Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 45 Eru engin hraðatakmörk? J.G.B. skrifar: Velvakandi góður. Miðvikudaginn 27. ágúst síðast- liðin gekk ég frá heimili mínu við Hringbraut, beint yfir götuna að bifreið minni, sem ég hafði lagt á bifreiðastæði sem þar er, en einsog kunnugt er eru þessi bifreiðastæði á miðri götunni. Þessi „gönguferð" mín hafði óhjákvæmilega þau áhrif að þessi venjulegi kvartmfluklúbbahraði, sem viðgengst frá Ánanaustum og austur alla Hringbraut varð að hægja á sér og stansaði ljósleit bif- reið, sem kona ók, fyrir mér og var hún hin prúðasta. En á eftir henni kom rauð bifreið, sem ungur maður ók, skrásetningamúmer... nei sleppum því í bili, það gæti komið óþægilega við eiganda bifreiðarinn- ar að sjá það á prenti. Þessi ungi maður hefur sýnilega verið að flýta sér all mikið, því hann dró niður hliðarrúðu á bifreið sinni og hróp- aði til mín: „Hér er engin gang- braut, réttast væri að drepa þig“. Þetta virðast nokkuð kaldar kveðjur, en miðað við það, að öku- þórar líta, eða virðast líta þannig á, að á þessum vegarkafla séu eng- in hraðatakmörk, þá er þetta raunverulega ekki svo, þó ég hafí aldrei litið svo á, að menn væru rétt dræpir fyrir að hindra u.þ.b. 80 - 100 kflómetra hraða á götum Reykjavíkur. Ég held að alla leið frá Ananaustum að Hofsvallagötu sé aðeins ein gangbraut, þ.e. við Framnesveg, og ekki hef ég rekið augun í nein skilti sem gefa til kynna hámarkshraða á þessu „no man’s land“. Það er nú einu sinni svo, að við þessa götu býr margt aldrað fólk sem ekki er líklegt til að taka upp Ryesgötu aðferðina frá vinum okk- ar dönum, þó okkur sé títt að apa eftir þeim, og hlaði götuvígi, þó það væri sennilega öruggasta aðferðin til að hindra þennan hraða sem við- gengst, að því er virðist óátalið af lögreglu og umferðayfirvöldum. Ég vildi hérmeð skora á umferðayfír- völd að fylgjast með þeim hrað- akstri sem á sér stað á þessum vegarkafla, sérstaklega snemma á morgnana, frá kl. 7-8.30. Dýrkun á hryðjuverkum Húsmóðir skrifar: Maður hlustar með athygli á sög- una um Gandhi og ofbeldislausa baráttu hans til að koma málum sínum fram. Hvað skyldi hann segja um dýrkunina á hryðjuverkum sem er í tísku í dag. Marxisminn var þá heldur ekki farinn að skelfa heimsbyggðina eins og núna. Fagn- aðarerindi hans var boðað með byltingu vegna þess að í því fólst afnám helgustu mannréttinda og í framkvæmd leiðir hann til skorts og ofbeldis. Þeir hlaupa frá manni þessir postular sem hér boðuðu þennann hrylling. Þá var líka ekki lögð eins mikil áhersla á próf eins og núna, svo þeir þurfa ekki að kvíða brauðstritinu. Þeir ráku áróð- urinn eins og vefaramir í ævintýr- inu hjá Andersen, með því að höfða til hégómagirndarinnar í mann- skepnunni en ekki til skynseminnar. Þetta ber árangur því þjóðin vill láta líta á sig sem bráðgáfaða svo að ættstórir gátu ekki afborið það að kallast fábjánar. Þegar aðrar þjóðir voru búnar að sjá marxismann í framkvæmd voru þær fljótar að losa sig við óværuna. Til marks um dálæti kom- múnistana hér á landi á hryðjuverk- um er skemmst að minnast stúdentakosninga, þar sem heilii síðu af kosningablaðinu var varið til þess að sanna ágæti Rauðu her- deildanna og