Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 27
mfeððsmss, hmmmmi. mmmm. m Frá samsætinu sem tsfirðingar héldu til heiðurs Þorbjörgu Bjamadóttur skólastjóra Húsmæðraskól- ans. En skólastjómin hefur þó alla tíð verið hennar mikilvægasti vett- vangur, enda skólinn þekktur fyrir reglusemi og stjómfestu skólastjórans. Mjög erfíðlega gekk oft af skiljanlegum ástæðum að halda ungum fjörmiklum námsmeyjunum innan veggja skólans, á meðan aðeins var leyfð ein klukkustund á dag til útiveru, og ísfirsku drengjunum utan veggjanna. Margar sögur hafa spunnist um þau vandamál öll, en einum þættinum hefur verið hald- ið vandlega leyndum þar til í hófinu að hún sagði frá hvað gerð- ist eina vetramóttina á meðan hún svaf áhyggjulaus í íbúð sinni í skólahúsinu. Morgunverðar-meyjamar vöktu hana snemma morguns og sögðu henni með miklu írafári að eitthvað væri að niðri í borðsal. ísfirðingar kveðja Þorbjörgn Bjarna- dóttur skólastjóra Húsmæðraskólans Iufirði. ÍSFIRÐINGAR kvöddu Þor- björgu Bjamadóttur fyrrver- andi skólastjóra Húsmæðra- skólans Óskar með veglegu samsæti i samkomusal frimúr- ara sl. föstudagskvöld. Þorbjörg lætur nú af störfum eftir 38 ára stjóm skólans, en hún kom að skólanum þegar hann tók til starfa í núverandi húsnæði við Austurveg árið 1948. Nokkur félagasamtök sem hún hefur átt aðild að hér á ísafirði efndu til samsætisins þar sem á annað hundrað manns kom sam- an. Samkvæminu stjómaði Pétur Bjamason fræðslustjóri. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri Tónlist- arskóla ísafjarðar og Jónas Tómasson tónskáld léku samleik á píanó og flautu, Ólafur Krist- jánsson forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur stjómaði fjölda- söng og 12 manns fluttu ávörp þar sem henni vöm þökkuð margvísleg afskipti af skóla-, menningar- og kvenréttindamál- um á Vestfjörðum þau 38 ár sem hún hefur búið hér. Þorbjörg Bjamadóttir stjómaði húsmæðraskólanum af röggsemi og festu, enda var skólinn mjög eftirsóttur á meðan það þótti álit- Morgunblaðið/Úlfar Magnús Reynir Guðmundsson, fuUtrúi bæjarstjóra, afhendir Þor- björgu eintak af sögu ísafjarðar. legur kostur fyrir ungar stúlkur að læra hússtjómarfræði. Nú á seinni ámm hefur heimavistar- námið lagst af, en skólinn hefur verið fullnýttur flesta vetur fyrir heimilisfraéðakennslu gmnnskól- ans og menntaskólans auk þess sem haldin hafa verið kvöldnám- skeið fyrir almenning. Elsa Bjartmarsdóttir hússtjóm- arkennari hefur verið ráðinn skólastjóri skólans og tekur hún við störfum næstu daga. Þá verð- ur sú breyting á að Tónlistarskóli ísaijarðar fær efstu hæð skóla- hússins til afnota, en þar var áður heimavist nemenda og kennara- íbúð. Þorbjörg Bjamadóttir kvaddi samkomugesti með snjallrí ræðu þar sem hún gat ýmsra mála sem hún hafði unnið að á ísafírði en hún hefur auk skólastjórastarfs- ins verið formaður Norræna félagsins um árabil, formaður Kvenfélagasambands Vestfjarða í 6 ár og einn af stofnendum Sjálf- stæðiskvennafélags ísaQarðar. Sennilega lægi maður þar á borð- inu. Hún hraðaði sér á vettvang og sá sér til mikillar undmnar, að á borðinu lá heil hnísa, með hníf og gaffli í. Umhverfís var svo fulldekkað borð fyrir 12 manns. Nú varð að bregðast rétt við þess- ari utanaðkomandi ögmn. Hún lét fara með hnísuna út í Norður- tanga og urða hana þar. Síðan bannaði hún öllum stúlkunum að hafa orð á atburðinum, enda fór það svo að þetta komst aldrei í hámæli og gerendumir líklega ekki fengið þá athygli • sem þeir ætluðust til. Það má leggja að því gild rök að þær ástir sem tókust milli námsmeyjanna og ísfirsku pilt- anna séu einhver sterkastijmttur- inn í viðhaldi byggðar á Isafirði, því hér er fyöldi góðra heimila, sem rekja upphaf sitt til dvalar ungrar stúlku undir handleiðslu Þorbjarg- ar Bjamadóttur og samkennara hennar um eins veturs skeið. Þorbjörg flytur nú til Reykja- víkur, en að eigin sögn vonast hún til að eiga eftir að njóta margra daga hér í framtíðinni og á fæð- ingarbæ sínum Vigur við Isafjarð- ardjúp. Úlfar Fundi NOS-N lokið FUNDUR samstarfsnefndar norrænna rannsóknaráða á sviði náttúruvísinda, NOS-N, var hald- inn í Reykjavik 28. áigúst sl. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur ráðs- ins er haldinn hér á landi, eftir að Rannsóknaráð ríkisins gerðist fullgildur aðili að þessu sam- starfi fyrr á árinu. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs, Sveinbjörn Björnsson, prófessor, Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, og Leó Krisjánsson, jarðeðlisfræð- ingur sátu fund NOS-N af Islands hálfu. Meðal málefna á dagskrá var samstarf Norðurlanda um aðild að alþjóðaverkefni um úthafsboranir (Ocean Drilling Program), sem skipulagt hefur verið að frumkvæði bandaríska vísindaráðsins. Hafa Norðurlöndin myndað í sameiningu helmingafélag við önnur smærri Evrópuríki um aðild að þessu verk- efni. í fréttatilkynningu frá Rannsóknaráði segir að þetta sam- starf veiti íslenskum vísindamönn- um tækifæri til að taka þátt í víðtækum rannsóknum á uppruna og eðli jarðskorpunnar. Sérstakur kynningarfundur um úthafsboranir var haldinn á vegum NOS-N fyrir íslenska jarðvísinda- menn. Fulltrúar Norðurlandanna í undirbúningsnefnd fyrir úthafs- boranimar skýrðu frá helstu atrið- um í áætluninni og verkefnavali. Áætlunin kostar um 35 milljónir dala á ári og stendur hún fram á næsta áratug. Framlag Norður- landanna er um 1.250.000 dalir og mun ísland árlega leggja fram 10.000 dali, Noregur 500.000 dali, Danmörk 350.000 dali, Svíþjóð 160.000 dali og Finnland 25.000 dali. Norðurlandaráð leggur fram 205.000 dali árlega. íslendingar fá fulltrúa í stjómar- neftidum samstarfsverkefnisins, en fá jafnframt fulltrúa í sérfræði- nefndum, sem Qalla um mælingar í borholum. Fulltrúi íslands í nor- rænni skipulagsnefnd um málið verður Leó Kristjánsson. Heimilið'86 Það getur verið gaman að sleppa stundum fram af sér beislinu. Hoppa og skoppa, kasta bolta í mark, dorga fyrir vinning í veiðipottinum eða fara í hlutaveltuna. Allt þetta og miklu meira í SKEMMTILANDI. Eitthvað fyrir alla. Sjáumst á sýningunni. Laugardalshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.