Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 St* Sk '* 'rt Valur Einarsson Isafirði — Minning í dag fer fram frá ísafjarðar- kirkju útför Vals Einarssonar sem andaðist 17. september í sjúkrahús- inu á Isafirði. Valur fæddist 12. júní 1915 í Gljúfri í Ölfusi, sonur hjónanna Pálínu Benediktsdóttur og Einars Sigurðssonar og næst elstur ellefu bama þeirra sem upp komust. Það mun vera hartnær aldar- fjórðungur síðan leiðir okkar Vals lágu fyrst saman. Þá kom hann mér fyrir sjónir sem hress og lífleg- ur persónuleiki. Valur átti auðvelt með að ná sambandi við fólk og kynnast því, hvað mig varðar var þar engin undantekning á. Eg minnist þess nú hvað mér þótti þægilegt sem ungum og tiltölulega óreyndum, hvemig við gátum ávallt talað saman sem jafningjar þrátt fyrir nokkum aldursmun og mikinn mun á lífsins reynslu. Valur hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum og stóð fast á þeim, og ekki var neitt áhlaupaverk að breyta þeim. Þó var hann langt frá því að vera langrækinn. Þó nokkmm sinnum gátum við sest niður í góðu tómi og rætt og reynt að fínna lausnir á hinum ýmsu þjóðfélagsvandamál- um, og sýndist þá gjaman sitt hvomm, en ávallt stóðum við upp fullkomlega sáttir að lokum. Þessar stundir urðu því miður allt of fáar. Valur átti þess ekki kost f æsku að stunda langa skólagöngu fremur en margir aðrir á þeim tímum sem hann ólst upp á. Menntun sína hlaut hann mesta af hinum harða skóla lífsins en sú menntun var þó nokk- uð mikil og var hann vel heima í ýmsum hlutum og gat miðlað þeim er minna vissu af þekkingu sinni. Það sýnir kannski best hversu fjölhæfur hann var að á lífsleiðinni starfaði hann við ótrúlega mismun- andi störf er tengdust flestum þáttum þjóðlífsins. 011 þessi störf gat hann leyst vel af hendi og þótti góður starfskraftur. Valur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Pálsdóttir frá Svínadal í Kelduhverfí. Þau áttu saman eina dóttur, Svandísi, gifta undirrituðum. Jónína og Valur slitu samvistir eftir sex ára hjónaband. Seinni kona Vals var Olga Mörk frá Færeyjum og bjuggu þau lengst af í Hveragerði. Með Olgu eignaðist hann sex böm, en þau eru sem hér segir Valur, kvæntur Herdísi Sig- urðardóttur, þau búa í Danmörku; Óli, kvæntur Jette, þau búa í Dan- mörku; Eiríkur, kvæntur Sigríði Ámadóttur, þau búa í Reykjavík; Pálína Auðbjörg, gift Peter Hans Hentze, þau búa í Færeyjum; Eimý Súsanna, gift Barða Guðmunds- syni, þau búa á Akranesi; Auður Hjördís, gift Rúnari Eyjólfssyni, þau búa á ísafírði. Mun láta nærri að bamaböm Vals fýlli annan tug- inn. Hin síðari ár dvaldi Valur í skjóli tveggja yngstu dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra. Fýrst í Þorlákshöfn hjá Eirnýju og Barða og nú undir lokin hjá Auði og Rúnari. Ekki er að efa að það var honum mikils virði að vera í svo nánu sambandi við böm sín og bamaböm. Hann hafði ávallt mikinn áhuga á að fylgj- ast með högum bamabama sinna og lét hann velferð þeirra sig miklu skipta. Mér fínnst við hæfí að enda þessa litlu kveðju með orðum Einars Sig- urðssonar föður Vals. Hann bjó á Helli í Ölfusi, en hann var kunnur hagyrðingur. Ferðlúnum hal er það friðargjöf blíð að finna þá höfn eftir lífsþrautartíð. Sem andanum lyftir frá ólguhafsströnd upp í Guðs dýrðlegu sólbjörtu lönd. Guðbrandur Bogason Valur Einarsson fæddist á Gljúfri í Ölfusi og ólst þar upp að mestu. Foreldrar hans, hjónin Pálína Bene- diktsdóttir og Einar Sigurðsson, voru þá nýlega flutt í Ölfusið aust- an úr A-Skaftafellssýslu. Hann var næst elstur í stórum systkinahóp. Ekki voru foreldrar hans ríkari af svonefndum veraldarauði en al- mennt gerðist og Valur tók á bamsaldri þátt í sveitaströfum eins og flestöll böm á þeim ámm. Var hann strax röskur og ólatur. Átta til ellefu ára gamall