Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 51
MÓRGÚNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTÉMBER 1986
51
Álitsgerð þingflokks Alþýðuflokksins:
Hafnar einhliða yfirlýsing*u um
kjarnorkuvopnalaust svæði
Fulltrúi Alþýðuflokksins í
þingmannanefnd um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlönd-
unum, Karl Steinar Guðnason,
kynnti Anker Jörgensen, for-
manni nefndarinnar, álitsgerð
þingflokks Alþýðuflokksins um
málið eftir fund nefndarinnar í
Kaupmannahöfn 26. ágúst sl.
Álitsgerðin birtist hér í heild:
I.
Eftir stríð hafa Norðurlönd verið
sammála um að velja ólíkar leiðir
tii að tryggja öryggi sitt og sjálf-
stæði.
Svíþjóð og Finnland eru utan
bandalaga, en treysta á eigin vamir.
Noregur, Danmörk og ísland
hafa ekki treyst sér til að fara þessa
leið. Þessi lönd eru fullgildir aðilar
að sameiginlegu öryggis- og vam-
arkerfi iýðræðisríkjanna.
Þetta öryggiskerfi hefur reynst
vel í 40 ár í okkar heimshluta.
Bæði fyrir Norðurlöndin og V-
Evrópu í heild.
Vamarbandalag lýðræðisríkj-
anna byggir á þeirri forsendu, að
um sameiginlegt vamarsvæði sé
að ræða. Yfirburðir Sovétríkjanna
á sviði venjulegra vopna valda því,
að öryggi V-Evrópu hefur í allt of
miklum mæli byggst á fælingar-
mætti K-vopna, með hótun um
beitingu þeirra, ef til stríðs kemur.
Þetta er veiki punkturinn í vam-
arstrategíu Atlantshafsbandalags-
ins, bæði hemaðarlega og pólitískt.
Vilji ríki V-Evrópu afsala sér
K-vopnum er hinn kosturinn, að
óbreyttum aðstæðum, sá að stór-
auka vamarviðbúnað með venjuleg-
um vopnum.
Þyki það flárhagslega og
pólitískt ófysiiegt er aðeins ein leið
eftin
Að ná gagnkvæmu samkomu-
lagi, er taki til Evrópu allrar, um
allsheijar afvopnun, ijarlægingu og
eyðileggingu K-vopna, fækkun og
samdrátt heija og þá hugsanlega í
kjölfarið um afvopnuð landsvæði
milli bandalaganna.
n.
Ágreiningur virðist vera uppi um
það, hvemig eigi að ná þessum
markmiðum. Almenningur hefur
orðið fyrir miklum vonbrigðum með
seinagang og árangursleysi í af-
vopnunarviðræðum stórveldanna.
Pólitlskt gætir mikillar óþolinmæði.
Þess vegna koma upp hugmyndir
um, að einstök ríki eigi að taka
frumkvæðið, taka sig út úr banda-
lögum og ná sérsamningum um
takmörkuð svæði.
Hugmyndin um Norðurlönd sem
K-vopnalaust svæði, sem byggir á
„tryggingum" annars hvors eða
beggja stórveldanna, um að sam-
komulagið verði virt, er af þessu
tagi.
Frumkvæðið að þessari hugmynd
kemur frá Sovétríkjunum. Það er
auðvitað í samræmi við megin-
markmið sovéskrar utanríkisstefnu,
sem er að rjúfa samstöðu lýðræð-
isríkjanna, og sérstaklega vamar-
samstarf V-Evrópu og Banda-
ríkjanna.
Það sem er hagkvæmt, út frá
sovéskum markmiðum, er að öðru
jöfnu ekki endilega í samræmi við
öryggishagsmuni lýðræðisríkjanna,
og sérstaklega vamarsamstarf V-
Evrópu og Bandaríkjanna.
Það sem er hagkvæmt, út frá
sovéskum markmiðum, er að öðru
jöfnu ekki endilega í samræmi við
öryggishagsmuni lýðræðisríkjanna.
Varnarsamstarf lýðræðisríkj-
anna eftir stríðið, sem gefið hefur
svo góða raun, byggir á mörgum
forsendum. Þær eru sögulegar,
pólitískar og hemaðarlegar.
Ein forsendan er sú, að ekkert
þessara ríkja getur séð öryggis-
hagsmunum sínum, gagnvart
Sovétríkjunum, borgið á eigin spýt-
ur. Við erum þess vegna allir háðir
hver öðrum.
Einhliða aðgerðir eins ríkis eða
nokkurra í hóp geta haft mjög nei-
kvæð áhrif á hagsmuni annarra.
