Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 t Móðir okkar, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR húsfreyja á Vatnsleysu í Biskupstungum, andaðist fimmtudaginn 25. september. IngigerAur Þorsteinsdóttir, SigurAur Þorsteinsson, Steingerður Þorsteinsdóttir, Einar Geir Þorsteinsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Bragi Þorsteinsson, SigríAur Þorsteinsdóttir, ViAar Þorsteinsson. t Maðurinn minn, MILAN BOYANICH, andaðist 1. september í Buffalo New York. Ragna Erlendsdóttir Boyanich. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdafööur, GUÐMUNDAR ILLUGASONAR, fyrrv. lögregluþjóns og hreppstjðra, BollagörAum 7, Seltjarnarnesi, sem andaðist 25. september fer fram frá Reykholtskirkju í Borgar- firði miðvikudaginn 1. okt. nk. kl. 3 e.h. Rútuferöir verða frá BSÍ kl. 12.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Halla G. Markúsdóttir, GuArún GuAmundsdóttir, Kjartan Markússon, Laufey GuAmundsdóttir, Ólafur H. Þorbjörnsson, Lilja GuAmundsdóttir, Sigurbjörn Haraldsson, Sveinbjörg GuAmundsdóttir, Kristfn GuAmundsdóttir, Eysteinn J. Jósefsson, Albert Sævar Guðmundsson, Margrót Ragnarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN RUNÓLFSSON, Hátúni 10, verður jarðsunginn mánudaginn 29. september kl. 15.00 i Foss- vogskirkju. Fyrir hönd annarra vandamanna Gyða Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Jakobína B. Stefánsdóttir, Helgi SigAurAsson, Júlfa Sigurðardóttir, Stefán SigurAsson, GuArún SigurAardóttir, Grétar Már SigurAsson, Margrét M. SigurAardóttir og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, STEFÁNS ÓLAFSSONAR skósmiAs, Borgarnesi. Sigríður Stefánsdóttir, GuAmundur Sverrisson, Magnús Stefánsson, Gunnhild Stefánsson. t Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúö og vin- áttu við andlát og útför litla drengsins okkar og bróður, ÁRNA KRISTINS FRIÐRIKSSONAR DUNGAL Friörik Dungal, Árný Richardsdóttir, Richard Þór Friðriksson Dungal, Richard Kristjánsson, Stella Gfsladóttir, Höskuldur Dungal, Guörún Árnadóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU ÁSGEIRSDÓTTU R, GrænuhlfA 5. Jóhanna Hjaltadóttir, Björn Helgason, Gunnar Hjaltason, Jóna Ámundadóttir, María Hjaltadóttir, Jósef Magnússon, FriArik Hjaltason, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, AÐALSTEINS LOFTSSONAR, fv. útgeröarmanns. Jónfna Kristjánsdóttlr, Elsa AAalsteinsdóttir, Þorsteinn AAalsteinsson, SigrfAur Rögnvaldsdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. Sigmar Jónsson fulltrúi - Minning Fæddur 18. janúar 1943 Dáinn 18. september 1986 »Er þegar öflgir ungir falla sem sigi í ægi sól á dagmálum" (Bjami Thorarensen) í dag verður til moldar borinn á Blönduósi Sigmar Jónsson fulltrúi í Kaupfélagi Húnvetninga, er lést á Landspítalanum hinn 18. þessa mánaðar eftir stutta, en harðvítuga viðureign við illvígan og ólæknandi sjúkdóm, þar sem hann sýndi hið mesta æðruleysi og hetjuþrek í harðri raun. Mörgum hefur vissulega orðið dimmt fyrir sjónum, er fréttin um andlát hans barst út og fundist sem haustsólin missti birtu sinnar svo bjart sem ævinlega var um þennan hugþekka og hjartprúða mann. All- ir þeir sem kynntust Sigmari Jónssyni fundu fljótt, að þar fór maður, er öllum vildi vel og sá allt- af það góða í fari samferðamanna sinna og þegar slíkir menn sem hann, eru hrifnir í blóma lífs frá vinum og verkefnum, er eðlilegt að húmi að í hugum vandamanna, starfsfélaga og vina. Sumir menn eru þannig af Guði gerðir að það var hamingja að hafa kynnst þeim og átt með þeim sam- leið á lífsveginum af því að þeir áttu svo mikið að gefa öðrum af sjálfum sér. Hótol Saga Sfml 12013 Blóm og skreytingar viÖ öll tcekifceri Við sem áttum því láni að fagna að eignast Sigmar að vini erum þakklát fyrir kynnin góðu og mun- um ætíð minnast hans, er við heyrum góðs manns getið. Og þau eru sönn orð skáldsins þessi: „Þar sem góðir menn fara, eru guðs veg- ir.“ Við trúum því, að hans bíði nú nýtt líf, nýir starfskraftar og ný verkefni á æðri tilverusviðum Guðs eilífu veraldar, að hann eigi helga heimvon í himininn. Megi sú full- vissa trúarinnar dreifa skýjum saknaðar og eftirsjár í hugum vandamanna hans og vina og lýsa þeim fram á veginn. Sigmar Jónsson fæddist hinn 18. janúar árið 1943, sonur hjónanna Sigurlaugar Valdimarsdóttur og Jóns Sumarliðasonar. