Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 48
Mál og Menning:
Kaupir hús-
næði fyrir
—35 milljónir
MÁL OG MENNING er um þessa
mundir að ganga frá kaupum á
húsnæði Bilanausts við Siðumúla,
og hyggst forlagið nýta hús-
næðið sem vörugeymslu.
Húsnæðið kostar forlagið 35
milljónir, að sögn Þrastar Ólafs-
sonar stjómarmanns Máls og
Menningar. Nýverið hefur Mál
og Menning einnig fest kaup á
Bókaverslun Snæbjamar.
Þröstur var spurður hvort staða
Máls og Menningar væri það góð,
að forlagið réði við allar þessar
nýju fjárfestingar: „Ja, við skulum
ÉBksegja, að við myndum ekki fara út
í þetta með sama hugunarhætti og
gert er sums staðar annars staðar
- það er að segja, að láta ríkið redda
þessu," sagði Þröstur.
Þröstur var spurður hvaðan for-
laginu kæmu þeir fjármunir sem til
þarf, vegna þessara fjárfestinga:
„Auðvitað koma þeir úr viðskiptum
félagsins. Viðskipti Máls og Menn-
ingar hafa stóraukist undanfarin 2
ár. Við höfum haslað okkur völl á
__, nýjum sviðum, erum komnir með
' kiljuklúbb, skóíabókaútgáfu og höf-
um stórlega aukið forlagið. Auk
þess hefur verslunin gengið mjög
vel,“ sagði Þröstur.
Hann sagði að Mál og Menning
hefði að undanfömu verið að greiða
niður skuldir, en því færi nú að
linna, og þá blasti einfaldlega við
að ráðast I nýjar fjárfestingar.
Trúður tekinn tali
Morgunblaðið/Bjami
Eflaust hafa þessir þremenningar, trúðurinn Ruben og ungu mennimir tveir, rætt landsins gagn
og nauðsynjar er þeir hittust í Lækjargötu í gær. Trúðurinn er i þann veginn að leggja upp i lang-
ferð um landið og starfar á næstu vikum með 23 leikfélögum víðs vegar um land.
Margeir
meistari
MARGEIR Pétursson vann í gær
biðskák sina úr tíundu umferð
gegn Guðmundi Siguijónssyni og
tryggði sér þar með í fyrsta
skipti íslandsmeistartitilinn í
skák, þótt enn sé ólokið einni
umferð.
Jafnir í 2. til 5. sæti með 6 vinn-
inga eftir tíu umferðjr, eru Jóhann
Hjartarson, Jón L. Ámason, Guð-
mundur Siguijónsson og Karl
Þorsteins. Næstir á eftir þeim em
Hannes Hlífar Stefánsson og Þröst-
ur Þórhallsson með 5‘/2 vinning.
„Eftir að ég tapaði skákinni á
móti Davíð, bjóst ég við harðri bar-
áttu, en ég var heppinn með úrslit
í skákum hinna. Eg er ekki mjög
ánægður með frammistöðu mína á
mótinu, en þótt ég hafi klúðrað
ýmsu, vom aðrir stórtækari í klúðr-
inu,“ sagði íslandsmeistarinn
nýbakaði í gærkvöldi.
+
I gæsluvarð-
hald vegna
skotárásar?
RLR fór í gær fram á gæsluvarð-
hald yfir tvftugum manni til 8.
október vegna gruns nm aðild
að skotárásinni í Breiðholti á
þriðjudag.
Á gmndvelli framburðar vitna
beindist gmnur að þessum manni.
Játning liggur ekki fyrir. Sakadóm-
ur Reykjavíkur tók sér 24 tíma frest
til að úrskurða í málinu.
Frá slysstað við Breiðholtsskóla i gær.
Morgunblaðið/Ingvar
Alvarlega slasaður
eftir umferðarslys
TVEIR drengir á reiðhjólum
lentu á bifreið við Amarbakka,
rétt við Breiðhohsskóla í gær
og slasaðist annar þeirra alvar-
lega.
Drengimir, sem em 8 og 9 ára
gamlir, virðast hafa misst stjóm
á hjólunum með þeim afleiðingum
að þeir lentu á bifreið, sem kom
á móti þeim. Annar þeirra hlaut
alvarlegan höfuðáverka, en hinn
fótbrotnaði.