var hann í Kambsseli í Geithellnahreppi, S- Múlasýslu hjá Þorbjörgu Benedikts- dóttur móðursystur sinni og Sigur- jóni Einarssyni föðurfrænda. Þau hjón bjuggu síðar í Árbæ, Mýmm A-Skaftafellssýslu. Fyrst eftir fermingu vann Valur við landbúnaðarstörf. Hann var til dæmis hjá Ingimar Sigurðssyni í Fagrahvammi, Hveragerði og Bjama Ásgeirssyni á Reykjum í Mosfellssveit. Snemma vaknaði áhugi hans á bflum eins og títt var um unga menn þá ekki síður en nú á dögum. Það er ekki stór lygi þó ég segi að hann muni hafa ekið flestum tækj- um sem á hjólum era. Þó að Valur hafí stundað akstur ökutækja leng- ur en önnur störf, vann hann eins og margir Islendingar á þeim tímum við margt annað. Áður var getið um landbúnað, auk þess byggingar- vinnu, vegagerð, við frystihús. Hann stjómaði jarðbor á frumbýlis- skeiði jarðborana hér á landi, var bóndi á Reykjum í Ölfusi, verslaði í Hveragerði, var verkstjóri við ull- arþvottastöð, svo nokkuð sé nefnt. Síðast var hann afgreiðslumaður í pakkhúsi á ísafírði, þar sem hann dó 17. september sl. 71 árs að aldri. Valur var hár vexti og breiður um herðar. Hvort hann var fallegur eða ekki þori ég ekki að segja um, fegurðarhugtakið er svo afstætt og einstaklingsbundið, en hitt þori ég að segja að hann var geðgóður og glaðlyndur þegar ég þekkti hann. Valur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Jónína Pálsdóttir frá Svínadal í Kelduhverfí. Jónína og Valur áttu saman eina dóttur, Svanfríði, sem er gift Guðbrandi Bogasyni, ökukennara, búsett í Reykjavík. Seinni kona Vals var Olga Mörk frá Færeyjum, þeirra böm em: Valur Mörk, Óli Mörk, Eiríkur Mörk, Pálína Auðbjörg, Eimý Sús- anna og Auður Hjördís. Valur verður jarðsettur á ísafírði í dag. Ég votta bömum Vals og öðmm syrgjendum samúð. Gunnar Einarsson Guðspjall dagsins: Matt.: Hvers son er Krist- ur? DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Messa í samvinnu við KFUM og K vegna upphafs vetrarstarfs félaganna. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Sr. Þórir Steph- ensen. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 11. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Gísli Friðgeirsson flytur stólræðuna. Fjallað um væntanlegt barna- og æskulýðs- starf. Fluttur verður sálmurinn „Guðs kirkja er byggð á bjargi" við nýtt lag eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur guðfræðinema. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni verður sett inn í embætti og prédikar. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 11. Ath. breyttan messutíma vegna útvarps. Ræðuefni: Frelsið og frídagurinn. Fríkirkjukórinn syngur. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Starfsemi KFUM og K verður kynnt í messunni. Gunnar J. Gunnarsson guðfræðingur préd- ikar. Organist Árni Arinbjarnar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag 30. sept.: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Fimmtu- dag: Kvenfélagsfundur kl. 20.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörns- son. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Félagar úr KFUM og K taka þátt í guðsþjónustunni. Vigfús Hallgrímsson prédikar. Vænst er fermingarbarna næsta vors og foreldra þeirra. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Helgi Elíasson bankaútibússtjóri. Ein- söngur: Katrín Sigurðardóttir. Altarisþjónusta: Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti: Jón Stef- ánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 27. sept. Guösþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð kl. 11. Sunnudag 28. sept. Guðsþjón- usta kl. 11. Þriðjudag 23. sept. Bænaguðsþjónusta kl. 18. Tón- list frá kl. 17.50. Ritningarlestur og fyrirbænir. