Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 23 borið við það sem gengur og gerist í Fleet Street. í fyrsta lagi mun blaðið ekki þiggja neinar fríar ferð- ir frá fyrirtækjum, ferðaskrifstofum eða stjómvöldum. Það að þiggja slíkar ferðir er „lágkúrulegasta hliðin á breskri blaðamennsku", segir Whittam Smith. I öðru lagi mun blaðið verða það eina, sem tekur ekki þátt í því kerfi óopinbers upplýsingastreymis, sem viðgengist hefur í Bretlandi, í formi funda með háttsettum embættis- mönnum, þar sem blaðamenn eru settir inn í gang mála. Það er til- skilið að heimildarmanna sé ekki getið noti blaðamenn þessar upplýs- ingar í fréttaskrifum sínum. Whitt- am Smith kallar þetta kerfí „ræsi“ og segir að það sé notað til „mann- orðsmorða". Upplausn rikir í blaðaheiminum í Bretlandi og það hefur gert Whitt- am Smith auðveldara um vik að afla blaðinu góðra starfskrafta. Fjöldi blaðamanna hefur yfírgefíð The Times og The Sunday Times frá því Murdoch eignaðist þau, þar sem þeim ofbauð hægri slagsíðan sem blöðin fengu á sig og hrakandi vandvirkni blaðamanna. Þá hefur nýja blaðinu tekist að fá til liðs við sig fjölmarga af blaðamönnum The Daily Telegraph, sem er stærsta morgunblað Bretlands og kemur út í 1,15 milljónum eintaka. Blaðið hefur tapað lesendum að undan- fömu vegna andleysis og ákafs stuðnings við íhaldsflokkinn, sem ekki fellur í kramið hjá yngri lesend- um. Þá hefur blaðið fengið sex blaðamenn frá dagblaðinu The Fin- ancial Times og þijá frá vikublaðinu The Economist, en hvom tveggja þessara blaða njóta einna mestrar virðingar breskra blaða erlendis. Jonathan Fenby, yfírmaður fréttastofu The Economist í Bonn er einn þeirra blaðamanna sem hef- ur ákveðið að ganga til liðs við The Independent, þó hann telji The Eco- nomist besta tímaritið sem gefíð sé út á enska tungu. Hann segir: „Blaðamenn í Englandi hafa setið og kvartað jrfír ástandinu í Fleet Street. Nú er tækifæri til að breyta hlutunum. Ef við grípum það ekki þá emm við að fallast á að Murdochar og Maxwellar þessa heims hafí á réttu að standa." í upphafí er gert ráð fyrir að The Independent komi út í 650 þúsund eintökum, en gert er ráð fyrir að þegar mesta forvitnin verði úr sög- unni í febrúar á næsta ári verði upplagið 320 þúsund og vaxi síðan upp í 365 þúsund síðar á árinu. Það upplag stendur vel undir kostnaðin- um af útgáfunni. Sumir samkeppnisaðilar halda því hins vegar fram að blaðið muni eiga í erfíðleikum með að ná 200 þúsund eintaka útbreiðslu fyrsta árið sem það kemur út. Öryggisráðstafanir vegna Asíuleikanna Ríkisstjórnin í Suður-Kóreu hefur gert gifurlegar öryggisráð- stafanir vegna Asiuleikanna er hófust í Seoul sl. laugardag og eru vopnaðir lögregluþjónar á liverju strái. Miklu skiptir að vel takist til, þar sem litið er á leikana sem nokkurs konar lokaæf- ingu fyrir sumarólympíuleikana 1988 sem fram eiga að fara í Seoul. Heimsmeistaraeinvígið: Tuttugustu skákinni frestað til mánudags Leningrad, AP. ÁSKORANDINN Anatoly Karpov tók sér lokafrest í gær í heims- meistaraeinvíginu í skák, en þá var 20. skákinni frestað til mánudags. Karpov hefur unnið þrjár skákir í röð og eru þeir nú jafnir að vinn- ingum, hann og heimsmeistarinn Garri Kasparov með 9 '/2 vinning hvor, en fimm skákir eru eftir af einvíginu. Frestun á skákinni í gær þýðir, stendur Kasparov í reynd betur, þvi að tefla verður síðustu fimm skákir einvígisins viðstöðulaust, þar sem báðir keppendurnir hafa nýtt sér frestunarheimildir sínar til fulln- ustu, það er þrisvar sinnum hvor. Þrátt fyrir það að keppendumir eru nú jafnir að vinningum, þá að honum nægir jafntefli í einviginu í heild til þess að halda heimsmeist- aratitlinum. Karpov verður því að fá að minnsta kosti þijá vinninga út úr þeim fímm skákum, sem eftir eru, til þess að vinna aftur heims- meistaratitilinn. UNESCO: Hollendingar hóta að hætta Sameinuðu þjóðunum, AP. HANS van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, sagði f fyrradag, að Hollendingar kynnu að draga sig út úr UNESCO, Menningarmála- stofnun SÞ, ef ekki verður staðið við að gcra þær umbætur, sem lofað hefur verið. I ræðu, sem Broeck flutti á 41. allshetjarþingi SÞ, sagði hann, að Hollendingar hefðu miklar áhyggj- ur af hve seint gengi að koma í framkvæmd breytingunum, sem samþykktar voru í Sofía í Búlgaríu á fyrra hausti. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hætt þátttöku í UNESCO og halda þeir því fram, að þar sé mikil óstjóm auk þess sem meirihluti aðildarríkj- anna hafi þá reglu að vera á móti Vesturlöndum í flestum málum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! láttu VARMO snjóbræðslukerfið létta þérjífið næsta vetur „VARMO" SÖLUAÐILAR BYKO BB JL BYGGINGAVÖRUR KB K.S. KHB K.ÞÓR K.S. JARN & SKIP NVBÝIAVEGI 6, KÖPAV0GI NETHYL 2. R. HRINGBRAUT 120, R. B0RGARNESI sauðArkróki EGILSSTÖÐUM HELLU KEFlAVlK I0G ÚTIBO GRINDAVlK) BYKO K. AUÐUNSS0N JL BYGGINGAVÖRUR RÖRVERK KEA KASK k.A. STOÐ DALSHRAUNI 15. HAFNARFIRÐI GRENSÁSVEGI 8, R STORHÖFÐA, r ÍSAFIRÐI AKUREYRI (0G ÚTIBÚI) HÖFN H0RNAFIRÐ! SELF0SSI porlAkshofn BB VATNSVIRKINN mAlningarpjónustan KF. HÚNV. KÞ KR g.A.b. SUÐURLANDSBRAUT 4, R. ÁRMÚLA 21, R. AKRANESI BLÖNDUÖSI HÚSAVlK HV0LSVELLI SELF0SSI VARMO - Snjóbræðslurör og tengi fyrir íslenska veðráttu VARMO söluaðilamir ráileggja þýr að lesa Varmo kynningarbældinglnn áður en þú ákveður snjóbræðslukerfia_________(Mlingurinn liggtr frammi hji silMÍilum) g SAMSUNG MYND Tilvalinn í sumarbústaðinn, • Hraóspólun. bátinn, langferðabílinn l Bakspóiun. og sem aukatæki • Sjálfvirk endurtekning. ^ hCÍmÍIÍIlU 220 volt. Einnig hægt að tengja við 12 volta rafgeymir. Aðeins 23.900 stgr. VELDU SAMSUIMG - ÞAD ER ÖRUGGARA Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 6-22-0-25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.