Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Tekinn upp hanskinn
fyrir Jón Þorláksson
eftirJakob F.
Ásgeirsson
Ekki kann ég að skýra hvaða hvat-
ir réðu því að í Morgunblaðsgrein á
aldarafmæli Sigurðar Nordals notar
Þorsteinn Gylfason tækifærið til þess
að halda því að alþjóð að það hafí
verið Jóni Þorlákssyni sérstakt
kappsmál að leggja niður Háskóla
íslands. Kannski er þetta einhver
pólitísk skammfeyra í sálinni.
„Árið 1924 vildi Jón Þorláksson,
sem þá var fcrsætisráðherra og
formaður Ihaidsflokksins, skerða
hag Háskólans svo ákaflega að
jafna máttí við að skólinn væri
lagður niður,“ skrifar Þorsteinn.
Síðar í grein sinni kemst hann svo
að orði, að hefði Jón Þorláksson haft
spumir af hugieiðingum Sigurðar
Nordals „um stúdentalíf, óþarfa og
ævintýri" væri„ekki að vita“ nema
honum „hefði tekizt að fá stofnun-
ina afnumda að meira eða minna
leytí“! (Auðk. hér.)
Fyrst er þess að geta að Jón Þor-
láksson var alls ekki forsætisráðherra
1924; hann varð ekki forsætisráð-
herra fyrr en við lát Jóns Magnússon-
ar sumarið 1926. Reyndar var
íhaldsstjómin ekki tekin við völdum
þegar Jón Þorláksson flytur frum-
varp það sem Þorsteinn er að vísa
til, hann lagði það fram í eigin naftii
— og ráðuneyti Sigurðar Eggerz þá
við stjómvölinn.
Þingið 1924 hefur Iöngum verið
kennt við spamað og kallað „spam-
aðarþingið 1924“. Þá þóttu horfur
ískyggilegar í íslenskum þjóðarbú-
skap eftir vond ár á undan — og
mikill og óvanalegur samhugur varð
með þingmönnum. Allir sem einn
lögðu þeir sig fram um að benda á
leiðir til að draga úr útgjöldum ríkis-
ins. Kom þá fækkun embættismanna
strax til álita. Á þingunum 1923—24
voru flutt allmörg stjómar- og þing-
mannafrumvörp um fækkun ýmissa
embætta, svo sem um afnám bisk-
upsembættis og landlæknisembættis,
fækkun sýslumanna, sameiningu
embættis yfirskjalavarðar og lands-
bókavarðar, fækkun hæstaréttar-
dómara, afhám sendiherraembættis
í Kaupmannahöfh — og einn liður í
þessari einstæðu spamaðarviðleitni
var frumvarp Jóns Þorlákssonar um
breytingu 'á lögum frá 1909 um
stofriun Háskóla íslands.
í grein Þorsteins Gylfasonar eru
upplýsingar um fjölda nemenda og
kennara í Háskólanum á þessum
ámm: „Þama eru 22 kennarar, á
embættislaunum, iesandi yfir 113
stúdentum," segir Þorsteinn um árið
1922. í stuttu máli fólst það eitt í
frumvarpi Jóns Þorlákssonar að
fækka föstum kennaraembættum við
Háskólann um 3, en eftir sem áður
hefði Háskólastjómin heimild til að
ráða menn til stundakennslu eftir
þörfum. í greinargerð með frum-
varpinu sagði Jón:
„Fjárhag landssjóðs er nú svo
komið, að telja má ókleift að rétta
hann við nema gripið sé til allra
þeirra úrræða samtímis, sem nota
mætti í því skyni. Þótt reynt sé í
bili að stöðva tekjuhallann með því
að fella niður allar verklegar fram-
kvæmdir, þá er einsætt, að þjóðin
muni ekki geta unað því til iang-
frama, en þá verður líka nú þegar
að hugsa fyrir niðurfærslu útgjald-
anna á öðmm sviðum, svo sem með
fækkun embætta. Þótt sú leiðin geti
ekki leitt til stórkostlegs spamaðar
þegar í stað, þá verður engu að síður
að taka nú þegar ákvarðanir í því
efni, til þess að landssjóður geti aftur
byijar verklegar framkvæmdir og
aukið þær eftir því, sem spamaðurinn
af embættafækkuninni kemur fram.“
Með þetta að leiðarljósi gerði Jón
Þorláksson tillögu um eftirtaldar
breytingar á kennsluhaldi Háskólans:
1. Lagt skyldi niður eitt prófessors-
embætti við guðfræðideild og
kæmi kennsla og þátttaka í há-
skólastjóm af biskups hálfu í þess
stað. (Tryggvi Þórhailsson hafði
áður flutt frumvarp sama efriis.)
