Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
37
um fyrir það að hafa átt hann að
félaga og vini. Blessuð og heiðruð
sé minning hans.
Sigrúnu, börnunum og fjölskyld-
unni allri vottum við dýpstu samúð.
Megi Guð leggja þeim líkn með
þraut.
Gísli og Lilja, Guðmundur og
Ásta, Sigurlaug og Ólína frá
Steinnesi.
Kveðja frá sóknarnefnd
Blönduóskirkju
Hann vakti fyrst athygli mína
þegar ég kom fyrsta sinni í sóknar-
kirkjuna okkar á Blönduósi fyrir
flórum árum.
Ég var nýfluttur á staðinn með
fjölskyldu minni og við kona mín
töluðum um það eftir messuna
hversu vel meðhjálparanum hefði
farist úr hendi þessi þjónsuta í kirkj-
unni. Hver var þessi maður sem
með svo látlausum en samt hátíð-
legum hætti leysti af hendi starf
meðhjálparans? Virðulegur en samt
hlýr, nákvæmur en án allrar stífni.
Fljótlega fengum við að vita frek-
ari deili á þessum manni, Sigmari
Jónssyni, fulltrúa hjá Kaupfélagi
Austur-Húnvetninga á Blöndusósi.
Þar fór innfæddur Blönduósingur
sem engin svik voru í.
Trúfastur gegndi Sigmar því
starfí sem sóknarsystkini hans á
Blönduósi höfðu falið honum í starfí
meðhjálpara og sl. vetur þegar
breytingar urðu á sóknamefnd
Blönduóskirkju var Sigmar talinn
sjálfkjörinn í sóknamefnd. Fram-
undan var mikið verkefni, bygging
nýju kirkjunnar sem átti að verða
fokheld fyrir árslok.
Þótti okkur sem með Sigmari
völdumst til starfa í sóknamefnd
mikill akkur í því að hafa hann með
í þessu verkefni því reynslu hafði
hann mikla af félags- og stjóm-
sýslustörfum þó hann gumaði ekki
mikið af slíku. En því miður urðu
þær ekki margar fiindargerðimar
sem ritari okkar skráði í fufldar-
gerðarbók Blönduóssóknar. Hann
var kallaður brott úr okkar hópi
fyrr en nokkum grunaði. Við í sókn-
amefndinni sjáum á bak góðum
dreng og samstarfsfélaga sem við
öll höfum haft vonir um að eiga
með gott samstarf og samvistir í
okkar starfí. Nú er skarð fyrir
skildi.
Eiginkona og böm sjá á eftir
góðum heimilisföður og aldraðir
foreldrar á bak ljúfum dreng.
Drottinn blessi þau öll í sorginni
og blessi minninguna um Sigmar
Jónsson. Við þökkum fyrir hans
starf og þá trúfesti og alúð sem
hann sýndi í hvívetna.
Guðm. Ingi Leifsson
Oft vill það vera þannig þegar
fréttist af andláti náins ættingja
eða vinar, að fyrstu viðbrögð verða
þau að spurt er, hvers vegna eða
af hveiju.
Þannig voru fyrstu viðbrögðin
þegar fréttist að Sigmar væri látinn
í blóma lifsins, hann sem var ímynd
hins hrausta og velgerða manns.
Að sjálfsögðu vissum við að Sigmar
hafði um tveggja mánaða skeið
verið sjúkur og á síðustu vikum
mikið veikur, en samt var það þann-
ig að við trúðum því að hann
kæmist fljótlega til heilsu, og að
við fengjum notið starfskrafta hans
og vináttu um ókomin ár. En Sig-
mar varð að beygja sig fyrir
manninum með Ijáinn í blóma
lífsins, eins og svo margir aðrir.
Hann lést í Landspítalanum í
Reykjavík aðfaranótt fimmtudags-
ins 18. september sl. eftir skamma
en erfíða baráttu við ólæknandi
sjúkdóm.
Sigmar Jónsson var fæddur á
Blönduósi 18. janúar 1943, og var
því aðeins Qörutíu og þriggja ára
er hann lést.