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Blönduósi, elstur í hópi 5 systkina. Þar átti hann sín áhyggjulausu bemskuspor og ljúfu og léttu æskuleiki og þeim stað helgaði hann síðar starfskrafta sfna. Kynni okkar af honum hófust, er hann aðeins 9 ára að aldri kom til sumardvalar að Steinnesi. Og þar hafði hann eigi lengi dvalist, er í ljós kom dugnaður hans, sam- viskusemi og ósérhlífni svo að óvenjulegt mátti teljast. Reyndist hann afar trúverðugur í öllum störfum og lá hvergi á liði sínu. Þar við bættist að hann var ævinlega glaður og ljúfur í allri umgengni. Öllu heimilisfólkinu varð því ákaflega hlýtt til hans og í Stein- nesi dvaldist hann síðan í 11—12 sumur og einn vetur að auki og aldrei brást hann trausti svo trú- verðugur sem hann var. Svo mikla tryggð tók hann við fjölskylduna í Steinnesi að fágætt má teljast og ætíð var hann boðinn og búinn að rétta henni hjálparhönd hvenær sem til þess gafst tækifæri. Fyrir samleiðarárin öll í Stein- nesi og alla vináttu hans, hjálpsemi og tryggð æ síðan viljum við færa þakka heilshugar nú. Að landsprófl loknu stundaði Sigmar nám við Samvinnuskólann í Bifröst í Borgarfirði. Sóttist hon- t Útför AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, ísaflrAI, fer fram frá (safjaröarkirkju mánudaginn 29. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til alira sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, EIRfKS BJÖRNSSONAR, Lindargötu 9, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Skagfirðinga. Hildur Eirfksdóttir, Erla Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför LIUU MAGNÚSDÓTTUR, Langholtsvegi 200. Marfa Benediktsdóttir, Benedikt Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Ingibjörg AAalsteinsdóttir, GuAborg AAalsteinsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Brynhildur Skeggjadóttir, GuArún Elíasardóttir, GuAlaugur Sæmundsson, Eyþór Elnarsson. um námið þar vel, enda greindur og gjörhugull og sótti námið af mikilli kostgæfni og alúð. Brautskráðist hann frá Sam- vinnuskólanum með lofsamlegum vitnisburði. Síðar fór hann í fram- haldsnám til Danmerkur í verslun- arfræðum. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi og starf- aði hjá því fyrirtæki allt til æviloka, og hin síðari ár sem fulltrúi kaup- félagsstjóra. Reyndist hann þar framúrskarandi dyggur og hæfur starfsmaður, er naut sívaxandi trausts, virðingar og vinsælda. A félagsmálasviðinu lét hann mjög að sér kveða, enda var hann mjög félagslyndur að eðlisfari og vildi hvarvetna leggja góðum mál- um lið. Hann var einn aðalhvata- maður að stofnun Hjálparsveita skáta á Blönduósi og vann þar hið þarfasta verk. Hann starfaði af áhuga í Lions- klúbb staðarins og tók virkan þátt í leiklistarlífi á Blönduósi og varði til þess mörgum tómstundum sínum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Blönduósshrepps frá 1982 og lagði þar jafinan það eitt til mála, er hann hugði til heilla og framfara fyrir sveitarfélagið. Hann var og um ára- bil meðhjálpari við Blönduóskirkju, því að í hans augum máttu málefni himnanna síst gleymast. Öll störf sín fyrir kirkjuna vann hann af mikilli alúð og lotningu fyrir helgum málefnum. Það er því skarð fyrir skildi á Blönduósi við fráfall hans. Hinn 14. júlí árið 1968 gekk Sigmar að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Sigrúnu Kristófersdóttur frá Skagaströnd, hina ágætustu konu og eignuðust þau tvö mann- vænleg böm, Önnu Kristrúnu og Jón Kristófer. Sigmar var einstakur heimilis- faðir og síhugsandi um hag og heill fjölskyldu sinnar og foreldrum sínum og tengdaforeldrum var hann hinn besti sonur, hlýr og hjálpsam- ur. Hjónaband þeirra Sigmars og Sigrúnar varð báðum til gæfu og blessunar og studdi Sigrún mann sinn með ráðum og dáð í um- fangsmiklum störfum hans og bjó íjölskyldunni fallegt heimili að Hólabraut 15. Við urðum öll vitni að því, hve frábærlega vel hún hlynnti og hlúði að manni sínum í veikindum hans hér syðra og umvafði hann öllum kærleik sínum og aðdáun vakti hvílíkan sálarstyrk hún sýndi í þungbærum veikindum hans er hún lagði nótt við dag við að létta hon- um síðustu stundirnar. Þótt Sigmar gæfi mörgum sam- ferðamönnum sínum mikið af sjálfum sér, var hann þó stærstur heimili sínu og fjölskyldu og þar er þá líka mannskaðinn stærstur og tjónið óbætanlegt við ótímabært fráfall hans. En minningin lifir, heið og hugljúf um einstakan af- bragðsmann. Sú minning verður vandamönn- um hans og vinum dýrmæt eign, er aldrei fymist eða fölnar. Á heið- an minningarskjöld Sigmars Jóns- sonar mun aldrei falla blettur né hrukka. Og nú, þegar hann er horf- inn til lífsins landa í Ijómann Guði hjá, þá þökkum við tilveruhöfundin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.