Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 39 „Stefnt að ís- lenskunámi og matvæla- fræðum við HÍ á Akureyri“ — segir Halldór Blöndal, formaður Háskólanefndar Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hefur látið í Ijós þá skoðun að óhjákvæmilegt sé að kennsla í íslenskum fræðum verði tekin upp við fyrirhugaðan háskóla á Akureyri. I þessu felst þó ekki nein vantrú á þá kennslu, sem nú fer fram syðra i þessum fræðum. Þetta kom m.a. fram í máli Hall- dórs Blöndal, formanns nefndar um háskólakennslu á Akureyri, á fjórð- ungsþingi Norðlendinga á Siglu- fírði. Hann sagði að athygli nefndarinnar hefði einnig beinst að matvælafræðum og hefði nefndin leitað samstarfs við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SÍS og Félag íslenskra iðnrekenda tii þess að marka slíka háskóiabraut. „Loks er það samdóma álit háskólanefnd- ar að komið verði á fót stuttu námi í viðskipta- og markaðsfræði á Akureyri. Ég geri ráð fyrir að nefndin muni leggja til að sérstök- um starfshópi verði falið að gera tillögu um hvemig slíku námi verði markaður bás þannig að það verði í senn hagnýtt, sjálfstætt nám en verði um leið tekið gilt sem hluti af viðskiptafræðinámi við Háskóla íslands ef viðkomandi hyggur á frekara háskólanám." Nú er unnið að útfærslu iðn- rekstramámsins á Akureyri sem fyrirhugað er að hefla haustið 1987 og gegnir Páll Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, formennsku í þeirri nefnd, en samsvarandi nám við Tækniskóla íslands mun verða lagt til grundvallar. Háskólanefndin hittist nú í vik- unni og var þá ákveðið að leggja til við menntamálaráðherra að þeg- ar í stað yrði skipaður starfshópur hjúkmnarsviðs læknadeildar og fulltrúa heilbrigðisstétta á Akureyri til þess að gera tillögur um hvemig staðið skuli að námi í hjúkrunar- fræðum á Akureyri sem hefst að ári enda verði ráðin MS hjúkmnar- fræðingur til þess að hefja undir- búning að starfrækslu deildarinnar, að sögn Halldórs. Menntaskólinn: Færri nemend- ur en undan- farin ár FÆRRI nemendur verða í Menntaskólanum á Akureyri í vetur en undanfarin ár. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, skóla- meistara, voru færri nýnemar teknir inn í skólann nú en undan- farið vegna skorts á kennslu- rými. í hittifyrra þurfti hluti kennslu MA að fara fram í húsnæði Hús- mðraskólans en síðastliðinn vetur „gekk dæmið betur upp — það rað- aðist betur í bekki þannig að við gátum sinnt allri kennslunni í okkar húsnæði," sagði Jóhann. Síðastliðin ár hafa um 630 nem- endur stundað nám í dagskóla við MA en verða um 600 í vetur. Það munar sem sagt u.þ.b. einni bekkj- ardeild. Jóhann sagði áhuga á því að tvísetja skólann ekki vera fyrir hendi og því hefði þurft að taka færri inn nú. Það vora um 50 manns sem neitað var um skólavist á fyrsta ári. Þess má geta að 25% afföll urðu meðal fyrsta árs nema í MA síðast- liðinn vetur. „Áhrif verkalýðsfélaga fara þverrandi í Bandaríkjunum“ — segir bandaríski hagfræð- ingurinn Jack Barbash, sem kom til Islands fyrir stuttu BANDARÍSKI hagfræðingurinn Jack Barbash var staddur á íslandi í síðustu viku, á vegum Stjórnunarfélags íslands. Barbash hefur m.a. unnið