Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Eðalford Scorpio — sá
stóri frá Ford í Evrópu
Bílasíðan
Þórhallur Jósepsson
Hraðbrautaakstur er nokkuð
sem við íslendingar kynnumst
ekki nema við förum til útlanda
og reynum þar. Tvær, þrjár og
jafnvel fleiri akreinar í sömu
átt, vel breiðar, hraðatakmörk
eru engin og strangt farið að
hefðum og reglum um notkum
akgreinanna. Hægt hægra meg-
in, hratt vinstra megin og
framúrakstur einfaldlega gerist
ekki nema vinstra megin. Vega-
mót eru slaufur og brýr. Allt er
við það miðað að umferðin geti
gengið hindranalaust og hættu-
ástand skapist ekki. Bílarnir á
vinstri akreinunum eru af öðru
tagi en hinir sem hægar fara.
Hverju munar? Margt má nefna
þar til. Eitt er verðið. Flestir eru
þeir af dýrari sortunum og er
þar, ef grannt er skoðað, sam-
hengi að finna við hraðann. Stór
hluti af verði bílanna er nefni-
lega fólginn í því að gera þá
hæfa til hraðaksturs og er þá
ekki einungis átt við vélaraflið,
heldur ekki siður aksturseigin-
leika og öryggi. Hvað er það þá,
nánar tiltekið, sem skilur hrað-
akstursbíla frá þeim sem hægar
komast? Til að fá svar við þeirri
spurningu er hægast að aka ein-
um af gæðabUunum og reyna
hverju hann býr yfir. Hér segi
ég frá einum slíkum sem ég ók
fyrir nokkru um hraðbrautir
Þýskalands og aðra minniháttar
vegi þar í landi.
Hraðfari góður
Ford Scorpio er glæsivagninn í
Ford-flotanum, ekki eins og króm-
hlaðinn kádiljákur og ekki eins og
tryllingslegur töffari. Hann hefur
jrfir sér jfirbragð mýktar og mynd-
ugleika, sómir sér vel í umhverfi
evrópskrar hefðar, er hvergi betur
heima en í hlaði konunglegs kast-
ala.
Af þeim sem svo er lýst, er að
sjálfsögðu krafíst gjörvileika eftir
útlitinu. Scorpio fer langt með að
uppfylla allar hugsanlegar kröfur í
þá átt og kemur á óvart með sumt,
það er einfaldlega meira en maður
býst við.
Hraðakstur er Scorpio eðlilegur
sem töltið íslenskum gæðingi, hann
líður áfram áreynslulaust allt að
180 km hraða. Hann kemst hraðar
og fer þá að nálgast takmörk sín,
hann er hvikur á 200 km hraða,
en einmitt á þessum slóðum hrað-
ans koma sterkustu hliðar hans
jafnframt í ljós. Fjöðrunin er stinn
Ford Scorpio í hæfilegu um-
hverfi. í baksýn er ævintýraleg
höllin sem Lúðvík Bæjarakóngur
byggði sér á öldinni sem leið.
án þess að hnykkja til fólkinu innan-
borðs, hljóðeinangrunin er afburða-
góð og kemur best fram þegar
hraðinn er orðinn mikill og maður
á von á miklum vindhvin, sá hvinur
kemur varla fram. Hemlarnir veita
trausta öryggistilfinningu, það er
óhætt að stíga þá fast á hvaða
hraða sem er, án þess að eiga hættu
á að missa vald á bílnum, það trygg-
ir ABS-læsingavömin og hún er
enginn aukabúnaður í þessum bíl,
allar gerðir hans eru búnar þessu
frábæra öryggistæki. Aflstýrið er
misþungt eftir því hve hratt er far-
ið, þyngist með auknum hraða og
er þá minni hætta á að bíllinn
sveiflist hættulega mikið til ef
sveigja þarf frá stefnunni. Sætin
eru stinn og þægileg, rafknúnar
stillingar á ótal vegu og vandalaust
að stjóma þeim á ferð. Þá er einn-
ig hægt að pumpa lofti í mjóhryggs-
hluta sætisbaksins til að fá aukinn
stuðning. Allt er þetta til þess gert
að sem best geti farið um ökumann
og farþega. Rýmið er mjög gott,
bæði frammí og afturí, gefst jafn-
vel lengstu mönnum færi á að
teygja úr fótunum. Ef svo vill til
að móða eða ísing hleðst á framrúð-
una er það ekki til vandræða, hún
er upphituð og er fljótlegt að
hreinsa af henni með þeim búnaði.
Þá má geta þess, að ef óþekkir og
fíktgjamir krakkaormar em að
fíkta í rafknúnum rúðuupphölurun-
um afturí eða öðru raflcnúnu, þá
er hægt að taka það úr smbandi
með einum hnappi. Allt það er að
framan greinir er öryggisbúnaður
meiri en vant er um venjulega bíla
og um leið til þæginda. Þegar kem-
ur að öðrum búnaði í þessum bíl
er um auðugan garð að gresja, ef
manni datt í hug að leita einhvers,
þá var ekki spumingin hvort það
væri í bílnum, heldur hvar. Við skul-
um nú líta nánar á hvað þessi
eðalbomi bíll hefur að geyma.
