Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 30
 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDÁGUR 27. SÉPTEMBER 1986 H AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR * Japan: í karlmannasamfélaginu hefur kona verið kjörin flokksformaður í fyrsta sinn Japanskar konur hafa ekki látið að sér kveða í stjómmálalífi þar í landi, a.m.k. ekki í æðstu stöðum. Nú gæti það tekið að breytast, eftir að Takako Doi var kjörinn formaður japanska Sósíalistaflokksins, á þingi hans fyrir skemmstu. Við henni blasa mörg verkefni og býsna viðamikil: að endurvekja traust og trú manna á Sósialistaflokknum sem er stærsti stjómarandstöðu- flokkur Japans. Fylgi hans hefur farið minnkandi og má nefna að í neðri deild japanska þingsins hrapaði þingmannatala hans úr 109 í áttatíu og sex í kosningum þann 6. júlí sl. Doi er fimmtíu og sjö ára göm- ul og japanskir fjölmiðlar brugðu við skjótt og kölluðu hana „svar Japans við Margaret Thatcher eða Corazon Aquino". En það er enn of snemmt að segja til um hvort Takako hefur þá for- ystuhæfíleika til að bera sem réttlættu að henni væri líkt við þessar tvær kynsystur, jafn óiíkar í viðhorfum og stjómunarmálum og þær eru nú raunar. Fram til þessa hefur japanska karimannasamfélagið verið alls- ráðandi í pólitíkinni í Japan og konur hafa ekki átt auðvelt upp- dráttar ef þær hafa horft til trúnaðarstarfa. Ýmislegt bendir til að Sósíalistaflokksforystan hafi talið að kjör hennar í formanns- sætið gæti hresst upp á ímynd flokksins og hleypt í hann nýju blóði. Fyrrverandi formaður flokksins, Masashi Ishibashi, beitti sér mjög fyrir því að Takako hlyti kosningu, sagði af sér þar sem hann kvaðst bera ábyrgð á ósigri flokksins í kosningunum í júlímánuði. Hann hefur sætt mik- illi og harðri gagnrýni fyrir að gera gagnrýni Nakazone að meg- inmáli kosninganna. Þessi aðferð' hafi verkað þveröfugt og orðið til að vekja óþarfa samúð og athygli með Nakazone. Þess í stað hefði, hann átt að leggja áherzlu á mál- efni sem unnt hefði verið að gagnrýna Frjálslyndaflokkinn fyrir á langtum traustari forsend- um. Fyrir flokksþingið hafði Takako verið einn af fjórum varaformönn- um flokksins og getið sér ágætt orð en kannski ekki öllu meira. Auk þess sem það virtist fráleitt í augum margra flokksbræðra hennar að velja konu til for- manns. Hvað sem líður allri framþróun í Japan, tæknifram- förum og efnahagsundri, svo og að þátttaka kvenna í atvinnulífínu er óvíða meiri en þar, hafa karl- menn átt mjög örðugt með að sætta sig við þá tilhugsun, að kona gæti verið pólitískur jafningi þeirra. En Sósíalistaflokkurinn hefur átt í vök að verjast og í raun og veru kom útreið hans í kosningun- Um í júlí ekki að öllu leyti að óvörum. Flokkurinn hefur velkzt í vafa um hvert hann ætti að stefna og illgjamar tungur segja að hann hafi árum saman verið stefnulaus með öllu og í bezta falli opinn í báða enda. í janúar- mánuði samþykkti flokksforystan nýja málefnaskrá fyrir flokkinn þar sem augljóslega var miðað að því að laga hann að vestur- evrópskum jafnaðarmannaflokk- um í ríkari mæli en áður. Þessi „nýi“ jafnaðarmannaflokkur lýsti andstöðu við kjamorkuvopn og þjóðvamarlið Japans og talað var um möguleika á að ganga til sam- vinnu á einhveijum sviðum við Frjálslynda lýðræðisflokkinn. En einhverra hluta vegna tókst flokknum ekki að byggja upp sannfærandi stefnu, að minnsta kosti ekki í tæka tíð fyrir júlíkosn- ingamar. Ekki aðeins virtust marxistasjónarmið flokksins verða ívið áberandi og engin von' virtist í sjónmáli að nokkurs stað- ar yrði gerlegt að bjóða hann fram sem valkost. Sömuleiðis virtist stöðu hans sem stærsta stjómar- andstöðuflokksins einnig vera ógnað þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Þessi afleita framtíðarsýn blasti við, að flokkurinn myndi hreinlega molna í sundur, átti sinn þátt í því að Ishibashi tókst að fá helztu verkalýðsleiðtoga Jap- ans til að taka höndum saman og vinna að kjöri Takako. Hún hefur ekki verið of áberandi í vinstri armi flokksins fremur en þeim hægri og því þykir hún hafa möguleika til að sameina og hún hefur aldrei verið orðuð við neitt sem tvíeggjað eða gagnrýnisvert gæti talist. Takako Doi er 57 ára og er ógift. Hún er fyrrum prófessor í réttarfræði við háskólann í Kyoto. Hún hóf þátttöku í stjómmalum árið 1969. Hún hefur verið var- færin í yfirlýsingum síðan hún tók við flokksformennskunni. Hún er sögðjarðbundin manneskja, raun- sæ og slyngur stjómmálamaður og hefur mikla þekkingu á ut- anríkis- og afvopnunarmálum. Hún er víðförul og hefur kynnt sér utanríkismál sérstaklega. Efa- semdarmenn segja hins vegar að hún sé ekki þjálfuð á neinn hátt til að stjóma og hætt sé við að verkalýðsleiðtogarnir í Jafnaðar- mannaflokknum muni setja henni stólinn fyrir dymar ef hún reynist of umbótasinnuð. Sömu aðilar staðhæfa einnig að kjör hennar í formannssæti eitt og sér muni hrökkva skammt ef hún reynist ekki fær um að leysa, og það snarlega, hinn margslungna vanda flokksins. En hins vegar geta efasemdarmennirnir auðvit- að hafa misreiknað sig. Og auðvitað em allir, hvort sem er í Japan eða á Vesturlöndum, á einu máli um að það muni verða hress- andi að fá loks konu í forystusæti í japanskri pólitík. Hún muni fá sæmilegan aðlögunartíma og það sé ekki nema hollt og gott fyrir hinn dæmigerða japanska pólitík- us að fá nú kvenmann til að segja sér fyrir verkum, hvort sem það verður nú Takako auðvelt verk eða ekki. (Heimild: The Eastern EconomÍHt Review.) Blómkálssalat. Blómkál á borðum Heimilishom Bergljót Ingólfsdóttir Enn er fáanlegt ferskt íslenskt blómkál í verslunum og því freist- andi að hafa það til matar. Eftir að blómkál hefur verið fryst er það ljómandi í ýmsa heita rétti en ekki skemmtilegt í grænmetis- salöt. Þess má geta að blómkál inni- heldur helmingi meira af C- vítamíni en nýjar kartöflur og er hitaeiningasnautt, þ.e. 25 hitaein- ingar í 100 gr káls. í hráu blómkáli er kalk og það tapast ekki við gufusoðningu. Það er því óhætt að mæla með því í salöt og aðra rétti. Ef frysta á blómkál þarf að snöggsjóða það fyrst, 2—5 mín. ef tekið er sundur í greinar en lengur ef frysta á það heilt. Ef sjóða á heilt blómkál er gott að leggja það í saltvatn í 1 klst. Við það losna öll óhreinindi úr. Það er gott að setja dálitla mjólk út í suðuvatnið, 1 dl í lítra vatns, og verður kálið hvítara við það. Heilt blómkálshöfuð á að setja í kalt vatn og setja svo á fullan straum, suðan látin koma upp en potturinn þá tekinn af hellunni og kálið látið vera í soðinu í ca. 10 mín. eða þar til að það er orð- ið hæfilega meyrt. Gæta þarf þess að hafa það heldur skemur en lengur. að ofsjóða grænmetið er ekki besta meðferðin á því. Blómkálssalat 1 blómkálshöfuð Blómkál með kjötfarsi. salatblöð V2 agúrka 4 tómatar Lögur: 3 matsk. olía 1 matsk. edik V2 tsk. salt dál. pipar 2 tsk. estragon Blómkálið tekið sundur í grein- ar, stilkurinn tekinn frá, salat, agúrka og tómatar skorið smátt. Lögurinn hristur eða hrærður saman og hellt yfir grænmetið dál. áður en bera á fram. Blómkál með eggjum, skinku og ostasósu 1 blómkálshöfuð 2 dl mjólk 1 matsk. hveiti 150 gr beikonostur 200 gr skinka 4 egg 1 1 vatn 1 tsk. salt 1 tsk. edik steinselja Blómkálið í greinum soðið í létt- söltuðu vatni í um það bil 5 mín. Vatnið látið síga vel af á eftir. Kálið sett í smurt ofnfast fat. Eggin eru soðin eða „pocheruð" og síðan sett innan um kálið. Mjólk og hveiti hrært vel saman í potti, ostinum bætt út í ásamt skinkunni. Allt látið sjóða saman en síðan hellt yfir matinn í fatinu. Fatinu síðan aðeins brugðið inn í ofn áður en borið er fram. Soðnar kartöflur eða gott brauð borið með. Ætlað fyrir 4. „Gratineraður" blómkálsréttur. Blómkál með kjötfarsi Skorinn er kross í stilk blóm- kálshöfuðs af meðalstærð. Látið standa í vatni dágóða stund. 500 gr kjötfars, aðkeypt eða heimalagað. Um það bil helmingur kjöt- farsins er settur inn á milli greina kálsins. Það sem eftir er farsins látið á álpappír, blómkálið sett þar ofan á og þessu pakkað inn. Sett f ofn í ca. 50 mín. (200°C). Hægt er að sjóða stilkinn og búa til sósu úr soðinu. Aðrar sósur, heit- ar eða kaldar, geta komið að sama gagni. „Gratineraður“ blómkálsréttur 1 blómkálshöfuð 500 gr hakkað kjöt 1 laukur 25 gr smjör eða smjörlíki 1 dós niðursoðin tómatsúpa salt og pipar 50 gr rifinn ostur Blómkálið hreinsað og tekið sundur í greinar. Soðið í 3—5 mín. og vatnið látið síga vel af. Kálið sett í smurt ofnfast fat. Laukurinn brytjaður og brúnaður með kjötinu sem slegið er í sund- ur svo það verði laust í sér. Þegar þetta hefur brúnast er súpunni hellt yfir og allt látið malla saman og síðan kryddað. Kjötinu er hellt yfir blómkálið í fatinu, ostinum stráð yfir og bakað í ofni í ca. 15 mín. við 225 C. Tómatsneiðar settar yfir réttinn um leið og bor- ið er fram. > 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.