Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
BústaðaMaddínn
eftir Ólaf Skúlason
Ekki er alltaf auðvelt að átta sig
á því, hvemig beri að skilja og túlka
ritaðan texta. Sú er list leikara
hvað mest, er þeim tekst að gæða
orð lífi. Sýna þeir okkur líka, að
það er mögulegt að láta sömu setn-
ingamar, óbreyttar hvað orðalag
áhrærir, segja áheyranda sitt hvað.
Þeir gæða sumt glettni og höfða
til hláturs, hið sama fær við aðra
túlkun og leikstjóm alvöm og jafn-
vel hryggð.
Svo fór mér, þegar ég las grein
Svavars Gestssonar, alþingis-
manns, formanns Alþýðubanda-
lagsins og sjálfsagt sitthvað fleira,
þó að ekki sé minnzt á forystu hans
fyrir blaðinu Þjóðviljanum. í tyrstu
las ég texta hans og brosti að.
Hélt maðurinn væri að gera að
gamni sínu. Og jafnvel, þegar hann
sagði, að ekki væri af stráksskap
skrifað, trúði ég því ekki. En síðan
hef ég komist að því, að það er
talið, að hann hafi verið grafalvar-
legur og meint þessi furðulegheit,
sem hann lét frá sér fara.
Fór ég þá líka að rifja það upp,
þegar mér var sagt, að ég ætti
ekki að lesa texta alþingismannsins
sem grín, að ég hafði aldrei séð
hann brosa. Hann hefur alltaf birzt
mér og öðmm í sjónvarpinu grafal-
varlegur, jafnvel þungur á brún, og
svo sem allar áhyggjur veraldar
hvíldu honum á herðum. Lét ég þá
sannfærast um að mér bæri ekki
að brosa að skrifum hans.
En áður en lengra er haldið, vil
ég biðja afsökunar á því, að hann
hefur orðið að bíða nokkuð eftir því
að fá að heyra um „kladdann" minn.
En því veldur, að ég er nýkominn
heim og rakst ekki á grein for-
mannsins og alþingismannsins fyrr
en nokkuð fór að grynnka í blaða-
bunkanum. Nú og svo tók mig líka
nokkum tíma að átta mig á því,
hvort ég ætti að vera að skrifa svar
í blöðin, jú, hann heimtar, að ég
sendi þetta í þau öli. Af því að í
stað þess að skrifa, hefði mér verið
skapi næst að hringja frekar í þetta
nýja sóknarbam mitt. Bjóða Svavar
velkominn í Bústaðasókn og fjöl-
skyidu hans og skýra fyrir honum,
hver munur er á því að fylgjast
með og gefa einkunnir til færslu í
kladda.
Mig gmnar jafnvel, að herra al-
þingismaðurinn hafí lesið allt of
mikið um hið fræga Watergate-mál
og seguibandsspólurnar hans Nix-
ons fyrrnrn forseta Bandaríkjanna
og því tileinkað sér tilburði blaða
og þingmanna frá segulbandsspólu-
leit þeirra þá. Mér býður jafnvel í
gmn, að hann hafi lært fleira frá
þeim tíma, þar sem okkur er tjáð,
að Nixon hafí sett fólk, sem honum
féll ekki við, á sérstakan haturs-
lista. En ég flýti mér að bæta því
við, til að forðast nýja gusu, að ég
á engan haturslista og yfír mínum
skjölum hvílir engin önnur leynd
en sú, sem presti ber að sýna af
trúnaði við söknarbörn. Og segul-
bandsspólur eða tölvudiska fylli ég
ekki upplýsingum um fólk.
