdóttir. „Það veldur því að álag á vinnandi sjúkraliða er mjög mikið." Sjúkraliðar eiga aðild að BSRB, ýmist í gegnum starfsmannafélög sveitarfélaganna eða með aðild að Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Þessi félög fara með samningsrétt fyrir sjúkraliða - Sjúkraliðafélag íslands er aðeins fagfélag. „Við teljum að það sé ein ástæða þess hve mjög við höfum dregist aftur úr viðmiðunarstéttum okkar, hjúkr- unarfræðingum, meinatæknum og röntgentæknum," sagði Hulda. „I kringum 1980 munaði til dæmis þremur launaflokkum á okkur og hjúkrunarfræðingum en nú er bilið einir átta launaflokkar. Þetta bil viljum við minnka. Hér í Reykjavík erum við verst launaðir allra sjúkra- liða á íslandi - sums staðar úti á landi eru sjúkraliðar 4-6 launa- flokkum ofan við okkur." Sjúkraliðar í Reykjavík eru í 59. launaflokki BSRB. Þar eru laun frá rúmum 25 þúsund krónum á mán- uði og fer hæst í tæpar 33 þúsund krónur - eftir 18 ára starf. Lögreglan fylgist með hraða bifreiða í nágrenni skólanna BÖRNIN, sem nú fara að stunda skólann að nýju og sum í fyrsta sinn, þurfa að varast hætturnar í umferðinni á leið til og frá skóla. Lögreglan ætlar að leggja sitt af mörkum til að koma i veg fyrir óhöpp. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan í Reykjavík hefur að undanfömu fylgst með hraða bifreiða i nágrenni skólanna. Þessi mynd var tekin í gær þegar lögreglan ræddi við ökumann sem ók á 71 kílómetra hraða, eins og sést á mælingartæki í forgrunni myndarinnar. Óskar Ólason, yfírlögreglu- þjónn í Reykjavík, sagði að lögreglan hefði að undanfömu fylgst með hraða bifreiða í ná- grenni skólanna. „Við höfum rætt við um 2.000 ökumenn, sem fara of geyst, og bent þeim á að akst- urslag þeirra geti haft miklar hættur í för með sér fyrir böm- in,“ sagði Óskar. „Tveir lögreglu- menn ræða við bömin í vetur og kenna þeim umferðarreglumar. Þessir menn hafa þessa fræðslu að aðalstarfi og þrátt fyrir mikla manneklu hjá lögreglunni munu þeir starfa við þetta áfram," sagði Óskar. Hraðakstur við skólana Annar þeirra er hafa fræðsluna í skólunum að aðalstarfi er Þorgrímur Guðmundsson. Blaða- maður og ljósmyndari fylgdust með honum og félaga hans, Ingv- ari Berg Steinarssyni þegar þeir mældu hraða bifreiða í nágrenni skólanna í gær. Fyrst var mælt á Hagamel við Melaskóla, en um- ferð þar var lítil og fáir ökumenn stöðvaðir. Tvær konur reyndust þó fara of geyst og voru báðar á 53 kílómetra hraða við gang- braut. Önnur þeirra kvaðst eiga bam í skólanum og það væri al- gjört hugsunarleysi hjá sér að fara yfir löglegan hraða. „Ég gæti mín alltaf mjög vel og vil að sjálfsögðu ekki að umferðin hér við skólann sé. hröð,“ sagði hún. Hin konan var yngri og gaf þá skýringu á hraðanum að hún væri að flýta sér heim með son sinn ungan til að gefa honum að borða. Þótti henni miður að vera stöðvuð, en lofaði að gæta betur að sér framvegis. Að þeim orðum töluðum þeysti hún burt. Öliu fleiri reyndust aka greitt í nágrenni Breiðholtsskóla. Þann stutta tíma sem lögreglan mældi hraða á Amarbakka reyndist ástæða til að stöðva sex ökumenn og ræða við þá. Fyrst var stöðvuð ung kona sem ók á 64 kílómetra hraða. Hún kvaðst vera ákaflega leið yfir því að hafa ekið of greitt og sagði hugsunarleysi um að kenna. Þá var ung stúlka stöðvuð sem ók á 58 kílómetra hraða. „Ég hef haft próf síðan í febrúar og ek yfirleitt á 50-60 kílómetra hraða,“ sagði hún. Þess má geta að stúlkan kvaðst eiga 9 ára bróð- ur í Breiðholtsskóla og sagði að sér yrði oftar hugsað til hans við aksturinn héðan í frá. Tveir