Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 31 AP/Símamynd Fórnarlömb táragassins koma út úr Metropolitan-óperuhúsinu með pírð augun vegna gassins. T. TÁRAGAS í METROPOLITAN TÁRAGAS var sprengt í Metropolitan óperuhús- inu í New York fimm mínútum eftir að sýning sovésks danshóps hófst á þriðjudagskvöld. Upp- selt var á sýninguna og urðu fjögur þúsund manns að yfirgefa húsið vegna sprengingarinnar. 30 manns slösuðust lítillega. í nafnlausu símtali var ábyrgðinni af sprenging- unni lýst á hendur Vamarbandalagi gyðinga, en talsmaður samtakanna þvertók fyrir að þau sem slík bæru ábyrgð á atburðinum. Hann sagðist hins vegar fagna atburðinum og hylla þá huguðu gyðinga, sem hefðu staðið fyrir sprengingunni. Þá hringdi maður til AP-fréttastofunnar og sagðist heita Chaim Ben Yosef og vera formaður landssamtaka Vamarbanda- lags gyðinga. Lýsti hann ábyrgðinni á hendur samtökunum og sagði ástæðuna fyrir verknaðinum vera menningaráróður Sovétmanna í Bandaríkjunum. Með honum reyndu þeir að breiða yfír kúgun þriggja milljóna gyðinga í Sovétríkjunum, en baráttunni yrði haldið áfram þangað til þessir gyðingar yrðu frjálsir. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1974 sem Moisey- ev-danshópurinn kemur fram í Bandaríkjunum. Vel gekk að rýma húsið, en margir kvörtuðu undan sviða í augum og öndunarfæmm. Þrír vom færðir í sjúkra- hús. Lögreglulið kom þegar til hússins og gekk úr skugga um að fleiri sprengjur væm ekki í húsinu. Skipskaðinn á Svartahafi Hverfandi líkur á að menn séu á lífi í flakinu Moskvu, AP. HVERFANDI líkur eru nú taldar á því að einhver hinna 319 far- þega, sem saknað er af sovézka farþegaskipinu Nakhimov aðmírál, séu á lífi. Sovézkur embættismaður sagði áhafnir skipanna tveggja, sem sigldu saman, ekki hafa skeytt um að breyta um stefnu þegar í árekstur stefndi. Talsmaður sovézka siglinga- málaráðuneytisins sagði of snemmt að skella skuldinni á skipshöfn far- þegaskipsins. Staðfest hefur verið að 79 manns hafí beðið bana þegar skipið sökk eftir árekstur við flutn- ingaskip á Svartahafí. Saknað er 319 manna og stóðu vonir til að þéir kynnu að vera innlyksa í flak- inu, en nú þykja líkumar hins vegar hverfandi. Kafarar verða sendir nið- ur að flakinu til að kanna afdrif þeirra, sem saknað er. Blað sovézku stjómarinnar, Izv- estia, hafði eftir skipveija á far- þegaskipinu, að yfírmaður á vakt í brú hefði komið auga á flutninga- skipið og reynt að ná talstöðvar- sambandi við það. „Við reiknuðum út stefnu skipsins og sáum að það mundi sigla þvert á okkar leið. Eft- ir stutta stund kom svar frá skipinu, Pyotr Vasyev, þar sem sagði: „Haf- ið engar áhyggjur, við munum sveigja og forða árekstri. Við gemm það sem þarf,“ sagði Smimov stýri- maður við blaðið. Smimov sagði flutningaskipið hafa verið varað aftur við og áhöfn þess hefði reynt að sigla afturábak, en of seint til að forða árekstri. Segir blaðið £ið of snemmt sé að skella skuldinni á áhöfn farþega- skipsins. Blaðið Sovietskaya Ross- iya sagði hins vegar að vaktmenn í brú farþegaskipsins hefðu allan tímann séð til flutningaskipsins. Ótímabært væri að tala um orsakir slyssins, láta yrði sérfræðingum eftir rannsóknina. Nakhimov aðmíráll sökk einnig í heimsstyijöldinni síðari er það sigldi með þýzka flóttamenn undir fána Rauða krossins. Ýmist var sagt að skipið hefði orðið fyrir þýzku tundurdufli eða sovézku tundurskeyti í Eystrasalti. Hét skip- ið þá Berlín. Það var smíðað 1925 og var fyrst um sinn með gufuvélar. Gadhafi Líbýuleiðtogi: Heitir uppreisnaröf 1- um í S-Afríku stuðninsri Lundúnaborg, AP. MOAMMAR Gadhafi, leiðtogi Líbýu, bauðst á miðvikudag til þess að þjálfa og vígbúa andstæðinga