Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 Frá vinstri Kristján Helgason, umdæmisstjóri, Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi, Ólafur Tómas- son, póst- og símamálastjóri, Guðmundur Birgisson, aðstoðar póst- og símamálastjóri, Þorgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur. Landssími Islands 80 ára: Starfsemi stofnunarinn- ar kynnt á tímamótum ÁTTATÍU ára eru liðjn frá stofnun Landssima íslands mánudaginn, 29. september, en þann dag var opnað tal- og ritsimasamband milli Reykjavikur og Seyðisfjarðar og ritsímasamband milli Reykjavikur og annarra landa árið 1906. Tímamótanna er minnst með útgáfu bókarinnar „Söguþræðir símans“ eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing og gerð hefur verið kvikmynd um póst- og símaþjónustuna, „Þráður í tilverunni“. Þá kem- ur út bæklingurinn „Lífæð við heiminn", sem lýsir i stuttu máli gömlum og nýjum þjón- ustugreinum Pósts og sima. Árið 1904 var gerður samning- ur við Mikla norræna ritsímafé- Iagið um lagningu sæsíma til landsins, og var lokið við að leggja hann í ágúst 1906. Símalínan milli Reykjavíkur og Seyðisflarð- ar, 614 km leið, var lögð af Norðmönnum um sumarið. Um síðustu áramót komst jarðstöðin Skyggnir í eigu íslendinga, þegar Mikla norræna ritsímafélagið fékk greiddan út sinn hluta í stöð- inni og lauk þar með einkarétti félagsins á fjarskiptum milli ís- lands og annarra landa. Á afmælisárinu 1986 tengjast allir símar landsmanna sjálfvirka símakerfinu nema tvær stöðvar á Vestfjörðum sem enn eru hand- virkar. Stafrænar símstöðvar hafa verið settar upp víða um land en það kerfí býður upp á ýmsar nýj- ungar og hafa tölvur innanlands og utan verið tengdar saman með gagnaflutningsneti. Þá hófst sjálfvirk farsímaþjónusta í sumar og hafín er lagning ljósleiðara milli símstöðva. „Eitt af mörgum framtíðar- verkefnum Pósts og síma er lagning ljósleiðara," sagði Ólafur Tómasson, póst- og símamála- stjóri. „Ljósleiðara má líkja við stóran og breiðan veg, sem gefur möguleika á fjölgun rása en flutn- ingsgeta 2ja glerþráða er 2000 línur eins og kerfið er byggt upp í dag. Með smá breytingu er hægt að margfalda flutnigsgetu og með slíkum þráðum má flytja sjón- varpsendingar." Ólafur sagði að nauðsynlegt væri að reisa nýja jarðstöð innan þriggja ára til að tryggja samband við umheiminn. I bókinni „Söguþræðir símans", eftir Heimi Þorleifsson sagnfræð- ing, sem kemur út 29. september, er rakin saga símamaála frá upp- hafi til dagsins í dag. Bókin sem er 255 bls. er myndskreytt og birtast þar margar sjaldséðar myndir Á afmælisári Landssím- ans eru líka tímamót í póstmálum, liðin eru 210 ár frá því konungleg tilskipun var gefin út um að koma á póstferðum innanlands. I kvik- myndinni „Þráður í tilverunni", sem Valdimar Leifsson tók er fjallað um póst- og símaþjónustu á tímamótum. Bæklingurinn „Lífæð við heiminn" lýsir í stuttu máli þjónustugreinum pósts og síma. Ritið fæst ókeypis á öllum póst- og símstöðvum. Tæknisýning verður opnuð á afmælisdaginn 29. september, í gamla Sjálfstæðishúsinu við Aust- urvöll þar sem nú er kaffistofa Pósts og síma. Þar verða kynntar tækninýjungar og gamla símstöð- in á Seyðisfirði hefur verið sett upp í sinni upprunalegu mynd. Sýnd verður kvikmyndin „Þráður í tilverunni" og kvikmyndin „Mast- ur reist", sem Sveinbjöm Matt- híasson tók. Sýningin er opin almenningi frá 30. september til 6. október, virka daga frá kl. 16:00 til 