Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Fimmtudags-
leikritið
Kappinn að vestan eftir John M.
Synge, þýðandi Böðvar Guð-
mundsson, leikstjóri Stefán Baldurs-
son. Leikendun Edda Heiðrún
Backmann, Kristján Pranklín Magn-
ússon, Erlingur Gíslason, Karl Ágúst
Úlfsson, Kristbjörg Kjeld, Jón Sigur-
bjömsson, Kjartan Bjargmundsson,
Flosi Ólafsson, María Sigurðardóttír,
Rósa Þórsdóttir, Lilja Þórisdóttir,
Helga Þ. Stephensen og Grétar Skúla-
son. Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri
flytur formálsorð. Leikurinn Kappinn
að vestan gerist í sveit á írlandi þar
sem fábreytni sveitalífsins er rofín
kvöld nokkurt er ókunnur maður birt-
ist illa til reika á kránni. í ljós kemur
að hann hefur, að eigin sögn, myrt
föður sinn og er nú á flótta undan
lögreglunni. Hetjuskapur hins ókunna
manns hefur djúp áhrif á heimamenn,
einkum konumar sem hafa orðið að
búa við sáran skort á afreksmönnum
þar í sveitinni. Hleypur þeim því held-
ur betur kapp í kinn, heimaölnum
piparsveinum til mikillar armæðu.
Kappinn
Ég rek ekki frekar pistil leiklist-
ardeildarinnar er boðaði frumflutn-
ing fimmtudagsleikritsins Kappinn
að vestan, er nefnist á frummálinu
The Playboy of the Westem World,
en verk þetta er nánast hluti af
klassískri efnisskrá atvinnuleikhúsa
og svo er það gjaman lesið í vestur-
lenskum háskólum. í það minnsta
las ég þetta verk á sínum tíma
undir leiðsögn bresks leikhúss-
fræðings og hafði bara gaman af.
En þrátt fyrir að ágætlega tækist
til með flutning „Playboysins" nú á
fímmtudagskveldið hafði ég ekki
eins gaman af því og glímunni við
frumtextann. Böðvar var hér nátt-
úrlega í afskaplega erfíðri aðstöðu,
málfar Synge er mjög persónulegt,
enda sprottið úr heimi írskra goð-
sagna og sveitamennsku. Fannst
mér Böðvar Ieita full mikið til blóts-
yrða er hann reyndi að snara Synge.
Þýðendur verða að gera sér ljóst
að áhrifamáttur magnaðs texta er
ekki hvað síst fólginn í hófstillingu
og aga. En Irar eru nú einu sinni
svolítið sér á báti.
Stefnan
Annars nenni ég ekki að fjalla
hér frekar um frammistöðu leikar-
anna, þeir léku allir vel yfír
meðallagi eftir því sem gerist í út-
varpsleikhúsinu en þó var Jón
Sigurbjömsson sýnu bestur sem
pabbi söguhetjunnar. Blótsyrðin
hljómuðu sannfærandi í munni Jóns
og andartak nálgaðist lesandinn
þann raunveruleika er hinn löngu
liðni John Millington Sjmge
(1871—1909) freistaði að lýsa.
Kannski lék Jón Sigurbjömsson svo
dægilega vegna þess að hann kóm
eins og skrattinn úr sauðarleggnum
í útvarpsleikhúsið hans nafna síns.
Þau Karl Ágúst, Erlingur, Gísli,
Flosi og Kristbjörg Kjeld fara senn
að tiiheyra útvarpsfamilíunni sem
mægist væntanlega Iðnó-familí-
unni, hver veit. Annars var Karl
Ágúst prýðilega fimur í hlutverki
kappans að vestan og Edda Heiðrún
Backmann lofar góðu. Ætli hún
giftist ekki senn inn í Iðnó-familí-
una, getiði tvisvar: Stefán Baldurs-
son. Engin plata í verðlaun hér.
Jæja, Jón, hvenær á nú að hverfa
frá þessum ^leiklistarfræðaglans-
númerum"? I viðtækinu hjá mér
hljómar hið ágæta lag Skriðjökla
Er ekki kominn tími til að tengja?
Textinn er náttúrulega bull en bráð-
skemmtilegur engu að síður.
Þannig er um að gera að skjóta inn
í efnisskrána léttum og jafnvel
léttgeggjuðum leikritum er lyfta
ygglibrún. Klassíkin getur gengið
af venjulegu fólki steindauðu sé
henni ekki stillt í hóf.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
(Jr myndinni Laumufarþegar.
Laumufarþegar
■■■■ í kvöld verður
O "I 05 sýnd í sjónvarp-
A inu bandaríska
bíómyndin „Laumufar-
þegar", sem gerð var árið
1931. Með aðalhlutverkin
í þessari mynd fara hinir
óviðjafnarlegu Marx-bræð-
ur Groucho, Harpo og
Zeppo. Þeir bræður gerast
laumufarþegar um borð á
risaskipi á leið vestur yfír
haf. Ekki líður á löngu þar
til yfirmenn skipsins fá
veður af þessum aðskota-
dýrum og hefst þá mikil
leit og eltingarleikur sem
berst víða.