Hann var elstur fímm bama Sig-
urlaugar Valdimarsdóttur og Jóns
Sumarliðasonar, en þau eru bæði
borin og bamfæddir Blönduósingar
og hafa búið hér alla tíð. Systkini
Sigmars eru þessi í aldursröð, Jakob
Vignir fæddur 14.3. 1945, starfs-
maður hjá Vilkó á Blönduósi ,
ókvæntur; Jóhann Baldur, fæddur
23.6 1948, skrifstofumaður hjá
Kaupfélagi Húnvetninga, kvæntur
Agötu Sigurðardóttur; Kristín,
fædd 7.8. 1949, húsmóðir í
Reykjavík, gift Emi Sigurbergs-
syni, og Kristinn Snævar, fæddur
24.4 1952, rekstrarhagfræðingur
hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga,
kvæntur Jónu Björk Sætran.
Eins og þeim er kunnugt sem til
þekktu, var oft þröngt um stóran
bamahóp á æskuheimili Sigmars,
en fjölskyldan var samhent og for-
eldrar hans mikil ljúfmenni, sem
tömdu bömum sínum trúmennsku
og heiðarleika, sem þau hafa búið
að, alla tíð.
Að loknu bamaskólanámi var
Sigmar kaupamaður hjá sr. Þor-
steini B. Gíslasyni í Steinnesi í tvö
ár, en áður hafði hann verið þar í
sveit á sumrin. Var mikil vinátta
með honum og fjölskyldunni frá
Steinnesi alla tíð. Sigmar fór síðan
í Reykjaskóla í Hrútafírði og lauk
þaðan landsprófí 1960. Leiðin lá
síðan í Samvinnuskólann í Bifröst,
en frá honum útskrifaðist Sigmar
vorið 1963.
Eftir það hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Húnvetninga, fyrst sem
gjaldkeri, en síðar sem fulltrúi
kaupfélagsstjóra. Var Sigmar í
starfí sínu einstaklega velviljaður
og ábyrgur starfsmaður, sem leiddi
til þess, að á hann hlóðust oft á
tíðum verkefni sem kröfðust mikill-
ar vinnu og álags.
Þrátt fyrir það gaf Sigmar sér
tíma til að sinna félagsstörfum, en
á þeim vettvangi var hann alveg
einstakur. Við sem þekktum hann
best og unnu með honum að margs-
konar félagsmálum höfum nú misst
einn af okkar bestu mönnum.
í litlu bæjarfélagi eins og okkar,
skiptir hver einstaklingur miklu,
sem er reiðubúinn að leggja hönd
á plóginn og taka þátt í félagsmála-
starfí, og þar var Sigmar réttur
maður á réttum stað.
Sigmar hóf félagsmálaþátttöku
sína í Ungmennafélaginu Hvöt og
var um tíma liðtækur keppnismaður
í fíjálsum íþróttum. Síðar var hann
einn af stofnendum Hjálparsveitar
skáta á Blönduósi, Lúðrasveitar
Blönduóss og JC Húnabyggðar, lék
fjölmörg hlutverk með Leikfélagi
Blönduóss, söng með Samkómum
Björk, var félagi í Lionsklúbbi
Blönduóss og síðustu árin meðhjálp-
ari í Blönduóskirkju. Auk þessa
hafði hann mikinn áhuga á hestum,
og átti nokkra hesta í sameign með
syni sínum. í hestamennskunni voru
þeir feðgar samhentir sem og í öðru,
og veit ég að Sigmar naut þeirra
stunda mjög.
Sigmar var endurskoðandi
Blönduóshrepps í átta ár eða til
þess tíma að hann var kjörinn í
hreppsnefnd Blönduóss vorið 1982
og endurkjörinn í kosningunum sl.
vor.
Er Sigmar kom inn í hrepps-
nefnd, hófst nýtt tímabil í samstarfí
okkar, en áður höfðum við starfað
saman í ýmsum félögum. í hrepps-
nefnd beitti hann sér m.a. í
umhverfís- og útivistarmálum, sem
voru honum hugleikin, var hann
t.d. formaður umhverfísmálanefnd-
ar og í gatnagerðamefnd, en eins
og þeim er til þekkja er kunnugt
um, hafa orðið miklar breytingar
til hins betra í þeim málum hér á
Blönduósi síðustu árin. Var þáttur
Sigmars þar býsna mikill.
