Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 25 Hátíðarhöld í tilefni 75 ára afmælis Háskóla íslands: Háskólinn hlýtur að leita til þings og þjóðar til að geta sinnt hlutverki sínu Rætt við dr. Pál Sigurðsson, framkvæmda- slgóra afmælishátíðarinnar HÁSKÓLI ÍSLANDS var settur 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, og á þvi 75 ára afmæli á þessu ári. Af þvi tilefni verður efnt til mikilla hátið- arhalda sem standa yfir frá 3. til 12. október næstkomandi, en formlega verður hátiðin sett laugardaginn 4. október með hátiðarsamkomu í Há- skólabíói og verður henni sjónvarpað beint. í tilefni afmælisins verður ljós- prentuð útgáfa Konungsbókar Eddu- kvæða gefin út af stofnun Árna Magnússonar i samvinnu við bókaút- gáfuna Lögberg. Sýndar verða kynnis- og heimildamyndir sem Háskólinn hef- ur látið gera um sögu sína og núverandi starfsemi. Þá verða 20 visinda- og fræðimenn sæmdir heiðursdoktors- nafnbót við Háskóla íslands og háskóla- fyrirlestrar verða fluttir af nokkrum kunnum fræðimönnum, islenskum sem erlendum. Bandalag háskólamanna og Stúdentaráð munu gangast fyrir ráð- stefnum um málefni Háskólans, og bera þær yfirskriftirnar „Háskóli íslands - Oskabarn eða öskubuska?“ og „Háskól- inn í nútið og framtið, breyttir kennslu- hættir - betri háskóli?“. Sérstakur háskólafáni hefur verið hannaður og verður hann dreginn að húni i fyrsta sinn þann 4. október. Áhersla lögð á kynn- ingu á Háskólanum Dr. Páll Sigurðsson, dósent, er fram- kvæmdastjóri afmælishátfðarinnar sem veg og vanda hefur haft af öllum undirbún- ingi. I tilefni afmælisins hefúr hann tekið saman bók um húsnæðis og byggingasögu Háskólans, þar sem rakinn er aðdragand- inn að stofnun hans og sagt frá fram- kvæmdum fram yfir 1940. „Afmælishátíðin stendur frá 3.-12. október, þó þannig að aðalhátíðin hefst laugardaginn 4. október með hátíðardag- skrá í Háskólabíói og verður henni allri sjónvarpað beint, og ég kannast ekki við að slíkt hafi áður verið gert hérlendis með hátíð af þessu tagi,“ sagði Dr. Páll í sam- tali við Morgunblaðið um tilhögun hátfðar- haldanna. „Skólayfirvöld með rektor í broddi fylk- ingar leggja megináherslu á að þetta verði til kynningar á Háskólanum gagnvart al- þjóð og leitast verður við að sýna fram á að það sem háskólamenn eru að gera sé hluti af þjóðlffinu og tengist því með eðli- legum hætti, til dæmis í gegnum atvinnu- líf. Til þess að rísa undir merki þarf Háskólinn hins vegar mikið fé, þessi stóra stofnun, en Háskólinn hefur lengst af ver- ið í fjársvelti og hlýtur því að leita til þings og þjóðar til að geta sinnt þessu þýðing- armikla hlutverki sínu. Af þessu leiðir að á hátíðina er boðið forseta íslands, ríkis- stjórn og alþingismönnum, auk flölda embættismanna úr stjómkerfi landsins svo og háskólakennurum og mökum þeirra," sagði Páll. Vonast til að afmælis- haldið verði Háskól- anum mikil lyftistöng Hátfðarhöldin f Háskólabfói verða með nokkuð hefðbundnum hætti. „Það verður f þó nokkuð lagt án þess að um íburð verði að ræða sagði Páll.og má má geta þess að þama mun öll sinfóníuhljómsveitin koma fram og tveir kórar til að ljá hátíð- inni meiri svip. Vegna húsnæðiseklu verður samkoman einungis ætluð boðsgestum, því miður, og er kannski undarlegt að nefna Háskólabíó í sömu andrá og þrengsli, en til þess var tekið hversu stórt og glæsilegt það var þegar það var tekið í notkun á 50 ára afinæli Háskólans árið 1961, um haustið. Háskólahátíðin sem þá var haldin undir forystu þáverandi rektors, Ármanns Snævarr, þótti takast alveg sérstaklega vel og var skólanum mikil lyftistöng. Þeir sem standa að þessari hátíð nú vonast til að raunin verði sú sama í þetta sinn. Það kann að vera að mörgum finnist algjör óþarfi að halda upp á 75 ára af- mæli með þessum hætti úr því það var gert svo veglega fyrir 25 árum sfðan en þá er á það að líta að 25 ár em einmitt dijúgur hluti starfsemi þessarar stofnunar og það ber að hafa í huga að það er önn- ur kynslóð sem ræður ríkjum við Háskól- ann en þá. Segja má að ný kynslóð starfsmanna þurfí á tilbreytingu af þessu tagi að halda bæði til að vetjast leiða á hversdagsleikanum og til að efla samstöðu með þegnum Háskólans. Það er kannski rétt að geta þess í þessu sambandi að nú verður tekið upp nýtt baráttumerki, sem er sameiningartákn allra háskólamanna. Þetta baráttutákn er fáni með vangamynd Pallas Aþenu, en sú mynd hefur verið notuð sem innsiglismerki Háskólans. Vangamyndin er sett inn f hvítan kross sem hvílir á bláum grunni. Verður fáninn dreginn í fyrsta sinn að húni á hátíð- isdaginn, 4. október,“ sagði Páll. Háskólinn - óskabam eða öskubuska Sunnudaginn 5. október stendur BHM fyrir ráðstefnu í Odda sem ber yfírskrift- ina „Háskóli íslands - óskabam eða öskubuska?" þar sem leitast verður við að svara því hvort Háskólinn geti sinnt núverandi hlutverki sínu, en eins og marg- oft hefur komið fram hefur hann átt við skort á húsnæði og tækjum að stríða. Stúdentaráð mun viku seinna halda ráð- stefnu á sama stað og fjalla um Háskólann í nútíð og framtíð og breytta kennsluhætti. Sjö háskólaerindi verða sfðan flutt á tfmabilinu 3.