rikisstjórnar hvítra i Suður-Afríku. Kom þetta fram i rikisútvarpi Líbýu. I útvarpinu kom fram að Gad- hafi hefði fyrst lýst þessu yfír í viðtölum við útvarp og sjónvarp í Zimbabwe, en þar er hann staddur á leiðtogafundi Samtaka óháðra rikja. Gadhafí sagði að á „alþýðu- fundum" í Líbýu hefði skýrt komið fram sá „vilji fólksins" að barist skuli í þágú frelsisins hvarvetna. „Þessvegna ákvað þjóðin að aðstoða suður-afríska og namibíska bylting- armenn I hvívetna, þjálfa þá í vopnaburði og að vopna þá. Við teljum þetta sjálfsvöm. Ef Banda- ríkin telja þessa þjóðfrelsisbaráttu hryðjuverkastarfsemi geta þau far- ið til fjandans." Hann bar atburði í Suður-Afríku saman við „hina sögulegu styijöld þegar Bandaríkja- menn útrýmdu indíánum Norður- Ameríku". Gadhafí sagði að vandamál Suð- ur-Afríku yrðu ekki leyst fyrr en „hvítir menn verða hraktir frá meg- inlandi okkar, eða þeim útrýmt“. Hann klykkti út með að sjálfstæði Afríku væri í linnulausri hættu þar til „krabbamein kynþáttahaturs" væri fjarlægt og „limlest að fullu". A—þýskur yfirmað- ur veitti mikil- vægar upplýsingar Hamborg, AP. DIETMAR MANN, foringi í aust- ur-þýska hernum, sem nýverið flúði til Vestur-Þýskalands, hef- Danmörk: Þjóðverji hand- tekinn vegna „flóttamanna“ Kaupmaxinahöfn, AP. VESTUR-ÞÝSKUR blaðamaður var handtekinn í Danmörku á þriðjudag og var hann með 23 irönsk vegabréf á sér. Hann var ákærður fyrir að hafa aðstoðað útlendinga við að komast inn í Danmörku með ólöglegum hætti. Vestur-Þjóðveijinn, sem lögregl- an sagði vera lausamann hjá sjónvarpsstöðinni Norddeutche Rundfunk, var handtekinn þegar hann steig á land í Rodby, en þang- að kom hann með feiju frá Putt- garden í Þýskalandi. Talsmaður lögreglunnar, P.E. Schuett í Nakskov á Lálandi, sagði að eigendur vegabréfanna, sem einnig voru á feijunni, hefðu sótt um pólítískt hæli í Danmörku. Hann sagði ennfremur að lögreglunni væri hulið hversvegna í ósköpunum maðurinn var með vegabréfin á sér. „Hann var greinilega að reyna að hjálpa írönunum, en í hveiju sú hjálp átti að felast skiljum við ekki,“ sagði Schuett. Nafn Vestur- Þjóðveijans var ekki gefíð upp. ur látið starfsmenn vestur-þýsku leyniþjónustunnar hafa upplýs- ingar um áætlanir Sovétmanna um staðsetningu heija og aust- antjaldsríkja um að vinna skemmdarverk á vestrænum mannvirkjum, ef hættuástand skapast. Þetta kom fram í frétt Hamborgarblaðsins Bild í gær. Vestur-þýskir embættismenn sögðu fyrr í þessari viku að Mann, yfirmaður austur-þýsks herfylkis, sem hafði með höndum að gæta landamæra Austur- og Vestur- Þýskalands, hefði flúið vestur á sunnudag. „Mann hefur veitt upplýsingar um áætlanir Sovétmanna um stað- setningu heija sinna og hvemig austrænir útsendarar eigi að vinna skemmdarverk á herstöðvum og mikilvægum iðnaðarmannvirkjum komi til hættuástands," sagði í Bild. í blaðinu stóð að Mann hefði einnig greint frá því að Austur- Þjóðveijar hafi fjölgað uppljóstrur- um innan raða eigin heija til að segja frá störfum þeirra. Að auki sagði að Mann hefði ljóstrað upp um rammgeran búnað við landamæri ríkjanna, þ.á m. ná- kvæman rafbúnað, sem notaður verður til að fanga tilvonandi flótta- menn. Þú svalar lestrarþörf dagsins ájsíðum Moggans! MAZDA 323 4 dyra Sedan 1.3 árgerð 1987 kostar nú aðeins 384 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bílakaup! Aðrar gerðir af MAZDA 323 kosta frá 348 þúsund krónum. Nokkrir bílartil afgreiðslu úrviðbótar- sendingu, sem er væntanleg eftir rúman mánuð. Tryggið ykkur því bíl strax. Opið laugardaga frá 1 - 5 mazoa BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SiMI 68-12-99 (gengtMkr. 28.8 86)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.