Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 21 manna og fógeta á launaskrá er verr sett en fangi sem situr saklaus í fangelsi og þess vegna skora ég á fólk að losa sig strax við þetta fólk og til þess eru margar leiðir. Það er ekkert líf að vinna 18 tíma á sólarhring til þess eins að hafa stundarfrið fyrir óhefluðum og illa siðuðum rukkurum. ☆ Danska lögmannafélagið hefur þjónustu við almenning í 80 bæjum í landinu. Þangað getur fólk t.d. hringt án þess að segja til nafns og fengið ókeypis leiðbeiningar í öllum möguiegum málaflokkum. Þessi þjónusta er auglýst í stóru dagblöðunum og bæjarblöðum. Danskur lögmaður sem ætiar að starfa sjálfstætt þarf að leggja fram ákveðna upphæð vísitölubundna. 1983 var þessi upphæð DK. 600.000.00. Þessi trygging er ætluð til að bæta fólki skaða sm lög- maður getur valdi með röngum vinnubrögðum eða hverskonar mis- tökum. Siðanefnd danska lög- mannafélagsins er skipuð 18 mönnum. Þar af er einn formaður tveir varaformenn, níu lögmenn og sex menn sem ekki eru löglærðir. Þess nefnd þarf að skila árlega skýrslu til dómsmálaráðuneytis um störf sín þar með taldar allar um- fjallanir um kvartanir sem borist hafa á starfandi lögmann. Þessar upplýsingar eru úr bækl- ingi sem danska lögmannafélagið gefur út og er hann að finna á opinberum skrifstofum og víðar. í þessum sama bæklingi eru fleiri upplýsingar, m.a. að árið 1982 voru samþykkt í danska þinginu ný lög og nýjar reglur um störf lögmanna. Þóttu eldri lög úr sér gengin, enda frá árinu 1919. Ég vil rétt minnast á að allir Danir sem hafa minna en DK.: 110.000.00 (að viðbættum 15.000.00 fyrir hvert bam undir 18 ára aldri) í árslaun fá ókeypis lögfræðiaðstoð. í „Köbenhavns retshjælp" eru t.d. starfandi 65 lögmenn og lög- fræðingar. Þá er að sjálfsögðu starfandi embætti sem heitir „Um- boðsmaður Alþingis" (Folketingets ombudsmand) og hefur það starfs- svið að rannsaka mál fólks sem telur sig hafa orðið fyrir réttarfars- broti. Arið 1984 gengu í gildi í Danmörku ný lög um uppboð. Dan- ir sáu nefnilega að fólk komst í greiðsluþrot vegna þess að stjórnun efnahagsmála var ábótavant og þeir sáu líka að uppboð eru tíma- skekkja og engum manni bjóðandi. Þessi lög fela m.a. í sér að fólk getur fengið skuldir sínar endur- skipulagðar og einnig fjárhagsað- stoð og getur haldið heimili sínu og mannlegri reisn. Og um leið eru innheimtukröfur yfírfarnar og lækkaðar ef kostnaður er talinn ósanngjam að einhveiju leyti eða ekki í samræmi við laun almennt í landinu. Þessi dönsku uppboðslög sendi ég í heild í nóvember sl. til eins alþingismanns og kynnti þau per- sónulega fyrir þremur öðram en frá þeim hefur ekki heyrst eitt andvarp hvað þá meira. Almenningur í Dan- mörku telur sig verr settan réttar- farslega en Svía og Norðmenn og sýnist mér að það hafi við rök að styðjast. En hvað megum við þá segja? Það er óskaplegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum lögum nægir að hafa einn dómara til að dæma mann í gæsluvarðhald. Það er líka athyglisvert álit hinna marg- umtöluðu norsku sérfræðinga sem komu hér og kynntu sér uppbygg- ingu íslensku lögreglunnar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að lög- reglan hefði of mikil völd. Bendir það ekki til lögregluríkis? Lögreglan hefur ekki sparað vald sitt undanfama mánuði og fengið dyggan stuðning frá fjölmiðlum. Þetta hefur ruglað marga í ríminu og fólk veit nú varla lengur hver er Jón og hver er séra Jón. En ... áfram heldur spilling og siðleysi í skjóli yfirborðs rannsókna og sýndarmennsku. Okurlán era í fullum gangi og fjárglæfrastarfs- semi sjaldan verið blómlegri. Og áfram höldum við í heimsku okkar að hengja bakara fyrir smið. Höfundur er formaður félagsins Lögvemdar. Sigursveit Seljaskóla Se(jaskóli sigraði í skákkeppni grunn- skóla á Norðurlöndum, sem lauk í Gerðubergi um heigina. Sigursveit Seþ'askóla, sitjandi frá vinstri: Sæberg Sigurðsson, Þröstur Árnason og Sig- urður Daði Sigfússon. Standandi f.v.: Kristinn Friðriksson, Sigurbjörn Bjömsson (varamaður á Reykjavíkur- móti grunnskóla) og Snorri Karlsson. •ULPURI STÆRÐUM4-14 VERÐKR.1490 SPARTA Laugavegi 49, sími 12024 Skór á alla Frá skónúmeri 19 og upp í 50 Silverwind-topphlaupa- skór nr. 40—45. Kr. 4.599,- Zx500 Hágæðahlaupa- skór nr. 36—40. Kr. 2,900,- Universal — þeir sterk- ustu nr. 36—50. Kr. 2.403,- Forum — Bestu körfu- boltaskórnir nr. 36—46. Kr. 3.690,- Concorde nr. 36—42Ví. Kr. 2.990,- Hagstætt verð. Indoor Super II nr. 36— 46. Kr. 1.490,- Adidas-barnaskór nr. 19—26. Væntanlegir fljótlega. Converse-ellismellir nr. 36'/j—43. Kr. 1.980,- Kangaroos nr. 34—' Kr. 1.937,- Kangaroos-aerobic- skórnir nr. 36—41. Kr. 2.067,- SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49, sími 12024.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.