Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
217. tbl. 72. árg._______________________________LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins
AP/Símamynd
Fórnarlamb hryðjuverkamanna jarðsungið
Lögreglumadur, sem lést í einu sprengjutilræða hryðjuverkamanna i Frakklandi, var jarðsettur i
gær að viðstöddum Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, og Charles Pasqua, innanrikisráð-
herra Frakklands, sem heldur vasaklút upp að andlitinu. Tilkynnt var i gær að Georges Ibrahim
Abdallah, sem hryðjuverkamenn hafa krafist að verði látinn laus úr haldi, komi fyrir rétt í febrúar
i vetur.
Bandaríkj amenn og Sovétmenn í leyniviðræðum:
Rætt um mikla fækk-
un kjarnorkuflauga
Lundúnaborg, AP.
BRESKA Ríkisútvarpið, BBC, og dagblaðið The Gimrdian
skýrðu frá því á fimmtudag að Bandaríkin og Sovétríkin
eigi í leynilegum viðræðum um stórkostlega fækkun kjam-
orkuflugskeyta. Sögðu fjölmiðlamir að yrði af samningum,
væri um mesta árangur í afvopnunarmálum frá áttunda
áratugnum að ræða.
Bretland:
Samráðs-
kerfið á
undanhaldi
The Guardian neitar
að vitna til ónafn-
greindra heimilda
Lundúnum, AP.
„LOBBY-KERFIГ svokall-
aða í Bretlandi, þar sem
stjómmálamenn og embættis-
menn láta fjöbniðlum í té
upplýsingar, með þvi fororði
að ekki sé vitnað til nafn-
greindra heimildarmanna,
sætir nú óvenjulegri gagn-
rýni frá þeim sem komu
kerfinu á fót; blaðamönnum.
Gagnrýnendur segja að þetta
samráðskerfí sé orðið að klíku inn-
anbúðarmanna í stjómmálaheim-
inum og vinni gegn opnu
upplýsingastreymi. Hið virta
breska dagblað The Guardian til-
kynnti í vikunni að það myndi
bijóta þessar óskráðu reglur og
bera Bemard Ingham, blaðafull-
trúa Margrétar Thatcher, forsætis-
ráðherra, fyrir upplýsingum, sem
hann lætur blaðinu í té, eftir að
þing kemur saman 21. október.
Dagblaðið The Independent,
nýtt blað sem koma á út í fyrsta
slripti 7. október næstkomandi,
hefur alfarið hafnað þessu sam-
ráðskerfí og stjómmálafréttaritar-
ar þess hafa ekki mætt á fundi
Inghams.
Boðað hefur verið til neyðar-
fundar í „Klíkunni", hópi eitt
hundrað stjómmálafréttamanna
helstu fjölmiðla í Bretlandi, þar
sem rætt verður hvemig bregðast
beri við þessum nýju viðhorfum.
„Min skoðun er sú að það sé nú
slíkur þrýstingur á breytingar að
stjómkerfíð muni ekki standast
hann,“ sagði formaður „Klíkunn-
ar“, Julia Langdon, sem er stjóm-
málafréttamaður The Daily Mirror.
Sjá ennfremur: „Boðar rót-
tækar breytingar á blaða-
mennsku" á bls. 22 og 23.
BBC bar ónafngreinda emb-
ættismenn í Luridúnum fyrir
fregnum sínum og sagði að rætt
væri um að fækka flugskeytum
niður í 100 flaugar sitt hvoru
megin jámtjalds.
Nú er gert ráð fyrir að alls
veiði um 572 stýriflaugar og
Pershing-eldflaugar í NATO-
ríkjunum, þegar uppsetningu
verður lokið í Evrópu. Nú þegar
er 930 SS-20-flugskeytum beint
að Vestur-Evrópu, auk annarra
meðal- og skammdrægra eld-
flauga.
BBC sagði að samningsdrögin,
sem nú væru rædd, yrðu tekin
fyrir á fundi vamarmálaráðherra
Atlantshafsbandalagsins í Skot-
landi í næsta mánuði. Auk þess
væri flokkur sérfræðinga breska
vamarmálaráðuneytisins nú í
Washington að kynna sér tillög-
umar.
„Samkomulag í þessa vem
myndi gjörbreyta pólitískum að-
stáeðum Evrópu, bæði í austri og
vestri. Það myndi einnig hafa
stórkostleg áhrif á innanlands-
pólitík þeirra fimm Evrópuríkja,
sem fallist hafa á uppsetningu
bandarískra meðaldrægra eld-
flauga," sagði Michael Bmnson,
utanríkismálafréttaritari BBC.
BBC og The Guardian sögðu
bæði að yrði af samningum
myndi það verða til þess að
hleypa mesta vindinum úr kjam-
orkuandstæðingum í Bretlandi.
Flugskeytum í Greenham Comm-
on myndi stórfækka, en þar hafa
verið öflug mótmæli í frammi
um langt skeið. Þá myndi slíkur
samningur verða Helmut Kohl,
kanzlara Vestur-Þýskalands,
mikill stuðningur, en hann hygg-
ur á endurkjör í febrúar á næsta
árí.
