Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 27. SEPTEMBER 1986
Atvinnumennirnir
eru áhugamenn
landsliðinu
með
„Landsliðsmennirnir fá engin
laun meðan þeir eru á vegum
KSÍ. Þeir fá hinsvegar allan kostn-
að greiddan," sagði Gylfi Þórðar-
son, formaður landsliðsnefndar
KSÍ, þegar Morgunblaðið spurð-
10 ist fyrir um það hvort KSÍ
umbunaði landsliðsmönnunum á
einhvem hátt fjárhagslega fyrir
þátttöku í landsleikjum.
„KSÍ greiðir ferðakostnað leik-
manna, hóteldvöl þeirra allra í 3-4
daga og allan mat. Einnig fá leik-
mennirnir dagpeninga, um það bil
2.000 krónur á dag minnir mig, til
að greiða fyrir persónulegt smá-
ræði eins og símakostnað,
sælgæti og þessháttar. Ef til
vinnutaps kemur hjá einstökum
leikmönnum þá greiðum við það
einnig. Til slíks hefur ekki komið í
haust hjá atvinnumönnunum, en
ef þeir sleppa leikjum vegna lands-
leiks þá greiðir KSÍ bónus og aðrar
greiðslur sem þeir verða af,“ sagði
Gylfi.
„Kostnaður vegna uppihalds
landsliðsmannanna fyrir leikinn
gegn Sovétmönnum nam um 600
þúsund krónum. Langstærsti liður-
inn er ferðakostnaður, en far-
seðlarnir eru dýrir eins og allir vita.
Eftir leikinn leigðum við svo einka-
þotu með atvinnumennina vegna
þess að Flugleiðir flugu ekki til
Lúxemborgar um morguninn. Það
reyndist ekki mikið dýrara.“
„Það hefur oft verið rætt um að
greiða landsliðsmönnum einhverja
bónusa vegna ieikjanna, eins og
HSÍ gerði í vetur, en ekki af neinni
alvöru. Fjárhagur KSÍ er ekki mjög
traustur, enda þurfum við að halda
úti öllum hinum landsliðunum með
því fé sem A-landsliðið skapar með
aðgangseyri að leikjum þess hér.
EKKERT hefur vakið jafn mikla
athygli á nýbyrjuðu keppnistíma-
bili á Englandi og glæsileikir
Nottingham Forest. Áður en liðin
fóru að leika f haust áttu fáir von
á miklu úr þeirri átt. Vitað var að
gömlu jaxlarnir Johnny Metgod,
Gary Birtles og lan Bowyer yrðu
áfram máttarstólparnir í líðinu og
að með þeim yrðu hálfgerðir
unglingar. En þessi blanda hefur
bara einfaldlega reynst meira
krassandi en við var búist.
Tveir leikmenn liðsins hafa vakið
feiknarlega athygli. Annarsvegar
Franz Carr, eldfljótur þeldökkur
útherji, og hinsvegar Neil Webb
sem gert hefur 10 mörk það sem
af er vetri og er þó miðvallarleik-
maður. Þá hefur Nigel Clough,
sonur framkvæmdastjórans, einn-
ig þótt leika mjög vel það sem af
er. ^
FH SIGRAÐI bæði í karla- og
kvennaflokki í meistaramóti ís-
lands í götuboðhlaupi, sem fram
fór í Vesturbænum fyrir skömmu.
í hverri karlasveit voru fjórir
hlauparar, sem hlupu samtals 20
km. Sigurður Pétur Sigmundsson
hljóp síðustu 6,5 km fyrir FH og
fékk besta tímann í þeirri vega-
lengd og tryggði félagi sínu sigur.
Auk hans voru í sveitinni Björn
Póturssosn, Jóhann Ingibergsson
og Finnbogi Gylfason. Sveit ÍR
hafnaði í 2. sæti eftir að hafa haft
forystu þar til undir lokin og
drengjasveit KR varð þriöja. Steinn
Jóhannsson, KR, fékk besta tíma
þeirra, sem hlupu 3,5 km.
