Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 39 Ann Newey og sonurinn David. Susan Riley með Benjainin litla. Deirdre Lillywhite með sonninn Graeme. Höf ðu ekki hugmynd um að þær gengju með börn egar böm eru á leiðinni í heim- inn fer það sjaldnast fram hjá mæðrum þeirra, enda venjulegur meðgöngutími um níu mánuðir. Það hefur þó komið fyrir oftar en einu sinni að konur hafa ekki haft hug- mynd um að þær væru með bami, en ekki getur það talist algengt. Þrjár breskar konur eiga það sam- eiginlegt að hafa allar verið bams- hafandi án þess að hafa rennt í gmn að þannig væri ástatt fyrir þeim. Ann Newey bætti á sig rúmum fjórum kílóum eftir Þakkargjörðar- hátíðina á síðasta ári og kenndi hún feitum kalkúni um aukakílóin. Hún dreif sig þá í megrunarklúbb og æfingar og brátt fuku kílóin fjögur út í buskann. Hún fór þá að finna fyrir þreytu, en taldi það stafa af lýjandi starfí sínu og hugsaði ekki nánar út í þau mál. Allt í einu einn daginn í desember, fæddist henni sonurinn David. Ann segir að hver dagur hafi verið öðmm líkur, þar til þennan dag í desember að hún fór að finna fyrir krampa í öðmm fætinum. „Ég var að koma úr baði og fann þá fyrir krampanum, en ég fæ stund- um svona krampaköst. Égfór snemma í háttinn, en krampamir versnuðu, svo eiginmaður minn, Terry, hringdi á lækni. Læknirinn sagði mér að hringja aftur ef þetta batnaði ekki, en upp úr miðnætti hélt ég að ég væri að deyja, svo Terry hringdi á sjúkrabíl, sem flutti mig á slysadeild. Klukkan hálf tvö fæddist David," segir Anna. „Þar til ég átti soninn, hafði engan gmn- að að ég væri ófn'sk, ekki einu sinni lækninn, sem hafði skoðað mig tveimur dögum áður vegna eymsla í auga,“ segir hún. Hún segir að næstu tíu dagar hafi verð eins og stórhátíð. Terry og Ann höfðu veirð gift í 10 ár, en höfðu ekki bætt við fjölskylduna, þar sem Terry var í sjóhemum, og flutti ekki alkominn heim til Eng- lands þar til fyrir tveimur ámm. Þau höfðu þá farið að athuga mál- in og vom bæði tilbúin til að eignast bam. „Svo kom þessi yndislega jóla- gjöf,“ segir Ann. En það var ekki auðvelt fyrir hana að átta sig á þessum breytingum, sem orðið höfðu skyndilega á lífí hennar. „Stundum horfi ég á David, og velti því fyrir mér hvort ég eigi nokkurn skapaðan hlut i honum. Egskil ekki hvemig hann gat haft svona hægt um sig alla níu mánuðina, hann sem er svo mikil skvetta núna.“ Terry og Ann langar að eignast annað bam, en Ann segist vilja fá smá viðvömn í það skiptið. Susan Riley hefur svipaða sögu að segja.þ Hún hafði reyndar hríðir í 29 klukkustundir áður en nokkmm datt í hug að hún væri ófrísk. Sus- an og David Riley höfðu verið gift í sex ár og höfðu nóg að gera við að koma upp fyrirtæki, svo bama- hugleiðingar vom ekki með í spil- inu. Susan hafði farið til læknis á fyrri hluta meðgöngutímans, en hann hélt að um væri að ræða ígerð í móðurlífínu. Hún trúir því varla sjálf að hún hafi verið ófrísk allan þennan tíma, án þess að gera sér grein fyrir því. „Ég bætti á mig nokkmm kílóum, en ég hugsaði ekkert út í það, því ég hef nú aldr- ei verið álitin grönn," segir hún. Daginn áður en hún átti bamið, fékk hún mikla verki í bakið og um nóttina missti hún svo mikið blóð, að eiginmaður hennar hringdi í for- eldra Susan. Þau hringdu á lækni, sem Susan hafði reyndar farið til daginn áður, en hann tók ekki eftir neinu óvenjulegu. „Ég man ekki greinilega hvað svo gerðist, annað en að einhver sagði við mig: Þú ferð að eiga innan tíðar! Ég sagði honum að vera ekki með þessa vit- leysu og sló á hendina á honum," segir Susan. Hringt var á sjúkrabíl, en hann kom allt of seint, svo ljós- móðir í nágrenninu var kölluð til hjálpar. Hún tók á móti baminu og vafði það í handklæði, sem var það eina tiltæka á heimilinu. Mæðginin vom síðan flutt á spítaia en Susan segir að það hafi tekið hana nokkra daga að átta sig á því að hún var orðin móðir. Deirdre Lillywhite átti þijú böm fyrir en samt datt henni ekki í hug að það fjórða væri á leiðinni. „Jafn- vel á síðustu mínútunum hélt ég að ég væri bara með slæma maga- verk, en hálftíma síðar átti ég lítinn son,“ segir Deirdre. Hún segir að hún hafi ekki tekið eftir nokkmm hefðbundnum fylgifiskum með- göngu og hefði haft tíðir alla níu mánuðina. Hún hefði að vísu þyngst um nokkur kíló, en það hefði ekki verið neitt óvenjulegt. „Ég fékk alltaf miklaverki þegar ég átti hin bömin, en í þetta skipt- ið fann ég ekki fyrir neinu þar til kom að fæðingu. Ég hélt að ég hefði borðað eitthvað óhollt, en hálftíma áður en ég átti, gerði ég mér grein fyrir því að ég var með hríðir. Maðurinn minn sagði mér að vera ekki með þessa dellu þegar ég sagði honum að ég væri að fara að eiga.“ Deirdre sagðist hafa leitt hugann að því að fara í ófijósemisaðgerð eftir þessa reynslu, en sagði svo: „Tja, ef þetta yrði eins auðvelt og síðast, þá hefði ég ekkert á móti því að eignast annað bam.“ ÞÚ VERÐUR VILLTUR, TRYLLTUR Aldurstakmark 20 ára Besta tónlistln. I ROXZY Fríttfyrirskóla- fólkfyrír kl. 12 inism HOTEL SOGU BORDAPANTANIR I SIMA 20221 ^OKKABÖT miftnœtursviftlnu. Við berum fram kvoldvero frá kl. 19.00 til 02.00 í nýj- asta hluta Súlnasalar. GILDIHF COSPER — Og mundu nú, að er þú færð 1. einkunn ætlar pabbi að stela hjóli handa þér. Opið í kvöld 9 — 3 Hljómsveitin Ármenn ásamt söngkonunni Mattý Jóhanns Músikvið allrahæfi Dansstuðið er í Ártúni SroiMm Gestur kvöldsins kemur fram kl. 23.30 VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK og flytur frumsamið efni. SÍMI685090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.