Sigmar var sérlega góður félagi
og fyrir utan hið daglega amstur,
áttum við saman margar ánægju-
stundir. Er mér sérstaklega minnis-
stæð ferð sem við fórum saman í
vorið 1983, er við tókum þátt í vina-
bæjarmóti í Horsens í Danmörku.
Var Sigmar þar á kunnugum slóð-
um, en hann vann um tíma í
Danmörku, eftir að námi lauk.
Verður þessi ferð alla tíð ógleyman-
leg og samvera okkar þessa daga
líður seint úr minnum.
Þegar ég heimsótti Sigmar
síðast, nokkrum dögum fyrir andlát
hans, höfðum við á orði að tíma-
bært væri að rifja upp ferðina í
máli og myndum, þegar hann kæmi
heim og heilsa færi batnandi, en
af því verður því miður ekki.
Sigmar gekk að eiga Sigrúnu
Kristófersdóttur 14. júlí 1968, var
það mikið gæfuspor. Sigrún er
einkadóttir sæmdarhjónanna Jón-
innu Pálsdóttur og Kristófers
Ámasonar frá Skagaströnd, en þau
hafa búið á Blönduósi síðustu árin.
Sigmar og Sigrún voru sérstak-
. lega samhent í öllu, reistu þau sér
einbýlishús við Hólabraut 15, og
fluttu inn í það árið 1973 og bjuggu
þar síðan.
Á heimili þeirra var oft á tíðum
gestkvæmt, enda voru þau bæði
virt og vinsæl. Þau eignuðust tvö
böm, Ónnu Kristrúnu, fædda 13.1.
1968 en hún stundar ná í Mennta-
skólanum á Akureyri, og Jón
Kristófer, fæddan 16.3. 1972 og
er hann nemandi í gmnnskólanum
á Blönduósi.
í veikindum Sigmars veitti Sig-
rún honum alla þá umönnun sem
hægt var og var við hliðina á honum
til síðustu stundar. Kom þá glöggt
fram styrkur hennar og æðruleysi.
Skuggi sorgarinnar er yfír fjöl-
skyldu Sigmars þessa dagana,
eiginkonan, bömin, foreldrar,
tengdaforeldrar, ættingjar og vinir
em harmi slegnir, en minningin um
góðan dreng mun lifa, og smám
saman verða til þess að lækna sárin.
Algóður guð gefí ykkur styrk til
að svo megi verða.
Hilinar Kristjánsson
Kveðja frá Leikfélagi
Blönduóss
Haustið er komið. Lauf tijánna
tekin að gulna og falla, grasið að
grána undir fótum og farið að snjóa
í fj'öllin. Þetta gerist á hveiju ári
og allir taka því sem sjálfsögðum
hlut. En í hugum okkar Blönduós-
inga er haustið fyrr á ferð og verra
en vanalega.
Við drúpum höfði í hljóðri spum.
Hversvegna var Sigrnar hrifinn á
brott í blóma lífsins, frá elskandi
eiginkonu og bömum? Af hveiju
hann, en ekki einn þeirra öldmðu
og sjúku sem aðeins dauðann þrá?
Mun sólin hækka og senda geisla,
er sefa harminn og þerra tár?
Fjölskylda Sigmars á um sárt að
binda og svo er um fleiri. Við sökn-
um hans öll.
Leikfélagið hefur misst einn sinn
besta liðsmann, sem lengi hefur
staðið í eldlínunni og alltaf gert
vel, hvort sem hlutverkið var stórt
eða smátt.
Ungir og gamlir hrifust af honum
sem Jömndi hundadagakonungi.
Ég man hann í mörgum öðmm hlut-
verkum bæði fyrr og síðar, þar sem
hann fór á kostum. Sigmar var
mjög góður mótleikari, en oft dálít-
ið utan við sig á æfingum. Þá var
hann „að hugsa málin", og hlaut
oft skammir fyrir, var nefndur pró-
fessor og fleira í sama dúr. Hann
brosti bara góðlátlega, lofaði bót
og betmn og stóð við það þegar á
hólminn var komið.