2. Lagt skyldi niður dósentsembætti
í klassískum fræðum. (Pmmvarp
sama efnis höfðu áður flutt þeir
Tryggvi Þórhallsson, Jömndur
Brynjólfsson og Bemharð Stef-
ánsson.)
3. Lagt skyldi niður prófessorsem-
bætti í hagnýtri sálarfræði. (Áður
höfðu Jömndur Brynjólfsson,
Bemharð Stefánsson og Ingólfur
Bjamason lagt fram frumvarp
sama eftiis.)
4. Lagt skyldi niður eitt af þremur
Jakob F. Ásgeirsson
„Ekki kann ég að skýra
hvaða hvatir réðu því að
í Morgunblaðsgrein á
aldarafmæli Sigurðar
Nordals notar Þorsteinn
Gylfason tækifærið til
þess að haldaþví að al-
þjóð að það hafi verið
Jóni Þorlákssyni sér-
stakt kappsmál að leggja
niður Háskóla Islands.
Kannski er þetta einhver
pólitísk skammf eyra i
sálinni.“
prófessorsembættum við laga-
deild.
5. í stað tveggja prófessora í
íslenskri málfræði og sögu skyldi
koma 1 prófessor og 1 dósent.
Þá gerði frumvarpið ráð fyrir sam-
einingu laga- og heimspekideildar,
því: „Vegna skipulags háskólans
virðist naumast fært að hafa neina
háskóladeild svo fáskipaða, að þar
séu einungis 2 kennarar. En eftir
frumvarpið verða einungis 2 fastir
kennarar í núverandi lagadeild, og
eftir ákvæðinu um kennarana í
íslenskum fræðum, getur það komið
fyrir, að ekki verði ávallt fleiri en 2
kennarar í núverandi heimspekideild.
Af þessum ástæðum fer frumvarpið
fram á að sameina þessar 2 háskóla-
deildir í eina,“ segir í greinargerðinni
með frumvarpinu.
í framsöguræðu sinni sagði Jón
Þorláksson að sér væri reyndar ekki
fast í hendi að sameina laga- og
heimspekideild ef sú tillaga mætti
andstöðu þingmanna. Hann kvað það
skoðun sína, að Háskólanum væri
„alls ekki mein“ að þeirri fækkun
kennaraembætta sem hann lagði til
og bætti við: „Því ég tel háskólanum
sjálfum muni hentugra að setja þar
heldur nokkra aukakennara, eftir
þörfum, en fullskipa föstum embætt-
ismönnum í hveija deild. Þessu til
stuðnings nægir að vísa til þess, að
þetta fyrirkomulag hefur mikið verið
notað í læknadeild háskólans og gef-
ist vel.“
Frumvarpið fékk hinar bestu við-
tökur í neðri deild, svo sem þessi orð
Tryggva Þórhallssonar vitna um: „Ég
tek það strax fram, að mér þótti
mjög vænt um þetta frumvarp og
anda þess, sem að baki liggur og ég
vona, að á bak við það standi sterk
öfl frá báðum aðalflokkunum, um
að gera nú alvarlegar tilraunir til
embættafækkunar"
Hafa ber hugfast að í þennan tíma
var sá skilningur ríkjandi að Háskól-
inn væri fremur „kennslustofnun"
en „fræðasetur". Kom það t.d. glögg-
lega fram í ræðu Ásgeirs Ásgeirsson-
ar, þáverandi formanns menntamála-
nefndar neðri deildar, við
umræðumar um frumvarp Jóns:
„Það má með miklum rétti segja um
Kosið á morgun í Breiðsholtssókn:
Þrír prestar í kiöri
PRESTSKOSNING verður í
Breiðholtssókn á sunnudaginn,
28. september. Sr. Lárus Hall-
dórsson, sem verið hefur
sóknarprestur þar í rúm 14 ár
mun láta af störfum 31. októ-
ber nk. Umsækjendur um
embætti sóknarprests nú eru
þrír, þeir sr. Gísli Jónasson,
sóknarprestur í Vík í Mýrdal,
sr. Guðmundur Karl Ágústsson,
sóknarprestur í Ólafsvík, og sr.
