Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 45 Bolungarvík: „Þrátt fyrir fágætlega niðurlægj- andi útreið stendur tilboð mitt enn“ - segir Pétur Pétursson héraðslæknir Vestfjarða og lýsir yfir óánægju með vinnubrögð heilbrigðisráðherra Bolungarvík. PÉTUR Pétursson, sem hefur starfað sem heilsugæslulæknir hér i Bolungarvik síðastliðin 7 ár og jafnframt gegnt starfi héraðslæknis Vestfjarða und- anfarin 5 ár, hefur lýst yfir mikilli óánægju með vinnu- brögð heilbrigðisráðherra í sambandi við embættisveitingu héraðslæknis Vestfjarða. Forsaga þessa máls er sú, að í maí síðastliðnum var Pétri veitt staða heilsugæslulæknis á Akur- eyri frá og með 1. október næstkomandi. Við það losnaði staða heilsugæslulæknis hér í Bolungarvík og var hún auglýst laus hinn 25. júní. í byijun ágúst hafði enginn sótt um þá stöðu. Kveðst Pétur þá hafa boðist til að sitja áfram hér í Bolungarvík og sinna starfi heilsugæslulæknis og starfi héraðslæknis Vestíjarða til vors. Vildi hann þannig stuðla að því að meiri tími gæfist til að fá sérmenntaðan heimilislækni til Bolungarvíkur, en Pétur telur að starfsemi heilsugæslustöðvarinn- ar myndi bíða tjón af því að starfinu væri sinnt af íhlaupa- manni. Sótti Pétur af því tilefni um leyfí frá störfum á Akureyri. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra neitaði hins vegar að skipa Pétur í embætti héraðs- læknis áfram, þar sem hún hafði þá ákveðið að skipa Bergþóru Sig- urðardóttur heilsugæslulækni á ísafirði í embættið, enda þótt þessi ákvörðun gæti þýtt lækna- skort í Bolungarvík í haust. í greinargerð sem Pétur Pét- ursson hefur sent til bæjarstjómar Bolungarvíkur, þar sem þessi for- saga er rakin, segir meðal annars. „Ekkert skriflegt svar hefur bor- ist við skilaboðum mínum og ekki hefur heilbrigðisráðherra séð ástæðu til að ræða málin við und- irritaðan." Jafnframt segir: „Nokkrar fyrirspumir hefur ráð- herra fengið vegna þessa máls frá ýmsum aðilum. Svör hennar em á þann veg að málið hafi verið frágengið áður en hún fékk vitn- eskju um tilboðið. Undirritun skipunarbréfa mun þó hafa farið fram síðar. í annan stað ber hún við lögfræðilegum röksemdum og telur hún sig þar vera á heima- velli." Að lokum segir Pétur í greinargerð sinni: „Eg vil taka fram að þrátt fyrir fágætlega nið- urlægjandi útreið sem ég hef fengið í máli þessu stendur tilboð mitt enn um að sinna Bolungarvík til næsta vors.“ Bæjarráð Bolungarvíkur fjall- aði um þessa greinargerð á fundi sínum 26. ágúst og var um þetta mál færð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun Péturs Péturssonar að sinna emb- ætti heilsugæslulæknis til vors en harmar um leið að heilbrigðisráð- herra skyldi ekki taka boði Péturs um að hann sinni til sama tíma stöðu og starfí héraðslæknis Vest- fjarðakjördæmis." — Gunnar Fríkirkjan í Reykjavík: Barnastarfið að hefjast 15. JÚNÍ síðastliðinn lauk barna- starfi Fríkirkjunnar í Reykjavík á vormisseri 1986 með því, að farin var fjölmenn ferð austur fyrir fjall. Bæði fullorðnir og börn tóku þátt í henni og var hún hin ánægjulegasta. Sunnudaginn 7. september næst- komandi verður fyrsta bamamessa haustsins í Fríkirkjunni. Séra Gunn- ar Bjömsson, fríkirkjuprestur, annast athöfnina en Kjartan Sigur- jónsson orgelleikari og guðfræði- nemi leikur á píanó. Guðspjall dagsins verður útskýrt með hjálp mynda, bamasálmar og smábamasöngvar sungnir, bænir kenndar og lesin framhaldssaga. Þá fá bömin afhent mætingaspjöld til þess að líma á merki í hvert sinn sem þau koma í bamamessu. Eftir áramótin næstu verða veitt verð- laun fyrir góða ástundun. Bama- messur Fríkirkjunnar hafa verið vel sóttar og er því beint sérstaklega til aðstandenda barnanna, að koma þeim til kirkjunnar. F rúttatilkynning- Saumanámskeið Viltu læra að sauma? Eða bæta kunnáttuna? Hjá okkur eru að hefjast nám- skeið í fatasaumi. Síðdegis- og kvöldtímar. ~ ^ Fagfólk leiðbeinir. J Upplýsingar og innritun SPor s réffa í SÍmum: 15511 og 83069. saumaverkstœdi Hafnarstrœti 21 S: I55II r i ALLT í RÖÐ OG REGLU! Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæöi tíma og pláss. Hann getur staöiö á boröi eöa hangið á vegg. - kaffistofa hverjum krók! FAIMIMIR HF Bíldshöföa 14, sími 672511 Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. NILFIS GS90I LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Aðeíns 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFISK HEIMSINS BESTA RIKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /FOnix & sprengisandur Qm VEITINGAHUS Bústaðavegi 153. Simi 688088. HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.