Aðildin að sameiginlegu öryggis-
kerfi veitir ekki aðeins rétt, heldur
leggur líka skyldur á herðar.
Fmmskyldan er sú, að ijúfa ekki
þetta sameiginlega öryggiskerfi
með einhliða aðgerðum, án undan-
gengins samráðs við bandaiags-
þjóðimar. Og án þess að vita
nákvæmlega hvað komi í staðinn.
Einhliða aðgerðir, sem raska þessu
öryggiskerfi, samrýmast einfald-
lega ekki þeim skyldum, sem
bandalagsþjóðimar hafa sameigin-
lega tekið á sig.
ra.
Þess vegna er nú tímabært, áður
en lengra er haldið umra^ðum um
K-vopnalaust svæði á Norðurlönd-
um, milli þjóðþinga og ríkisstjóma,
að bandalagsríkin þijú, Noregur,
Danmörk og ísland, taki þessi mál
sameiginlega til umræðu á sam-
starfsvettvangi Atlantshafsbanda-
lagsins.
Ef við sættum okkur ekki við
óbreytta vamarstefnu bandalagsins
ber okkur skyida til að reyna fyrst
til þrautar að fá henni breytt, í
samstarfi og samráði við banda-
lagsþjóðimar.
Okkur ber skylda til að kanna,
hvaða afleiðingar einhliða aðgerðir
af okkar hálfu hafa, að þeirra mati,
á öryggishagsmuni annarra ríkja
innan bandalagsins.
í þessu felst ekkert afsal á póli:
tískum sjálfsákvörðunarrétti. í
þessu felst ekki að ríkin líti á sig
sem peð í stórveldatafli. í þessu
felst aðeins viðurkenning á de facto
samstarfsnauðsyn bandalagsþjóð-
anna. Og vilji til að standa við
skuldbindingar um heiðarleg og
sjálfsögð vinnubrögð milli banda-
lagsríkja.
IV.
Sérstaða íslendinga í öryggis-
málum er mikil. Hún markast af
legu iandsins, hemaðarlegu mikil-
vægi, vamarleysi þjóðarinnar sjálfr-
ar.
Þessar aðstæður valda því að
íslendingar treysta sér ekki til að
byggja öryggi sitt á hlutleysi og
voninni um að það verði virt.
Þess vegna á hugmyndin um
sameiginlegt öryggiskerfi lýðræð-
isríkjanna djúpan hljómgrunn
meðal fslendinga.
Þess vegna er það ekki í sam-
ræmi við íslenska öryggishagsmuni
að standa að einhliða aðgerðum,
sem raska ríkjandi öryggisjafnvægi
og auka spennu.
Þannig erum við algjörlega sam-
mála yfirlýsingu af hálfu norsku
ríkisstjómarinnar, þar sem segir:
„Det má væra klart at det ikke
er aktuelt med norsk medvirkn-
ing til et isolert og et separat
zone-arrangement mellom de
Nordiske land og Sovet-Union-
en.“
Þess vegna var það forsendan
fyrir ályktun Alþingis um kjama-
vopnalaust svæði frá 23. maí 1985,
að svæðið er skilgreint landfræði-
lega sem Norður-Evrópa, allt frá
Grænlandi til Úralfjalla og tekur
til K-vopna Jafnt á landi, í lofti
sem og á hafinu eða í því“.
Af þessu getur augljóslega ekki
orðið nema til komi samkomulags-
vilji beggja hemaðarbandalaga I
þessum heimshluta. Þetta þýðir að
Sovétríkin, sem em eina ríkið í
okkar heimshluta, sem beinir kjam-
orkuvopnum gegn Norðurlöndum,
verði að vinna það til að fjarlægja
K-vopn úr Eystrasalti og frá
Kólaskaga. Og að Vesturveldin
gerðu slíkt hið sama; að fjarlægja
K-vopn af meginlandi Evropu og
umferð K-kafbáta í Norður-
Atlantshafinu.
Svo stórpólitískar breytingar á
skipan öiyggismála í Evrópu gerast
ekki með einhliða yfirlýsingum,
heldur sem niðurstaða gagn-
kvæmra samninga.
V.
- Norðurlönd em eins óg allir vita
K-vopnalaus.
- Það hefur enga hemaðarlega
merkingu, að þau lýsi yfir svo aug-
ljósum hlut.
- Slík einhliða yfirlýsing dugar
ekki til að fjarlægja K-vopnahótun,
sem beint er gegn Norðurlöndum.
