Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 ffclk í fréttum Hvarvetna sem Lisbet Palme fór í litla bænum Muchos söfnudust þorpsbúar að henni og tjáðu henni samúð og virðingu. Lisbet Palme fagnað á forn- um slóðum í Grikklandi að ríkti alveg sérstök stemmn- ing í litla bænum Mochos á grísku eyjunni Krít þegar fyrrver- andi forsætisráðherrafrú Svíþjóðar, Lisbet Palme, kom þangað í heim- sókn nýverið. Muchos var árum saman griða- staður þeirra hjóna Lisbet og Olofs Palme, en þar tóku þau sér frí frá erilsömu lífi þegar færi gafst. En eins og allir muna var Olof Palme myrtur að konu sinni ásjáandi í vetur sem leið og hefur enn ekki tekist að hafa uppi á þeim sem það vorðaverk framdi. Tengsl Palme við Grikkland voru meiri en þau, að hann kysi að taka sér frí þar, því hann var einnig með ötulustu baráttumönnum fyrir lýð- ræði og mannréttindum þar í landi meðan herforingjastjórnin var þar við völd. Þetta er í fyrsta skipti sem Lis- bet Palme kemur til Grikklands síðan maður hennar var veginn og móttökumar sýndu að Grikkir hafa engu gleymt. „Það er yndislegt að fínna alla þá hlýju, sem fólk hér hefur sýnt mér og að það skuli muna svona vel eftir mér,“ sagði Lisbet Palme, hrærð yfír alúðlegum móttökum þorpsbúa. Það er ekki lengra síðan en í fyrra, að þau hjónin dvöldu í Muc- hos og það ár vom þau gerð að heiðursborgurum bæjarins, auk þess sem bæjarráð færði þeim að gjöf 200 ára gamalt hús, er hlaut heitið Villa Palme. Þar hlökkuðu Palme-hjónin til að eyða mörgum sólríkum dögum í félagsskap bæj- arbúa, sem þau höfðu ákaflega gott samband við. En margt fer öðruvísi en ætlað er og nú, aðeins ári seinna, hefur Lisbet snúið aftur til þessa griða- staðar, í þetta sinn sem ekkja þess erlenda stjómmálamanns sem Grikkir höfðu í hvað mestum háveg- um. Hún gekk um bæinn, spjallaði við íbúana, sem hópuðust út á götumar til að hylla hana og heim- sótti borgarstjórann, en á skrifstofu hans hangir mynd af Olof Palme á heiðursstað. Með Lisbet í förinni var önnur forsætisráðherrafrú, Margarita Papandreou, eiginkona núverandi forsætisráðherra Grikklands, Andreas Papandreou. Dvöldu þær vinkonumar í viku á Krít og rifjuðu upp gamlar og góðar minningar frá uppáhaldseyju Palme-hjónanna. Lisbet hélt einnig ræðu, þar sem hún hélt á lofti hugsjónum manns síns um frið og frelsi og sagðist tvímælalaust ætla að halda tryggð við staðinn þótt hún yrði nú að gera það ein. Hjá borgarstjóranum hangir stór mynd af Olof Palme, en þau hjón voru heiðursborgarar bæjarins ogþáðu í fyrra að gjöf 200 ára gamalt hús, er var j sldrt Villa Palme. Ekkja Palmes gaf sér góðan tíma til að spjalla við gamla vini. Jennifer Rush Enginn kannaðist við Jennifer Rush Jennifer Rush gerði stormándi lukku í fyrra með laginu „The Power of Love" og síðar með lögunum „Ring of Ice“ og „Madonna’s Eyes“. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjun- um, en náði ekki að skjóta sér upp á stjömuhimininn þar og reyndar var Bandaríkjamönnum alls ekkert kunnugt um frægð hennar í Evrópu fyrr en hún kom fram í viðtalsþætti Johnny Carson fyrr á árinu. En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir máltækið og sannaði Jennifer það heldur betur. Eftir að hafa átt einn vinsælasta ástaróð allra tíma í Bretlandi, snéri hún heim til Kanalands og ætlaði heldur beturað næla sér í góðan samning hjá CBS-plötufyrirtækinu. „Ég fékk ekki plötusamning í Bandaríkjunum í fyrstu og fór því til Þýskaíands, þar sem faðir minn hefur búið um skeið. Þegar svo allt gekk upp í Evrópu, fór ég aftur heim og þóttist ætla að sigra Ianda mína. Þegar ég gekk inn til CBS-plötufyrirtækisins, fékk ég gullhamra á borð við „Mik- ið talarðu góða ensku,“og „Hvers konar vegabréfsáritun er í passanum þínum?“. Ég varð alveg óð og spurði þá hvort þeir væru á lyfjum eða eitthvað — ég ólst nú upp í næsta nágrenni plötuútgáfunnar," segir Jennifer. Jennifer gekk í skóla á vesturhluta Manhattan-eyju í New York og lagði m.a. stund á fíðluleik í áraraðir. Hún nam einnig söng og píanóleik og segist hún hafa verið heilaþveg- in af föður sínum, sem ákvað að hún ætti að verða tónlistar- maður. Jennifer er alls ekki eins hæversk og lítillát í framkomu, eins og lög hennar gefa til kynna og segir hún meira að segja sjálf að henni liggi oft hátt rómur. „Ég reyki og drekk og öskra mjög mikið," segir Jennifer. „En þegar ég er á hljómleikaferðalögum, reyni ég oftast að þegja og hvíla röddina á milli tónleika." Jennifer byijaði að vinna fyrir sér 17 ára gömul og lét það aldrei á sig fá þótt útgáfufyrirtæki tækju uppástungum hennar um plötusamning fálega. „Það er ekki hægt að kæfa draum á einum degi,“ segir hún. „Ég átti enga peninga og fékk fá tækifæri til að spreyta mig. Ég gafst hins vegar ekki upp og draumurinn um að einhvem daginn myndi koma betri tíð með blóm í haga héit mér gangandi um langt skeið. Það hefur tekið mig sjö ár að vinna mig upp í tónlistarheiminum og það eru ekki nema tvö ár síðan ég og kærastinn áttum heima í pínulítilli íbúð og áttum varla fyrir leigunni.“ Kærasti Jennifer er einnig bandarískur, en er búsettur í Þýskalandi. Hún segir að hann hafi gefíð henni hugmyndina að „Power of Love“. „Ég samdi lagið til hans og hann er alsæll yfir viðtökun- um sem það hefur fengið." Jennifer segir að eini veikleiki hennar sé spaghetti. Hún er svo áfjáð í pasta að þegar hún átti frí í einn dag á hljóm- leikaferð um Þýskaland pantaði hún spaghetti-skammt fyrir tvo upp á hótelherbergi sitt. „Ég Iokaði baðherbergishurðinni þegar þjónninn kom upp með matinn, til að hann héldi að það væri einhver þar inni. Svo hrópaði ég: „Þetta er allt í lagi, þú getur komið út núna.“ Þjónninn lagði á borð fyrir tvo og fór, en ég át úr báðum skálunum. Ég skammaðist mín svo fyrir þetta spag- hetti-æði að nú ætla ég bara að borða tómata og drekka diet-kók með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.