Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 fclk í fréttum Bobby snýr aftur Pamela harmi lostin með stórslasaðann, ef ekki látinn eiginmann sinn í fanginu. J.R. innan flölskyldunnar réði til að klekkja á honum. -Hann verður kannski enn einn hálfbróðirinn, sem Jock heitni, fyrrum höfðu hinnar voldugu Ewing ættar, átti í lausaleik. -Bobby er enn á lífí! - kannski iifnaði hann við á leiðinni í líkhúsið. -Enn ein tillagan er að Pamelu hefði dreymt þetta allt saman og hafi draumurinn varið í nokkra tugi þátta, eða heilt ár. Nú er bara að bíða eftir fréttum um hvemig framleiðendun- um tekst til. íslenskir áhorfendur þurfa ekki að halda niðri í sér andanum, þar sem þessir nýju þættir verða væntanlega ekki sýndir hér í nánustu framtíð. J.R. hnugginn á svip við jarðaför hins heittelskaða Bobbys. Var kistan kannski bara full af gijóti? ÞRÁTT fyrir að Dallas þættimir bandarísku séu horfnir af skjánum hér á landi, eiga þeir enn trygga fylgjendur. Þeir allrahörðustu eru jafnvel með á nótunum hvað varðar atburðar- ás í nýjustu þáttunum, sem sýndir eru hvert föstudagskvöld í Bandaríkjunum. Eins og þeir sem fylgjast grannt með þessari þáttaröð, þá „lést“ Bobby Ewing fyrir réttu ári síðan, eftir að hafa bjargað sinni fyrrverandi, en heittelskuðu Pamelu, frá því að verða undir bíl, sem morðótt kvendi ók. Allir sem vettlingi gátu valdið vom viðstaddir þegar Bobby varpaði öndinni í hinsta sinn á spítalanum og var erfitt að greina hver grét mest (jafn- vel hinn illræmdi J.R., gat ekki tára bundist). Ástæðan fynr morðinu á Bobby, var ósk Patrics Duffy, þess er fór með hlut- verk Bobbys, um að yfirgefa þættina og hugðist hann leggja fyrir sig „alvöru" leiklist upp frá því. Ekki hefur honum tekist á þessu heila ári að næla sér í viðunandi hlutverk og er svo farið að framleiðendur Dallas þáttanna em að púsla saman handriti, þar sem Bobby, eða draugur hans, kemur fram. í lokaþættinum áður en leikaramir fór í sumarfrí, fór fram brúðkaup Pamelu og Mark Graison (enn ekki kunnur íslenskum áhorfendum) og sást þar bregða fyrir kunnuglegu andliti, þ.e. Bobby. Þetta var gert til að allir myndu kveikja á tækjum sínu þegar þættimir hefjast á ný í haust. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti framleiðendumir ætla að reyna að snúa á áhorfend- ur, en nokkrar tillögur hafa komið fram um hvemig takast megi að redda hlutverki handa Duffy: -Hinn nýi Bobby er illa þokkaður tvíburabróðir hins gamla, en allir héldu að hann hefði dáið við fæðingu. -Hann er siægur tvífari Bobbys, sem væntanlega einhver óvinur Þau leiðu mistök áttu sér stað í blaðinu í gær að greinin, sem fylgja átti bekkjarmyndinni, sem birtist hér á síðunni, féll einhverra hluta vegna út. Því birtist myndinein og sér ásamt myndatexta, án þess að ástæðu birtingar væri getið. Við reynum því að bjarga þessu fyrir horn, birtum myndina aftur í dag og í þetta sinn með viðeig- andi greinarkorni. Hlutaðeigendur eru vinsamlegast beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Bobby Ewing í fullu fjöri. Carola staðráðin í að standa á eigin fótum Carola var aðeins bam að aldri er hún sló í gegn með söng sínum í Svíþjóð. Hún heillaði áhey- rendur með einlægni sinni, sakleysi og frjálslegri framkomu, vakti með þeim einhveija vemdartilfinningu. En síðan hafa árin liðið, Carola er vissulega enn í sviðsljósinu, en hún hefur breyst, hefur þroskast og þróast sem listamaður — er orðin fullorðin. Nýlega sendi hún frá sér hljómplötu, sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi hennar, sakir þess hversu frábmgðin hún er fyrri verkum stúlkunnar. Eins og við mátti búast urðu sumir aðdáendur hennar fyrir miklum vonbrigðum með goðið sitt, sögðu hana hafa misst allt aðdráttaraflið. Gagnrýni á borð við þessa tekur Carola þó alls ekki nærri sér, svarar henni fullum hálsi og útskýrir að, þó svo hún væri öll af vilja gerð þá geti hún ekki verið sextán ára um ókomna tíð. „Ég er æði hrædd um að hefði ég ekki sýnt fram á ein- hverjar breytingar, einhvem þroska á þessari plötu hefðu gagnrýnis- raddirnar orðið mun háværari en þær eru nú“, segir Carola. En þær eru fleiri breytingamar sem orðið hafa í lífí og starfí söngfuglsins að undanfömu. Til að mynda hefur hún nú eignast afskaplega góðan vin, sem sér um að útsetja og stjóma upptökum á öllum lögum hennar. Sá vinur er ekki heldur með öllu óþekktur, enginn annar en Maurice Gibb (Bee Gees). Einnig hefur stúlkukindin nú loks sleppt hönd pabba síns, Jan Hággkvist, en hann hefur frá upphafi ferilsins séð um öll mál hennar, gegnt hlut- verki umboðsmannsins. Jan hefur líka fengið sinn skammt af slúður- sögunum, illkvittnum orðrómi, því hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir það í sænskum fjölmiðlum að hafa allt að því selt dóttur sína, hætt að vinna og lifað nær ein- Tími Carolu þessa dagana fer að mestu leyti í að innrétta nýju íbúðina, sem hún var að kaupa sér. „Það er kominn tími til að ég reyni að standa á eigin fótum“, segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.