Rás 2:
Tveir gítarar,
bassi o g tromma
■■■■ í dag, laugar-
1 n 03 dag, hefur
• göngu sína á rás
2 ný þáttaröð í umsjá Svav-
ars Gests. Þættimir nefn-
ast „Tveir gítarar, bassi og
tromma" og í þeim mun
Svavar rifja upp sögu
íslenskra popphljómsveita í
tali og tónum. Heiti þátt-
anna er að sjálfsögðu
fengið úr hljóðfæraskipan
þeirri er einkenndi íslensk-
ar hljómsveitir sem erlend-
ar, á „Bítlatímabilinu"
svonefnda. Þessir þættir
Svavars Gests varða á dag-
skrá rásar 2 eitthvað fram
eftir vetri.
■■■■ Þátturinn Sinna
1 Q 50 er 30 þessu
J.O” sinni, að mestu
leyti, helgaður þeim lista-
viðburðum sem hæst ber
um helgina. Þar ber fyrst
að nefna sýningu á verkum
Edvards Munchs, sem opn-
uð verður í dag, laugardag,
í Norræna húsinu. Sagt
verður frá ævi og list
Munchs og í því sambandi
rætt við Sigrúnu Proppé,
Sinna
listþerapist, og Ame Egg-
um forstöðumann Munch
safnsins í Noregi.
Einnig verður kynnt
dagskrá Norrænna Músík-
daga sem hefst í dag með
tónleikum Sinfoníuhljóm-
sveitarinnar í Háskólabíói.
Á sunnudaginn verður
frumflutt á Islandi nýtt
tónverk eftir Áma Harðar-
son. Árni kynnir tónverkið
og flytjenduma. Sigurður
A. Magnússon flytur leik-
húsgagnrýni vikunnar og
ljallar þá um frumsýningu
Þjóðleikhússins á verki
Ragnars Amalds „Upp-
reisnin á ísafirði".
Einnig mun Hinrik
Bjamason, dagskrárstjóri,
greina frá áætlunum
ríkisútvarpsins um fjölfold-
un á efni þess til sölu eða
leigu fyrir notendur.
UTVARP
LAUGARDAGUR
27. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.30 Morgunglettur. Létt
tónlist.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurtregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Lesiö úr forystugreinum
dagblaöanna.
8.45 Nú er sumar. Hildur
Hermóðsdóttir hefur ofan
af fyrir ungum hlustendum.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.20 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Morguntónleikar
a. Píanósónata nr. 2 í b-
moll op. 35 eftir Frédéric
Chopin. Ivo Pogorelich leik-
ur.
b. Rapsódía nr. 1 eftir Béla
Bartók. Maria Kliegel og
Ludger Maxsein leika á
selló og píanó.
11.00 Frá útlöndum. Þáttur
um erlend málefni í umsjá
Páls Heiðars Jónssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar. Af stað —
Sigurður T. Björgvinsson
sér um umferðarþátt.
13.50 Sinna. Listir og menn-
ingarmál liðandi stundar.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
15.00 Miðdegistónleikar
a. „Finngálknshellir", for-
leikur op. 26 eftir Felix
Mendelssohn. Filharmoníu-
sveitin leikur; Eugene
Ormandy stjórnar.
b. „Cappriccio Italien" op.
45 eftir Pjotr Tsjaikovski.
Fíladelfíuhljómsveitin leikur;
Eugene Ormandy stjórnar.
c. Píanókonsert í a-moll op.
16 eftir Edvard Grieg. Eva
Knardahl og Konunglega
fílharmoníusveitin i Lundún-
um leika; Kjell Ingebretsen
stjórnar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Á hringveginum. Brot
úr þáttum sumarsins frá
Vesturlandi. Umsjón: Einar
Kristjánsson.
17.00 Barnaútvarpiö. Umsjón:
Vernharður Linnet og Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.40 Einsöngur í gtvarpssal.
Inga J. Bachman syngur lög
eftir Robert Schumann, Jo-
hannes Brahms, Franz
Schubert, Richard Strauss,
Jórunni Viðar og Pál ísólfs-
son. Jórunn Viöar leikur a
píanó.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 „Hundamúllinn", gam-
ansaga eftir Heinrích
Spoerl. Guðmundur Ólafs-
son les þýðingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur (2).
20.00 Sagan: „Sonur elds og
ísa“ eftir Johannes Hegg-
land. Gréta Sigfúsdóttir
þýddi. Baldvin Halldórsson
les (13).
20.30 Harmonikkuþáttur. Um-
sjón: Sigurður Alfonsson.