fyrir mörg verkalýðsfélög i gegnum tíðina, setið í nefnd Oldungadeildar Bandaríkjaþings, sem fjallar um verkalýðsmál, og verið prófessor við Wisconsin-háskóla í Madison og Kaliforníuháskól- ann í Davis. Hann hefur einnig verið ráðgjafi Alþjóðaverkalýðssam- bandsins, kennt við ýmsa háskóla í Vestur-Evrópu og ritað margar bækur um verkaiýðsmál og verkalýðsfélög. Barbash flutti fyrirlestur á Hótel Sögu, þar sem hann talaði um þró- un bandarískra verkalýðsfélaga og framtíð þeirra. í fyrirlestri sínum sagðist Barbash telja að áhrif verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum fari þverrandi og væm nokkur at- riði til merkis um það: „Helst ber að nefna að félagatala verkalýðsfélaganna er á niðurleið. Á síðustu fjómm ámm hefur fé- lagatalan farið úr 21 milljón meðlima í 18,5 milljónir, þrátt fyrir að verkamönnum hafi íjölgað. í kringum 1950 tilheyrðu 28% af verkamönnum verkalýðsfélögum, en nú er sú hlutfallstala komin í 18%. Alls em þá verkamenn sem tilheyra verkalýðsfélögum um 1% af bandarísku þjóðinni. Annað merki um að verkalýðs- félög séu á niðurleið, er vanhæfni þeirra til að standa gegn þeirri þró- un að stjómendur fyrirtækja semji beint við starfsmenn sína og nái þannig meiri völdum. Verkalýðs- félög reyna að halda kjömm verkamannanna utan við sveiflur markaðsins með lágmarkslaunum og tryggingu. Kjör verkamanna, þar sem stjórn fyrirtækjanna semur beint við þá, em miklu meira háð sveiflunum, en stjómimar koma til móts við kröfur þeirra á annan hátt, t.d. með því að greiða þeim hluta af hagnaði eða með bónus- kerfum. Þetta hafa verkalýðsfélög orðið að sætta sig við, þar sem þau hafa enga betri lausn.“ Barbash bætti því við að mörg stóriðjufyrirtæki væm óðum að flytja starfsemi sína suður á bóginn í Bandaríkjunum, til sólarbeltisins svokallaða, þar sem mikið minna er um verkalýðshreyfíngar. í norðr- inu og á austurströndinni em ítök verkalýðshreyfínga enn mjög sterk, t.d. þar sem bílaiðnaðurinn er hvað mestur og stáliðnaðurinn. Ástæður þessarar hnignunar verkalýðshreyfínganna, sagði Bar- bash fyrst og fremst vera hve markaðir væm orðnir alþjóðlegir, t.d. væm Japanir búnir að ná um 30% af bílamarkaðinum. Stáliðnað- urinn væri í enn verra ásigkomulagi og þar hefðu Bandaríkjamenn einn- ig dregist mikið afturúr hvað snerti tæknilegar framfarir. Aðra meginástæðuna sagði Bar- bash vera frjálsa samkeppni. Mikið af þjónustu sem almenningur nýt- ur, er verðlagt eftir sérstökum Nýiðnaðardeild Iðntækni- stofnunar þróar nú aðferð til framleiðslu oxiðdufts (cher- amics), en notkun þessa efnis fer vaxandi einkum i bílaiðnaði. Unnið er jafnframt að þróun aðferða til að framleiða kisl til útflutnings i samvinnu við Hita- veitu Suðurnesja. Deildin vinnur reglum og því reynt að halda verði stöðugu. „Jafnvel áður en Reagan komst til valda, var hópur manna sem vildi losa þessi höft og þessar reglur. Stjóm Jimmys Carter ■ stuðlaði að því að verðlagning yrði gefín fijáls, s.s. á flugfömm og símaþjónustu. Eftir að þessi samkeppni var gefín frjáls, var t.d. ekki lengur hægt að jafna út kauphækkun flugmanna með því að hækka verð á flug- miðum. Sumum félögum tekst ekki að