Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Norræn
hönnun
NORRÆNA hönnunarráðið
(Scandinavian Design Council)
/ heldur í gær og dag fund i
Reylgavík.
Ráðið er samstarfsvettvangur
hönnunarfélaga á Norðurlöndum.
Tilgangur þess er að stuðla að og
hvetja til góðrar hönnunar á Norð-
urlöndum, jafnt iðnhönnunar,
grafískrar- og umhverfíshönnunar
sem og listiðnaðar.
Ráðið á að miðla vitneskju um
norræna hönnun, jafnt innan Norð-
urlanda sem utan og stuðla að
auknum rannsóknum á sviði hönn-
unar. Helsta viðfangsefni fundarins
, nú er undirbúningur sýningar á
norrænni hönnun í Japan, en sú
sýning tengist norrænni menning-
arkynningu sem þar mun standa
árin 1987—88. (Úr frétUtílkynnlngu.)
Konur
selja merki
MENNINGAR- og minningarsjóður
kvenna heldur árlegan merkjasölu-
dag í dag, laugardag. Skrifstofa
sjóðsins að Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, Reykjavík, verður því opin
f dag frá kl. 14.00-18.00.
Siglufjörður:
Barnaheimilið
breytir um svip
Sigiufirði:
Bamaheimilið á Siglufirði hefur
nú tekið stakkaskiptum og prýða
það nú hin ýmsu listaverk, sem
tvær starfsstúlkur barnaheimil-
isins hafa dundað sér við að
mála í sumar. Þær eru Elísabet
Matthíasdóttir og Guðlaug Ás-
geirsdóttir.
Fréttaritari Morgunblaðsins tók
þessa mynd af norðurvegg dag-
heimilisins og munu aðrir veggir
vera álíka skrautlegir. Húsið er í
eigu Síldarverksmiðja ríkisins, gekk
lengi vel undir nafninu Þormóðs-
hús, en bærinn hefur leigt húsið
af SR um nokkurra ára skeið undir
dagheimilisreksturinn.
Matthías
Namskeið í skiln-
aðarráðgjöf
STÉTTARFÉLAG íslenskra fé-
lagsráðgjafa hefur undanfarna
daga haldið námskeið i samvinnu
við dómsmálaráðuneytið um nýj-
ar aðferðir í meðferð skilnaðar-
mála. Námskeiðinu lýkur i dag.
Leiðbeinendur eru tveir banda-
rískir sérfræðingar, Joan B. Kelly
sálfræðingur, og Jay Folberg, lög-
fræðingur. Þau flalla um hvemig
hægt er að semja í skilnaðarmálum
bæði varðandi eignaskipti og for-
ræði bama og umgengnisrétt.
Unnið er út frá samkomulagi í stað
deilu og áhersla lögð á náið sam-
starf lögfræðinga og fjölskylduráð-
gjafa.
Þátttakendur á námskeiðinu em
annars vegar félagsráðgjafar og
sálfræðingar, en hins vegar lög-
fræðingar og lögmenn sem vinna
að skilnaðarmálum.
(Úr fréttatilk.)
Leiðréttíng
í grein Guðjóns F. Teitssonar í blað-
inu í gær em tvær prentvillur, sem
ástæða er til að leiðréttæ Skipting
rekstrarhalla á skip átti að vera
Hekla 24 millj. kr. (ekki 26), Askja
21 milljón og Esja 52 samtals 97
millj. kr. Þá átti tilvitnun neðst í
þriðja dálki að heflast þannig: „Það
má því segja að Ríkisskip hafí aftur
náð þeirri stöðu..." Em hlutaðeig-
andi beðnir afsökunar á þessum
villum.
Leiðréttíng:
Rangt nafn höfundar
í FRÉTT Morgunblaðsins í gær, Gerður Kristný. Saga hennar
um afhendingu verðlauna í smá- „Kveðja klukkunnar" verður lesin á
sagnasamkeppni Unglingaútvarps- fyrstu rás Ríkisútvarpsins n.k.
ins, var verðlaunahafinn rang- sunnudagskvöld kl. 20.00. Morgun-
nefndur. Stúlkan sem skrifaði bestu blaðið biðst velvirðingar á mistök-
söguna að mati dómnefndar heitir unum.
>
Reykjavíkurprófasstdæmí:
Spurningar ferming-
arbarna að hefjast
„HÉR Á eftir fer yfirlit frá söfnuðum og prestum prófasts-
dæmisins, þar sem greint er frá því hvenær börnin eiga að koma
til viðtals fyrsta skipti og fá almennar upplýsingar um kveríð,
sem notað er og tilhögun spurninganna. Er brýnt, að bömin mæti
í þessa viðtalstíma, en séu einhveijir í vafa um sóknarmörk og
hvert leita eigi, þá er hægt að fá þær upplýsingar á skrifstofu
dómprófasts, sími 37810 eða á Hagstofunni,“ segir í frétt frá
dómprófasti.