í kvennakeppninni voru þrjár
• Neil Webb hefur vakið mikla
athygli sparkfræðinga I vetur.
Brian Clough keypti Franz Carr
fyrir eitt hundrað þúsund pund fyr-
ir einu ári frá Blackburn Rovers
og nú blómstrar hann. Hann hefur
verið gjörsamlega óviðráðanlegur
og lagt upp mikinn fjölda marka
fyrir samherja sína. Carr er svo
fljótur að sérfræðingar telja hann
jafnvel fljótari en Evrópumeistar-
ann í 100 metra hlaupi, Linford
Christie, á 30 metra spretti. Og
sagt hefur verið frá því að hann
hafi hlaupið 100 metrana á 10,4
sekúndum á grasvelli.
Neil Webb keypti Clough á
síðasta ári frá Portsmouth en þar
hafði hann leikið í stuttan tíma.
Webb lék sem unglingur með Re-
ading. Webb er nú talinn líklegur
landsliðskandídat eftir stórleiki á
miðvellinum hjá Forest og 10
mörk.
stúlkur í hverri sveit og hlupu þær
samtals 9 km. í sigursveit FH voru
Helen Ómarsdóttir, Súsanna
Helgadóttir, sem fékk besta
tímann á 2,0 km vegalengdinni,
og Þórunn Unnarsdóttir, sem hljóp
3,5 km á besta tímanum.
Víðavangshlaupanefnd FRÍ og
Frjálsíþróttadeild KR sáu um fram-
kvæmd hlaupsins, en úrslit urðu
þessi:
KARLAR:
1.8vett FH 64,17
2. sveft ÍR 64,43
3. svett KR 67,41
4. svett iRb 69,30
6. Snörtur 96,17
KONUR:
1. sveKFH 36,60
2. Snöftur 46,02
íþróttir
helgarinnar
Handknattleikur
Síðustu leikirnir í meistara-
flokki karla og kvenna í
Reykjavíkurmótinu í handknatt-
leik verða í Laugardalshöllinni
í dag. KR og Fram leika í mfl.
kvenna og hefst leikurinn klukk-
an 14, en leikur Þróttar og Vals
hefst klukkan 15.15. Með sigri
tryggja Valsstúlkurnar sér
Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Leikur Fram og Ármanns í mfl.
karla hefst klukkan 16.30.
Blak
Reykjavíkurmótið í blaki
hefst á morgun í íþróttahúsi
Hagaskóla. í meistaraflokki
karla leika Víkingur og ÍS klukk-
an 19 og Fram og Þróttur
klukkan 20.15. Klukkan 21.30
hefst leikur (S og Þróttar í
meistaraflokki kvenna.
Körfuknattleikur
í dag leika Fram og ÍS klukk-
an 14 í mfl. karla í Reykjavíkur-
mótinu og leikur Vals og ÍR
hefst klukkan 15.30. í mfl.
kvenna leika ÍS og KR klukkan
17.
Sund
Fyrsta 3. deildarkeppnin í
sundi fer fram á Hvammstanga
í dag og á morgun. Þau tvö lið,
sem urðu neðst í 2. deild 1985,
keppa og auk þess þrjú eða
fjögur önnur lið, sem ekki hafa
áður tekið þátt í bikarkeppni.
Stjörnu-
dagur
Ungmennafólagið Stjarnan,
Garðabæ, ætlar að halda sinn
fyrsta „Stjörnudag" á morgun
á félagssvæði sínu.
Mikill uppgangur hefur verið
í starfi Stjörnunnar á undan-
förnum árum og hafa hinar
ýmsu deildir náð góðum
árangri bæði í einstaklings- og
flokkakeppnum. “
í lok sýningaratriða verður
uppskeruhátíð knattspyrnu-
deiidar í félagsmiðstöðinni í
boði bæjarstjórnar Garðabæj-
ar.
Stjarnan vonar að Garð-
bæingar og velunnarar félags-
ins mæti og leggi sitt af
mörkum til að gera þennan
fyrsta Stjörnudag eftirminnileg-
an.