En hver er þá munurinn á því
að fýlgjast með, eins og ég sagði í
grein minni, og gefa einkunnir til
færslu í kladda eins og Svavar túik-
ar af skarpskyggni sinni? Heldur
Svavar Gestsson, stjórnmálamaður-
inn margreyndi, að prestar og
forystumenn safnaðanna hér í pró-
fastsdæminu fylgist t.d. ekki með
því, hverjir greiða atkvæði gegn
hækkun á framlögum í kirkjubygg-
ingarsjóð borgarinnar? Og dettur
honum virkilega í hug, að við vitum
ekki, hveijir sitja hjá við sömu at-
kvæðagreiðslur? Við værum nú
meiru aumingjarnir, ef við fylgd-
umst ekki með slíku. En svo er ég
nú ekki kalkaður ennþá, að ég þurfi
að skrifa þetta hjá mér. Og heldur
Svavar Gestsson, að ég fylgist ekk-
ert með því, hverjir sækja hér kirkju
og hvetjir sjást aldrei? Og ég þarf
heldur ekki að færa það til bókar
og hef heldur ekki hugsað mér að
láta það eitt ráða algjörlega um
mat mitt. En það hljótum við að
þekkja báðir, hvílíkur munur það
er að tala fyrir tómu húsi eða fullu
eða eitthvað þar í milli. Og mér
hefur virzt eins og það sé uppslátt-
arvert, þegar fundir eru svo íjölsótt-
ir, að hvert sæti er skipað og prýða
þá myndir útsíður flokksblaðanna á
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
; IttgrjgtöaMaftifo
Ólafur Skúlason
„Hann hefur alltaf birzt
mér og öðrum í sjón-
varpinu grafalvarleg'-
ur, jafnvel þungur á
brún, og svo sem allar
áhyggjur veraldar
hvíldu á honum. Lét ég
þá sannfærast um að
mér bæri ekki að brosa
að skrifum hans.“
eftir. Og Svavar þarf ekki að segja
mér það, að bæði formaður Sjálf-
stæðisflokksins og varaformaður
eru sóknarbörn mín. En hér er einn-
ig annar alþingismaður, formaður
þingflokks Alþýðuflokksins, Eiður
Guðnason, og ég dreg enga dul á
það, hversu mikils ég met það, að
hann sækir reglulega kirkju sína.
En þó að prestur gleðjist yfír
góðri kirkjusókn en harmi lélega,
þá bjóðum við ekki til kirkju og
syngjum messur prestsins vegna,
heldur safnaðarins. Allir hafa gott
af þeirri kyrrð, sem kirkjugöngu
fylgir, og þó ekki sízt þeir sem
vandasömum annastörfum gegna í
þjóðfélaginu, sem margir eiga mik-
ið undir, að vel séu rækt. Og
kirkjuganga er ekki til þess eins
að hlusta á prestinn. Prestar eru
misjafnir og tekst misjafnlega upp.
En þeir boða líka sterkt, sem sækja
kirkju, og þeir eru líka að boða og
flytja boðskap sinn, sem koma
þangað sjaldan eða aldrei. Báðir
flokkar lýsa afstöðu, annar til
stuðnings hinn ekki. Og það þarf
víst enginn, sem varðveitir heil-
brigða dómgreind, að fara í grafgöt-
ur með, hvort kirkjunnar fólk telur
heppilegra og eðlilegra kristnu
fólki. Mér hefði aldrei dottið í hug
að vera boðið að ávarpa fund í Al-
þýðubandalaginu því til framdrátt-
ar, þar sem ég hef aldrei gefíð til
kynna, að ég styddi þann flokk,
hvað þá að ég sé flokksbundinn í
honum (sem ég er nú reyndar ekki
í nokkrum flokki). Hitt gæti aftur
á móti hent, að þeim yrði boðið að
ávarpa fundarmenn, þótt ekki væri
félagi, sem hefði sýnt áhuga á
málum flokksins og sýnt stuðning
á einhvem máta. Ætli okkur prest-
um fari ekki nokkuð svipað. Og þó
var öllum borgarfulltrúum og vara-
borgarfulltrúum boðið að taka þátt
í guðsþjónustum og ganga fram
fyrir söfnuð vegna tvö hundruð ára
afmælis borgarinnar. en þeir vildu
það ekki alHr, og það hneykslar
mig ekki, hvað þá að þeir fari á
einhvern svartan lista hjá mér eða
séu skráðir í kladda.
