Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
11
Nýjar leiðir í
atviimumálum
Eftir Júlíus Sólnes
Samtök sveitarfélaga á höfiið-
borgarsvæðinu (SSH) hafa um
nokkurt skeið fylgzt náið með þróun
atvinnumála í öllum aðildarsveitarfé-
lögunum. Á vegum SSH er starfandi
atvinnumálanefnd, sem hefur það
verkefni að fylgjast vel með öllum
sveiflum í atvinnulífinu og rannsaka
nýjar leiðir í atvinnumálum.
Síðastliðið vor gáfu samtökin út
myndarlegan litprentaðan upplýs-
ingabækling á ensku um höfuðborg-
arsvæðið. I bæklingnum er að finna
margháttaðar upplýsingar um höfiið-
borgarsvæðið og íbúa þess. & sagt
frá undirstöðuatriðum atvinnu- og
menningarlífs og gerð grein fyrir því
hvers konar fólk er hér að finna,
hvaða menntun það hefur og hver
eru helztu áhugamál þess. Er þessi
hluti bæklingsins fallega mynd-
skreyttur og gefiir góða hugmynd
um þá tilveru, sem við eigum hér á
norðurhjara við heimskautsbaug, og
hvemig okkur hefur tekizt að byggja
upp blómlegt þjóðfélag, sem stór-
þjóðimar gætu verið stoltar af.
Bæklingnum fylgja síðan laus blöð,
þar sem er að finna hagtölur og
aðrar tímaháðar upplýsingar varð-
andi efnahagsástand svæðisins og
þjóðarinnar í heild, sem hægt er að
breyta jöfnun höndum.
Til hvers og fyrir hvern?
Margir hafa spurt til hvers stjóm
SSH og atvinnumálanefnd séu að
þessu. Nóg sé til af slíkum upplýsing-
um, sem dreift er til erlendra ferða-
manna Tilgangurinn með þessu
framtaki okkar er hins vegar allur
annar. Hér er ekki verið að kynna
náttúrufegurð, heldur hvers íbúamir
em megnugir. Bæklingnum er ætlað
að vekja athygli erlendra aðila á þeim
möguleikum, sem hér em til atvinnu-
rekstrar í umhverfí, þar sem til boða
er nóg landrými, hreint loft og vatn
og duglegt og vel menntað fólk, og
síðast en ekki sízt, landfræðileg lega
mitt á milli Vesturheims og Evrópu
með öflugum flug- og skipasam-
göngum.
Bæklingnum hefur verið dreift
víða um heim með aðstoð utanríkis-
ráðuneytisins, ýmissa félagasam-
taka, fyrirtækja og einstaklinga.
Hefur verið gerður góður rómur að
þeim upplýsingum, sem þar er að
finna. Þegar em famar að berast
fyrirspumir frá fjarlægum löndum
svo sem Indónesíu, Kýpur, Japan,
Nígeríu og Brazilíu svo og Frakk-
landi, þar sem óskað er eftir frekari
upplýsingum og lýst áhuga á sam-
starfí við íslenzk fyrirtæki.
Við emm ekki endilega að leita
að stórfyrirtækjum til þess að setja
upp stóriðjuver sín hér, þótt sjálfsagt
sé að skoða slíka möguleika ef þeir
gefast. Miklu frekar viljum við sjá
samvinnu milli íslenzkra og erlendra
„Islendingar mega ekki
fjárfesta í útlöndum, við
megurn ekki taka upp
tékkheftið og greiða er-
lenda vöru til innflutn-
ings án þess að sækja
um leyfi og fá reikninga
bankastimplaða og
svona mætti lengi telja.“
fyrirtækja á jafnréttisgrundvelli, þar
sem hluti af framleiðslunni fer fram
á Islandi, en hluti hennar erlendis.
Ennfremur alhliða verzlunar- og við-
skiptasamstarf milli íslenzkra og
erlendra fyrirtækja, þar sem hluti af
starfinu færi fram hér jafnt og er-
lendis.