brúa þetta bil og em því illa stödd fjárhagslega," sagði Barbash. „Þriðja helsta ástæða þess að verkalýðsfélög em á niðurleið, hef- ur að gera með stjómmál: Verka- lýðsforingjar hafa hingað til getað treyst að vissu marki á stuðning frá Hvíta húsinu, en með kjöri Ron- alds Reagan í forsetaembættið árið 1980, rann upp nýtt skeið, þar sem litla samúð er að fá þaðan. Stjóm hans er hugmyndafræðilega séð gegn afskiptum ríkisvaldsins af verkalýðsmálum. “ Barbash sagði að sum verkalýðs- félög hefðu átt þátt í því að áhrif þeirra minnkuðu. Þau hafí hagað launakröfum sínum þannig að þau viljandi ákvörðuðu verð vömnnar sem félagar þeirra framleiddu. Þannig hafí vömverðið hækkað svo mikið, að varan hvarf af markaðin- um. Hafí það neytt fyrirtækin til að segja sig úr verkalýðsfélaginu. Þetta gerðist í byggingariðnaðin- um, kola og kopariðnaðinum og hjá mörgum flutningafyrirtækjum. Áð þessu undanskildu, sagðist Barbash ekki telja að verkalýðsfélögin sjálf hefðu átt þátt í að áhrif þeirra dvínuðu. Þau séu frekar fómarlömb efnahagslegra aðstæðna. Barbash vildi alls ekki spá því að verkalýðsfélög í Bandaríkjunum myndu deyja út. Hann sagði að stofnanir þjóðfélagsins breyttust á löngum tíma og ekki væri hægt að afskrifa þær á einu bretti. Þar að auki gegndu þau mikilvægu jafn- vægishlutverki, þannig að jafnvel í þeim tilvikum þar sem stjómir fyrir- tækja leggðu mikla áherslu á að koma til móts við starfsmenn, væri samt þörf á verkalýðsfélagi, aðal- lega til að tryggja atvinnu og réttláta meðferð. Barbash sat fyrir svömm eftir fyrirlesturinn og var hann spurður að því hvort hann teldi að sama þróun ætti sér stað í Vestur-Evrópu. og þróunarverkefni um fram- leiðslu próteinkljúfandi ensýma úr hitaþolnum hveraörvefum Þessa er getið í yfírliti um stofn- anir og verkefni, sem heyra undir iðnaðarráðherra, Af vettvangi iðn- aðarráðherra Alberts Guðmunds- sonar okt. ’85-júlí ’86. Þar kemur og fram að sænska stórfyrirtækið Morgunblaðið/Þorkell „Verkalýðsfélög gegna nauðsyn- legu jafnvægishlutverki... og þau munu aldrei hverfa alveg,“ sagði Barbash. „í löndum Vestur-Evrópu tekur ríkið mikið meiri þátt í verkalýðs- málum og þar gilda aðrar reglur. Það er þó einn gmndvallar mismun- ur á verkalýðsfélögum í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu. Þar em þau stofnun sem á sér sterkar rætur í þjóðfélaginu. í Bandaríkjun- um hafa fyrirtæki reynt að forðast verkalýðsfélög og hafa hug á að þau verði afnumin einn góðan veð- urdag. Það kemur ekki til með að gerast í Evrópu, þar sem verkalýðs- félög em mjög rótgróin. Verkalýðsfélög í Bandaríkjunum nýta sér ekki verkfallsréttinn að sama skapi og þau evrópsku, enda væri heimskulegt að fara í verk- fall, þar sem ríkir 7% atvinnuleysi og miklir möguleikar á því að ráða ófélagsbundna verkamenn í þeirra stað. Mörg verkalýðsfélög hafa þurft að leggja upp laupana vegna verkfallshótana, þannig að verk- fallsrétturinn hefur lítið gildi i Bandaríkjunum," sagði hann. f viðtali við Morgunblaðið sagði Barbash að verkalýðsfélög væm nauðsynleg, þar sem ekki væri hægt að treysta á stjómir fyrir- tækja einar til að gæta hagsmuna starfsmanna sinna. Það þyrfti eitt- hvert afl að ýta á eftir þeim. „Það sama gildir fyrir verkalýðs- félögin; þau ein geta ekki séð um að tryggja nauðsynlegan vöxt fyrir- tækjanna svo hvomgt getur án hins verið. Einokun á valdi er óhagstæð hvernig sem á málið er litið. Það verður að ríkja jafnvægi á milli valdhafa, ef vel á að fara. Mín kenn- ing er sú, að um leið og önnur hliðin fer að nálgast einokun á valdi, eða of mikil völd, þá stefnir allt í voða.