Guðmundur Órn Ragnarsson,
farprestur. Hafa þeir messað í
Breiðholtsskóla þrjá undan-
farna sunnudaga.
Sr. Gísli Jónasson
Sr. Gísli Jónasson er 34 ára,
sonur sr. Jónasar Gíslasonar, dós-
ents við guðfræðideild Háskóla
Islands, og eiginkonu hans, Am-
fríðar Ammundsdóttur. Eigin-
kona Gísla er Ámý Albertsdóttir,
tryggingafulltrúi við sýsluskrif-
stofuna í Vík í Mýrdal, og eiga
þau þijár dætur, Ingibjörgu 9
ára, Friðbjörgu 7 ára og Margréti
Ingu 2 ára.
Gísli lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vorið 1972 og embættisprófi í
guðfræði frá Háskóla íslands vor-
ið 1977. Auk þess hefur hann á
undanfömum ámm sótt nokkur
námskeið og ráðstefnur vegna
bama- og unglingastarfs í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð.
Gísli var skólaprestur með að-
setur í Reykjavík á árunum
1977-1981 og hefur verið sóknar-
prestur í Vík í Mýrdal frá 1981.
Á námsárunum starfaði hann
m.a. tvö sumur við sumarbúðir
kirkjunnar í Skálholti, tvö sumur
við meðferð geð- og áfengissjúkra
á Kleppsspítalanum og sumarið
1975 var hann framkvæmdastjóri
hins fjölmenna Norræna stúd-
Sr. Gísli Jónasson
entamóts sem haldið var í
Laugardalshöll. Þá hefur hann
einnig fengist nokkuð við kennslu-
störf.
Sr. Guðmundur Karl
Ágiistsson
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson
er 33 ára, sonur Karls Guðmunds-
sonar, brunavarðar og eiginkonu
hans, Ástríðar Hafliðadóttur, sem
vinnur á dagdeild Sjálfsbjargar í
Hátúni. Eiginkona Guðmundar
Karls er Hjördís Birgisdóttir,
hjúkrunarfræðingur og eiga þau
tvo sjmi, Ágúst Karl 6 ára og
Birgi Om 5 ára.
Guðmundur Karl lauk prófi úr
5. bekk Lindargötuskóla 1971,
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1975 og
kandid atsprófi í guðfræði frá
Háskóla íslands vorið 1980. Á
skólaárum sínum vann hann hjá
Reykjavíkurborg og á mennta-
skólaárunum á eyrinni og þá
aðallega hjá Togaraafgreiðslunni.
Á háskólaárum sínum vann hann
Sr. Guðmundur Karl Agústsson
hjá Slökkvistöð Reykjavíkur á
sumrin.
Hann var vígður til Ólafsvíkur-
prestakalls 11. janúar 1981 og
hefur starfað þar síðan. Undir það
prestakall heyra Gufuskálar, Hell-
issandur, Rif, Ólafsvík og Fróðár-
hreppur. Guðmundur Karl hefur
einnig stundað kennslu við Grunn-
skóla Ólafsvíkur.
••
Sr. Guðmundur Orn
Ragnarsson
Sr. Guðmundur Öm Ragnars-
son er 39 ára, sonur Ragnars
Kjartanssonar, myndhöggvara og
konu hans Katrínar Guðmunds-
dóttur, bankafulltrúa. Eiginkona
Guðmundar er Jónína Lára Ein-
arsdóttir, grafiklistamaður. Þau
eiga þrjá syni, Bjartmar Orra 16
ára, Biynjar Frosta 15 ára og
Jökul Tandra 5 ára.