Einnig myndu slíkir samningar
styrkja stöðu Margrétar Thatcher
til muna, en hún hefur ávallt
haldið þvi fram að eina leiðin til
að fá Kremlarbændur til að
fækka kjamorkuvopnum, væri
að vera í sterkri samningaað- 1
stöðu.
j „Það lítur út fyrir að stefna
ÍNATO undanfarin sjö ár [um
'uppbyggingu kjamorkuherafla í
'Evrópu] sé farin að bera ávöxt,
Jþrátt fyrír að á köflum hafí hún
Ivirst vera alvarleg mistök," sagði
Bmnson að lokum.
Kjarnorkuver í
Bandar ikj unum:
Gruimvatn
mengað af
geislavirk-
um efnum
Waahington, AP.
GRUNNVATN undir fjöimörg-
um kjamorkuverum, sem
Bandaríkjaher starfrækir, er
iqjög mengað af geislavirkum
efnum. Þetta kemur fram í
skýrslu, sem unnin hefur verið á
vegum bandarískra stjómvalda.
Tekin voru sýni undir níu kjam-
orkuverum og reyndist grunn-
vatnið í átta tUfellum bæði
geislavirkt og mengað öðrum
efnaúrgangi.
í skýrslunni segir að víða hafí
grunnvatnið reynst innihalda 400
sinnum meira magn af geislavirkum
efnum en viðurkenndir staðlar gera
ráð fyrir. Efnaúrgangur reyndist
vera allt að þúsundfaldur á við það
magn sem skaðlaust er talið. Segir
ennfremur að mengun vatnsins
megi rekja beint til starfsemi kjam-
orkuveranna.
John Glenn, fyrrum geimfari og
þingmaður repúblíkanaflokksins,
hefur skorað á stjómvöld að grípa
nú þegar til ráðstafana gegn þess-
um vanda. „Ef ekkert verður að
gert kann að verða hræðilegt slys
af völdum geislavirkra efna. Þessar
rannsóknir sýna að orkumálaráðu-
neytið hefur algerlega leitt hjá sér
vemdun umhverfísins við fram-
leiðslu kjamorkuvopna," segir John
Glenn.
David Devane, talsmaður orku-
málaráðuneytisins, segir, að þegar
hafí verið hrundið af stað víðtækri
áætlun til vemdar umhverfís og
heilbrigði íbúa í nágrenni kjam-
orkuveranna. Hann kvaðst ekki
telja að almenningi stafaði hætta
af geislavirkni í grunnvatninu þar
sem hún væri mest í námunda við
kjamorkuverin en efnin þynntust
út þegar fjær drægi.
Meginland Evrópu:
Yetrartími
tekur gildi
París, AP.
KLUKKUR á meginlandi Evrópu
verða stöðvaðar klukkan tvö að-
faranótt sunnudags og gengur
þá i hönd vetrartími i öllum lönd-
um Evrópu nema á Bretlandi,
írlandi Og falandi.
Evrópubúar geta því margir sofíð
klukkustund lengur en ella á sunnu-
dag, en þeim sem vinna vaktavinnu
er vorkunn því þeir verða að bíta í
það súra epli að heila klukkustund
verði klukkan tvö.
Sumartími hefst aftur sfðasta
dag marsmánaðar.
Ursmiðir í París og öðrum borg-
um Evrópu fá nóg að gera aðfara-
nótt sunnudagsins því hafa verður
snör handtök til að seinka öllum
opinberum klukkum áður en grýja
tekur af degi. f París þarf sex
manna starfslið að stilla tvö þúsund
klukkur.
Ted Stevens ðldungadeildarþingmaður frá Alaska:
Styður undanþágu fyrir
Islands vegna sjóflutninga
Frá Jóni Asgvirí Signrdnyni, fráttoritars Morgnnhlaðwina i Bandarílgunum.
MIKIL andstaða er f Bandaríkjaþingi gegn þeirri reglugerð, sem
flotamálaráðuneytið kynnti fyrr f sumar um útboð á flutningum
fyrir bandaríska sjóherinn. Regiugerðin hefur komið tíl umræðu
við afgreiðslu fjárlaga. Viþa þingmenn ekki fallast á fjárveiting-
ar tíl að framkvæma hana. Ted Stevens, öldungadeildarþingmaður
repúblfkana frá Alaska, hefur hins vegar flutt tillögu, sem mæl-
ir fyrir um undanþágu fyrir flutninga til fslands.
Regiugerð flotamálaráðuneyt-
isins var samin með það í huga,
að unnt væri að leysa Rainbow-
deiluna svonefndu um flutninga
til vamarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Hún mælir fyrir um undan-
þágu frá lögunum frá 1904 um
forgang bandarískra skipafélaga
á flutningi til herstöðva erlendis.
Ted Stevens vill að reglugerðinni
verði hafnað en vamarmálaráð-
herranum verði heimilað að veija
fé til flutninga á herliðsflutning-
um til íslands, annað hvort í
samræmi við lögin frá 1904 eða
samkvæmt lögfestum milliríkja-
samningum um þessa flutninga.
Samkomulagið um lausn á Ra-
inbow-deilunni, sem var undirrit-
að á miðvikudaginn, verður lagt
fyrir öldungadeildina og hlýtur
þar lögfestingu sem miliiríkja-
samningur verði það samþykkt.
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings
hefur Thomas Manton, þingmaður
demókrata frá New York, lagt
fram tillögu um að reglugerð
flotamálaráðuneytisins verði
hafnað.