Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
31
AP/Símamynd
Fórnarlömb táragassins koma út úr Metropolitan-óperuhúsinu með pírð augun vegna gassins.
T. TÁRAGAS í METROPOLITAN
TÁRAGAS var sprengt í Metropolitan óperuhús-
inu í New York fimm mínútum eftir að sýning
sovésks danshóps hófst á þriðjudagskvöld. Upp-
selt var á sýninguna og urðu fjögur þúsund manns
að yfirgefa húsið vegna sprengingarinnar. 30
manns slösuðust lítillega.
í nafnlausu símtali var ábyrgðinni af sprenging-
unni lýst á hendur Vamarbandalagi gyðinga, en
talsmaður samtakanna þvertók fyrir að þau sem slík
bæru ábyrgð á atburðinum. Hann sagðist hins vegar
fagna atburðinum og hylla þá huguðu gyðinga, sem
hefðu staðið fyrir sprengingunni. Þá hringdi maður
til AP-fréttastofunnar og sagðist heita Chaim Ben
Yosef og vera formaður landssamtaka Vamarbanda-
lags gyðinga. Lýsti hann ábyrgðinni á hendur
samtökunum og sagði ástæðuna fyrir verknaðinum
vera menningaráróður Sovétmanna í Bandaríkjunum.
Með honum reyndu þeir að breiða yfír kúgun þriggja
milljóna gyðinga í Sovétríkjunum, en baráttunni yrði
haldið áfram þangað til þessir gyðingar yrðu frjálsir.
Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1974 sem Moisey-
ev-danshópurinn kemur fram í Bandaríkjunum. Vel
gekk að rýma húsið, en margir kvörtuðu undan sviða
í augum og öndunarfæmm. Þrír vom færðir í sjúkra-
hús. Lögreglulið kom þegar til hússins og gekk úr
skugga um að fleiri sprengjur væm ekki í húsinu.
Skipskaðinn á Svartahafi
Hverfandi líkur á að
menn séu á lífi í flakinu
Moskvu, AP.
HVERFANDI líkur eru nú taldar á því að einhver hinna 319 far-
þega, sem saknað er af sovézka farþegaskipinu Nakhimov aðmírál,
séu á lífi. Sovézkur embættismaður sagði áhafnir skipanna tveggja,
sem sigldu saman, ekki hafa skeytt um að breyta um stefnu þegar
í árekstur stefndi.
Talsmaður sovézka siglinga-
málaráðuneytisins sagði of snemmt
að skella skuldinni á skipshöfn far-
þegaskipsins. Staðfest hefur verið
að 79 manns hafí beðið bana þegar
skipið sökk eftir árekstur við flutn-
ingaskip á Svartahafí. Saknað er
319 manna og stóðu vonir til að
þéir kynnu að vera innlyksa í flak-
inu, en nú þykja líkumar hins vegar
hverfandi. Kafarar verða sendir nið-
ur að flakinu til að kanna afdrif
þeirra, sem saknað er.
Blað sovézku stjómarinnar, Izv-
estia, hafði eftir skipveija á far-
þegaskipinu, að yfírmaður á vakt í
brú hefði komið auga á flutninga-
skipið og reynt að ná talstöðvar-
sambandi við það. „Við reiknuðum
út stefnu skipsins og sáum að það
mundi sigla þvert á okkar leið. Eft-
ir stutta stund kom svar frá skipinu,
Pyotr Vasyev, þar sem sagði: „Haf-
ið engar áhyggjur, við munum
sveigja og forða árekstri. Við gemm
það sem þarf,“ sagði Smimov stýri-
maður við blaðið.
Smimov sagði flutningaskipið
hafa verið varað aftur við og áhöfn
þess hefði reynt að sigla afturábak,
en of seint til að forða árekstri.
Segir blaðið £ið of snemmt sé að
skella skuldinni á áhöfn farþega-
skipsins. Blaðið Sovietskaya Ross-
iya sagði hins vegar að vaktmenn
í brú farþegaskipsins hefðu allan
tímann séð til flutningaskipsins.
Ótímabært væri að tala um orsakir
slyssins, láta yrði sérfræðingum
eftir rannsóknina.
Nakhimov aðmíráll sökk einnig
í heimsstyijöldinni síðari er það
sigldi með þýzka flóttamenn undir
fána Rauða krossins. Ýmist var
sagt að skipið hefði orðið fyrir
þýzku tundurdufli eða sovézku
tundurskeyti í Eystrasalti. Hét skip-
ið þá Berlín. Það var smíðað 1925
og var fyrst um sinn með gufuvélar.
Gadhafi Líbýuleiðtogi:
Heitir uppreisnaröf 1-
um í S-Afríku stuðninsri
Lundúnaborg, AP.
MOAMMAR Gadhafi, leiðtogi Líbýu, bauðst á miðvikudag til þess
að þjálfa og vígbúa andstæðinga rikisstjórnar hvítra i Suður-Afríku.
Kom þetta fram i rikisútvarpi Líbýu.
