Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Damloff kærð-
ur fyrir smygl?
Moskvu, AP.
SOVÉSKIR embættismenn hóta
að kæra bandaríska blaðamann-
inn Nicholas Daniloff fyrir smyg'l
eftir að erfðagripir fundust á
heimili hans, sem ekki hafði ver-
ið gerð grein fyrir á tollskýrslu,
að því er eiginkona Daniloffs,
Ruth, sagði i gær. Daniloff var
handtekinn um helgina og sakað-
ur um njósnir en formleg ákæra
hefur ekki verið lögð fram. Dani-
loff starfar fyrir blaðið U. S.
News and World Report.
Að sögn konunnar hringdu tollyf-
irvöld á skrifstofu Daniloffs í
Moskvu og sögðu túlki að ákæra
um tollsvik væri í undirbúningi.
Ekki var ljóst hvort Daniloff yrði
einn ákærður eða eiginkona hans
einnig. Um er að ræða sjö eða átta
hluti, sem hjónunum láðist að gera
grein fyrir er þau fluttust til Sov-
étríkjanna fyrir 5 V2 ári. Sovésk
yfirvöld segja að hlutimir séu tæpra
100 þúsund króna virði, en hjónin
gerðu sér ekki grein fyrir að þeir
væru einhvers virði, að eigin sögn.
Mortimer B. Zuckerman, sem er
formaður blaðstjómar U. S. News
and World Report hefur verið í
Pakistan:
31 ferst
í lest-
arslysi
Islamabad, AP.
ÞRJÁTÍU og einn maður fórst
og um fjörutíu særðust í Punjab-
héraði í Pakistan á þriðjudag,
þegar jámbrautarlest ók á stræt-
isvagn er var á leið yfir járn-
brautarteina.
Strætisvagninn var fullur af fólki
og sátu fjölmargir þar að auki uppi
á þaki hans. Fólkið var á leið til
fundar, þar sem setja átti niður
deilur er spruttu vegna manndrápa
á árinu 1977. Mörg ökutæki hlaðin
fólki vom á leið til fundarins og var
strætisvagninn einn þeirra.
Moskvu undanfama tvo daga og
rætt við sovésk yfírvöld um mögu-
leikana á því að Daniloff verði látinn
laus. Við brottför sína til Lundúna
í gærkveldi sagðist Zuckerman
óviss um hvem árangur viðræður
hans hefðu borið. Hann bætti því
við að hann hefði heitið því að láta
ekki uppi nöfn þeirra sem hann
hefði rætt við. Ruth Daniloff fékk
að hitta mann sinn á mánudag og
þriðjudag og sagðist vonast til að
hún fengi að hitta hann aftur á
föstudag.
Veður
víða um heim
Lægst Hnst
Akureyri 13 alskýjað
Amslerdam 8 19 skýjað
Aþena 20 30 heiðskfrt
Barcelona 26 hálfskýjað
Bertín 10 17 rigning
Briissel 8 20 rigning
Chicago 15 28 skýjað
Dublin 11 18 skýjað
Feneyjar 24 léttskýjað
Frankfurt 11 19 skýjað
Qenf 9 23 heiðskfrt
Helsinki 12 15 skýjað
Hong Kong 26 31 heiðskírt
Jerúsalem 17 28 skýjað
Kaupmannah. 11 14 skýjað
Lat Palmas 25 hálfskýjað
Lissabon 17 31 heiðskfrt
London 12 16 skýjað
Los Angeles 19 26 skýjað
Luxemborg 13 rigning
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorea 27 léttskýjað
Miami 27 léttskýjað
Montreal 13 skúrir
Moskva vantar
NewYork 18 22 skýjað
Osló 4 15 heiðskírt
París 13 23 heiðskírt
Peking 17 28 heiðskírt
Reykjavík 9 súld
Ríó de ianeiro 12 23 skýjað
Rómaborg 11 30 heiðskirt
Stokkhólmur 10 14 skýjað
Sydney 10 21 heiðskfrt
Tókýó 25 28 rigning
Vínarborg 11 18 skýjað
Þórshðfn 13 skúrir
Kanada:
CAST-æfingar
á undan áætlun
Nicholas Daniloff.
Bardufoss, AP.
HERÆFINGAR, sem felast m.a.
í flutningi alls 5. stórfylkis Kan-
adahers, CAST, til Noregs,
ganga vonum framar og eru á
undan áætlun, að sögn stjórn-
enda æfinganna.