20:00, laugardag og sunnudag frá kl. 14:00 til 22:00. Jóhann Grétar Einarsson, áður simritari á Seyðisfirði nú stöðvar- stjóri, við gömlu símstöðina, sem sýnd er á tæknisýningunni. Grænhöf ðaeyjaheimsókn f orsætisráðherra: „Aðstoðin sannar- lega komið að notum“ STEINGÍMUR Hermannsson forsætisráðherra er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Grænhöfðaeyja, og segist hann vera mjög ánægður með þessa heimsókn. Steingrímur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að hann vissi miklu meira um þessa þjóð, sem við höfum verið að að- stoða, en hann hefði vitað áður. „Aðstoðin sem við höfum veitt, hef- ur svo sannarlega komið að notum," sagði Steingrímur, en kvaðst telja að hún gæti nýst eyjaskeggjum enn betur, með markvissari og stærri verkefnum. Hann nefndi sem dæmi kennslu við nýtingu tveggja fiski- stofna við Grænhöfðaeyjar, sem gætu hugsanlega reynst Græn- höfðaeyjum mikilvæg tekjulind. Þá sagði hann að þyrfti að kenna þeim veiðamar, vinnsluna og frysting- una, til þess að aðstoðin nýttist til fulls. Forsætisráðherra sagðist einnig telja að möguleiki væri að setja á stofn hafrannsóknastöð á Græn- höfðaeyjum, þar sem sérfræðileg kunnátta íslendinga myndi nýtast eyjaskeggjum. Aðstoðin sem við höfum veitt Grænhöfðaeyjum í ár er um 14 milljónir króna, af þeim 70 milljón- um króna sem fóru í þróunaraðstoð. Þingsályktunartillaga gerir hins vegar ráð fyrir að veittar verði um 200 milljónir á þessu ári, og sam- kvæmt því um 250 á næsta ári. Forsætisráðherra var spurður hvort einhver von væri til þess að fjárveit- ing á íjárlögum næsta árs til þróunaraðstoðar yrði í samræmi við þingsályktunartillöguna: „Nei, það verður því miður ekki svo,“ sagði forsætisráðherra, en sagðist ekki vilja upplýsa hversu há fi'árhæðin væri sem ætluð væri í þetta verk- efni á næsta ári. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir þvf að í fjárlagafrumvarpi árs- ins 1987, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á í fjármálaráðuneyt- inu, sé gert ráð fyrir að tæpar 80 milljónir króna renni til þróunar- aðstoaðar á næsta ári. Samtök um kvennaathvarf: Enn vantar 800 þús. til að fjárhagsáætlun standist Stjórnarformaður bókaútg'áfunnar Svart á hvítu afhenti á miðvikudag Samtökum um kvennaathvarf 160 þúsund krónur að gjöf, en eins og kunnugt er, hefur Kvennaat- hvarfið átt við nokkra fjárhagsörðugleika að stríða á þessu ári. Á fundi sem stjórn Samtaka um kvennaathvarf hélt með frétta- mönnum á miðvikudag, kom fram að í júlí hafi orðið ljóst að um tvær milljónir króna vantaði til að endur- skoðuð fjárhagsáætlun athvarfsins fyrir þetta ár, næði að standast. Var þá leitaði til fyrirtækja, félaga og einstaklinga um styrki til að brúa bilið. Fyrirtækin brugðust vel við, að sögn stjómarinnar og á tæpum tveimur mánuðum söfnuðust 965 þúsund krónur auk þess sem nokk- ur fyrirtæki styrktu athvarfið með öðrum hætti, t.d. með því að gefa matvæli, hreinlætisvörur, leiktæki og heimilistæki. sama tíma og hefði þá varla fund- ist auður blettur í öllu húsinu. Stjómin sagði að þrátt fyrir þrengsli og rekstrarörðugleika, vildu aðstandendur athvarfsins ekki að reksturinn yrði í höndum ríkis- ins, því um leið og t.d. ríkið greiddi dagpeningina fyrir þær konur sem gista athvarfið, þyrfti að fóma nafnaleynd þeirra sem þangað leita. „Við viljum halda áfram að bjóða konum heimili; skjól þegar þær þurfa að flýja heimili sín, en ekki stofnun," var samdóma álit