Guðmundur Öm lærði prent-
setningu 1963-1967 íPrentsmiðj-
unni Hólum hjá Hafsteini
Guðmundssyni og í Iðnskólanum
í Reykjavík. Hann lauk stúdents-
Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson
prófi frá Menntskólanum í
Hamrahlíð árið 1972 og kandíd-
atsprófi í guðfræði haustið 1978.
Guðmundur Öm starfaði um
skeið sem prentsetjari í Ríkis-
prentsmiðrjunni Gutenberg og
vann auk þess við sumarafleys-
ingar í Félagsprentsmiðjunni,
Prentsmiðju Þjóðviljans og Prent-
smiðju Morgunblaðsins. Hann
vann við sumarafleysingar f lög-
reglunni í Reykjavík og við
stundakennslu við Iðnskólann í
Reykjavfk samhliða háskólanámi.
Hann var sóknarprestur á Raufar-
höfn frá hausti 1978 til vors 1984,
en hefur síðan verið farprestur
Þjóðkirlqunnar. Sem slfkur hefur
hann þjónað í Mosfellssveit,
Njarðvík, Útskálum, Vestmanna-
eyjum, Kópavogi (Kársnesi) og
Árbæjarhverfi í Reykjavík.
3232 á kjörskrá
Prestkosningin fer fram i
Breiðholtsskóla frá kl. 10 f.h. til
kl. 23 að kvöldi. Kjördeildir verða
tvær og er raðað í þær eftir staf-
rófsröð gatnanna. Þeir sem búa
við götur frá Blesugróf að Grýtu-
bakka eiga að kjósa í kjördeild
1, en íbúar við götur frá Hjalta-
bakka að Þangbakka eiga að
kjósa í kjördeild 2. í kjörsókn eiga
sæti: Sigurður Albert Jónsson,
Sigþór Sigþórsson og Unnur Júlí-
usdóttir.
Á kjörskrá em 3232 og skal
athygli vakin á því að sóknarböm
sem náð hafa 16 ára aldri hafa
kosningarétt. Til þess að kosning-
in teljist lögmæt þarf kjörsókn að
vera 50% hið minnsta. Hvetur
safnaðarnefnd sóknarfólk því til
að notfæra sér kosningarétt sinn
með því að fara á kjörstað og
kjósa. Atkvæði verða talin á skrif-
stofu biskups fimmtudaginn 2.
október.
Kirkjan sýnd
Á kosningadaginn verður
Breiðholtskirkja til sýnis milli kl.
14 og 17. Kirkjusmiðurinn, Öm
Erlendsson, verður þá í kirkjunni
og mun hann skýra út og kynna
byggingarframkvæmdir. Einnig
verða þar konur úr Kvenfélagi
Breiðholts með heitt kaffi á könn-
unni.
Er markvisst stefnt að því að
kirkjan verði tekin í notkun sem
allra fyrst. Opinberir styrkir og
lán til kirkjubygginga nema að-
eins litlum hluta af heildarkostn-
aði við kirkjubyggingar.
Mismunurinn er greiddur með
frjálsum ^árframlögum sóknar-
barnanna og annarra velunnara.
Öll teljum við sjálfsagt að geta
leitað í kirkju með athafnir eins
og skím, fermingar, giftingar og
jarðarfarir eða á öðrum stundum
þegar við sjálf teljum okkur þurfa,
segir safnaðamefndin. En kirkja
byggist ekki af sjálfu sér. Fyrir-
sjáanlegt er að sú áætlun að taka
kirkjuna f notkun á komandi vetri
mun ekki geta staðist nema til
komi verulega aukin fjárframlög.
Fjáröflunamefnd kirlcjunnar hef-
ur látið útbúa barmmerki sem
seld verða á kjördag. Einnig em
í undirbúningi fieiri fjáröflunar-
leiðir og er þess vænst að sóknar-
böm bregðist vel við þegar til
þeirra verður leitað, segir í frétt
frá safnaðamefnd.