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Ástráður Sigur- steindórsson prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldr- aða í safnaðarheimilinu frá kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11 í Ölduselsskóia. Altarisganga. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Barnastarfið hefst. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræöumað- ur Einar Gíslason yngri. Sam- komustjóri Sam Glad. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14. Vígsla yngri liðsmanna. Herkaffi á eftir. Hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Þar talar major Ernst Olson deildarstjóri. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur einsöng. Eftir messu verður haldinn aðalfundur safn- aðarins í Hlégarði er lýkur með kaffidrykkju. Sóknarprestur. GARÐASOKN: Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson talar. Skólakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guöfinnu Dóru Ól- afsdóttur. Ungmenni taka mikinn þátt í athöfninni. Sr. Bragi Frið- riksson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Þorgerður Anna Árnadótt- ir, Hegranesi 27, ívar Þórarins- son, Hrísmóum 1. Garðakórinn syngur. Oganisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma fellur niður vegna safnaðarferðar. Lagt af stað í safnaðarferðina kl. 10 ár- degis frá kirkjunni. Skráning í síma 651478. Sr. Einar Eyjólfs- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Vetrarstarf KFUM og KFUK hefst. Málfríður Finnböga- dóttir formaður KFUK talar. Óskar Birgisson flytur ávarp. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Fundur með foreld- rum fermingarbarna eftir messu. Sr. Þorv. Karl Helgason. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Væntanleg fermingarbörn hvött til þátttöku ásamt foreldrum sínum. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Guðmundsson kveður söfnuðinn. Kaffisamsæti verður í samkomuhúsinu að lok- inni messu. Sóknarnefnd. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sr. Tómas Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Fjölskyldumessa kl. 14. Sérstaklega vænst þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Organisti Jón Ól. Sigurðs- son. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Að henni lokinni verður aðalsafnaðarfundur hald- inn. Sóknarprestur og sóknar- nefnd. Sólveig Eggerz sýnir Reykja- víkurmyndir Sólveig Eggerz Iistmálari heldur sýningu á Reykjavíkurmyndum í Veitingahúsinu Gullna hananum. Sólveig er þekkt fyrir myndverk sín bæði heima og heiman. Ásamt hefðbundinni málun hefur hún fengist við málun á rekavið. Sýningin er opin á opnunartíma Gullna hanans og er þetta sölusýn- ing. „The Clarks“ í Evrópu HLJÓMSVEITIN „The Clarks“ mun skemmta gestum Veitinga- hússins Evrópu við Borgartún. Hljómsveitin „The Clarks" er hollensk og skipuð fjórmenningun- um Micha Hastfeld, Michael Eschauzier, Peter van Shie og Phil Neal. „The Clarks" sérhæfa sg í þekkt- um lögum frá sjöunda áratugnum. GENGIS- SKRANING Nr. 182 - 26. september 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,520 40,640 40,630 Stpund 58,126 58,298 60,275 Kan.dollari 29,146 29,232 29,122 Dönskkr. 5,2368 5,2523 5,2536 Norskkr. 5,4650 5,4812 5,5540 Sænskkr. 5,8302 5,8475 5,8858 Fi.mark 8,2016 8,2259 8,2885 Fr.franki 6,0405 6,0584 6,0619 Belg.franki 0,9541 0,9569 0,9591 Sv. franki 24,4273 24,4996 24,6766 Holl. gyllini 17,5104 17,5623 17,5945 V-þ.mark 19,7900 19,8486 19,8631 ítlira 0,02862 0,02871 0,02879 Aasturr. sch. 2,8134 2,8217 2,8220 Port.oscudo 0,2742 0,2751 0,2783 Sp.peseti 0,3000 0,3009 0,3037 Jap.yen 0,26239 0,26317 0,26272 Irsktpund 54,206 54,366 54,641 SDR (Sérst.) 48,8255 48,9703 49,1764 ECU, Evrópum. 41,3608 41,4833 41,7169 Þú svalar lestrarjiörf dagsins ásújum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.