Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 Siglingamálastofnun ríkisins: Bæklingur um björgun úr sjó SIGLINGAMÁLASTOFNUN ríkisins og Öryggdsmálanefnd sjómanna hafa nú gefið út bækling, „Björgun úr köldum sjó“. Bæklingurinn er þriðja ritið í röð sérrita Siglingamálastofnunar. Fyrri sérrit fjöl- luðu um notkun gúmbjörgunarbáta og lækningar fyrir sjófarendur. Ritið „Björgun úr sjó“ skiptist í fjóra meginkafla: 1. Hvemig menn eigi að búa sig út; sjái þeir fram á það að þurfa að fara í sjó. 2. Lífeðlisfræðilegar skýringar á áhrifum kuldans á líkamann. 3. Hvemig bregðast eigi við, ef mönnum hefur verið bjargað úr köldum sjó. 4. Kuldaáverkar; hvemig megi vetjast þeim og hvemig á að með- höndla þá. Með bæklingi þessum er ætlunin að reyna að fækka slysum vegna dmkknunar, með því að brýna fyrir sjómönnum og öðmm rétt viðbrögð í sjávarháska. Fjölmörg slys vegna dmkknunar verða hér við land á hverju ári, bæði á hafí úti, í höfnum, ám og vötnum. Á tímabilinu 1974-1983 dmkknuðu hér við land 128 manns. Rannsóknir erlendis sýna, að ofkæl- ing er helsta dánarorsök þeirra, sem talið er að hafi dmkknað. Bæklingnum verður dreift í öll íslensk skip og til félagasamtaka, Síldarsaltendur í viðbragðsstöðu: „Bíðum þar til kallið kemur“ - segir Orri Vigfús- son hjá Demants- sfld á Reyðarfirði SÍLDARSALTENDUR á Austur- landi eru svartsýnir á komandi síldarvertíð, vegna þess að enn liggur ekkert fyrir um það hvort samingar um sölu saltsildar til Sovétrikjanna takast að þessu sinni. Orri Vigfússon hjá Dem- antssíld á Reyðarfirði segir þó, að hann og fleiri saltendur fyrir austan séu á fullri ferð að und- irbúa að síldarsöltun geti hafist. „Við bíðum bara þar til kallið kemur," sagði Orri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Hann sagðist ekki vita betur en fullt af söltunarstöðvum á Austur- landi, þar á meðal báðar söltunar- stöðvamar á Seyðisfirði, væm nú í óðaönn að undirbúa að síldarsöltun gæti hafist. „Auðvitað mun stöðv- unum eitthvað fækka," sagði Orri, „en það verður fyrst og fremst sunnanlands.“ Orri kvaðst telja að ekki væri nema gott eitt um það að segja að söltunarstöðvum og bátum fækkaði. Söltunin yrði ein- faldlega hagkvæmari fyrir vikið. Orri sagði þá síldarsaltendur sem væm að undirbúa það að síldarsölt- un gæti hafist, þegar kallið kæmi, halda að sér höndum, þar til á siðustu stundu, t.d. hvað varðar kaup á salti og tunnum. Hann sagði að síldarsaltendur gætu með litlum fyrirvara fengið eitthvað af tunnum til þess að geta hafið söltunina, en vegna þeirrar óvissu sem nú ríkti, þá væri útséð um það að síldarsölt- un myndi ekki fara jafnhratt af stað nú og áður. sem þessu tengjast, svo sem björg- ■ unarsveita, siglingaklúbba og veiðifélaga. Öryggismálanefnd hefur séð um flármögnun á útgáfu þessa bækl- Morgunbiaðið/KAX. ings og hafa fjölmörg fyrirtæki og þðrðm- Þórðarson starfsmaður Siglingamálastofnunar (til vinstri), Magnús Jóhannesson siglingamála- einstaklingar styrkt útgáfuna. stjóri og Þórhallur Halfdánarson ritari Öryggisnefndar sjómanna kynna hinn nýja bækling. .Hin eina sanna IBM PC ein sem stendur alltaf .! fyrir sínu. I Imi -• íí * * í % |v | jj n Góðir íslendingar: Við viljum vekja athygli ykkar á hinni einu sönnu einkatölvu. Það merkilega er að hún kostar lítið meira en misjafnlega góðar eftirlíkingar og er jafnvel ódýrari ef tillit er tekið til alls þess sem fylgir í kaupunum. Dæmi: IBM PC hentar vel fyrir ritvinnslu með: 256K, 1 x360Kb diskettudrifi, mono skjá, Dos 3.2 stýrikerfi, lykla- borði, prentaratengi, basic hand- bók, Dos handbók, Guide to operation handbók, grunnnám- skeiði, stýrikerfisnámskeiði, sam- tals 2 dagar í tölvuskóla Gísla J. Johnsen sf. Allt þetta aðeins kr. 68.700 ft'lHBRIBM PC með 20Mb seguldiski hentar vel fyrir bókhald fyrirtækja Aðeins kr. 98.700 VIIJII) TRAUSTAN SAMSTARFSAÐILA IHorgmtblabtb Áskriftaníminn er83033 [£E GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.