Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 25 Gódan daginn! Hálendingurinn Veisla fyrir augað Kvikmyndir Amaldur Indriðason Hálendingurinn (The High- lander). Sýnd í Tónabíói. Stjörnugjöf: ★★★'/2 Bresk. Leikstjóri: Russell Muleahy. Handrit: Gregory Wid- en, Peter Bellwood og Larry Ferguson eftir sögu Gregory Wid- ens. Framleiðendur: Peter S. Davis og William N. Panzer. Tón- list: Hljómsveitin Queen og Michael Kamen. Kvikmyndataka: Gerry Fishet. Helstu hlutverk: Cristopher Lambert, Roxanne Hart, Clancy Brown og Sean Connery. Hálendingurinn (The High- lander) með Christopher Lambert í aðalhlutverki er fyrst og fremst veisla fyrir augað. Sagan er klassísk um baráttu á milli hins góða .og illa en færð í sérlega áhrifamikinn og frumlegan bún- ing af leikstjóranum Russell Mulcahy (Razorback). Hvert skot og hver sena er uppbyggð og út- sett til að ná fram hámarksáhrif- um. Jafnvel einfalt og stutt atriði á krá í New York gæti þess vegna verið tekið um borð í geimskipi framtíðarinnar. Þannig er Há- lcndingurinn eins og langt poppmyndband rík af grípandi myndskeiðum, dulúð, reyk og gufu en Mulcahy hefur einmitt unnið mikið við þannig myndbönd og er greinilega snillingur á sínu sviði. Það má vera að þér finnist söguþráðurinn vera fullmikið af því góða en þú getur varla annað en dáðst að þeim myndum sem Mulcahy bregður á tjaldið, oft gullfallegum með effektum og sérstaklega klippingum sem lýsa umfram allt hugmyndaauðgi leik- stjórans. Þið ættuð að reyna að missa ekki af þeim. Söguhetjan í Hálendingnum er ekki af þessum heimi. MacLeod (Christopher Lambert) er eitthvað í kringum 400 ára gamall. Hann er ódauðlegur og hefur í gegnum aldirnar stefnt að lokauppgjöri við höfuðandstæðing sinn og fulltrúa myrkraaflanna, Kurgan (Clancy Brown). Þeir eigast við endrum og sinnum allan þennan tíma en að lokum berjast þeir upp á líf og dauða í New York nútímans upp á gamla mátann með höggum og spörkum og sverðaglamri. Hin- ir ódauðlegu hafa einn galla. Ef þeir missa höfuðið eru þeir dauð- ir. Og það er ekkert gefið eftir hvorki af MacLeod, Kurgan eða leikstjóranum Mulcahy. Handritshöfundamir (allir þrír) koma sér undan því að gefa skýr- ingar á ódauðleika MacLeods. „Hvers vegna rennur sólin upp á hveijum morgni?" er hið heim- spekilega og innantóma svar Ramirez (Sean Connery) læri- meistara hans úr heimi ódauð- legra. Það eru nokkrir menn gæddir þessum kosti á jörðinni en þeir týna tölunni þar til aðeins MacLeod og Kurgan standa eftir. Aðeins einn má lifa og örlög hans ráða örlögum mannheima. MacLeod er fulltrúi hins góða, sjálfur Messías og Kurgan er Sat- an sjálfur. Sá sem vinnur stjómar. Lambert er einmitt leikarinn fyrir hlutverk MacLeods. Hann hefur hið framandlega útlit ein- hvers af öðmm heimi og er alltaf jafnindæll á hverju sem gengur, eins og sendiboðar Guðs hljóta að vera. Clancy Brown er jafn- hræðilegur fulltrúi myrkraveld- anna og Lambert Guðs. Það lekur af honum viðbjóðurinn og nær- vera hans er svo sterk að maður næstum því finnur að honum skítalyktina en þessi fulltrúi Sat- ans er klæddur eins og pönkari í New York og þrífst með undir- málsfólki á meðan sá góði er virðulegur forngripasali. Sean Connery er elskulegur, eins og alltaf, í hlutverki Ramirez; sjarmi þessa gamla Bondleikara er í sjálfu sér ódauðlegur og Roxanne Hart er einkar sannfærandi í hlut- verki hinnar vantrúuðu Brendu, sem fellir hug til MacLeods og verður vitni að lokabardaganum. Höfundar myndarinnar geta ekki annað en notfært sér tæki- færið og búa til góða tímabrand- ara til að skemmta áhorfendum á milli hasaratriðanna. MacLeod fer til Brendu með koníaksflösku frá 1783 og segir dreymandi á svip, „það var gott ár“. Og einvígið á Bostonhæðum fyrir 200 árum á milli MacLeods, sem er kófdrukk- inn, og einhvers aðalsmanns, sem vill verja heiður sinn, er bráð- fyndið. Það er sama hvað hann stingur MacLeod oft í gegn, MacLeod staulast alltaf aftur á fætur. En eins og áður sagði er það fyrst og fremst verklag Russell Mulcahys og kvikmyndatöku- mannsins Gerry Fishers sem gerir Hálendinginn að eftirminnilegri reynslu. Stíll þeirra og tækni gagntekur mann, næstum hver sena hvort sem hún er frá hálönd- um Skotlands eða New York, er hreinasta konfekt. Öðru eins kynnist maður ekki oft í bíó og er helst að líkja við Ridley Scott (Alien, Legend) en reynsla þeirra af poppmyndum og auglýsinga- gerð er greinilega ómetanleg fyrir bíómyndina. Þeir hafa áður þurft að ná til áhorfenda sinna á ör- stuttum tíma og beitt til þess öllum mögulegum brögðum kvik- myndarinnar og þeir galdrar eru aðalsmerki Hálendingsins — svo ekki sé minnst á stórgóða tónlist Queen. af Connery og þeim. Lambert i Hálendingnum; reynið að missa ekki Merktu við þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ iBikskólatöskur □ Pennaveski □ Skriíundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glösubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar O Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar O Yddarar O Strokleöur 1 Meö nýjungarnar og nœg bílastœöi ENNÞA STÆRRI skólavöruverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.