“ Barbash sagði að „innanhúss- samingar“ væm að verða almennari ASEA er samstarfsaðili í oxíð- verkefninu sem og að Jámblendi- verksmiðjan á Gmndartanga hefur sýnt áhuga á að tengjast því. Þá er einnig sagt í skýrslu þessari að unnið sé að því „að stofnuð verði hérlendis á næstunni fyrirtæki, sem framleiði hitaþolin ensým til út- flutnings". innan tækni- og sérsviða, þar sem starfsmenn væm sérmenntaðir. Sem dæmi nefndi hann tölvufyrir- tækin IBM og Texas Instmments, sem hefðu samið beint við sína starfsmenn og hvatt þá til að ganga ekki í verkalýðsfélög. Hins vegar gæti það haft í för með sér öfuga þróun nú, þar sem þessi fyrirtæki hafa orðið að segja upp fólki og margt af því hefur gengið í verka- lýðsfélög vegna þess að því fínnst að umfjöllun um þeirra mál hafí ekki verið réttlát. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsmenn séu tryggir fyr- irtækjunum þegar fjárhagsvandi steðjar að og þeir eiga á hættu að missa atvinnuna, eftir að hafa kannski unnið í áratugi fyrir sama fyrirtækið. Þessir starfsmenn fundu enga þörf fyrir verkalýðsfélag áður fyrr, en nú er kannski annað upp á teningnum. Þannig er, möguleiki á því að fjöldi meðlima í verkalýðs- félögum gæti verið á uppleið aftur. Þetta er spuming um hvað fyrir- tækin selja. Verkalýðsfélögin selja réttlæti til handa sínum félögum og fyrirtækin selja vömr. Ég er viss um að IBM átti aldrei von á því að þeir þyrftu að segja upp fólki, en nú er sú staða komin upp og þá þurfa starfsmennimir kannski meira á verkalýðsfélögun- um að halda. Þetta er ekki spurn- ingin um „góðu mennina og vondu mennina", heldur em þetta aðilar sem verða að gæta sinna hagsmuna og það er engin ein lausn sem hent- ar öllum.“ Aðspurður sagði Barbash að að- staða verkalýðshreyfínga á íslandi væri svolítið frábmgðin því sem gerðist í öðmm löndum, einkum vegna smæðar þjóðarinnar. „í landi þar sem búa rúmlega 200.000 manns, er hægara um samninga. Verkalýðsforingjar, og þeir aðilar sem þeir semja við, em ekki ósnertanlegir — þeir þekkja hvom annan og geta rætt saman. Því stærra sem þjóðfélagið er, því fleiri og erfíðari vandamál koma upp. Efnahagskerfið hér er ekki eins flókið og kannski í stærri lönd- um og því er auðveldara að finna lausn á vandamálunum, sem hér stecja að — ekki þar með sagt að vandamálin hér séu ekki alvarleg, heldur bara að forystumenn hér eiga auðveldara með að leysa þau. Hér em líka allir af sama kynstofni og flestir með sömu trúarlegu skoð- anir og það er mikils virði," sagði hagfræðingurinn bandaríski að lok- um. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Nýiðnaðardeild Iðntæknistofnunar: Þróar oxíðduft, sem notað er í bílaiðnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.