Hér er um mikinn og óplægðan
akur að ræða, sem gæti gefið okkur
ríkulegan ávöxt. Reyndar tel ég, að
ef öllum þeim kröftum, fjármunum,
ferðalögum, fundarhöldum m.m.,
sem ríkisvaldið hefur eytt í stóriðju-
drauginn, hefði verið varið til þess
að styrkja íslenzka iðnrekendur og
íslenzka verzlunarmenn til þess að
leita eftir samvinnu við erlend fyrir-
tæki á jafnréttisgrundveili, hefði það
skilað miklu betri árangri. Svo ekki
sé talað um, ef ríkisvaldið vildi skapa
verzluninni og iðnfyrirtækjunum
jafnhagstæð ytri skilyrði og stóriðj-
unni.
Aukið athafnafrelsi
Þótt mikið hafi áunnizt við að létta
af ýmiss konar hömlum og þvingun-
um gagnvart erlendum viðskiptum
og meðferð gjaldeyris á seinni árum,
er samt margt eftir ógert. Islending-
ar mega ekki fjárfesta í útlöndum,
við megum ekki taka upp tékkheftið
og greiða erlenda vöru til innflutn-
ings án þess að sækja um lejrfi og
fá reikninga bankastimpjaða og
svona mætti lengi telja. Á síðasta
landsfundi Sjálfstæðisflokksíns var
í VETUR verða haldnir niu tón-
leikar á vegum Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík, fimm á fyrri
hluta og fjórir á þeim síðari.
Þrennir söngtónleikar verða á
dagskrá, hinir fyrstu í byrjun októ-
ber með Elly Ámeling og Rudolf
Jansen. Ian Partridge, tenorsöngv-
ari frá Bretlandi, ásamt undirieik-
ara sínum Jennifer Partridge, koma
í desember og í apríl kemur bariton-
söngvarinn William Parker ásamt
Dalton Baldwin.
Júlíus Sólnes
ályktun atvinnumálanefridar sam-
þykkt með nokkrum breytingum,
sem snerta ofangreind atriði. í álykt-
uninni segir svo m.a.: „Einstaklingum
og fyrirtækjum skal heimilt að ijár-
festa eriendis, stunda kauphallarvið-
skipti á erlendri grund og stofna til
fjárskuldbindinga erlendis jafnt og á
Islandi." Til viðbótar þessu þarf svo
að slaka á þeim hömlum, sem gilda
um íjárfestingar erlendra fyrirtækja
á íslandi.
Hér er um grundvallarbreytingu
að ræða á þeim einangrunarsjónar-
miðum, sem hingað til hafa einkennt
íslenzkt þjóðfélag. Einir sér höfum
við veigrað okkur við því að taka
þátt í hinu gífurlega fjármálaspili,
sem nú er leikið á vesturlöndum og
reyndar um allan hinn fijálsa heim.
Við höfum of lengi búið við hafta-
stefnuna og látið nágranna okkar
um að hagnast á þátttöku sinni í ijár-
málaspilinu. Margþætt samstarf
fyrirtækja í mörgum löndum er þar
orðin meginregla. Hlutar vöru eru
framleiddir hér og þar, settir saman
í einu landi, pakkað inn í öðru og
seldir í hinu þriðja. Fjármagnið
streymir fram og aftur milli land-
anna, þannig að það komi að sem
beztum notum.
Heimsverzlunarstöð
(world trade center)
Islendingar eiga velmenntaða og
duglega verzlunarmenn, sem ekki
yrði skotaskuld úr því að taka þátt
í íjármálaspilinu. Þeir iðnrekendur,
sem tekizt hefur að byggja upp blóm-
leg fyrirtæki við þær erfiðu aðstæður,
sem hér eru, ættu auðvelt með að
gerast virkir þátttakendur í sam-
starfi við erienda aðila ef þeim væru
Pétur Jónasson, gítarleikari,
verður með tónleika síðast í október
og Guðný Guðmundsdóttir og Philip
Jenkins í janúar. Trío dell’Arte,
fiðla, selló og píanó, verður hér í
nóvember og píanóleikaramir
Dmitri Alexeev og Dimitri Sgouros
í febrúar og mars. Síðustu tónleikar
vetrarins verða í maí með sellóleik-
aranum Valter Despalj og Arbo
Valdma píanóleikara. Nýir styrktar-
félagar eru velkomnir og geta skráð
sig á skrifstofu félagsins.
