Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 33 Unglingalið íslands á STOCKHOLMIU 86. Spurningakeppni unglinga á Stokkholmiu 86 Frlmerki Jón Aðalsteinn Jónsson í tengslum við STOCKHOLM- IU 86 buðu unglingasamtök sænskra frímerkjasafnara (Sver- iges frimarksungdom) unglingum frá öðrum Norðurlöndum til spumingakeppni um Alfred Nob- el, ævi hans og störf, og eins um Nóbelsverðlaunin og frímerkja- útgáfur, sem tengjast þeim. Stjóm Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara barst boð um þátttöku um síðastliðin áramót, en skilyrði vom þau, að unglingamir væm fæddir 1. jan- úar 1969 og síðar. Félögum og klúbbum innan Landssambands- ins var gefinn kostur á þátttöku, en Félag frímerkjasafnara í Reykjavík treysti sér eitt til að athuga málið nánar. Enda þótt engin sérstök unglingadeild sé starfandi innan F.F., tókst Guðna F. Gunnarssyni, gjaldkera félags- ins, að fá flóra unglinga til þess að búa sig undir þátttöku í þess- ari keppni, sem fram átti að fara 6. september 1986 á Degi æsk- unnar. Mér er vel kunnugt um það, að mjög vel var unnið, en þó eink- um síðustu vikur fyrir keppnina. Þátttakendur héðan vom Kristján M. Bragason, Per Henje, Sig- tryggur Kl. Hjartar og Stefán J. Boulter. Skyldu þrír taka þátt í keppninni og einn vera varamað- ur. Liðstjóri var Guðni F. Gunn- arsson. Unglingahópurinn hélt utan 3. september og greiddu Svíar basði ferðir og gistingu. Sjálf spumingakeppnin fór síðan fram laugardaginn 6. september á sjálfri sýningunni. fimm Norðurlandaþjóðir sendu unglinga til keppninnar, og vissu- lega mátti búast við harðri keppni fyrir okkur. Þar sem liðin vom fímm, var ákveðið, að keppnin færi fram í tveimur áföngum; skyldi hlutkesti ráða, hvaða lið flyttist í seinni áfangann án keppni. Kom þar upp hlutur Norð- manna. í fyrri umferð kepptu íslendingar við Svía, en hingað Nýju frimerkin. hafði frétzt, að þeir hefðu æft sig af kappi um margra mánaða skeið og háð marga forkeppni, áður en lið þeirra var endanlega valið. Mátti því sannarlega búast við ójöfnum leik milli okkar unglinga og hinna sænsku. En svo fór, að keppnin varð jöfn og spennandi, enda skildu liðin jöfn með 17 stig- um af 20 mögulegum. Varð þess vegna að framlengja keppni þess- ara liða og fór þá svo, að ungling- ar okkar sigmðu og komust í undanúrslit. Finnar sigmðu svo Dani í þessari umferð, og sátu þeir þvf eftir. í undanúrslitum sigmðu Svíar Finna og okkar drengir lutu í lægra haldi fyrir Norðmönnum. Kepptu þess vegna Svíar og Norðmenn til úrslita, og sigmðu gestgjafamir þá eftir spennandi keppni. Lentu íslenzku unglingamir þannig í þriðja til fjórða sæti með Finnum, en Dan- ir ráku síðan lestina. Guðni segir mér, að sjálf spumingakeppnin hafi verið Svíum til mikils sóma og liði okkar til mikillar ánægju. Ég nota hér tækifærið til þess að óska unglingum okkar til ham- ingju með þann ágæta árangur, sem þeir náðu, enda við ramman reip að draga og örugglega þaulæfð lið hinna Norðurland- anna. Hér skipti að mínum dómi mestu máli að taka þátt í drengi- legri keppni, sem öðmm þræði var líka hugsuð sem skemmtilegur leikur á Degi æskunnar á STOCK- HOLMIU 86. Undir þeim kring- umstæðum skiptir ekki öllu, hver sigrar. Það eitt að vera með og minna á ísland á alþjóðafrí- merkjasýningum er mikilvægt. En hér tókst áreiðanlega betur til en margur þorði að vona, og fyrir það ber að þakka alveg sérstak- lega og þá ekki sízt Guðna F. Gunnarssyni, sem hafði allan veg og vanda af undirbúningi ungl- inga okkar undir þessa spuminga- keppni. Mætti þessi frammistaða þeirra verða íslenzkum unglingum hvatning til dáða innan frímerkja- söfnunar. Ný frímerki 29. þ.m. Landssími íslands tók til starfa 29. september 1906. Em því liðin 80 ár frá stofnun hans á þessu ári. Þann dag var opnað tal- og ritsímasamband milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar, auk margra stöðva þar á milli, og enn fremur ritsímasamband milli Reykjavíkur og annarra landa. í tilefni þessara tímamóta gefur Póst- og símamálastofnunin út tvö ný frímerki 29. þ.m., þ.e. næsta mánudag. Annað frímerkið, 10 kr. að verðgildi, sýnir fjarskipta- tækni frá fyrstu árum Landssfm- ans, en á hinu frímerkinu, 20 kr. að verðgildi, er myndefnið hluti úr stafrænni rafeindasímstöð. Þröstur Magnússon hefur teiknað þessi frímerki, en þau em prentuð f Sviss. í einkar smekklegri tilkynningu er saga símamálsins rakin í ör- stuttu máli frá upphafi, þegar það olli miklum deilum, og síðan þau áttatíu ár, sem síminn hefur orðið æ snarari þáttur í lífi þjóðarinnar. Ályktun frá félagi sagnfræðinema: Veiting stöðu veldur undrun ALMENNUR fundur í „Espólín“, félagi sagnfræðinema við Háskóla íslands, haldinn i Arnagarði 23. september, ályktar: Við fögnum þvi að staða rann- sóknarlektors í sagnfræði skuli hafa verið endurvakin þar sem það eflir rannsóknir á sögu íslensku þjóðar- innar. Á hinn bóginn lýsir fundurinn furðu sinni og vanþóknun á því hvemig staðið var að endurreisn stöðunnar. Venja er að auglýsa stöðu sem þessa, skipa dómnefnd til þess að meta umsækjendur og viðkomandi deild skilar síðan áliti sínu og tillög- um til menntamálaráðherra, sem oftar en ekki samþykkir þá tillögu. Við mótmælum því virðingarleysi sem Háskóla íslands er sýnt með þessu. Við mótmælum því að Há- skólinn, æðsta menntasrtofnun landsins, skuli notuð f pólitfsku skyni á þennan hátt. Sjálfstæð vísindastarfsemi verður aldrei stun- duð við Háskóla íslands ef flokkspó- litískir hagsmunir ráða ferðinni þegar störf eru veitt. ________Brids_________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag- Sauðárkróks Mánudaginn 22. september var fyrsta spilakvöld „vetrarins". Spil- aður var tvímenningur, 12 pör mættu til leiks. Skor efstu para var: Sigurfinnur J. og Símon Sk. 199 Bjarki T. og Halldór T. 190 Jón Öm B. og Gunnar Þ. 183 Baldvin Kr. og Þórarinn Th. 177 Einar S. og Skúli J. 175 Stefán Sk. og Ágústa J. 168 Meðalskor 165 stig. Bridsfélag Reykjavíkur Fyrra spilakvöldið af tveimur í Hausttvímenningi BR var spilað sl. miðvikudag. Tuttugu og sex pör mættu til leiks en mörg bestu pörin em nú á Ólympíumótinu í Flórída. Spilað var eftir Mitchell-röðun. Efstu pör em: N-S-riðiU Sigurður B. Þorsteinsson — Guðni Þorsteinsson 367 Helgi Ingvarsson — Gissur Ingólfsson 361 Þorgeir P. Eyjólfsson — Helgi Jóhannsson 356 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 330 A-V-riðilI Hannes R. Jónsson — Haukur Ingason 362 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjömsson 361 Böðvar Magnússon — Þorfinnur Karlsson 354 ísak Sigurðsson — Ragnar Hermannsson 342 Meðalskor 312 stig. Að hálfum mánuði liðnum hefst aðalsveitakeppnin sem stendur með hléum til jóla. Er því rétt að fara að huga alvarlega að sveitaskipan á næstunni. Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 22. september var fyrsta spilakvöld „vetrarins". Spil- aður var tvímenningur, 12 pör mættu til leiks. Skor efstu para var: Sigurfinnur J. og Sfmon Sk. 199 Bjarki T. og Halldór T. 190 Jón Öm B. og Gunnar Þ. 183 Baldvin Kr. og Þórarinn Th. 177 EinarS. ogSkúliJ. 175 Stefán Sk. og Ágústa J. 168 Meðalskor 165 stig. Bridsfélag Reykjavíkur Fyrra spilakvöldið af tveimur í Hausttvímenningi BR var spilað sl. miðvikudag. Tuttugu og sex pör mættu til leiks en mörg bestu pörin em nú á Ólympíumótinu í Flórída. Spilað var eftir Mitchell-röðun. Efstu pör em: N-S-riðill Sigurður B. Þorsteinsson — Guðni Þorsteinsson 367 Helgi Ingvarsson — Gissur Ingólfsson 361 Þorgeir P. Eyjólfsson — Helgi Jóhannsson 356 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 330 A-V-riðill Hannes R. Jónsson — Haukur Ingason 362 Aðalsteinn Jörgensen — • Ásgeir Ásbjömsson 361 Böðvar Magnússon — Þorfinnur Karlsson 354 ísak Sigurðsson — Ragnar Hermannsson 342 Meðalskor 312 stig. Að hálfum mánuði liðnum hefst aðalsveitakeppnin sem stendur með hléum til jóla. Er því rétt að fara að huga alvarlega að sveitaskipan á næstunni. ■HHBHHBHPHÍ ■Mjl1' H nillljUUBRJI !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.