Við félagar þakka viljum,
þátt hans við leikhúsmálin.
Við hlutverkin ólík og erfíð,
var óskipt höndin og sálin.
Sigmar Jónsson var glæsilegur
maður. Prúðmennskan einkenndi
alla hans framkomu og yfírlæti átti
hann ekki til. Það er sjónarsviptir
að slíkum manni, en minningin lifír
um mætan og góðan dreng. Sigmar
var gæfumaður í sínu einkalífí, átti
yndislega konu, Sigrúnu Kristófers-
dóttur og tvö mannvænleg böm,
Önnu Kristrúnu og Jón Kristófer.
Þau hjónin voru sérlega samhent
um alla hluti og annt um velferð
bama sinna. Á heimili þeirra ríkti
ástúð, glaðværð og góður andi, og
var gott að koma þar. Svo mun
verða áfram ef ég þekki Sigrúnu
rétt. Hún hefur alltaf stutt mann
sinn í störfum. Hann var mikill fé-
lagsmálamaður og á slíka menn
hlaðast oft ómæld aukastörf.
í erfíðleikum undanfarinna mán-
aða hefur Sigrún sýnt ofúrmannlegt
þrek í umhyggju fyrir eiginmanni
og bömum. Ættingja og vini þeirra
hjóna hefur hún getað hughreyst,
þótt hennar sé missirinn mestur.
Félagar og vinir kveðja Sigmar
með hlýrri þökk, og óska honum
góðs leiðis yfír móðuna miklu.
Eiginkonu hans, bömum og ást-
vinum öllum vottum við dýpstu
samúð.
Nanna Tómasdóttir
Það var sérstæð tilviljun að sitja
yfír blaði og iesa vðtal við gamlan
skólafélaga um kynni hans af ná-
lægð dauðans, og fá á sömu stundu
þau tíðindi, að félagi okkar beggja
úr Samvinnuskólanum, Sigmar
Jónsson á Blönduósi, væri látinn
Um stund var eins og þessi tími
sem líður orðið svo ógnarhratt
stöðvaðist. Hvað gerðist, hvers-
vegna, því svona fljótt — og
minningarnar streymdu fram.
Enn sá ég fyrir mér hvað húsin
vom stór og dökk, fólksstraumurinn
endalaus og hitinn notalegur, fyrsta
kvöldið í kóngsins Kaupmannahöfn,
þegar ég, nýgræðingurinn á er-
lendri gmndu, var leiddur um
Ráðhústorg, Vesturbrúargötu og
Strikið af Simma, sem þá kunni á
borginni góð skil. Og það rifjaðist
upp þegar skólasystur okkar fengu “
okkur sem „lífverði", þegar sá
skuggalegi staður í þá tíð, sjálf
Nýhöfnin, var könnuð.
Þetta sumar fyrir rúmum 20
ámm var Sigmar að ljúka störfum
í kaupfélagsbúðinni á Vesturbrú,
en ég að hefja störf í annarri búð
á Friðrikssundsvegi. Við ákváðum »
að halda upp á þetta með ferðalagi
til Ítalíu og svo ókum við í glöðum
hópi Dana suður um alla Evrópu
og skákuðum jafnvel sjálfum
ítölunum í söng.
Svo þegar leiðir skildu hjá Gull-
fossi gamla hætti Simmi við að taka (
hjólið sitt með og seldi mér það á
hundrað krónur danskar. Ég hjólaði
heim til frú Larsen, gleymdi að
læsa hjólinu og sá það ekki meira.
Svo var það á haustmánuðum
að Simmi sendir mér mynd út til
Hafnar sem tekin var af okkur á
dómkirkjutorginu í Mflanó, þar sem v.
ýtnum ljósmyndara tókst að fá okk-
ur til að gefa dúfunum og smellti
af á meðan. Síðan vorum við krafð-
ir um gjaldið sem við greiddum eftir
nokkurt þjark og þóttumst grátt
leiknir. Ljósmyndarinn fékk heimil-
isfangið hjá Simma og hvorugum
okkar datt í hug að við myndum
sjá og heyra meira frá þessum ljós-
myndara.