Feita kjötið
selt úr landi?
Landbúnaðarráðuneytið hefur
veitt leyfi til útflutnings á einum
gámi af kindakjöti til Bretlands.
Kjöt þetta er lakara en venjulega
er flutt út, þungir og feitir
skrokkar, og er það selt á lægra
verði en fæst fyrir Igöt á hinum
hefðbundnu kjötmörkuðum.
Þetta er tilraun til að grynnka á
þeim birgðavanda sem söluaðilar
hafa velt á undan sér ár eftir
ár og gera menn sér vonir um
að hægt verði að selja 600 tonn
úr landi á þennan hátt.
Hugmyndir um útflutning kinda-
kjöts af þessu tagi hafa verið til
umfjöllunar hjá forystumönnum
bænda og söluaðilum um skeið.
Ingi Tryggvason formaður Stéttar-
sambands bænda sagði í samtali
við Morgunblaðið, að sumum hafi
fundist það ósanngjamt gagnvart
neytendum hér heima að allt besta
kjötið færi til útflutnings, því innan-
landsmarkaðurinn væri jú alltaf
besti markaðurinn. Hann sagði að
það bætti augljóslega ekki mark-
aðsstöðuna að hafa lakasta kjötið
Sjóður til stofnunar
bókaforlags Háskólans
'Wbandalag háskólamanna hef-
ur staðið fyrir fjársöfnun hjá
félagsmönnum sínum, sem eru
tæplega 6000 talsins, í því skyni
að stofna sjóð sem fyrirhugað
er að verði stofnsjóður háskóla-
forlags til útgáfu á fræði- og
vísmdaritum.
Á blaðamannafundi sem BHM
hélt kom fram að rektor háskólans,
Sigmundur Guðbjamarson, telur
það eitt af brýnustu verkefnum
háskólans að stofna bókaforiag sem
hafi það verkefni með höndum að
gefa út rit um vísindi og fræði.
Gunnar G. Schram, formaður
BHM, sagði að bandalagið teldi sér
skylt að styðja allar menntastofnan-
ir, og þó alveg sérstaklega Háskól-
ann.
Öllum félagsmönnum hefur nú
þegar verið sendur gíróseðill þar
sem farið er fram á 1000 króna
framlag og á aðaldegi hátfðarhald-
anna, 4. október, verður sjóðurinn
síðan afhentur Háskólanum. Segja
má að þetta framlag komi í beinu
framhaldi af samþykkt sem gerð
var á þingi BHM fyrir tveimur árum
, síðan þar sem stjómvöld vom hvött
til að auðvelda útgáfu rita af þessu
tagi og gera Háskóla íslands fært
að stofna háskólaforlag.
Sjá nánar um hátíðahöld HÍ
á miðopnu.
til sölu hér og því hefðu þessi mál
komið til umræðu. Ingi sagði að
reynt hefði verið að sinna hinum
hefðbundnu kjötmörkuðum sem
best og fá sem hæst verð fyrir kjöt-
ið, en um leið hefðu þessir kaupend-
ur gert kröfur um besta kjötið.
Rætt hefur verið um að 1.400—
1.500 tonnum af kjöti hafi verið
ofaukið í landinu nú í upphafi slát-
urtíðar. Stór hluti þess er af 16—20
kg dilkum og þar af leiðandi nokk-
uð feitt. Telja ýmsir forystumenn
bænda nauðsynlegt að losna við
þennán bagga, þó nauðsynlegt
kunni að vera að sætta sig við lægra
verð en í öðmm útflutningi.
Búvömdeild SÍS hefur nú fengið
leyfi fyrir útflutningi á einum gámi
í tilraunaskyni sem fer til Bretlands
í næstu viku og búist er við að um
svipað leyti fari annar til Kaup-
mannahafnar. Fer kjötið ekki á
markað í þessum löndum, heldur
hefur þar aðeins viðkomu en fer til
neyslu annarsstaðar, til dæmis í
skipum. Á þessum markaði em
ekki gerðar eins miklar kröfur um
gæði kjötsins, en það er líka toll-
fijálst og telst ekki með í kvóta
Evrópubandalagsins. Fyrir kjötið
fæst verð sem er 20—25% af heild-
söluverði hér innanlands, en annar
lqötútflutningur gefur 30-50%.