ökumenn sendibifreiða voru þessu næst stöðvaðir og voru þeir á 62 og 67 kflómetra hraða. Önnum kafnir menn að eigin sögn. Því næst var enn ein stúlka stöðvuð. Hún hefur haft ökurétt- indi í þrjá mánuði og sagði hraðakstur algjöra undantekn- ingu hjá sér. Þegar hún var innt eftir því hvað hún teldi vera leyfi- legan hámarkshraða um Amar- bakka sagðist hún vita það. „Það er 60 kflómetra hámarkshraði og ég keyri alltaf á þeim hraða. Þetta er algjör undantekning." Því mið- ur hefur stúlkan ekki rétt fyrir sér að öllu leyti, því leyfilegur hámarkshraði um Amarbakka em 50 kflómetrar. Haldlitlar afsakanir Það virtist heldur fátt um af- sakanir hjá ökumönnum sem óku of hratt í rigningunni í gær. Flest- ir bám við hugsunarleysi, þeir hefðu ekki ætlað sér að aka of hratt, en hefðu haft hugann við annað og ekki gætt að sér. Er það ekki einmitt slflct hugsunar- leysi sem veldur flestum slysunum og em bömin ekki þess virði að varlega sé farið í umferðinni? Þegar svo margir ökumenn virð- ast gleyma að hugsa undir stýri, þá er vonandi að bömin gæti vel að sér, fari yfir götur á gang- brautum og líti vel til beggja hliða. Og svo þurfa mamma eða pabbi, stóra systir eða stóri bróðir að fylgja baminu, sem er að fara í fyrsta sinn í skólann. Fyrstu dag- ana er gott að hafa einhvem til halds og trausts þegar fara á yfir götur. Það þarf að útskýra vel umferðarreglur, svo bamið geti ferðast óhult í skóiann í vetur. Hafsteinn Sigurðsson lögfræð- ingur. Hafsteinn Sigurðsson lögfræðing- urlátinn HAFSTEINN Sigurðsson hæsta- réttarlögmaður varð í gærmorg- un bráðkvaddur í sumarbústað sínum við Langá á Mýrum. Haf- steinn var sextugur að aldri er hann lést. Eftirlifandi kona Haf- steins er Lára Hansdóttir. Þau eignuðust þijú böm, sem öll em á lífi. Hafsteinn fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1926. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og cand. juris frá Háskóla íslands 1953. Að lögfræðinámi loknu réðst Hafsteinn til Metcalfe, Hamilton, Smith & Beck Cos á Keflavíkurflugvelli sem lögfræðing- ur og vinnumálafulltrúi. Haustið 1956 setti hann ásamt Einari Ás- mundssyni hrl. á stofn lögfræði- stofu sem þeir ráku saman til ársins 1961. Hafsteinn varð framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna í Reykjavík árið 1958 og gegndi hann því starfi ásamt lög- fræðistörfum til ársins 1969. Hafsteinn var ráðinn aðallögfræð- ingur Verzlunarbanka íslands 1969 og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Jafnframt lögfræðistörfum sínum fyrir Verzlunarbankann gegndi Hafsteinn umsvifamiklum lögfræðistörfum fyrir ýms stórfyrir- tæki í Reykjavík. Látínn eftir umferðarslys DRENGURINN, sem hlaut höf- uðáverka í bifreiðaslysi í síðustu viku, lést á þriðjudag. Drengurinn hét Ámi Kristinn Friðriksson og var þriggja ára gam- all, fæddur 31. maí 1983. Hann var til heimilis að Krummahólum 2 í Reykjavík. Drengurinn litli hlaut höfuðáverka I umferðarslysi á Höfðabakka í siðustu viku þegar flutningabifreið skall á fólksbifreið sem hann var í. Sauðárkrókur: Flugvél fauk um koll FLUGVÉL fauk um koll á Sauð- árkróki aðfaranótt gærdagsins. Flugvélin, TF-HRO, sem er sex sæta, var fyrir framan flugskýlið á Sauðárkróksflugvelli og þegar siðast sást til hennar á þriðjudags- kvöld var hún með öll hjól á jörðu. í gærmorgun brá mönnum nokkuð í brún, því þá var vélin með hjólin upp í loft. Er það álit manna að vindurinn hafi breytt stöðu vélar- innar svo mjög. Ekki er enn búið að meta skemmdir á vélinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.