21.00 Gullgröftur og Drangeyj-
arsund. Ari Trausti Guð-
mundsson ræðir við Hauk
Einarsson frá Miðdal. Fyrri
hluti.
21.40 íslensk einsöngslög.
Þuríður Pálsdóttir syngur
lög eftir Pál ísólfsson og
Karl O. Runólfsson. Guðrún
Kristinsdóttir leikur á pianó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Laugardagsvaka. Þáttur
i umsjá Sigmars B. Hauks-
sonar.
23.30 Danslög
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
1.00 Dagskrárfok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
3.00.
SJÓNVARP
17.30 íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Ævintýri frá ýmsum
löndum
(Storybook International)
11. Hínemóa. Myndaflokkur
fyrir börn. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður
Edda Þórarinsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Fyrirmyndarfaöir
(The Cosby Show)
Nítjándi þáttur. Bandarískur
gamanmyndaflokkur. Þýð-
LAUGARDAGUR
27. september
andi Guðni Kolbeinsson.
21.05 Laumufarþegar
(Monkey Business)
Bandarisk grinmynd frá
1931. s/h. Aðalhlutverk
leika fjörkálfamir Marx-
bræður, þeir Groucho,
Harpo, Chico og Zeppo.
Þeir bræður gerast laumu-
farþegar um borð i risaskipi
á leið vestur um haf. Ekki
liöur á löngu þar til yfirmenn
á skipinu fá veður af þess-
um aöskotadýrum og hefst
þá mikil leit og eltingaleikur
sem berst víða. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.25 A heitu sumri — siöari
hluti.
Bandarisk sjónvarpsmynd
gerð eftir sögu Williams
Faulkner. Aöalhlutverk:
Jason Robards og Ava
Gardner. Efni fyrri hluta:
Hörkutóliö Will Varner hefur
boðið allslausum aðkomu-
manni, Ben Ouick, jörð og
dóttur sina fyrir konu.
Tengdadóttir Varners lítur
Ben einnig hýru auga og
hefur þetta þegar valdiö
árekstrum á heimilinu. Þýð-
andi Höskuldur Þráinsson.
00.05 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
26. september
10.00 Morgunþáttur
i umsjá Kristjáns Sigurjóns-
sonar.
12.00 Hlé.
14.00 Við rásmarkið
Þáttur um tónlist, íþróttir og
sitthvaö fleira. Umsjón: Sig-
urður Sverrisson ásamt
iþróttafréttamönnunum Ing-
ólfi Hannessyni og Samúel
Erni Erlingssyni.
16.00 Listapopp
í umsjá Gunnars Salvarsson-
ar.
17.00 íþróttafréttir.
17.03 Tveir gítarar, bassi og
tromma.
Svavar Gests rekur sögu
íslenskra popphljómsveita
tali og tónum.
18.00 Hlé
20.00 Bylgjur. Ásmundur Jóns
son og Árni Daníel Júlíusson
kynna framsækna rokktónlist
21.00 Djassspjall.
Vernharöur Linnet sér um
þáttinn.
22.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigurjóns
son.
24.00 Á næturvakt
með Ásgeiri Tómassyni.
03.00 Dagskrárlok.
989
ÚBBSBEHI
LAUGARDAGUR
27. september
8.00-12.00 Bjarni Ólafur og
helgin framundan. Bjarni
Ólafur Guðmundsson stýrir
tónlistarflutningi til hádegis,
litur yfir viðburði helgarinnar
og spjallar við gesti.
Fréttir kl. 08.00, 10.00 og
12.00.
12.00-15.00 Jón Áxel á Ijúfum
laugardegi. Jón Axel Ólafs-
son fer á kostum í stúdíói
með uppáhaldslögin.
Fréttir kl. 14.00.
15.00-17.00 Vinsældallsti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson leikur 30 vinsæl-
ustu lög vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
17.00-18.30 Vilborg Halldórs-
dóttir á laugardagssíðdegi.
Vilborg leikur notalega helg-
artónlist og les kveðjur frá
hlustendum.
Fréttir kl. 18.00.
18.30-19.00 í fréttum var
þetta ekki helst. Edda Björg-
vins og Randver Þorláks
bregða á leik.
19.00-21.00 Rósa Guöbjarts-
dóttir og hin hliðin. Fréttirn-
ar og fólkiö sem kemur við
sögu.
21.00-23.00 Anna Þorláks-
dóttir i laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir kvöld-
ið og tónlistin ætti engan
að svíkja.
23.00-04.00 Nátthrafnar
Bylgjunnar. Þorsteinn Ás-
geirsson og Gunnar
Gunnarsson halda uppi
stanslausu fjöri.
04.00-08.00 Haraldur Glsla-
son og næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur eyðir
nóttinni með hlustendum
Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá
sem fara seint í háttinn.