Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 Nýtt morgunblað kemur út í Bretlandi í byijun október Boðar róttækar breyt- ingar á blaðamennsku Hafa Murdochar og Maxwellar þessa heims á réttu að standa? Lundúnum. Eftir Steve Lohr, blaðamann New York Times. SJÓNARMIÐ Andreas Whittam Smith er það að sag-a dagblaðarekst- urs í Bretlandi undanfarin ár hafi einkennst af „slæmri stjórnun og hrakandi blaðamennsku. Vissulega var ég óánægður með ástand- ið í Fleet Street. Hver var það ekki,“ segir Whittam Smith og vísar þar til þeirrar götu í Lundúnum, þar sem miðstöð breskrar blaðaút- gáfu er að finna. Whittam Smith er fyrrum fjármálaritstjóri The Daily Telegraph og hefur notað síðastliðið ár til þess að undirbúa útgáfu nýs dagblaðs í Bretlandi, sem hlotið hefur heitið The Inde- pendent og koma á út í fyrsta skipti 7. október. Jafnvel þótt blaðið sé ennþá ekki komið út hefur því þegar borist stuðningur úr ölium áttum. Whitt- am Smith, sem er ritstjóri, hefur þegar komið sér upp ritstjóm, sem samanstendur af 210 blaðamönn- um. Þeirra á meðal er að finna marga þekktustu blaðamenn og rit- stjóra Bretlands. 33 fjárfestingar- aðilar hafa lagt fram 27 milljónir Bandaríkjadala til útgáfu blaðsins, svo það er vel í stakk búið til að takast á við samkeppnina. Auglýs- endur, samkeppnisaðilar og aðrir sem séð hafa tilraunaútgáfur af blaðinu undanfamar tvær vikur eru stórhrifnir. Áhættan er samt mikil. „Blaðið verður að skapa sér sérstöðu á skömmum tíma til þess að standast samkeppnina," segir Ronald de Pear, yfírmaður stórrar auglýsinga- stofu í Lundúnum. Og það sem meira er, blaðið kemur fram á tímum minnkandi bjartsýni hvað varðar byltingarkennd áhrif tölvu- tækninnar á úrelta blaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Blaðið Today, þar sem tölvutæknin er nýtt út í ystu æsar, hóf göngu sína í mars síðast- liðnum og hefur átt erfitt uppdrátt- ar. Því var spáð mjög góðum viðtökum og allt að milljón eintaka sölu á dag. Þeir spádómar hafa þó ekki ræst og nú er talið að út- breiðsla blaðsins nái ekki 350 þúsund eintökum á dag. Eigandi blaðsins, Eddie Shah, sá fram á stórtap og sá sér þann kost vænst- an að afsala sér yfírráðum yfir því og lét þau í hendur Lonrho PLC, bresku stórfyrirtæki. Fordæmi Shah hefur vissulega hvatt aðra útgefendur á Bretlands- eyjum til að minnka kostnað með því að taka upp nútímatækni og fækka þannig mannafla, þó við ramman reip sé að draga þar sem eru öflug samtök prentara á Bret- landseyjum. Samt sem áður sýnir útgáfa Today að til þess að gefa Andreas Whittam Smith ritstjóri til hægri og aðstoðarritstjóri hans Matthew Symonds til vinstri skoða tilraunaútgáfu að nýja blaðinu. út dagblað svo vel sé þarf ótal margt annað til en nútímatækni. Sérfræðingar segja að mikið hafí skort á að ritstjóm blaðsins hafi verið eins og best væri á kosið og sama hafi gilt um markaðssetningu blaðsins. The Independent ætlar að fara öðru vísi að. Það mun notast við tölvutæknina og setja blaðið, en bjóða út prentunina. Þá hefur það staðið fyrir víðtækum markaðs- rannsóknum og Whittam Smith hefur eytt miklum tíma í það að leita uppi og ráða bestu blaðamenn sem hann gat fundið. Áhersla verð- ur lögð á greinar, fréttaskýringar og erlendar fréttir og efni blaðsins miðað við ungt og upprennandi fólk, sem notið hefur góðrar menntunar. Eins og nafn blaðsins bendir til, verður reynt að tiyggja að það verði óháð stjómmálaflokkum og duttl- ungum eins eiganda. Eins og nú er málum háttað, ríða viljasterkir eigendur húsum í Fleet Street og má þar til nefna menn eins og Rubert Murdoch, Robert Maxwell og Conrad Black. Til að undirstrika sjálfstæði sitt