-10. október og verða fyrirles- arar sjö og dreifast erindin á alla dagana. nema laugardaginn. Konungfsbók Eddukvæða gefin út ljósprentuð „Það er ekki óalgengt að á tímamótum sem þesum að hugað sé að útgáfu ein- hverskonar rits í tengslum við sögu stofnunarinnar og svo hefur verið gert að þessu sinni,“ sagði Páll. „Þegar Háskólinn varð 50 ára var gefin út saga Háskóla íslands eftir Guðna Jónsson, og nú þótti ástæða til að taka saman byggingar- og húsnæðissögu hans fyrstu áratugina. Hér er að sjálfsögðu einungis um einn þátt f sögu hans að ræða. Það þótti nægilegt Dr. Páll Sigurðsson, framkvæmda stjóri afmælishátíðarinnar. efni í bók að greina frá þessari sögu fram til ársins 1940, og hvað um framhald verð- ur á eftir að ákveða,“ sagði Páll. HÚsnæðis- og byggingarsaga Háskóla íslands verður ekki eina bókin sem út verður gefín í tilefiii afinælisins því Stofn- un Áma Magnússonar mun í samvinnu við bókaútgáfuna Lögberg gefa út Kon- ungsbók Eddukvæða ljósprentaða. „Þetta verður vegleg útgáfa f einungis 100 ein- tökum, en margir telja þessa bók vera þá merkustu sem skráð hefiir verið á Norður- löndum, og má geta þess að Konungsbók Eddukvæða var annað þeirra handrita sem herskip hennar hátignar, danadrottningar, komu með hingað til lands. Nokkrum vikum eftir sjálfa afinælishá- tíðina lítur síðan dagsins ljós sérstakt háskólatímarit og mun fyrsta tölublað þess verða helgað kynningu á starfsemi Haákólans, deildum hans og stofnunum. Ritstjóri þess er prófessor Siguijón Bjöms- son.“ Heimildamyndir um Háskólann Tvær heimildamyndir hafa verið gerðar og er önnur þeirra 30 mínútna og fjallar um sögu Háskóla íslands frá upphafi ásamt aðdragandanum að stofnuninni. „í þeirri mynd segir frá þessum fyrstu ámm Háskólans þegar segja má að hann hafi verið háskóli kreppu og allsleysis, en hann átti ekki einu sinni þak yfir höfuðið og hafðist við í skjóli Alþingis, á neðstu hæð Alþingishússins. Samt sem áður held ég að aldrei í sögu skólans hafi borið jafri mikið á sönnum hugsjónum og fórnfýsi og þá, jafnt kennara sem nemenda, í garð skólans. Lít ég á þetta sem rómantfska tfmabilið í sögu skólans. Þessi mynd fjall- ar um þetta tfmabil í sögu Háskólans og er ráðgert að gera síðan framhald fram til okkar daga. Hin myndin er 40 mfnútna kvikmynd sem ijallar um núverandi starf- semi Háskólans og f henni verða kynntir flölmargir þættir; félagslíf stúdenta, kennsla í ólíkum deildum og rannsóknir háskólamanna. Báðar verða myndimar sýndir f sjónvarpi í tengslum við afmælið. Opið hús fyrir almenn- ing í Háskólanum Sunnudaginn 12. október, sem er loka- dagur hátíðaþaldanna verður haldið svonefnt „opið nús“. Undirbúningur fyrir „opið hús“ er enn í þróun en þar munu allar deildir Háskólans verða með kynn- ingu á starfsejni__sinni og velflestar stofnanir Háskólans einnig. Alls verða 19 byggingar á háskólalóðinni opnar almenn- ingi, sem mun gefast kostur á að kynnast ólfkri starfsemi deilda og stofnana, og verða nemendur og starfslið Háskólans gestum til leiðbeiningar og aðstoðar eftir því sem við verður komið. „Það má búast við þvf að fjöldi þeirra sem verður gestum til aðstoðar muni skipta hundruðum. Auk þess verður hver deild með einhverskonar sýningar eða at- hafnir. Til dæmis má geta þess að guð- fræðideildin stendur fyrir messu um morguninn klukkan 11.00, og verður henni jafnframt útvarpað. Eftir hádegið verður lagadeildin til dæmis með málflutningsæf- ingu, og svona mætti lengi telja það sem á döfinni verður. Við vonumst til þess að almenningur taki þessu vel og stormi á háskólavæðið til að kynna sér starsemina og það sem fram fer innan veggja Háskól- ans. Háskólinn hefur aldrei áður efnt til heildarkynningar á starfsemi sinni með þessum hætti, en þess má geta að einstak- ar deildir hafa staðið fyrir kynningum á starfsemi sinni, hver fyrir sig, og hafa þær tekist mjög vel. Verkfræði og raunvísinda- deildin, stóð fyrir kynningu af þessu tagi fyrir nokkrum árum og komu þá um 8000 manns. Við vonumst því eftir miklum §ölda gesta til að kynna sér hvað fram fer innan veggja Háskólans," sagði dr. Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri af- mælishátiðarinnar að lokum. *. r (, 1V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.