Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 3 Biðskylda eða stöðvunarskylda? VEGFARANDI á leið um Lönguhlíð í Reykjavík tók eftir því fyrir skömmu að yfirborðs- merkingar á götum sem liggja að Lönguhlið eru ekki réttar og gætu virkað viUandi á ökumenn. Við mót Úthlíðar og Lönguhlíðar er biðskylda og yfirborðsmerking er í samræmi við það, þríhymdir fletir á götunni. Við næstu gatna- mót fyrir norðan, mót Flókagötu og Lönguhlíðar, er hins vegar stöðv- unarskylda, en yfirborðsmerking er eins og um biðskyldu væri að ræða. Húsavík: Símaþjónusta batnar með Flakkaranum Húsavík MEÐ tilkomu Flakkarans, hinnar færanlegu símstöðvar Landsí- mans, sem staðsett hefur verið hér á Húsavík í einn mánuð hef- ur þjónustan batnað mikið, og má teljast góð. í gær var lögð niður símstöðin að Rein, sem þjónað hefur Reykja- hverfi og nú er hverfið tengt við stöðina á Húsavík, en þar verður engin breyting á símanúmerum. Aðeins fjölgað línum. Flakkarinn er bráðabirgðastöð. Nú er unnið að því að taka gömlu stöðina á Húsavík niður, en hún verður notuð til stækkunar á öðrum stöðum, þar sem samskonar stöðvar eru. Síðan hefst niðursetning staf- rænnar stöðvar, en það er mikið verk, sem engvu er spáð um hvenær verður lokið. Fréttaritari Feæálang heimili landsins! Hjá umferðardeild gatnamála- stjóra fengust þær upplýsingar að stöðvunarskylda hefði verið sett við gatnamót Flókagötu og Lönguhlíð- ar fyrir um þremur vikum síðan. Þama ætti að sjálfsögðu að vera heil lína, en svo virtist sem gieymst hefði að huga að því að lagfæra yfirborðsmerkinguna. Yrði það gert um leið og þomaði á götum að nýju. Gatnamót Úthlíðar og Lönguhlí- ðar, þar sem er biðskylda og merkingar í samræmi við það. Við gatnamót Flókagötu og Lönguhlíðar er stöðvunarskyida, en merkingin á götunni bendir til þess að um biðskyldu sé að ræða. Campari selt á ný ÁFENGIS- og tóbaksverslun rikisins hefur nú hafið sölu á Campari að nýju. Hætt var að selja það fýrr á ár- inu vegna deilna um hækkun á verði frá framleiðands. Að sögn Þórs Oddgeirssonar aðstoðarfor- stjóra ÁTVR, kostar hver flaska kr. 940,00 en kostaði áður kr. 890,00. Hækkunin nemur fimmtíu- krónum eða 5,6%. Menningarmálanefnd: Jón Gunnar fær starfs- laun í ár MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 24. september s.l. að veita Jóni Gunnari Arnasyni myndlistarmanni starfslaun í eitt ár frá 1. október n.k. að telja. Það skilyrði er sett fyrir veitingu starfslauna Reykjavíkurborgar til listamanna, að listamaður gegni ekki fastlaunuðu starfí meðan hann nýtur starfslauna. Að loknu starfs- ári skal listamaður gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til menningarmálanefndar og sýna eða flytja verk sín. Reykjavíkurborg hefur áður veitt listamönnum starfslaun og fékk Magnús Tómasson þau árið 1980 til 1981, Bragi Ásgeirsson árið 1981 til 1982, Ingunn Eydal og Messíana Tómasdóttir árið 1982 til 1983, Ásgerður Búadóttir árið 1983 til 1984, Valtýr Pétursson árið 1984 til 1985 og Steinunn Þórarinsdóttir árið 1985 til 1986. LUM'SVjIA 1987 Laugardag og sunnudag frá kl. 1 LANCIA THEMA Stór, vandaður 4 dyra luxusbílI, sem nú fer sigurför um Evrópu. Sýnum TURBO gerð 165 hö DIN og I.E. gerð með beinni innspýt- ingu 120 hö DIN bæði með 5 gíra kassa og sjólfskiptingu. LANCIA „SKUTLAN" LANCIA PRISMA ■§ Vandaður 4 dyra fólksbíll með 105 ha. vél, | rafmagnsrúðum, rafmagnslæsingum, vökva- * stýri, ólfelgum og öðrum luxusbúnaði. Stórskemmtilegur 5 manna bíll, „lítill að utan — en stór að innan", sem býður upp ó óður óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessari stærð. Sýndur bæði í venjulegri út- færslu og með TURBO vél. ÞETTA ER TISKU- BÍLLINN ÍÁRI! Komið á sýninguna hjá okkur um helgina og skoðið það nýjasta í evrópskri bifreiða- hönnun og tækni! BILABORG HF?M,DSHÖfDA23- ■ REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.