í æfingunum er stórfylkið flutt
eins og það leggur sig til Noregs,
en samkvæmt áætlunum NATO
yrði hlutverk þess í ófriði að veija
Norður-Noreg. Undirbúningur æf-
inganna hefur staðið yfir í mörg
ár og kemur aðstandendum þeirra
þvíekki á óvart hversu vel gengur.
í æfingunum em fluttir 5.500
kanadískir hermenn frá Quebec til
Noregs, 1.800 bifreiðir og 15.000
lestir af tækjabúnaði. Hermennirnir
em fluttir með flugvélum en tækja-
búnaður með stómm ekjuskipum.
Pólland:
Kirkjan lætur af áf orm-
um um landbúnaðarsjóð
Varsjá, AP.
KATÓLSKA kirkjan í Póllandi
hefur nú ákveðið að láta af því
að setja á fót styrktarsjóð til
þess ætlaðan að veita vestrænni
aðstoð til einkabænda í landinu.
Kirkjan sakar yfirvöld um það
að nú skuli verða að hætta við
að stofna sjóðinn eftir fjögurra
ára starf.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að ákvörðun kirkjunnar um
að hætta við að koma sjóðnum, sem
hefði verið einstakur í austantjalds-
riki, á laggimar, beri því vitni að
samskipti milli ríkis og kirkju í
Póllandi hafi beðið hnekki.
London, AP.
VERÐ á gulli á gjaldeyrismörk-
uðum í Evrópu i gær var hið
hæsta í þijú ár. Talið er að verð-
hækkunin stafi m.a. af ótta
manna við að birgðir af hvíta-
gulli fari þverrandi i heiminum,
vegna ástandsins í Suður-Afríku,
sem er aðalframleiðslulandið.
Verð á Bandaríkjadollar var
misjafnt gagnvart hinum ýmsu
gjaldmiðlum.
Síðdegis í gær kostaði sterlings-
„Viðræður við fulltrúa stjómar-
innar um að stofna landbúnaðarsjóð
voru komnar í sjálfheldu," sagði i
fréttatilkynningu frá Josef Glemp,
kardinála.
Þar kom fram að stjómin hefði
gert að skilyrði að landbúnaðar-
ráðuneytið hefði neitunarvald um
það hvemig fé sjóðsins yrði ráðstaf-
að til samræmingar við aðgerðir
stjómarinnar í landbúnaðarmálum.
Þetta hefði kirkjan ekki getað sætt
sig við.
Pólsk stjómvöld hafa ekki viljað
tjá sig um málið.
í fréttatilkynningu Glemps er
pundið 1,4985 dollara (1,4925), en
annars var gengi dollarans þannig,
að fyrir hann fengust: 2,0250 vest-
ur-þýsk mörk (2,0320), 1,6480
svissneskir frankar (1,6340),
6,6775 franskir frankar (6,6425),
2,2989 hollensk gyllini (2,2875),
1.406,50 ítalskar lírur (1.399.00)
og 1,3880 kanadískir dollarar
(1,3880).
Verð á gulli var 407,50 dollarar
únsan (392.00).
vestrænum ríkisstjómum og kirkj-
um þakkað fyrir vilja til að styðja
áætlunina um að bjarga pólskum
landbúnaði.
Sjóðnum höfðu borist framlög
að andvirði 28 milljóna Banda-
ríkjadala - þar á meðal 10 milljóna
dala framlag frá Bandaríkjamönn-
um - til að hægt væri að hrinda
áætlunum sjóðsins í framkvæmd
þegar stjómvöld hefðu lagt blessun
sína á hann, að því er María Stolz-
man, framkvæmdastjóri skipulags-
nefndar sjóðsins, sagði á
blaðamannafundi í gær.
Kirkjan hafði vonast til að safna
170 milljónum dala árlega í sjóðinn.
Pólland er að því leyti ólíkt öðmm
austantjaldslöndum að aðeins 25
prósent ræktaðs lands er nýttur á
samyrkjubúum. Sjálfstæðir bændur
rækta 75 prósent nýtanlegs lands
og framleiða rúmlega 80 prósent
af uppskeru í landinu.
Kommúnistastjómin hefur tekið
sjóðnum með fyrirvara vegna þess
að valdamenn óttast að áhrif kirkj-
unnar til sveita aukist við stofnun
sjóðsins. Aftur á móti kvaðst Vojci-
ech Jaruzelski, leiðtogi Póllands,
reiðubúinn til að samþykkja slíkan
sjóð í viðræðum sínum við Jóhannes
Pál páfa II. í Varsjá í júní 1983.