Síðan hefur þessi augnabliks-
mynd verið förunautur minn, tákn
um tryggan og ljúfan vin, allt frá
því leiðir okkar lágu saman fyrst
um þetta leyti árs fyrir 25 árum á
Bifröst.
-%
Nú hafa tvö skörð verið höggvin
í hópinn sem þá hóf samleið tvö
viðburðarík og hugljúf ár í Norður-
árdalnum. Við bekkjarsystkinin
erum minnt á það, að æskan sem
okkur fínnst að enn búi í okkur
tekur einhvem tíma enda.
Sigmar á Blönduósi — það er
einhvem veginn svo sjálfsagt að
taka svona til orða og segir mest
um hvar rætumar liggja. Við
Blönduósa lágu æskusporin, ævi-
starfið sem varð svo allt of stutt
helgaðist samvinnufyrirtækjunum á
staðnum og leikfélagið, lúðrasveit-
in, hjálparsveitin og starfsmannafé-
lagið að ógleymdu sveitarfélaginu
nutu tómstundanna og Qölþættra
hæfíleika. Og þama var fjölskyldu
búið framtíðarheimili.
Við bekkjarsystkinin frá Bifröst
sendum þér, Sigrún, bömunum
þínum, foreldrum, systkinum og
öðmm ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur; 1
Reynir Ingibjartsson
Þráinn Arngríms-
son - Minning
Fæddur 22. mars 1968
Dáinn 20. september 1986
Dáinn, mikill er áhrifamáttur
þessa stutta orðs.
Fréttin um lát vinar míns Þráins
Amgrímssonar lagði þungan sorg-
arskugga yfír mig. Þetta var alltof
slæmt til að vera satt. Ég fylltist
sárum söknuði; skilnaðarstundin
fékk minningamar til að streyma
fram. Hvemig við kynntumst og
hvemig atburðir þróuðu vináttu
okkar í að vera mjög náin.
Við að missa góðan vin fær mað-
ur þá tilfínningu að maður sé að
missa hluta af sjálfum sér. Eins og
vitur kona orðaði það, vinur er við-
bót við sjálfan þig, en án hans ert
þú ekki þú sjálfur.
Söknuðurinn fær mann til að
hugsa hversu raunverulega vinir og
vinátta er mikilvæg og stór hluti
af sjálfum manni.
Einhvem tfma verða allir menn
að deyja, einhverstaðar enda öll
fljót. Hvað er lífíð annað en fljótið
sem flýtureftir jarðveginum, stund-
um straumhart og stutt og stundum
straumlítið og langt. Fer til sjávar
þar sem það samblandast öllum
fljótum alheimsins, staldrar þar við,
gufar upp, svífur um himingeiminn
og rignir svo aftur. Er raunverulega
hægt að segja að dauðinn sé til.
Kynni okkar hófust f gegnum
eldri bróður hans, Magga, fyrir 6
árum þegar Þráinn var 12 ára. Það
var gaman að fylgjast með Þráni
vaxa úr grasi. Maður tók strax eft-
ir því að þama var piltur sem ætlaði
sér svo sannarlega að gera það
gott. Hann nýtti sér allar ráðlegg-
ingar og lagði hart að sér til að
koma sér áfram. Ávallt er mig vant-
aði eða var spurður um duglegan
og hraustan pilt til vinnu var það
alltaf Þráinn sem ég sótti.
Hann hugsaði mikið um hvemig
hægt væri að koma sér áfram og
ræddum við það oft kvöld eftir
kvöld. Þessar viðræður leiddu til
þess að Þráinn hóf sinn sjálfstæða
rekstur í bflskúmum heima við að
bóna bfla. Hann bauð þar upp á
margvíslega þjónustu og sótti ávallt
bíla til viðskiptavinanna og skilaði
þeim glæsilegum heim til þeirra.
Oft vann Þráinn þama langt fram
á nótt.
Þegar ég kveð þennan sæmdar-
pilt, Þráin Amgrímsson, sem hefúr
lokið lífsgöngu sinni aðeins 18 ára
gamall vil ég þakka honum fyrir
að vera vinur minn. Og um leið
votta ég Magga og fjölskyldu hans
mína dýpstu samúð.
Friðrik A. Bjamason (Ffi)
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.