Dagskráin verður sem hér
segir:
Kynnir: Tryggvi Árnason.
Innanhúss. íþróttahús:
1. Kl. 13.30 Leikin nokkur lög.
2. Kl. 13.50 Fánahylling
3. Kl. 14.00 Setningarathöfn
Ómar Ingólfsson v.form.
Stjörnunnar.
4. Kl. 14.10 Ávarp form.
Æskulýðs- og íþróttaráðs,
Erling Ásgeirsson.
5. Kl. 14.15 Fimleikasýning
6. Kl. 14.45 Borötennis
7. Kl. 15.15 Karate
8. Kl. 15.45 Blak
9. Kl. 16.15 Handbolti
10. Kl. 16.45 Veitingar í félags-
miðstöðinni.
Uppskeruhátíð knatt-
spyrnudeildar.
Útivöllur:
1. Kl. 14.30 knattspyrna —
3. fl. Malarvöllur
2. Kl. 14.30 knattspyrna —
5. fl. Malbik
3. Kl. 15.00 Knattspyrna —
6. fl. Malbik
Leikir á útivelli eru háðir
veðri, ef villa viðrar þá færist
knattspyrnan inn (einn leikur).
Morgunblaöiö/Einar Falur
B Atvikið umdeilda. Arnór hefur nú dregið til baka ummæli sfn
eftir leikinn þess efnis að „hönd Guðs“ hafi komið við sögu i
markinu, og kveðst ekki hafa snert knöttinn með hendinni.
Arnór Guðjohnsen:
Snerti ekki knött-
inn með hendinni
„Þétta er misskilningur. Ég tók
bohann ekki með hendinni þeg-
ar ég skoraði markið á móti
Sovétmönnunum," sagði Arnór
Guðjohnsen knattspyrnumaður
í samtali við Morgunblaðið í
gær. Sem kunnugt er sýndist
sitt hverjum um það hvort Amór
snerti knöttinn með hendinni
rétt áður en hann komst innfyr-
ir vörn Sovétmanna og skoraði
mark islands.
Þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti Arnór að máli strax
eftir leikinn á miðvikudagskvöldið
spurði hann meðal annars um
þetta atvik - hvort það væri rétt
sem Sovétmenn héldu fram að
hann hefði notað höndina til að
leggja knöttinn fyrir sig.
„Við skulum segja að hönd
Guðs hafi lítillega komið við
sögu," sagði Arnór þá - og not-
aði nákvæmlega sama orðalag
og Diego Maradona gerði til að
viðurkenna óbeint að hafa snert
knöttinn með hendi þegar hann
skoraði fyrra markið í leiknum
gegn Englendingum á HM í
Mexíkó í sumar, eins og marg-
frægt er.
í samtali við Morgunblaðið í
gær staðfesti Arnór að hafa sagt
þetta eftir leikinn, en kvaðst jafn-
framt „ekki hafa meint neitt
sérstakt" með þessum ummæl-
um.
Frásögn Morgunblaösins af
umræddu atviki í leiknum á mið-
vikudagskvöldið byggðist að
sjálfsögðu að nokkru leyti á um-
mælum Arnórs sjálfs um það,
því hann er sá eini sem veit ná-
kvæmlega hvað gerðist þegar
hann fékk knöttinn skyndilega
framan við mark Sovétmanna í
leiknum. Það er vissulega fagn-
aðarefni að hann skuli nú taka
af skarið um það að markið var
löglega skorað því stórleikur
landsliðsins verður enn glæsi-
legri fyrir vikið.
Forsala á leik
Vals og Juventus
FORSALA á leik Vals og Juventus gengur vel og f gær höfðu um
þúsund stúkumiðar selst. í dag klukkan 10 til 16 verður forsalan f
Miklagarði, en f Austurstræti eftir helgi. Miðar á leikinn eru jafnframt
happdrættismiðar og er bifreiðin, sem myndin er af, f vinning.
Spútniklið
Forest mætir
Arsenal í dag
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Engiandi.
FH sigraði