Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Ágúst Victorsson með stóra urriðann úr Urðarfossi.
Mesta veiði í Laxá í
Leir. í a.m.k. 10 ár
Laxá í Leirársveit gaf 1.613
laxa í sumar sem er mesta veiði
síðan að minnsta kosti 1976 og
trúlega þótt farið væri lengra aft-
ur í tímann. Mesta veiðin síðustu
10 árin var 1976, 1.288 laxar,
og 1978 1.252 laxar. Meðal-
þunginn var heldur lítill í Laxá í
sumar, uppistaðan í veiðinni 4—8
punda laxar, og enginn náði 20
pundum eftir þvi sem Morgun-
blaðið hefur komist næst. Geysi-
mikill lax var í ánni og ef úrkoma
hefði verið nægileg, er mál manna
að sumaraflinn hefði orðið hreint
út sagt miklu meiri, að minnsta
kosti 2.000 laxar. Að sögn sjónar-
votta var eitt ævintýri að horfa á
göngumar allan júlí og fram í
ágúst, kraumaði bæði sjór og á
er vöðumar komu upp. Horfurnar
á framhaldsstórveiði næsta sumar
em sagðar piýðilegar.
Þverá með þriðju
hæstu töluna
Þverá var ein þriggja áa sem
fóm yfir 2.000 laxa í sumar og
var í þriðja sætinu með 2.138
stykki, en Laxá í Aðaldal var sem
kunnugt er efst með 2.800 laxa.
Það gildir það sama um Þverá og
aðrar ár á Suður- og Vesturlandi,
vatnsleysi stóð betri veiði fyrir
þrifum og einkum í neðri hluta
árinnar var oft afar dauf veiði
þegar á vertíðina leið. Lélegt efra
framan af, en svo jafnaðist það
betur. Við höfum ekki skiptinguna
milli Þverár og Kjarrár, en Kjarrá
hafði þó vinninginn, þökk sé
stanslausum þurrkum síðustu vik-
ur veiðitímans. Þverá gaf engan
um eða yfir 20 pund i sumar og
á þessu mikla stórlaxasumri má
segja að svo bregðist krosstré sem
önnur tré, því Þverá á einn hrein-
ræktaðasta stórlaxastofn þessa
lands.
Stærsti urriðinn 9
pund
Stærsti urriðinn sem veiddist á
urriðasvæðum Laxár í Þingeyjar-
sýslu reyndist vera 9 pund, en
fískinn yeiddi Ágúst Victorsson í
Urriðafossi í Dragsey 30. júlí og
notaði hann spón. Þessir veiði-
staðir em í Haganesveiðum
svokölluðum sem em undanskilin
svæðunum í Mývatnssveit og Lax-
árdal, en á þeim er aðeins leyfð
fluguveiði, en allt löglegt í Haga-
nesi. Þetta svæði er alveg uppi í
Mývatnsósi og er þar veitt á tvær
stangir. Veiði á þessum slóðum
var afar góð í sumar, 800 fiskar
vom skráðir í veiðibók veiðiréttar-
hafa, en sá 9 punda var lang-
stærstur. Allmargir 6—6,5 punda
flskar vom næstir í stærðarröð-
inni. Stærsti fiskurinn sem þama
veiddist í fyrra var 8 pund, en þá
veiddist hins vegar 13 punda fisk-
ur á yfirráðasvæði Hólmfríðar á
Amarvatni og hafði vinninginn.
Stofnun Islensk-
ítalska félagsins
UNDANFARIÐ hefir komið sam-
an hópur áhugafólks um ítalska
tungu, menningu og aukin sam-
skipti ítala og íslendinga, í því
markmiði að koma á fót vináttu-
og inenningarfélagi.
Að mati undirbúningsnefndar
félagsins verður eitt af forgangs-
verkefnum þess að efla og bæta
aðstöðu til ítölskunáms hérlendis
með auknum bókakosti á söfnum
og með stofnun embættis ítalsks
sendikennara við Háskóla íslands,
en aðsókn í ítölskunám hefúr farið
vaxandi undanfarið.
Formlegur stofnfundur félagsins
verður haldinn í dag, laugardaginn
27. september, kl. 16.00 á veitinga-
staðnum Gauk á Stöng og er allt
áhugafólk um ítölsk málefni kvatt
til þess að mæta og gerast stofnfé-
lagar.
„Nær ekkert svigrúm til að auka
mjólkurframleiðslu bænda er
skera þurfa niður vegna riðuveiki“
— segir Ari Teitsson, hjá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga
„BÚNAÐARSAMBAND Suður-Þingeyinga hefur til úthlutunar um
17.000 litra af mjólk á þessu ári, en engin ákvörðun hefur enn ve-
rið tekin um hvort þeir bændur, sem hafa mjólkurframleiðslu á
búum sínum og skera þurfa allt sitt fé niður vegna riðuveiki, fái
aukinn mjólkurkvóta eða ekki,“ sagði Ari Teitsson, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, í samtali við Morgunblaðið.
Búnaðarsambandið hafði til ráðstöfunar sama magn í fyrra og var
þvi þá dreift til þeirra bænda er útséð var með að skera þurftu
niður fé sitt.
Alls þurfa nú tíu bændur á bú-
markssvæði Suður-Þingeyinga að
skera niður fé sitt nú og sagðist
Ari óttast að fleiri bættust í hópinn
þegar niðurstöður lægju fyrir úr
rannsóknum sýnanna er send hafa
verið suður á undanfömum dögum
úr kindum sem virðast haga sér
einkennilega. „Bændumir, sem nú
þurfa að hætta sauðfjárframleiðslu
sinni í tvö ár vegna riðunnar, hafa
sótt um aukinn mjólkurkvóta, en
því miður er nánast ekkert svigrúm
til að auka framleiðslu eins né neins
þar sem stefnan er sú að draga úr
mjólkurframleiðslu í landinu.
Þessar aðgerðir sem nú em í
gangi til að koma í veg fyrir smit-
heftingu riðunnar, þ.e. að skera
niður allt fé á bæjunum þar sem
riðuveiki er upp komin, virka þc
ekki fyrr en eftir tvö ár því talið
er að kindur gangi með veikina í
tvö ár áður en hún kemur fram.
„Hinsvegar heyrist mér almennt á
bændum hér að þeir hyggist hreinsa
hús sín og byija upp á nýtt að tveim-
ur ámm liðnum. Þó em söluhorfui
á dilkakjötinu slæmar og viss hætta
á því að enn þrengra verði á mark-
aðnum þá en nú. Riðuútrýmingir
er hinsvegar lykillinn að því að vic
höldum áfram sauðfjárbúskap,"
sagði Ari.
Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða.
Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 27. september verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur, Stórhöföa.
Laugardaginn 27. september kl. 10-16.
CEMBONIT ÞAK- OG ÚTVEGGJA-
KLÆÐNING ÚR TREFJASTYRKTU
SEMENTI.
Viðhaldsfrítt og fallegt.
Sérfræðingar á staðnum.
JL Byggingavörur v/Hringbraut.
Laugardaginn 27. septemberkl. 10-16.
SVISSNESKT B.W. GÆÐAPARKET.
Álímt á gólf og hljoðlátt.
Sérfræðingar á staðnum.
Komið, skoðið, fræðist
JL
BYGGINGAVÖRUR
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600