Og þá skal ég nú loksins svara
sóknarbaminu mínu, eftir þennan
langa inngang: Ég held alls engan
kladda og get ekki skilið, hvernig
Svavar las það úr orðum mínum,
að ég gerði slíkt. Ég þarf ekkert
slíkt. Hitt þykir mér aftur á móti
vel við hæfí, að kirkjan fari að gera
eitthvað slíkt og fyígist betur með
umræðum á hinu háa Alþingi og
hvernig atkvæði falla um þau mál,
sem hún telur mikiu varða. Sé ég,
að aðrir gera slíkt og birta opin-
berlega, og las ég í „Nýjum
menntamálum" einn slíkan, þar sem
afrakstur stjómmálaflokkanna var
tíundaður og einstakir þingmenn
metnir út frá áhuga þeirra á þeim
málum, sem þar vom kmfín. Og
ég verð að hryggja Svavar Gestsson
með því, að hann komst þar ekki á
blað, þar sem þeir vora skráðir, sem
mestan áhuga höfðu sýnt og hróss-
ins vom því verðir. En hvort þetta
verður til þess að hann tekur til við
að beina geira sínum að kennumm
á eftir að koma í ljós. En þeir halda
einhvers konar kladda í líkingu við
það, sem Svavar finnur mér allt til
hnjóðs fyrir í ímyndun sinni.
En mikið gleður það mig, að
Svavar ætlar að virða svo búsetu í
sókn þeirri, sem ég þjóna, að hann
biður mig „auðmjúklega" að birta
sér upplýsingar um það „til hvers
hirðirinn ætlast af sauðum sínum“,
og þar sem ég geri ekki ráð fyrir
því, að flokksformaðurinn búist við
línum frá mér í efnahagsmálum eða
öðm slíku, heldur hugsi til kirkju-
mála, þá skal ég benda honum á
það, að mikið mundi ég nú meta
stuðning hans við starfsmanna-
fmmvarp kirkjunnar, sem eins og
hann vitanlega veit, var lagt fram
á síðasta þingi. Og ég skal gleðja
hann með því um leið, að verði það
fmmvarp samþykkt, losnar hann
við að tína til alla þá titla, sem nú
er hægt að tengja nafni mínu og
hann var óþreytandi við í skrifí sínu,
þar sem verði það fmmvarp sam-
þykkt, fækkar þeim titlum sjálf-
krafa um einn.
Þá vil ég einnig benda honum á
annað mál, sem mjög er brýnt að
fá tekið fyrir í sölum Alþingis, en
það er afnám prestskosninga. Þar
er smánarmeðferð á prestum og
söfnuðum, sem verður að víkja frá
hið bráðasta. Og mikið væri ég feg-
inn, ef þetta nýja sóknarbarn mitt
og þau hin, sem fyrir em, og ráða
málum á Alþingi, sameinuðust um
þetta. Þá þætti mér nú stafa ljómi
frá Bústaðasókn og Alþingismönn-
um okkar þar.
Eins og fram hefur komið, er ég
nýkominn heim úr fríi, en fer nú
að messa aftur. En fjarvera mín
þessar sumarfrísvikur hefur sjálf-
sagt valdið þwí, að ég hef ekki
getað boðið mitt nýja sóknarbarn
velkomið í kirkjunni okkar. Vona
ég að fljótlega verði bætt úr því.
Og sýni Svavar Gestsson áhuga á
söfnuði sínum og kirkju, skal ég
ekki meina honum þess að stíga í
stólinn í þeirri góðu kirkju, sem ég
þjóna.
Höfimdur er sóknarprestur í Bú-
staðasókn.
Wfk-
ÞAÐER
ÓDÝRARA
HfAÐ byrja skolann hja okkur
5 stórar Kollegi bækur í pakka
Fullt verð: 325
5 stórar jormabækur í pokka
Fullt verð: 312
3 stílabrakur 09 2 glósubækur
Fullt verð: 205
2 möppur 09 skiptiblöi
Fullt verð: 290
lausablöi 50 blöi í pakka
Fullt verð: 30
Okkar ver|-
285?
OkkarverS:
280
Okkar verð:
1184 í’
Okkar verð:
Okkar verð:1
25
í—W—'
Bókalmó
^MÁLS & MENNINGAFU
LAUGAVEGI 18 SÍMI 24242
UÐAR kala ver-
boðspökkv^
imæt: ira WU
0.000 kr. et P°
ina meö Ver'
!
10_25%
Bókabúð
.MÁLS & MENNINGAR.
LAUGAVEGI 18 SÍMI 24242