Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 við uppgræðslu og endurbætur á norðurslóðum“. Erindin verða flutt á ensku. Í undirbúningsnefnd af íslands hálfu eiga sæti dr. Sturla Friðriks- son, formaður, dr. Hörður Kristins- son, Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri og dr. Andrés Amalds frá Landgræðslu ríkisins. (Úr fréttatilkynningu) INNLENT Þing Sambands ungra jafnaðarmanna: íslenska óperan að hefja æfingar á II Trovatore og Aidu Norræna félagið: Ráðstefna um öldrunarmál ÞESSI glaðlegi hópur frá íslensku óperunni er nú að hefja æfingar á H Trovatore og verður fyrsta sýning eftir sumarleyfi, föstudaginn 12. septem- ber. Operan var sýnd 18 sinnum í vor fyrir fullu húsi og taka um 90 manns þátt i sýningunni. A næstunni hefjast síðan æfingar á stærstu óperu Verdis, Aida, þar sem þátttakendur verða á annað hundrað. RÁÐSTEFNA um málefni aldr- aðra k. Norðurlöndum verður haldin dagana 17. til 20. nóvem- ber nk. í Hamri í Noregi. Skipulag ráðstefiiunnar annast Norræna félagið í Noregi og er gert ráð fyrir allt að 100 þátttak- endum víðsvegar að af Norðurlönd- um. A ráðstefnunni verða flutt erindi og mun Sigurður H. Guð- mundsson meðal annarra tala um öldrunarmál á íslandi. Nánari upplýsingar og umsókn- areyðublöð má fá hjá Norræna félaginu í Norræna húsinu, Reylgavík. (Úr fréttatilkynningu) Laugardags- verslun við Laugaveginn KAUPMENN við neðri hluta Laugavegsins í Reykjavík hafa ákveðið að hafa verslanir sínar opn- ar til kl. 13.00 á laugardögum til 1. nóvember nk. (Fréttatilkynning) Sinfónían um Vesturland og Vestfirði SINFÓNÍUHEJÓMSVEIT ÍSLANDS er nú í hljómleikaferð um Vesturland og Vestfirði. Alls verða haldnir sjö tónleikar á sex dögum. Fyrstu tónleikamir verða í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Búðardal klukkan 21:00. Síðan verða tónleikar á Þingeyri á föstudagskvöld klukkan 20:30, ísafirði laugardagskvöld klukkan 21:00, Suðureyri sunnudag klukkan 15:30 og sunnudagskvöld á Bol- ungarvík klukkan 21:00, Patreksfirði mánudags- kvöld klukkan 20:00 og loks í Stykkishólmi þriðjudaginn 9. september klukkan 21:00. Tónieikaferðir um landið eru fastur liður í starfí Sinfóníuhljómsveitarinnar og fer hún reglulega tvisv- ar á ári í slíkar ferðir auk ferða um nærsveitir Reykjavíkur. Að þessu sinni verða tveir einleikarar og einsöngv- ari með í ferðinni, þau Lárus Sveinsson og Ásgeir Steingrímsson, trompetleikarar og Katrín Sigurðar- dóttir, söngvari. Stjómandi verður Gerhardt Deckert frá Vínarborg. Hann hefur stjómað uppfærslu á tveimur ópemm hjá Islensku ópemnni auk þess sem hann stjómaði Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í vetur. Deckert er mjög þekktur stjómandi í Austurríki. Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar að þessu sinni verða sjö verk: 1) Forleikur að ópemnni Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. 2) Aría úr ópemnni Töfraskyttan eftir Carl Maria von Weber. 3) Aría úr ópemnni Grímudansleikur eftir Verdi. 4) Konsert eftir fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Manfredini. 5) Gígjan eftir Sigfús Einarsson. 6) Kveðja eftir Þórarin Guðmundsson. 7) Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven. „VIÐ heyrðum mjálm fyrir utan dymar á þriðjudagskvöldið, en kipptum okkur ekki mikið upp við það enda varla ástæða til að ætla neitt óeðlilegt lægi þar á bak við. Það var ekki fyrr en um miðviku- dagsmorguninn sem við uppgötv- uðum að einhver hafði skilið eftir kassa með læðu og tveimur u.þ.b. 10 daga kettlingum fyrir utan kjallaradymar," sagði Helga Finnsdóttir, dýralæknir í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst frekar einkennilegt að fólk geti skilið við dýrin sín á svona hátt. Ef eigandi viðkomandi katta hefur ekki séð sér fært um að sjá um þá hefði verið öllu sómasamlegra að hafa samband við dýralækni eða kattavinafélag frekar en að skilja þá eftir næturlangt á tröpp- unum. Hér er alltaf tekið vel á móti öllum." Læðan og kettlingamir tveir eru nú í tímabundinni vörslu hjá kattavinum. Morgunblaðið/Ami Sæberg Læða og tveir tíu daga kett- lingar skildir eftir á tröppum Atvinnu- og skattamál einkum til umræðu ATVINNUMÁL og skattamál verða höfuðviðfangsefni 37. þings Sambands ungra jafnaðarmanna (SUJ), sem haldið verður í Kópa- vogi um helgina. Davíð Björnsson lætur þá af formennsku í sambandinu og er líklegt að Maria Kjartansdóttir verði kjörin i hans stað. Þingið, sem haldið verður í Fé- lagsheimili Alþýðuflokksins í Hamraborg 14a, hefst kl. 20 á fostudaginn með setningarávarpi formanns SUJ. Síðan flytja gestir ávörp, en að því loknu hefjast þing- störf með kjöri starfsmanna, starfs- nefnda og þingnefnda. Síðar um kvöldið flytja fráfarandi stjómar- menn skýrslur og umræður verða um þær. Á laugardaginn hefst þingið kl. 10.30 með fyrirspumum og frekari umræðum um skýrslur og síðan verða kynnt drög að ályktunum þingsins. Eftir hádegi verða nefnda- störf og eftir þau umræður og atkvæðagreiðslur um ályktanir þingsins. Á sunnudaginn hefst þingið kl. 11 og verður þá kosið til stjómar og í nefndir sambandsins. Að því loknu slítur nýkjörinn for- maður þinginu. Reykjavík: Alþjóðaráðstefna um upp- græðslu lands á norðurslóðum ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA um uppgræðslu lands á norðurslóðum verð- ur haldin dagana 8. til 14. september nk. á Hótel Loftleiðum. Alþjóða-norðurskautsráðið, „Comité Artique Intemational", sem hefur aðsetur í Mónakó, hefur staðið fyrir allmörgum ráðstefnum er varðar málefni þeirra svæða, er liggja umhverfis norðurskautið. Á ráðstefnunni hqr á landi verður fjallað um efnið „Uppgræðsla, end- urbætur á landi og þróun gróðurs á norðlægum slóðum, sem orðið hefur fyrir röskun af völdum nátt- úruafla eða manna". Erindi verða flutt um „Hugmyndir um röskun og uppbyggingu gróðurs", „Land- nám og þróun gróðurs á nýmynduð- um beði eða röskuðum jarðvegi", „Umbreytingar og umbætur á vist- um og vistkerfum", „Áhrif aðkomu- efnis á gróður og jarðveg", „Framleiðsla á hentugri sáðvöru og uppgræðsluplöntum", „Skógrækt á norðurslóðum", „Eftirlit með um- hverfisbreytingum með því að nota fléttur, árhringi, kennitegundir og gróðurkort" og „Tækni og aðferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.