Gengí gjaldmiðla
Skýrsla um Chile frá Amnesty International:
Sljórnin lætur leyni-
sveitir fara sínu fram
Mannréttíndabrot færast í vöxt í landinu
LÖGREGLAN í Chile beitir nú nýjum brögðum í ógnarherferð
sinni gegn íbúum landsins og notar leynilegar sveitir til mann-
rána, pyntinga og morða, að þvi er segir í nýrrí skýrslu frá
mannréttindasamtökunum Amnesty Intemationai. Hér á eftir fer
utdráttur úr skýrslunm.
Þar segir að leynisveitimar
hafi aukið aðgerðir sínar síðan
1983 vegna aukinna mótmæla
almennings gegn stefnu herfor-
ingjastjómar Augustos Pinochet:
„Sveitimar gera árásir og hræða
fólk um hábjartan dag án þess
að sæta refsingu fyrir," stendur
í skýrslunni.
Amnesty Intemational heldur
fram að opinberar öryggissveitir
haldi áfram að taka grunaða and-
stæðinga stjómarinnar höndum
og pína þá: „Mannréttindabrot
þeirra hafa einnig aukist mikið
síðan 1983 og verða fjöldahand-
tökur algengari með viku hverri."
Aðgerðir bæði leynisveitanna
og opinberra öryggissveita bein-
ast gegn kirkjunnar mönnum,
baráttumönnum fyrir mannrétt-
indum, íbúum fátækrahverfa og
félaga í stjómarandstöðuflokkum,
að því er kemur fram í skýrslunni.
Þrátt fyrir að stjómvöld neiti
liggja órækar sannanir fyrir því
að félagar í öryggissveitum eru
einnig aðiljar að leynisveitunum
og vinna óeinkennisklasddir með
samstarfsmönnum úr röðum al-
mennra borgara.
í skýrslunni, sem nefnist Leyni-
legir og ólöglegir starfshættir
öryggissveitanna í Chile, er bent
á auknar tilraunir stjómarinnar
til að þagga niður í andstæðingum
sínum.
í maí voru 15 þúsund manns
handtekin í fátækrahverfum I
Santiago, höfuðborg Chile. Fleiri
Qöldahandtökur hafa farið fram
nýverið og hefur fjöldi handtek-
inna aldrei verið meiri en dagana
eftir valdaránið 1973 þegar nú-
verandi stjóm komst til valda og
mörg hundruð menn voru myrtir
og látnir hverfa.
Öryggissveitimar hafa verið
efldar. Samkvæmt neyðarlögun-
um, sem verið hafa í gildi síðan
valdaránið var framið, em stjóm-
málaflokkar bannaðir. Blaða-
menn, pólitískir leiðtogar og
stuðningsmenn stéttarfélaga em
ofsóttir og fangelsaðir fyrir að
gagnrýna stjómina eða reyna að
skipuleggja friðsamleg mótmæli,
að því er kemur fram í skýrslunni.
Lögð er áhersla á að leynisveit-
imar hafi ráðist á tugi manna,
rænt mönnum, skotið fólk til bana
og pyntað. „Þessar sveitir em
Handtaka i Chile getur leitt til gæsluvarðhalds án sambands
við umheiminn og pyntinga.
þaulskipulagðar og virðast njóta
talsverðs Qárhagslegs stuðnings.
Þeir nota ökutæki án skráningar-
númera, starfa um hábjartan dag
og meðan á útgöngubanni stendur
án þess að hljóta refsingu og hafa
upplýsingar um fómarlömb sín,
sem að öllu eðlilegu ættu aðeins
að vera í höndum leyniþjónustu
stjómarinnar."
í skýrslunni segir að dómstólar
hafi með fáum undantekningum
ekki viljað eða ekki verið þess
umkomnir að stefna félögum í
öryggissveitunum, þó mannrétt-
indabrot hafi færst I aukana.
Þegar skýrslan fór í prentun á
miðju þessu ári var ekki vitað til
þess að einn einasti félagi örygg-
issveitanna hefði verið dæmdur
fyrir að pynta eða myrða pólitísk-
an fanga. Þó er bent á að Amnesty
Intemational búi yfir upplýsing-
um um tugi mála, sem starfsmenn
öryggissveitanna eru flæktir í.