í frétt dómprófasts segir enn-
fremun
„Fyrsta sunnudag í október
heflast líka bamasamkomur og
sunnudagaskólar. Verður það
nánar auglýst með messutilkynn-
ingum safnaðanna fyrir aðra
helgi, en á sunnudaginn kemur
mun verða Qallað nánar um
bama- og æskulýðsstarfið á kom-
andi vetri og þá munu fulltrúar
KFUM og KFUK koma í messur
og skýra frá væntanlegu starfí
félaganna og þá verður um leið
sagt frá því, sem er á döfínni í
viðkomandi söfnuði.
Vakin er athygli á því að þeir
söfnuðir, sem færa messutímann
til kl. 11 árdegis á sumrin, breyta
nú aftur til með fyrsta sunnudegi
í október og færa messutímann
aftur til kl. 14.“
Árbæjarprestakall.
Yæntanleg fermingarböm mín í
Árbæjarprestakalli á árinu 1987
em beðin að koma til skráningar
og viðtals í safnaðarheimili Ar-
bæjarsóknar þriðjudaginn 30.
september nk. Stúlkur komi kl.
18 (kl. 6 síðdegis) og drengir kl.
18.30 og hafi með sér ritföng.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja.
Væntanleg fermingarböm mæti í
safnaðarheimili Áskirkju kl. 17.00
þriðjudaginn 30. september nk.
Sr. Ami Bergur Sigurbjöms-
son.
Breiðholtssókn.
Væntanleg fermingarböm næsta
árs mæti í Breiðholtsskóla föstu-
daginn 3. október nk. kl. 18.
Sóknamefndin.
Bústaðakirkja.
Væntanleg fermingarböm ársins
1987 eru beðin að koma i kirkjuna
föstudaginn 3. október kl. 18.00
og hafa með sér ritföng.
Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall.
Þau böm f Digranesprestakalli
sem fermast eiga næsta vor em
beðin að koma til innritunar f
safnaðarheimilið við Bjamhóla-
stíg miðvikudag 1. október kl.
3—4 og fimmtudaginn 2. október
kl. 3.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan.
Væntanleg fermingarböm sr.
Þóris Stephensen em beðin að
mæta til skráningar í Dómkirkj-
unni fimmtudaginn 2. október ld.
5 e.h. Bömin em beðin að hafa
með sér ritföng.
Væntanleg fermingarböm sr.
Hjaita Guðmundssonar em beðin
að mæta til skráningar í Dóm-
kirkjunni föstudaginn 3. október
kl. 5 e.h. Bömin em beðin að
hafa með sér ritföng.
Fella- og Hólakirkja.
Þau fermingarböm sem ekki hafa
þegar verið skráð í skólunum komi
til skráningar í kirkjuna fímmtu-
daginn 2. október milli kl. 5 og 7
síðdegis.
Sr. Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja.
Væntanleg fermingarböm næsta
árs komi til skráningar í safnaðar-
heimilinu við Háaleitisbraut
miðvikudaginn 1. október milli kl.
5 og 6 síðdegis.
Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja.
Væntanleg fermingarböm komi í
kirkjuna þriðjudag 30. september
kl. 17.
Sóknarprestar.
Háteigskirkja.
Væntanleg fermingarböm komi
miðvikudag 1. október kl. 18 í
kirkjuna. Bömin hafi með sér rit-
fóng.
Sóknarprestar.
Kársnesprestakall.
Væntanleg fermingarböm mæti
til skráningar í Kópavogskirkju
milli kl. 6 og 7 síðdegis miðviku-
daginn 1. október nk.
Sr. Ámi Pálsson.
Langholtskirkja.
Fermingarböm Langholtskirkju
vor- og haust 1987 mæti til skrán-
ingar í safnaðarheimilinu þriðju-
daginn 30. september kl. 18.
Sr. Sigurður Haukur Guðjóns-
son.
Laugarneskirkja.
Væntanleg fermingarböm komi
til innritunar í safnaðarheimili
Laugameskirkju þriðjudaginn 30.
september kl. 17.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Neskirkja.
Væntanleg vorfermingarböm
mæti til skráningar í kirkjunni
nk. miðvikudag 1. október kl.
15-17.
Sóknarprestamir.
Seljasókn.
Væntanleg fermingarböm ársins
1987 komi til skráningar í Öldu-
selsskóla mánudaginn 29. sept-
ember kl. 17—18 og í Seljaskóla
þriðjudaginn 30. september kl.
17.30-18.30.
Sr. Valgeir Ástráðsson.
Seitjarnarneskirkja.
Væntanleg fermingarböm komi
til skráningar á skrifstofu sóknar-
prests í Seltjamameskirkju milli
kl. 15 og 17 þriðjudaginn 30. sept-
ember nk.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Fríkirkjan í Reykjavík.
Væntanleg fermingarböm ársins
1987 em beðin að koma í kirkjuna
laugardaginn 4. október nk. kl.
14.
Sr. Gunnar Bjömsson.
LAUGARDAGUR
Utta tH& f
til kl. 16,00
EIÐISTORG111.
jfc 1 Vörumarkaðurinn ht.
j