stjóm- arinnar. Hrefna Þórarinsdóttir og Stef- anía Traustadóttir sögðu að stjóm Stjómarformaður bókaútgáfunnar Svart á hvítu, Jón Þórisson, af- hendir Eydísi Ástráðsdóttur peningagjöf til kvennaathvarfsins á fundi sem Samtök um kvennaathvarf héldu í Hlaðvarpanum á mið- vikudag. Styrkir ríkis og sveitarfélaga til athvarfsins á þessu ári nema sam- tals rúmlega 3,2 milljónum króna, en endurskoðuð fjárþörf athvarfsins hljóðar upp á 5,2 mililjónir króna. Fyrirtæki, félög og einstaklingar hafa sýnt málefninu mikinn stuðn- ing og gefið rúma 1,1 milljón á árinu, en að sögn Ólafar Briem, hjá fjármálahópi athvarfsins, vantar þó enn 800 þúsund upp á að áætlunin standist. Hún sagði að þeir styrkir sem hefðu borist undanfama tvo mánuði yrðu einkum notaðir til að kosta viðgerðir á húsnæði Kvenna- athvarfsins, sem hún sagði að mikil þörf væri á. „Við höfum slegið því á frest í þijú ár að gera við húsið, en nú verður ekki beðið lengur með það,“ sagði Ólöf. Auk þess sem stjómin skýrði frá gjöfum og fjármálastöðu athvarfs- ins á fundinum, rakti hún einnig helstu breytingar sem orðið hafa á starfsemi Kvennaathvarfsins. Að sögn þeirra hefur aðsóknin að at- hvarfinu aukist, en einkum þó fjöldi bama sem gistir athvarfið í lengri eða skemmri tíma. Á þeim rúmlega þremur árum sem athvarfíð hefur starfað hefur meðaltal íbúa í at- hvarfinu farið úr sjö íbúum á dag upp í 14,1 á dag. Allt árið 1983 vom dvalardagar bama í athvarfinu 1335 en á fyrstu sex mánuðum þessa árs var sú tala komið upp í 1577. Þessi aukning bama í at- hvarfínu hefur haft í for með sér að bamastarfsmaður athvarfsins, sem áður gegndi hlutastarfi, vinnur nú fullt starf við að annast bömin, enda eru dæmi um að upp í 15 böm hafi verið í athvarfinu í einu. Stjómarmeðlimirnir sögðu að einungis væru sex lítil herbergi í athvarfínu en þó hefði komið fyrir að 25 manns hefðu gist heimilið á Samtaka um kvennaathvarf myndi fyglja eftir þeirri umræðu sem nú væri hafín um ofbeldi gegn bömum. Þær vilja að komið verði á skrán- ingu hjá sjúkrastofnunum um ofbeldi á heimilum, en að þeirra sögn er ísland á eftir öðrum Evr- ópuþjóðum hvað það snertir. Öllum er skylt að tilkynna bamavemdar- nefnd samstundis ef vart verður við ofbeldi gegn bömum, en mikið er um að t.d. líkamlegir áverkar á konum séu flokkað undir slys eða óhöpp. Á vegum Kvennaathvarfsins er einnig starfandi ráðgjafahópur um nauðgunarmál, þar sem konum er veitt aðstoð, jafnvel þótt langt sé um liðið frá því að nauðgunin átti sér stað. „Við fömm með þær í yfirheyrsl- ur og læknisskoðunu, ef þær óska þess og reynum að hjálpa þeim með tilfinningaleg vandamál sem fylgja slíku ofbeldi," sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir, ein þeirra 10 kvenna sem vinna sjálfboðastarf með ráðgjafahópnum. Á vegum hans hefur verið haldið námsekið í sjálfsvöm og í bígerð er útgáfa bæklings með upplýsingum um nauðgunarmál. Eydís Ástráðsdóttir tók við pen- ingagjöfinni frá bókaútgáfunni Svart á hvítu úr hendi stjómarform- annsins, Jóns Þórissonar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í undirbúningi væri mikil fjár- söfnun á meðal bókaútgefenda til styrktar athvarfinu. „Okkur finnst mikilvægt það starf, sem hér er unnið og það er Ijóst að sú aðstoð sem athvarfið hefur fengið, dugar ekki til. Við erum með þessu að reyna að sýna gott fordæmi og það verður að koma í ljós hvort það ber árangur," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.