í útvarpinu tók talsmaður Alþýðuflokksins upp hanskann fyrir Baader-Meinhof hópnum í Vestur-Þýskalandi. Marxistamir hafa á óskiljanlegan hátt getað villt á sér heimildir og náð tökum á fjölmiðlunum í lýðræð- isríkjunum. Kúgunin í Austur- Evrópu hefur verið vandlega þöguð í hel. Gandhi gat á sínum tíma látið heiminn fylgjast með baráttu sinni. Hann var oft fangelsaður og oft fastaði hann. Hvemig hefði hann þolað fangavistina hjá Castro, þar sem hann hefði þurft að þræla í gijótnámu 16 tíma á dag og ekki mátt þvo sér að verki loknu? Páll postuli varð frægur fyrir að kristna allt Rómaveldi. I dag er marxisminn búinn að afkristna yfír 300 milljón- ir manna og stunda trúarofsóknir verri en keisaramir og hvar er þessu mótmælt? Sameinuðu Þjóðimar taka vel á móti valdaræningjum meðan þeir gera út morðsveitir til að beija niður allan mótþróa og þessir valdamenn hafa sama at- kvæðisrétt og löglega kosnar ríkis- stjómir lýðræðisríkjanna. Þegar svo hungrið tekur að hijá þessar þjóðir þá er kallað á hjálp lýðræðisríkjanna. Nú þegar hjálpa líknarstofnanir fólki í Eþíópíu, Ang- óla, Mosambík og núna bætist Nicaragua í hópinn eins og fóm- arlömb kommúnistanna í Vietnam, sem flúðu til Thailands og Afganir sem hafa flúið til Pakistan undan eiturvopnahemaði rússa í Afganist- an. Ekki má senda vopn handa frels- issveitum I þessum löndum þar sem almenningur berst fyrir lýðræði og mannsæmandi lífskjömm. Ætla lýðræðisríkin að svíkja þessar þjóð- ir eins og Ungverja og hvar ætti maður að heyra neyðaróp þeirra? Utvarpið let sér sæma, að láta segja almenningi að nasistaskríll ogævin- týramenn hefðu gert uppreisnina 1956. Er ekki verið að bijóta öll boðorð þama? Ekki lagði frelsarinn að jöfnu yfirgangsmanninn og þann sem engum gerði mein. Hlutleysið á líka að gera þennan greinarmun. NY7JEÐA SVIN REYKT Napoleon gæði 235 kr. kg. Minni fita Tilbúið f kistuna. Betra eldi Lægra verð r KJOTMIÐSTOÐIW Simi 686511 Til sölu Toyota Landcruiser II 4x4 Disel Turbo árg. 1986. Ekinn 13.000. Skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 92-3812. 0 0 AUSTURBÆJARBIO The Cokír Purple Hún er um lífið, ástina og okkur sjálf Purpuraliturinn Yatnsholt við Apavatn Til sölu sumarbústaðalönd á nýskipulögðu svæði í landi Jarðar- innar Vatnsholts við Apavatn i Grimsnesi. 90 km frá Reykjavík, þar af 80 km bundið slttlag. Seldir eru hálfir hektarar (5000 fm) eða stærra. í Apavatni er mikið af silungi og er það talið eitt besta veiðivatn landsins skv. skýrslum Veiðimálastofnunar. Veiðileyfi fylgja ekki en eru fáanleg ef vill. Apavatn er kjörið fyrir seglbrettasport og siglingar, fyrir utan silungs- veiðina. Verslun, sundlaug, banki og félagsheimili (Aratunga) eru i Reykholti, Bisk. (8 km); verslun og heilsugæslustöð í Laugarási (8 km) og verslun, sundlaug, sauna, banki, seglbretta-, báta- og hestaleiga (Miðdal) á Laugarvatni (22 km). Að Skálholti eru 6 km. Jarðvegur er er mjög góður til skógræktar. Fjallasýn er stórkostleg frá Vatnsholts- landi, og sést m.a. til Kerlingarfjalla. KJörið gönguland. Upplýsingar: Ingþór Haraldsson, Hrafnkell Ásgeirsson, hrl., Ármúla 1. S:. 84845. Strandgötu 28. S.: 50318.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.