- Einhliða „trygging" Sovétríkj-
anna, um að virða K-vopnaleysi
slíks svæðis, er ekki nóg. Afgönum
reyndist ekkert hald í „tryggingu"
Sovétstjómarinnar gegn beitingu
vopnavalds frá því í desember 1978,
sem var forsenda „vináttusamn-
ings" þjóðanna.
- Fjarlæging skammdrægra K-
vopna, sem beint er að Norðurlönd-
um, er ekki nóg.
- Staðsetning K-vopna er ekki
aðalatriðið heldur fjöldi þeirra,
langdrægni og eyðileggingarmátt-
ur.
- Vandamálin við eftirlit stórveld-
anna með K-vopnalausu svæði em
ekki leyst.
- Skerðing á pólitísku fullveldi,
sem gæti hlotist af pólitískum
þrýstingi og hótunum stórveldisins
í austri gagnvart Norðurlöndum,
er óaðlaðandi framtíðarsýn.
Norrænt samstarf:
FINNINN Peter Molander hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
„Nor<yobb“, atvinnumiðlunar
ungs fólks á Norðurlöndum.
Hann tekur við stjómartaumun-
um á skrifstofu stofnunarinnar
í Kaupmannahöfn 1. október
næstkomandi og er ráðinn til
ársloka 1987.
Starfsemi Nordjobb í sumar gekk
mjög vel, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá Kaupmannahafnar-
skrifstofunni, og fóru nær 800
norræn ungmenni á aldrinum 18-26
ára til sumarstarfa á hinum Norð-
urlöndunum.
- Neikvæð áhrif slíkrar einhliða
yfirlýsingar á samningsstöðu lýð-
ræðisríkjanna um gagnkvæma
afvopnun eru óæskileg.
VI.
Til að draga saman:
• Hugsanlegar einhliða aðgerðir
ríkisstjóma á Norðurlöndum um
Norðurlönd sem K-vopnalaust
svæði geta haft neikvæð áhrif á
öryggi Islands. T.d. getur það þýtt
fjölgun K-vopna í kafbátum á Atl-
antshafi.
• Við höfum því hagsmuna að
gæta að taka þátt í umræðunni um
hugsanlegt K-vopnalaust svæði í
N-Evrópu.
• Skv. okkar hugmyndum verður
slíkt K-vopnalaust svæði að ná
landfræðilega yfir miklu stærra
svæði en Norðurlönd ein.
• Það felur í sér nauðsyn gagn-
kvæmra samninga beggja vamar-
bandalaga um útfærslu slíkrar
hugmyndar.
• Við treystum okkur ekki til að
vera aðilar að einhliða yfirlýs-
ingu, sem nær aðeins til Norður-
landanna fimm, og byggir aðeins á
sovéskum tryggingum.
• Við teijum að ræða eigi þessa
hugmynd i breiðara evrópsku og
pólitísku samhengi.
• Við teljum að NATO-ríkjunum
þremur beri skylda til, áður en
lengra er haldið, að taka þetta mál
upp til ítarlegrar umræðu við
bandalagsþjóðimar, innan NATO.
• Við vekjum athygli á, að málið
er stórpólitískt í eðli sínu. Við teljum
því óframkvæmanlegt að setja upp
sameiginlega embættismannanefnd
fimm ríkisstjóma til þess að fjalla
um mál, sem er hápólitískt og á
að vera í höndum stjórnmála-
manna.
•Fagleg rannsókn á vegum utan-
ríkis- og vamarmálaráðuneyta
landanna á ótal vandamálum
óleystum, sem upp munu koma
við framkvæmd K-vopnalauss
svæðis í Norður-Evrópu, er hins
vegar af hinu góða.
í yfirstjóm Nordjobb em fulltrú-
ar norrænu ráðherranefndarinnar,
atvinnulífsins á Norðurlöndum og
norrænu félaganna. Dagleg stjóm
er í höndum fimm „Nordjobb-ráð-
gjafa“, sem em fulltrúar norrænu
félaganna á Norðurlöridunum fimm.
Alls sóttu 82 Norðurlandabúar
um stöðu framkvæmdastjóra
Nordjobb, sem var auglýst á öllum
Norðurlöndum. Stjómin varð sam-
mála um að ráða Peter Molander,
sem til þessa hefur verið bæjararki-
tekt í Sibbo í Finnlandi.
Nýr framkvæmda-
stjóri Nordjobb
SUMRI I
HALLARl
BREYTISH
OPNUNAR
IKEA! ■
1. september verður verslunin
opin írá klukkan 10.00 til 18.30
mánudaga til íöstudaga og
á lauaardöaum verður opið
frá Mukkan 10.00 til 16.00.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.