enn frekar hefur blaðið tekið stefnumarkandi ákvarðanir, sem eru einstakar í sinni röð saman- SKEMMTIR NK. SUNNUDAGSKVÖLD 28. SEPTEMBER í CKCAOWATl FJÓRTÁN FJÖRKÁLFAR FRUMSÝNA í REYKJAVÍK. Ath: nú er kjörið tæki- færi fyrir þá sem vinna á föstu- dags- og laugar- dagskvöldum að bregða sér á góða skemmtun á sunnudags- kvöldi. Miðasala og miðapantan- ir í síma 77500 kl. 11.00-19.00. Matseðill: Koníaks- löguð sjávarrétta- súpa Gljáður hamborgar- hryggur Triffleis Ný, stærri, fjölbreyttari, frískari og fjör- ugri. Stórstjarnan Diddú, Raggi, Maggi, Bessi, Hemmi, íslandsmeistar- arnir í frjálsum dansi, Svörtu ekkjurnar og hljómsveitin hressa fara á kostum og nú verður tjúttað og trallað af öllum lífsog sálarkröftum. HITTUMST HRESS í Helsingjaborg: Njósnaði um NATO og Svía Helsingjaborg, Svfþjóð, AP. HÉRAÐSSAKSOKNARI í Suður-Svíþjóð bar í fyrradag fram opin- bera ákæru á hendur sænskum borgara, sem fæddur er í Tékkóslóv- akíu, og er honum gefið að sök að hafa stundað njósnir. Sænska fréttastofan TT segir, að sakborningurinn hafi játað að hafa njósn- að um starfsemi Atlantshafsbandalagsins fyrir stjómvöld í Prag. Saksóknarinn, Ola Nilsson, sagði í gær vísaði sænska stjómin í viðtali við sænska sjónvarpið, að tékkneskum stjómarerindreka úr Tékkinn hefði komið til Svíþjóðar árið 1969 og þá beðist hælis sem pólitískur flóttamaður. Árið 1983 hefði hann síðan heimsótt Prag og þá fallist á að gerast njósnari fyrir tékknesku leyniþjónustuna. Hefðu njósnimar aðallega beinst gegn NATO en einnig sænskum öryggis- málum og hefði hann unnið hvomm tveggja nokkum skaða. landi fyrir njósnir og bar fram hörð mótmæli við stjóm Tékkoslóvakíu. Einnig var tékknskum kaupsýslu- manni, sem unnið hefur í Svíþjóð fyrir tékkneskt fyrirtæki, bannað að koma aftur til landsins. I vor er leið var fimm tékknesk- um sendiráðsmönnum vísað brott frá Svíþjóð í tengslum við þetta njósnamál. Rugby-leikur endar með ósköpum: Lögreglumaður bítur eymasnepil af félaga Cardiff, Wales, AP. LÖGREGLUMAÐUR hefur verið dæmdur til sex mánaða fang- elsisvistar fyrir að hafa bitið eyrnarsnepilinn af öðrum lögreglu- manni í rugbyleik milli tveggja Dómarinn sagði að verknaður lögreglumannsins væri hræðilegt dæmi um þá villimennsku, sem ríkti utan og innan vallar í félags- íþrótum sem þessari, og setti mark á lífið í nútímaþjóðfélagi. Hann sagði að almenningur krefð- ist þess að brotinu yrði hegnt með fangavist. Að sögn vitna varð að halda lögreglumanninum, Riehard John- son, þegar hann reyndi að ná til liða lögreglumanna í Wales. félaga síns, Jones, til að skaða hann enn frekar. Dómarinn gekk af leikvelli þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum, þar sem honum ofbauð svo ofbeldið. Slagsmálin brutust út þegar Jones braut á Johnson og barðist við hann um boltann. Saksóknari sagði að Jones hefði slegið John- son tvisvar og hann svarað með því að stökkva á Jones og bíta af honum eymarsnepilinn. Nuuk: Hafa áhyggjur af hústökum KaupmannahSfn, frá Nila Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. I NUUK, höfuðstað Grænlands, hafa menn nú áhyggjur, að þar kunni að koma upp sama ástand og í Kaupmannahöfn á dögunum þegar hústökumenn börðust við lögreglumenn. Guldborg Chemnitz, forstöðu- maður félagsmálastofnunarinnar í bænum, segir, að félagslegar að- stæður margra fjölskyldna þar séu svo slæmar, að ástæða sé til að óttast alvarleg tíðindi. Árlega verð- ur bærinn að veija 68 millj. ísl. kr. í rekstur barna- og dagvistarheimil og til að kosta umönnun bama, sem ekkert heimili eiga. Þannig er ástatt með 6% allra barna undir 18 ára aldri. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.