I útvarpinu kom fram að Gad-
hafi hefði fyrst lýst þessu yfír í
viðtölum við útvarp og sjónvarp í
Zimbabwe, en þar er hann staddur
á leiðtogafundi Samtaka óháðra
rikja. Gadhafí sagði að á „alþýðu-
fundum" í Líbýu hefði skýrt komið
fram sá „vilji fólksins" að barist
skuli í þágú frelsisins hvarvetna.
„Þessvegna ákvað þjóðin að aðstoða
suður-afríska og namibíska bylting-
armenn I hvívetna, þjálfa þá í
vopnaburði og að vopna þá. Við
teljum þetta sjálfsvöm. Ef Banda-
ríkin telja þessa þjóðfrelsisbaráttu
hryðjuverkastarfsemi geta þau far-
ið til fjandans." Hann bar atburði
í Suður-Afríku saman við „hina
sögulegu styijöld þegar Bandaríkja-
menn útrýmdu indíánum Norður-
Ameríku".
Gadhafí sagði að vandamál Suð-
ur-Afríku yrðu ekki leyst fyrr en
„hvítir menn verða hraktir frá meg-
inlandi okkar, eða þeim útrýmt“.
Hann klykkti út með að sjálfstæði
Afríku væri í linnulausri hættu þar
til „krabbamein kynþáttahaturs"
væri fjarlægt og „limlest að fullu".
A—þýskur yfirmað-
ur veitti mikil-
vægar upplýsingar
Hamborg, AP.
DIETMAR MANN, foringi í aust-
ur-þýska hernum, sem nýverið
flúði til Vestur-Þýskalands, hef-
Danmörk:
Þjóðverji hand-
tekinn vegna
„flóttamanna“
Kaupmaxinahöfn, AP.
VESTUR-ÞÝSKUR blaðamaður
var handtekinn í Danmörku á
þriðjudag og var hann með 23
irönsk vegabréf á sér. Hann var
ákærður fyrir að hafa aðstoðað
útlendinga við að komast inn í
Danmörku með ólöglegum hætti.
Vestur-Þjóðveijinn, sem lögregl-
an sagði vera lausamann hjá
sjónvarpsstöðinni Norddeutche
Rundfunk, var handtekinn þegar
hann steig á land í Rodby, en þang-
að kom hann með feiju frá Putt-
garden í Þýskalandi.
Talsmaður lögreglunnar, P.E.
Schuett í Nakskov á Lálandi, sagði
að eigendur vegabréfanna, sem
einnig voru á feijunni, hefðu sótt
um pólítískt hæli í Danmörku. Hann
sagði ennfremur að lögreglunni
væri hulið hversvegna í ósköpunum
maðurinn var með vegabréfin á
sér. „Hann var greinilega að reyna
að hjálpa írönunum, en í hveiju sú
hjálp átti að felast skiljum við
ekki,“ sagði Schuett. Nafn Vestur-
Þjóðveijans var ekki gefíð upp.
ur látið starfsmenn vestur-þýsku
leyniþjónustunnar hafa upplýs-
ingar um áætlanir Sovétmanna
um staðsetningu heija og aust-
antjaldsríkja um að vinna
skemmdarverk á vestrænum
mannvirkjum, ef hættuástand
skapast. Þetta kom fram í frétt
Hamborgarblaðsins Bild í gær.
Vestur-þýskir embættismenn
sögðu fyrr í þessari viku að Mann,
yfirmaður austur-þýsks herfylkis,
sem hafði með höndum að gæta
landamæra Austur- og Vestur-
Þýskalands, hefði flúið vestur á
sunnudag.
„Mann hefur veitt upplýsingar
um áætlanir Sovétmanna um stað-
setningu heija sinna og hvemig
austrænir útsendarar eigi að vinna
skemmdarverk á herstöðvum og
mikilvægum iðnaðarmannvirkjum
komi til hættuástands," sagði í Bild.
í blaðinu stóð að Mann hefði
einnig greint frá því að Austur-
Þjóðveijar hafi fjölgað uppljóstrur-
um innan raða eigin heija til að
segja frá störfum þeirra.
Að auki sagði að Mann hefði
ljóstrað upp um rammgeran búnað
við landamæri ríkjanna, þ.á m. ná-
kvæman rafbúnað, sem notaður
verður til að fanga tilvonandi flótta-
menn.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ájsíðum Moggans!
MAZDA 323 4 dyra Sedan 1.3 árgerð
1987 kostar nú aðeins 384 þúsund
krónur. Þú gerir vart betri bílakaup!
Aðrar gerðir af MAZDA 323 kosta frá
348 þúsund krónum.
Nokkrir bílartil afgreiðslu úrviðbótar-
sendingu, sem er væntanleg eftir
rúman mánuð. Tryggið ykkur því bíl
strax.
Opið laugardaga frá 1 - 5
mazoa
BÍLABORG HF
SMIÐSHÖFÐA 23, SiMI 68-12-99
(gengtMkr. 28.8 86)