Ghia rís undir nafni
Þessi Scorpio sem ég ók ber
Ford
Scorpio
Ghia
Helsti búnaður
2.0 OHC EFI-vél X
2.8 OHC EFI-vél 0
Dríf með átaksjöf nun 0
Hitaðirografst. útispeglar X
Þokuljós að f raman X
Þokuljósaðaftan X
Litaðar rúður X
Öryggislæsingar X
Afturrúðuþurrka m. sprautu X
Fullvaxnir hjólkoppar X
Léttmálmsfelgur 0
Stillanlegt stýrishjól X
Belti í öllum sætum X
Klukka X
Miðstöð/blástur,
stillanl. í aftursæti X
Fellanlegaftursæti X
Stillanl. aftursætisbak X
Rafknúnar hiiðarrúður X
Miðstýrðar læsingar X
Snún.hraðamælir X
Rafknúin sóllúga 0
LoftkæUng/hitastýring 0
Eyðslutölva 0
Hraðastillir 0
Stereoútvarp m. segulb. 0
Útvarp m. heyraar-
tækjum afturí 0
Aflstýri 0
Þjófavaraarkerfi 0
X = venjulegur búnaður
0 = fáanlegur aukabúnaður
kenninafnið Ghia og er einskonar
lúxusútgáfa, tvær aðrar íburðar-
minni gerðir eru til, CL og GL ásamt
fjórhjóladrifnu gerðinni sem að
flestu lejrti er jafnvel búin og Ghia.
Þetta nafn, Ghia, vísar á munað
og þægindi og í Scorpio er ríkulegt
af hvom tveggja. Allt er rafknúið
sem hreyfanlegt er, útispeglar, sæti
(hægt að halla baki aftursætis),
rúðuupphalarar og læsingar. Les-
ljós era fyrir alla, líka afturí. Öflug
miðstöð blæs vel um allan bílinn
og hægt er að skipta yfír á kælingu
með stillanlegu hitastigi. Tölva
reiknar út bensíneyðslu og sýnir
hve miklu er eytt þá stundina, hver
Gefur sjálfur út vélabók
GUÐMUNDUR Einarsson vél-
stjóri á ísafirði gaf nýlega út
vélabók, sem er nokkurs konar
viðhaldshandbók fyrir vélstjóra
skipa. Hann fjármagnar útgáf-
una sjálfur.
Guðmundur hefur starfað sem
vélstjóri í tæplega 25 ár, þar af 18
ár hjá Norðurtanganum hf. á
Isafírði og síðustu þrettán árin á
togaranum Guðbjarti.
Astæðan fyrir því að ég fór út í
þetta er, að mér fannst gamla bók-
in vera orðin úrelt og ákvað að
gera eitthvað í málinu. Mér hefur
verið sagt, að þegar hún var gefín
út vora tvö vélskip í íslenska far-
skipaflotanum og var annað þeirra
gufuskip. Véladagbók er mikilvægt
heimildarit fyrir skipið og grand-
völlur fyrir skipulögðu viðhaldi. Ef
menn vita ekki hvað hefur verið
gert er erfítt að segja til um hvað
eigi að gera.
Ég taldi æskilegt að einhveijir
sem starfa við þetta hefðu hönd í
bagga með þessu og hef ég því
unnið þetta í samstarfí við Siglinga-
málastofnun ríkisins. Einnig hef ég
skoðað bækur erlendis og haft
samráð við flölda vélstjóra og tekið
tillit til óska þeirra.
Það má segja að ég hafí ekki
gert annað í frístundum mínum
síðan í desember en að vinna að
þessari bók. Svo er bara að vona
að stéttarbræður mínir verði opnir
fyrir að nota nútímalegri bók og
að þeir sem ekki nota vélabók sjái
að sér. Þeim sem ég hef sýnt hana,
s.s. vélstjórar og fagmenn, hafa
verið mjög jákvæðir og lýst ánægju
sinni yfir þvi að þetta framtak skuli
hafa verið gert.
Loks vil ég þakka bæði Siglinga-
málastofnun og samgöngumála-
ráðunejdinu fyrir ánægjulegt
samstarf.
Aðalsöluaðili bókarinnar er Sjó-
kortasalan í Reykjavík og umboðs-
menn hennar um landið.
Guðmundur Einarsson
FuUtrúar á fundi samstarfnefndar norrænna skáta. Morgunblafli«/RAX
Norrænir skátar þinga í Reykjavík
SAMSTARFSNEFND norrænu skátabandalaganna hélt fund sinn í
Reykjavík, dagana 19,- 21. september s.l. Samstarfsnefnd þessari
er ætlað að skipuleggja samstarf skáta á Norðurlöndum, svo sem
námskeið, fundi og ferðir, auk þess að samræma þátt norrænna
skáta í hinu alþjóðlega skátasamstarfi. Samstarf þetta hefir notið
stuðnings Norðurlandaráðs.
í norrænu samstarfsnefndinni sitja
tveir fulltrúar bandalagsstjóma
hvers lands, þ.e. Danmrkur,
Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja, Nor-
egs og íslands. Fulltrúar Bandalags
íslenskra skáta era Anna Gunn-
hildur Sverrisdóttir og Amfínnur
Jónsson.
Auk fundahaldanna þágu fulltrú-
ar boð Borgarstjómar Reykjavíkur
að Höfða, þar sem Páll Gíslason
fyrrverandi skátahöfðingi og vara-
forseti borgarstjómar tók á móti
gestum. Einnig fóru fulltrúar í
heimsókn til Vestmannaeyja, þar
sem Páil Zophaníasson bæjarstjóri
og félagsforingi skátafélagsins
Faxa tók á móti þeim og var leið-
sögumaður þeirra í ferð um
Heimaey.