Tónlistarfélag Reykjavíkur:
Níu tónleikar í vetur
NY TÆKNIIÞAGU
HUSEIGENDA ■
Leggjum gólf með fljótandi gólfefni, sem réttir sig sjálft.
Efni sem stenst allar gæðakröfur sem krafist
er í íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum.
Þomar á 24 tímum og er þá rykbundið. Spar-
areina málningarumferð.
Fyrir ný sem gömul gólf. Festist vel við máluð
gólf og réttir af undir parket, flísar o.fl.
Flöfum efni sem ekki eru hál á gólf, þar sem
þess er þörf. Tilvalið á svalir, þvottahús o.fl.
Erum að taka pantanir fyrir veturinn.
Upplýsingasímar 71946 & 50313
milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 18 á kvöldin
búin sanngjörn ytri skilyrði. Löngu
er orðið tímabært að veita slíkum
aðilum fullt athafnafrelsi til slíkra
umsvifa. Þær tekjur, sem einstakl-
ingar og fyrirtæki, og þannig allt
þjóðfélagið, gætu haft af algeriega
fijálsri gjaldeyrisverzlun og verzlun
með erlend verðbréf og hlutabréf, eru
áreiðanlega langt um meiri en nokk-
um gæti órað fyrir.
Til þess að auðvelda slík viðskipti
ættum við hið bráðasta að heíja und-
irbúning að því að byggja eða koma
upp á höfuðborgarsvæðinu, hugsan-
lega á Suðumesjum í námunda við
nýju flugstöðina, heimsverzlunarstöð
(world trade center), þar sem hægt
væri að stunda hvers kyns viðskipti
við útlönd með beinu telex- og tölvu-
sambandi við allar helztu kauphallir
og verzlunarmiðstöðvar heimsins.
Þar ætti t.d. að vera hægt að kaupa
hlutabréf hjá kauphöllinni í New
York með tölvuboðum, gera samning
um afhendingu gjaldeyris eða mark-
aðsvöm, kom, kaffi o.s.frv., með
föstu framtíðarverði (futures), og
þannig mætti lengi telja. Aðalatriðið
er að rífa sig frá þeirri hugsun, að
Islendingar verði að lifa hér í hálf-
gerðri einangmn og og okkur sé
ekki óhætt að stunda viðskipti við
útlönd, án þess að ríkisvaldið og
Seðlabankinn horfi yfir öxlina á okk-
ur.
Höfundur er fommður Samtaka
sveharfélaga á höfuðborgarsvæð-
iau.
Vetrarferðir
aldraðra til
Kanaríeyja
UNDANFARIN ár hafa íslenskar
ferðaskrifstofur sameinast um
ferðir fyrir aldraða til sólarlanda
og hafa þessar ferðir verið vel
sóttar.
í ár mun Kanarí/Madeira klúb-
burinn standa fyrir ferðum til
Kanaríeyja, fyrir þá sem em orðnir
60 ára og eldri. Þar geta aldraðir
dvalið í 3 til 7 vikur og verður
íslenskur hjúkmnarfræðingur með
í ferðunum, til þess að veita öldrað-
um alla nauðsynlega aðstoð.
Fyrsta ferðin verður farin 13.
nóvember og stendur sú ferð í íjór-
ar vikur og einnig em brottfarir
2. og 8. janúar.
Þessar ferðir verða nánar kynnt-
ar á fundi á Hótel Esju (2. hæð),
á morgun, sunnudaginn 28. sept-
ember kl. 15.00. Þar mun Þórir S.
Guðbergsson flytja stutt erindi og
sýnd verður kvikmynd og litskyggn-
ur frá Kanaríeyjum.
Áskriflarsiminn er 83033